Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 5 Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi: Kosið um öll stjórnarsætin EGILL Snorrason var kjörinn formaður Féla>?s sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi í fyrrakvöld. Var kosið á milli Egils. sem upp- stillinKanefnd (jerði tillöKU um. ok önnu Heiðdal ok fékk Egill 33 atkvæði. en Anna 30. Uppstillinganefnd gerði tillögu um 6 meðstjórnendur og kom fram mótframboð með 6 nöfnum. Af lista uppstillinganefndar voru kjörin Hilmar Fenger með 38 atkvæðum, Björn Björgvinsson með 37, Arnar Ingólfsson með 36, Áslaug Ottesen með 35 og Þórarinn Þórarinsson með 34 atkvæðum og af hinum listanum Anna Heiðdal með 33 atkvæðum. Næst henni kom sjötta manneskjan á lista uppstillinganefndar Vilborg Bjarnadóttir, sem fékk 31 atkvæði. Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi á 13 fulltrúa á lands- fundi. Aðalfundir hafa verið haldnir í félögum sjálfstæðismanna í Háaleit- ishverfi og Skóga- og Seljahverfi, sém hvort um sig eiga 4 landsfund- arfulltrúa. Stjórnir félaganna voru endurkjörnar mótframboðslaust og eru formenn þeirra Stella Magnús- dóttir og Guðmundur Sigmundsson. Andvari ÁR 199 - Nýr bátur til Þorlákshafnar Þorlákshöfn 14. október 1980. NÝR bátur hefur nú bæst við flota Þorlákshafnar. Ilann heit- ir Andvari ÁR 107. 199 tonna Davíð hættir áVísi DAVÍÐ Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Reykjaprents, útgáfu- fyrirtækis Vísis, hefur sagt starfi sínu lausu og mun láta af störfum um næstkomandi áramót. Davíð hefur gegnt starfinu frá því í september 1975, eða í rösklega fimm ár. Davíð hefur ráðið sig sem aðstoð- arframkvæmdastjóra Hraðfrysti- húss Keflavíkur hf. og tekur hann við því starfi 1. janúar. stálbátur. byggður i Hollandi 1965. Eigandi bátsins er Ilafn- arnes hf. í Þorlákshöfn. Báturinn var keyptur hingað frá Vestmannaeyjum. Hinir nýju eigendur sendu hann til Danmerkur, þar sem skipt var um vél í honum, og kom hann heim úr þeirri för í fyrradag, hinn 12. október. Að sögn Guð- mundar Friðrikssonar, fram- kvæmdastjóra Hafnarness hf., verður skipstjóri á Andvara næstu vetrarvertíð Sigurður Bjarnason. Sá hinn sami og verið hefur með aflaskipið Frið- rik Sigurðsson undanfarin ár. En Hafnarnes hf. er einnig eigandi þess. — Ragnheiður. Maður drukknaði er bifreið hans fór fram af bryggjunni vestast á Kársnesi. Myndin er tekin þegar verið var að htfa bifreiðina upp úr höfninni. Fór fram af bryggju FROSKMENN fundu um miðjan dag í gær bifreið er farið hafði fram af bryggjunni vestast á Kársnesinu í Kópavogi. Fannst bifreiðin á um 10 metra dýpi 40 metra frá bryggjusporðinum. Kranabifreið var til taks á bryggj- unni er froskmennirnir fundu bif- reiðina og var henni náð upp á bryggjuna stundu seinna. Ökumaður bifreiðarinnar, sem var af Lada-gerð, var látinn þegar bif- reiðin fannst. Loðnuaf linn nú 100 þúsund tonn LOÐNUAFLINN á vertíðinni var í gær orðinn um 100 þúsund tonn, en ágæt loðnuveiði hefur verið undan- farið. Skipin hafa fengið afla sinn siðustu daga um 130 milur frá Siglufirði og er þaðan um 14 tima stim á miðin. í gær var löndunarbið frá Bolungarvík austur um til Raufarhafnar og fóru skip þvi bæði til Austfjarða- og Faxaflóahafna. Aflahæsta skipið á vertíðinni er Óli óskars með um 5 þúsund tonn. Þrátt fyrir góðan afla siðustu daga hefur veðrið verið erfitt á miðunum og spáð er 4-6 vindstigum á miðun- um. Frá því á mánudag þar til síðdegis í gær tilkynntu eftirtalin skip um afla til Loðnunefndar: Mánudagur: Haförn 680, Albert 590, Harpa 590, Magnús 470, Hilmir 560, Þórður Jónasson 430, Sigurður 1100, Svanur 650, Gígja 720, Súlan 750, Jón Finnsson 500, ísleifur 680, Óli Óskars 1100, Kap II 600, Grind- víkingur 900, Keflvíkingur 500, Skarðsvík 640, Hákon 700, Ljósfari 540, Arnarnes 450, Rauðsey 560. Samtals 22 skip með 14.160 tonn. Þriðjudagur: Guðmundur 900, Dagfari 530, Fífill 620, Náttfari 520, Eldborg 1400, Helga Guðmundsdótt- ir 700, Júpiter 1100, Hafrún 500, Helga II 400, Skírnir 300. Hvíti stafurinn í DAG hinn 15. október er alþjóðadagur hvíta stafsins. tákni sjónskertra og hlindra. Hugmyndin um hvíta stafinn var fyrst sett fram í París árið 1931 og þá þegar tók notkun hans að ryðja sér mjög til rúms. Nú í dag hefur hvíti stafurinn hlotið alþjóða viðurkenningu sem bezta hjálpartæki til að tryggja sjónskertum og blindum sem mest öryggi á ferðum þeirra. — Hvíta stafinn er auð- velt að sjá í björtu jafnt sem myrkri og dimmviðri, því glit- ræmur, sem límdar eru á hann vekja eftirtekt ökumanna, þegar ljós bifreiðanna falla á hann. Á þessum alþjóðlega degi hvíta stafsins beinir Slysavarna- félag íslands þeim eindregnu tilmælum til allra vegfarenda að þeir festi sér vel í minni hvíta stafinn, og virði í hvívetna tákn hans til aukins öryggis sjón- skertum og blindum. Sýnið þeim háttvísi í allri umgengni og réttið þeim styrka hjálparhönd hvenær sem þörf krpfur SAAB-eigendum fjölgar ört þessa dagana Þeir eru nú 31 fleiri en þeir voru 23. sept. síðastliðinn þegar við hófum sölu á sérstakri sendingu af SAAB 99 og SAAB 900 árgerð 1980, með meira en milljón króna lækkun á verði. SAAB-eigendum fjölgar jafnt og þétt á hverjum degi, sendingin er ekki búin - svo enn er möguleiki. Tllboö um meira en milljón króna lækkun stendur enn Ætlar þú aö slást í hóp stoltra SAAB-eigenda? TÖGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.