Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 SINDRA STALHF SINDRA STÁL í því liggur styrkurinn Það sem steypt er þarf að styrkja með stáli — Steypustyrktar stáli. Steypustyrktarstál er ein af okkar sérgreinum. Við geymum stálið í húsi, sem heldur því hreinu og gljáandi, þannig verður það þægilegra í vinnslu og sparar tíma. Markmið okkar er fljót og góð sendingar- þjónusta. Notaðu aðeins gott steypustyrktar- stál, í því liggur styrkurinn. Borgartúni31 sími27222 i Stjórnarfrumvörp: Olíugjald fiskiskipa hækki úr 2,5 í 7,5% t gær var laut fram á Alþingi stjórnarfrumvarp, sem felur i sér hækkun olíuKjalds fiskiskipa. utan skipta, úr 2,5% í 7,5%. Þegar fiskiskip selur afla i innlendri höfn skal fiskmóttakandi greiða útgerð- arfyrirtæki olíugjald sem nemur 7,5% miðað við fiskverð. Olíugjald þetta kemur ekki til hlutaskipta eða aflaverðlauna. í greinargerð segir að frumvarpið sé flutt til þess að greiða fyrir ákvorðun fiskverðs 1. október 1980. Þá voru lögð fram eftirtalin stjórnarfrumvörp: — Um söngmálastjóra og Tónskóla þjóðkirkjunnar. — Um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamál- efni. Frumvarp þetta fjallar um meðferð efnis í tölvum, er varða einkahagi manna. Frumvarp svipaðs efnis var flutt 1978 en varð ekki útrætt. Það er endur- flutt nú í sama formi og á sl. þingi. — Um breytingu á fyrningarregl- um almennra hegningarlaga, endurflutt. — Um aðgang að upplýsingum hjá almannastofnunum, endurflutt. — Um breytingu á lögum um Kenn- araháskóla Islands, endurflutt. — Um fuglaveiðar og fuglafriðun, endurflutt í fimmta sinn. — Um breytingu á lögum um fisk- vinnsluskóla, endurflutt. — Um breytingu á lögum um vél- stjórnarnám, þ.e. að sá, sem lokið hefur fyllsta námi frá Vélskóla íslands og auk þess sveinsprófi í vélvirkjun eða ann- arri málmiðnaðargrein eigi rétt á starfsheitinu vélfræðingur. — Um barnalög, endurflutt, fyrst flutt 1976. — Um horfna menn, þ.e. heimild til úrskurðar af hálfu skiptaráð- anda um meðferð bús sem dán- arbús. Þingsályktanir: „Stórfelld aukning orkufreks iðnaðar44 Vegur yfir eða göng undir Hvalfjörð? ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? t2 H ALGI.VSIR l M AI.LT I.AND ÞKGAR H Al’GLVSIR I MORIil NBLADINl' • Þingmenn Alþýðuflokks lögðu fram á Alþingi sl. mánudag tillögu til þingsályktunar um aukningu orkufreks iðnaðar. Tillagan gerir ráð fyrir því að Alþingi kjósi 7 manna nefnd (þingmanna), sem fjalli um stórfellda aukningu á orkufrekum iðnaði næstu ár til að nýta í ríkara mæli en nú er gert hinar miklu óbeisluðu orkulindir vatnsfalla og jarðhita, bæta lífskjör og auka trausta atvinnu, fram- leiðslu og útflutning þjóðarinnar. Nefndin hafi samráð við yfirvöld orkumála og umhverfisverndar. • Þá flytja þingmenn Vestlendinga tillögu til þingsályktunar, sem felur í sér gerð áætlunar um iðnþróun á Vesturlandi. • Þingmenn Vestlendinga flytja og tillögu um athugun á hagkvæmustu samgönguleiðum um Hvalfjörð, en þar sé um fjóra aðalmöguleika að ræða: 1) ferju yfir fjörðinn. 2) brú yfir fjörðinn, 3) göng undir fjörðinn, 4) veg yfir fjörðinn. • Benedikt Gröndal og Árni Gunn- arsson flytja tillögu um kjör nefnd- ar til að kanna, hversu mikla og hvers konar gæzlu 200 mílna efna- hags- og mengunarlögsaga útheimti og hvern veg við erum í stakk búnir til að gegna þeirri gæzlu viðunandi. • Alexander Stefánsson flytur fyrirspurn til tryggingaráðherra varðandi endurskoðun laga um al- mannatryggingar og um verð- tryRgðan lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. • Pétur Sigurðsson flytur fyrir- spurnir til félagsmálaráðherra varðandi fjárframlög til orlofs- heimila verkalýðssamtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.