Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 3
SEX ELSTU BORGARAR NORÐURLANDA: Ajax hvílíkur munur Ajax þvottaefni losar úr bletti og óhreinindi strax í forþvotti. Það er sama hvort um er að ræða hvítan, mislitan eða mjög viðkvæman þvott, sama hvaða hitastig er notað eða þvotta- stilling. Með Ajax skilar árangurinn sér í tandurhreinum dfe: blettalausum þvotti. \ ' MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 HALLDÓRA Bjarnadóttir á Blönduósi varö 107 ára i gær, eins og þá var skýrt frá i frétt i Morgunblaðinu. Halldóra er elsti núlifandi íslendingurinn. og ekki er vitað um neina hér á landi er hafi áður náð svo háum aldri. Það er hins vegar ekki rétt, sem segir i frétt Morgunblaðsins, að Halldóra sé elsti ibúi Norðurlanda, þvi i sænsku blaði sem Morgunblaðinu barst i gær, er sagt að elst sé Karolina Nilsson-Regnér i Sviþjóð. Hún er 108 ára að aldri. I blaðinu eru taldir upp sex elstu Olga Hansen býr nú í Thisted í borgarar Norðurlanda, en þeir eru samtals 643 ára að aldri! — Hafa lifað samanlagt í 643 ár. Hinir sex elstu núlifandi Norðurlandabúar eru nú, samkvæmt frétt hins sænska blaðs, Karolina Nilsson- Regnér í Svíþjóð 108 ára að aldri, Olga Hansen í Danmörku 107 ára, Andre Akaki Kuznetsov í Finn- landi 107 ára, Ingebrigt Johansen í Noregi 107 ára, Halldóra Bjarna- dóttir á íslandi 107 ára og Freder- ikka Sigvardsen í Færeyjum, 105 ára að aldri. Danmörku, en hún fæddist í Ála- borg á því herrans ári 1873. Hún giftist árið 1900, og á einn son. Olga lét kvenréttindamál í Dan- mörku mjög til sín taka á yngri árum, og er líklega elsta rauðsokk- an á Norðurlöndunum. Karolina Nilsson-Regnér býr nú í Limhamn í Svíþjóð, þar sem hún fæddist árið 1871. Hún bjó hjá syni sínum, Ragnari, frá því hún var 71 árs þar til hún varð 105 ára, en þá flutti hún á hjúkrunarheimili vegna lasleika. Karolina er enn furðuern, og býr sig nú undir að halda upp á 109 ára afmæli sitt hinn 20. desember næstkomandi. Elsti karlmaðurinn á Norður- löndunum, Ingebrigt Johansen, er enn við ágæta heilsu. Hann býr nú í Mið-Tromsö í Noregi, þar sem hann stundaði lengi sjóinn og landbúnað jöfnum höndum. Helsta áhugamál hins aldna Norðmanns er knattspyrna. Halldóra Bjarnadóttir býr sem kunnugt er á Blönduósi, en hún starfaði meðal annars í Noregi og á Akureyri á yngri árum, og er enn furðuhress þótt ellin sæki að. Andrei Akaki Kuzbetsov býr í Valamoklaustri í Finnlandi, en hann gerðist munkur eftir píla- grímsför til Klausturs heilagrar þrenningar í Moskvu er hann var 17 ára. Hann er talinn elsti munkur í heimi. Frederikka Sigvardsen býr í Gjogv í Færeyjum, hjá syninum Carl Jacob sem er 75 ára að aldri. Hún er enn ern og heilsugóð, og kveðst alls ekki hafa í hyggju að flytja á elliheimili. Hún hefur reynt ýmislegt um dagana, maður hennar og sonur drukknuðu árið 1920 er þeir voru á fiskveiðum við Færeyjar, annar sonur drukknaði einnig og eina dóttur missti hún ársgamla. Tvö barna hennar búa hins vegar í Þórshöfn, og ein dóttirin í Kaupmannahöfn. Sagnir eru um í gömlum annál- um, að elstur allra Islendinga fyrr og síðar hafi orðið séra Jón Jónsson prestur á Staðarhrauni, sem lést árið 1653, og töldu sumir hann þá 113 ára að aldri. Páll Eggert Ólafsson telur þó ekki að svo sé, og vitnar í vitnisburð Jóns sjálfs frá árinu 1635, en miðað við þann aldur er hann gaf þá upp var hann 103 ára er hann lést. Guð- mundur Illugason ættfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að handrit þessa vitnis- burðar væri til í Þjóðskjalasafni, og væri því líklegast að Jón — sem gekk undir nafninu Gamli Adam, hafi verið 103 ára er hann kvaddi þennan heim. Guðmundur sagði margt kunnra manna vera út af Jóni, en hann var þríkvæntur og lifði allar konur sínar. Hann lést sem fyrr segir árið 1653, í Hítar- dal. Olga llansen André Akaki Kuznetsov Frederikka Sigvardsen Eru samtals 643 ára að aldri!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.