Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 31 borbergur Aðalsteinsson skorafti átta mork i stórsigri Víkings i gærkvöldi. Landsliðið leikur í Moskvu í dag ÍSLENDINGAR og Sovétmenn leika siðari landsleik sinn i knattspyrnu á Lenin leikvang- inum í Moskvu i dag, en fyrri leikur þjoðanna í 36. riðli und- ankeppni HM fór fram i Reykjavík í haust. Rússar sigr- uðu þá naumlega 2—1. Róður- inn verður þungur hjá íslend- ingum. ekki sist er fréttist að Janus Guðlaugsson, hinn trausti leikmaður frá Fortuna Köln gæti ekki verið með vegna meiðsla. Morgunblaðið reyndi árang- urslaust að ná sambandi við íslenska liðið í gær. Það gekk brösulega, en vonandi gengur betur í dag þannig að hægt verði að flytja fréttir af leiknum sem fram fer í dag eins og áður sagði. Allmargir leikir aðrir eru á dagskrá í undankeppni HM í kvöld. írland og Belgía eigast við í 2. riðli, Wales og Tyrkland mætast í sama riðli og ísland og Rússland leika í. Rúmenía og England leika í 4. riðli, Danmörk pg Grikkland í 5. riðli, Norður frland og Svíþjóð og Skotland — Portúgal í 6. riðli. Það er því nóg að gera ... Liverpool á grænni grein FYRIR nokkru var dregið í 16 liða úrsiitum ensku deildarbik- arkeppninar i knattspyrnu, en umferðin fer fram 28.-29. þessa mánaðar. Ekki verður annað sagt en að sigurstranglegri liðin hafi fengið æði missterka mót- herja. Þannig eru leikmenn Liv- erpool vafalaust mjög ánægðir með að fá 3. deildar lið Ports- mouth í heimsókn á Anfield og er með ólíkindum hversu heppnir þeir eru alltaf hjá Liverpool. en liðið hefur dregist gegn hverju smáliðinu af öðru i bikarmótun- um siðustu árin. Ipswich leikur á útivelli gegn Birmingham og verður það erfiður leikur fyrir bæði lið. Og fáir treysta sér að spá hvort Arsenal eða Tottenham kemst áfram, en liðin mætast á White Hart Lane, leikvangi Tottenham í Norður Lundúnum. Aðrir leikir eru eftir- farandi. Coventry — Cambridge Man. City — Notts County Watford — Nott. Forest WBA — Preston West Ham — Barnsley. Tveir leikir í 1. deild í kvöld TVEIR leikir fara fram í 1. deild íslandsmótsins i handknattleik i kvöld, annar í Hafnarfirði en hinn i Laugardalshöllinni. í Ilafnarfirði eigast við FII og KR og heíst leikurinn klukkan 20.00. A undan. eða klukkan 19.00. eigast við sömu lið í 1. deild kvenna. Leikur KR og FII ætti að geta orðið hin besta skemmtun. FH-ingar eru ávallt harðskeyttir á heimavelli, en KR- ingar hafa sýnt mikla baráttuleiki að undan- förnu undir stjórn Hilmars Björnssonar þjálfara. í Laugardalshöliinni eigast við Vaíur og Haukar, tvö lið sem sýnt hafa misjafna leiki í byrjun móts- ins. Leikurinn hefst klukkan 20.00. t Rúmenar flengdu Englendinga Rúmenska landsliðið í knatt- spyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri, gersigraði enska landsliðið i undankeppni Evrópu- keppni landsliða í umræddum aldursflokki. Skoruðu Rúmenar fjögur mörk, en Englendingar svöruðu ekki svo mikið sem einu sinni fyrir sig, 4—0, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 0—0. Það var einungis stórkostleg markvarsla Garry Bailey, mark- varðar Engla, sem hélt liðinu á floti fram í síðari hálfleik, en úr því réði hann ekki við neitt lengur. lltherji Rúmena, Theres, skoraði þrívegis, en klúðraði samt víta- spyrnu. Gilberht skoraði fjórða markið, en þrjú síðustu mörkin komu á síðustu 9 mínútum leiks- ins. Leikur Fram hrundi síðustu 15 mínúturnar - Og Víkingar gengu auðvitað á lagið FRAM tapaði sínum fjórða leik í röð i 1. deild Islandsmótsins i handknattleik i gærkvöldi. er Vikingur lagði liðið að velli. Til þessa hafði Fram sýnt mjög slaka leiki, en ef frá eru taldar siðustu 10—15 minúturnar i gærkvöldi. sýndi Fram lang besta leik sem liðið hefur náð í íslandsmótinu. Batamerkin eru greinileg, en ögun og meiri festu vantar enn. Vikingarnir léku framan af nákvæmlega eins og i siðustu leikjum sinum. illa miðað við þeirra háa „standard". En þegar Framarar fóru að gefa eftir í siðari hálfleik sýndu Vikingarnir sinar þekktari hliðar. Þeir eru þó fjarri þvi að vera eins sterkir og í fyrra, þegar þeir kafsigldu lið sem tóku á móti af öllum kröft- um. Lokatölur i gærkvöldi urðu 24—17 fyrir Viking, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 10—8 fyrir Viking. Framarar leiddu framan af og komust m.a. í 4—1. Víkingarnir minnkuðu muninn, en Fram leiddi þó með einu marki ailt þar til að Víkingur komst yfir þegar 3 mín- útur voru