Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 Hjónaminning: Halldóra S. Jónsdóttir Jakob R. Elíasson Jakob afi minn var fæddur að Berjadalsá á Snæfjallaströnd þann 5. júlí 1897. Foreldrar hans voru Rakel Jakobsdóttir ljósmóðir og Elías Jónsson. Afi ólst upp í stórum hópi systkina. Hann fór ungur til sjós og varð formaður aðeins 16 ára gamall og var mestalla tíð til sjós. Halldóra amma mín var fædd þann 12. júlí 1889 að Hóltúni á Snæfjallaströnd. Hún var dóttir Jóns Þórðarsonar og Viktoríu Eg- ilsdóttur. Faðir hennar og eini bróðir hennar drukknuðu í sjó- róðri þegar hún var 4 ára, og þá stóð móðir hennar uppi ein með dæturnar, sem hún varð að láta frá sér í fóstur. Uppfrá því ólst amma upp hjá Halldóru Sigurðar- dóttur og Bjarna Guðnasyni á Berjadalsá og sagði amma að tæpast hefði verið hægt að eiga betri foreldra. í desember 1919 giftust þau afi og amma. Þeim varð ekki barna auðið, en árið 1929 tóku þau kjördóttur, sem er mamma mín, Elísa Rakel, þá vikugamla. Sama ár og þau giftust afi og amma + Móöir okkar, HELGA JÓNSDÓTTIR, Skaröshlíð 11 E, Akuroyri, lést á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri aö morgni 14. október. Fyrir hönd vandamanna, Haukur Einarsson, Ingvi Jón Einarsaon. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓN JÓNSSON, verkstjóri, Skúlagötu 78, lézt í Borgarspítalanum 13. október. Fyrir hönd vandamanna, Guöný Jóakimsdóttir og börn. LOFTUR HJARTAR, húsasmiöur, Barmahliö 11, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 16. október kl. 13.30. Guörún Á. Hjartar, Steinunn Hjartar, Stefán B. Stefónsson, Dóra Hjartar, Kristín Hjartar. t Móöir okkar og tengdamóöir, MARÍA FINNSDÓTTIR, Austurkoti, Vogum, veröur jarösungin frá Kálfatjarnarkirkju fimmtudaginn 16. október kl. 14.00. Hallveig Arnadóttir, Magnús Ágústsson, Ása Árnadóttir, Eiöur Sigurösson, Helga Árnadóttir, Jón Bjarnason. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN GUÐLAUGSSON, skipasmiöur, Langholtsvegi 134, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. október kl. 10.30. Þeir sem vilja minnast hins látna, láti líknarstofnanir njóta þess. Guöbjörg Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum af alhug samúö og vinsemd vegna andláts og útfarar móöur okkar og tengdamóöur. MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR. Unnur Arnórsdóttir, Svava Arnórsdóttir, Báröur ísleifsson, Gyöa Arnórsdóttir, Hermann Magnússon, Hulda Arnórsdóttir, Óöinn Rögnvaldsson, Inga Arnórsdóttir, Frank Cremona. Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför ÁSTU ÁRNADÓTTUR, Austurbergi 38. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki á deild 5-C á Landspítalanum. Þorsteinn Erlingsson, Árni Leósson, Kolbrún Jónatansdóttir, Sigurjóna Kristófersdóttir, Ingimundur Andrésson, og barnabörn. fluttust þau frá bernskuslóðunum til Hnífsdals, því afa mun hafa leikið hugur á að komast í skips- rúm á stærri bátum. Gerðist hann fljótlega formaður i Hnífsdal. Frá Hnífsdal fluttu þau til ísafjarðar «8 bjuggu þar í mörg ár, þar sem afi stundaði sjó, en amma vinnu í fiski og svo fluttu þau til Súðavík- ur, en þar man ég fyrst eftir þeim. Þar stofnaði afi ásamt öðrum mönnum útgerðarfélagið Andvara og Sæfara. Síðustu árin í Súðavík gerðu afi og pabbi út bátinn Sigurfara. Árið 1952 fluttum við til Reykjavíkur og bjuggum þar í átta ár. Þann tíma vann afi á mölinni og í sænsk-íslenska frystihúsinu. Jafnframt áttu þeir, hann og pabbi, trillu, sem þeir réru í frístundum. Þá áttum við líka sumarbústað, þar sem amma eyddi öllum þeim stundum sem hún gat í garðinum og við ýmis störf, og líka á veturna við að hlúa að trjánum eða að líta eftir einhverju. En Vestfirðirnir lokka og laða og við fluttum til Bolungarvíkur 1961. Þá voru þau gömlu hjónin komin á efri ár. Afi og pabbi fóru beint á sjóinn á Sigurfara og var afi skipstjórinn. Hann var alla tíð mikill dugnaðarmaður og heppinn sjósóknari. En hann varð að hætta til sjós sökum heilsubrests árið 1968, eftir það og til dauðadags vann hann við fiskverkun. Hann kunni jú aldrei að meta. kosti hóglífsins. Amma var stoð og stytta á heimilinu, hún prjónaði vettlinga, sokka, húfur og allt sem við þurftum af slíkum flíkum. Hún var hlédræg og dul, en marga nóttina vakti hún og horfði út á hafið og beið. En mestan styrk og þrek sýndi hún trúlega í nóvember 1933, en þá var afi á sjó á m.b. Andvara frá Isafirði og lenti í 3—4 sólarhringa hrakningum með Kveðja: Hulda Long Gunnarsdóttir Móðurmissir Mér andlátsfregn að eyrum berst, ég út í stari bláinn og hugsa um það sem hefur gerst til hjarta mér sú fregnin skerst — hún móðir mín er dáin! Hve vildi ég, móðir, minnast þín, en má þó sitja hljóður, mér finnst sem tungan fjötrist mín, mér finnst hver hugsun minnkast sín — því allt er minna móður! Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn, hann traust mitt var í hvíld og önn, í sæld og sorg og þrautum. Þú geymdir heitan innri eld, þótt ytra sjaldan brynni. Ef kulda heims var sál mín seld, ég sat hjá þér um vetrarkveld — þá þíddirðu ísinn inni. Eg veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú — ég veit þú látin lifir! Ei þar sem standa leiðin lág, ég leita mun þíns anda — er lít ég fjöllin fagurblá, mér finnst þeim ofar þig ég sjá i bjarma skýjabanda! (Úr ljóðabók Steins Sigurðssonar) Börnin + Viö þökkum af alhug vináttu og samúö viö andlát og jaröarför fööur míns, tengdafööur, afa og langafa, ÁGÚSTS LÁRUSSONAR, Þórustööum I, Eyjafiröi. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarliöi Fjóröungs- sjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra umönnun í veikindum hans. Ólöf Ágústsdóttir, Stsfán Árnason, María Stefánsdóttir, Jóhann Austfjörö, Ágúst Stefánsson, Sigurhanna Sigmarsdóttir, Sigurlaug Stefánsdóttir, Randver Karlsson, Stefán Stefánsson, Helga K. Stefánsdóttir. og barnabörn. bilaða vél, og var talið víst að báturinn hefði farist, en breskur togari fann þá bátinn 20 mílur undan Kögri og dró hann til lands. I það skiptið skall hurð nærri hælum, en afi sýndi þá sem oft endranær frábæran dugnað, hug- rekki og sjómannshæfileika. Mikið áfall var það ömmu þegar afi dó hinn 1. desember 1970. Uppfrá þeim tíma fór henni að hraka, heilsan bilaði og amma var ekki sama kvika litla konan. Hún var fremur smávaxin. Afi, amma, pabbi og mamma bjuggu alltaf saman og þess vegna eru allar mínar bernskuminningar tengdar afa og ömmu. Oft þurfti amma að þvo og þurrka tárin af litlum börnum, setja plástur á sár og hugga okkur. Oftast fékk maður þá líka eitthvað í munninn. Svo komu langömmubörnin' og alltaf átti Dóra amma hlýju og svo eitthvað í skápnum uppí litlu munnana. Það er svo margs að minnast og af svo mörgu að taka að ég gæti eflaust haldið áfram að skrifa í langa tíð, en að endingu vil ég segja, að með afa og ömmu eru gengin mæt og góð hjón. Traust fólk, persónur sem munu verða þeim sem kynntust þeim og áttu því láni að fagna að eignast vináttu þeirra minnisstæð. Og ég veit að ég tala líka fyrir hönd systkina minna og tengdasystkina þegar ég þakka afa og ömmu fyrir það sem þau voru okkur og henni ömmu minni fyrir það sem hún var börnunum okkar. Amma dó laust fyrir hádegi hinn 3. október 1980. Ég bið guð að styrkja Fríðu ömmusystur, mömmu og pabba, svo og aðra aðstandendur. Blessuð sé minning þeirra. Jakob IIS. Ragnarsson, Bolungarvfk. Létt trúar- leg tónlist í Bústaðakirkju „Jesús lifir“ er heiti hljómleika sem haldnir verða i Bústaða- kirkju nk. föstudag 17. október og hefjast kl. 21. „Svokölluð létt tónlist skipar nú æ stærri sess í kristinni kirkju víða um heim. Tónlistin er marg- vísleg, t.d. léttir kórar, sem notað- ir eru m.a. á samkomum og svo ýmsir sönghópar og hljómsveitir sem flytja eigin tónlist. Erlendis eru slíkar hljómsveitir margar hverjar orðnar þekktar meðal fjöldans, vegna vandaðrar og góðrar tónlistar. Hér á landi hafa hópar sem þessir skotið upp koll- inum annað slagið, en yfirleitt ekki verið langlífir og kannski lítið til þeirra heyrst nema í takmörkuðum hópi. En nú skal reynt að bæta þar um.“ Tónlistarmennirnir sem koma fram eru allir starfandi í söfnuð- um, má þar nefna Hvítasunnu- söfnuðinn, Kristilega skólahreyf- ingu, Krossinn og Ungt fólk með hlutverk. Meðal þeirra sem syngja og leika eru: „Hljómsveitin 1. Kor. 13, Fides, Garðar og Anna, Ágústa Ingimarsdóttir, sönghópur og Hellen S. Helgadóttir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÖTA HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.