eftir af fyrri hálfleik, 9—8. í síðari hálfleik var allt í járnum framan af og þegar 10 mínútur voru liðnar stóð 11—11. Og fjórum mínútum síðar 12—13 fyrir Víking. En þá hrundi allt hjá Fram og fjögur næstu mörk skor- uðu Víkingar. Þetta var allt í einu ekkert spennandi lengur og hvert hraðaupphlaupið rak annað hjá Víking. Og lokatölurnar urðu 24—17 sem fyrr segir. Annars var þetta ekki leiðin- legur leikur á að horfa. Lengst af var jafnræði mikið og mikil spenna. Barátta var í fyrirrúmi, varnarleikur og markvarsla beggja liða góð. Bæði lið léku hraðan handknattleik og mörg markanna voru falleg. Harka var og mikil, einum of mikil á köflum. En lokakaflan var ekkert gaman, enda einstefna Víkinga þá alger. Kristján Sigmundsson var lang besti leikmaður Víkings að þessu sinni og bókstaflega hélt liðinu á floti framan af, meðan að Fram var mun sterkari aðilinn á vellin- um. Varði Kristján hvað eftir annað meistaralega. Snæbjörn markvörður Fram stóð einnig vel fyrir sínu. Annars léku Árni og Guðmundur vel og Þorbergur og Steinar undir lokin. Vörn liðsins var þó allan tímann traust. Auk Snæbjörns hjá Fram, bar mest á Björgvin Björgvinssyni, sem átti stórleik á línunni. Erlendur slapp einnig bærilega frá sínu. í stuttu máli: Islandsmótið í handknattleik, Fram — Víkingur 17—24 (8—10). Mörk Fram: Björgvin Björgvins- son 6, Erlendur Davíðsson og Theodór Guðfinnsson 3 hvor, Axel 2, Jón Árni Rúnarsson, Hinrik Ólafsson og Hannes Leifsson eitt mark hver. Mörk Víkings: Þorbergur Aðal- steinsson 8, Páll Björgvinsson 6 (3 viti), Árni Indriðason og Steinar Birgisson 3 hvor, Ólafur Jónsson og Guðmundur Guðmundsson eitt mark. Brottr.: Þorbergur og Björgvin í 4 mínútur hvor, Sigurbergur, Hann- es, Axel, Steinar og Árni í 2 mínútur hver. Víti í vaskinn: Snæbjörn varði tvö vítaköst og Kristján Sigmundsson eitt. Dómarar: Jón Hermannsson og Karl Jóhannsson. — gg. „Höfum verið bestir síðastliðin átta ár“ JÚGÓSLAVNESKA meistaralið- ið Cibona Zagreb kom til lands- ins i gærkvöldi. en liðið leikur annað kvöld fyrri leik sinn i Evrópukeppni bikarhafa við Val. Leikurinn fer fram i Laugardals- höllinni og hefst kl. 20.00. Siðari leikurinn fer fram á föstudags- kvöldið. Það kom fram á blaða- mannafundi i gærkvöldi að Ci- bona kom með alla sina bestu leikmenn til landsins. Aðspurður hvort liðið léki af fullum krafti gegn Val svaraði þjálfari liðsins sem jafnframt er þjálfari lands- liðsins: — Það er enginn leikur unninn fyrir fram. Og við vanmetum ekki Valsliðið. En við skulum ekki gleyma því að síðastliðinn átta ár hefur Júgóslavia verið í fremstu röð í Evrópu. Við höfum margoft verið Evrópumeistarar og erum núverandi Ólympíumeistarar. Það segir sína sögu. Ög ég get fullviss- að áhorfendur um að við munum leika af fullum krafti það gerum við alltaf. Við munum sína allar okkar bestu hliðar því að öðru vísi náum við ekki góðum árangri í leiknum gegn Val. Við höfum að undanförnu leikið 22 leiki til undirbúnings og æft mjög vel. Við ætlum okkur langt í Evrópu- keppninni. Við munum haga leik- aðferð okkar eftir því hvernig leikurinn þróast, sagði svo þjálfari Cibona að lokum. Það fer ekkert milli mála að Cibona er sterkasta körfuknatt- leikslið sem hingað hefur komið. Sjö leikmenn liðsins eru yfir tvo metra á hæð og afar kraftalega vaxnir. Körfuknattleiksunnendur ættu því að fá eitthvað fyrir sinn snúð með því að mæta í Höllina á fimmtudag og föstudag og sjá þessa snillinga leika listir sinar. Stjarnan sigraði Tý ÞRIÐJU deildar lið Stjörnunnar i handknattleik fór i heimsókn til Vestmannaeyja um siðustu helgi og lék þar tvo leiki við Tý. Jafntefli varð í fyrri leik liðanna 22—22. en síðari leik liðanna lauk með sigri Stjörnunnar 25— 21. Nú er skammt í það að 3. deildin í handknattleik hefjist og eru liðin að undirbúa sig af kappi með æfingaleikjum. Þjálfari Stjörnunnar er hinn kunni hand- knattleiksmaður Gunnar Ein- arsson. Að sögn leikmanna Stjörnunnar voru allar móttökur í Vestmannaeyjum hreint út sagt frábærar. • Þrír af leikmönnum Cibona við komuna til landsins í gærkvöldi. Lengst til hægri er Cocié, hinn frægi fyrirliði landsliðsins með 280 landsleiki að baki. Hann hefur leikið siðastliðin tvö ár á ítaliu sem atvinnumaður. Fyrir miðju er Knego og þá Gospodnetic. Eins og sjá má eru kapparnir hávaxnir. Allir eru þeir um 2,10 m á hæð. I.jósm. Kristján

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.