Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 fM*fgmtlrIafri£ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr'. eintakiö. Þú getur bjargað lífi — hjálpum hungruðum í Afríku Sú var tíðin, að íslendingar þurftu að berjast við hungurvofuna og vita því, hver hrollvekja hún er. Þá ríkti ekki í heiminum sá andi samhjálpar, sem nú einkennir alþjóðlegt hjálparstarf og raunar ekki í neitt hús að venda fyrir þá, sem þurftu að berjast við hörmungar af völdum náttúruhamfara eða hungurvofunnar. En bitur reynsla islenzku þjóðarinnar hefur kennt henni að setja sig í spor þeirra, sem þurfa að glíma við alls kyns hörmungar. Þannig hefur aldrei verið komið að tómum kofanum, þegar heitið hefur verið á hurðir Flosa fyrir aðrar þjóðir, sem hafa átt bágt, hvort sem verið hefur af völdum náttúruhamfara eða hungurvofunnar, en hún hefur sótt kraft í stjórnleysi einræðisseggja og náttúruhamfarir, sem enginn mannlegur máttur hefur getað séð við. Það er alkunna, að fjölmargir einræðisseggir hafa hrifsað til sín völdin bæði í Asíu, Mið- og Suður-Ameríku og jafnvel Evrópu, svo að ekki sé nú talað um Afríku, þar sem nýir herrar hafa tekið við af nýlenduherrunum, sumir undir gunnfána sósíalisma. Þessir herrar hafa mergsogið þjóðir sínar, m.a. með því að kaupa vopn til að haida alræðisstjórnum sínum við völd, í stað þess að efla frelsi og sjálfsbjargarviðleitni þegna sinna og koma í veg fyrir hungur og hvers kyns skort. Neyðin er nú orðin svo hrikaleg í sumum löndum hins svokallaða þriðja heims, að ekki verður lengur horft upp á hana án aðgerða. Talið er, að milli 8 og 12 milljónir manna svelti heilu hungri, þar sem hungursneyðin er mest í Afríkulöndum, en víðar er við mikil bágindi að etja. Rauði krossinn stendur nú fyrir herferð gegn hungurvofunni og er leitað til Islendinga, að þeir láti nokkuð af hendi rakna til hjálpar sveltandi fólki í Afríku og höfum við einkum samstarf við Norðmenn í þessu hjálpar- starfi. Þegar söfnunin fór fram í Noregi í haust gekk hún svo vel, að til var tekið, og er þess að vænta, að við íslendingar látum ekki minna af hendi rakna en frændur okkar. En til þess þyrftum við helzt að safna milljónatugum. Vonandi tekst Rauða krossi Islands að safna svo miklu fé hér á landi, að um það muni í baráttunni við hungrið í Afríku. Þar lifa margir milli vonar og ótta um þessar mundir vegna sults og seyru, en það var einmitt hlutskipti forfeðra okkar, þegar verst gegndi á niðurlægingartímunum og íslenzka þjóðin var undir nýlendu- hæl einveldiskonunga, sem hugsuðu helzt ekki um annað en arðræna hana og niðurlægja á alla lund. En þó mun ástandið hér aldrei hafa orðið jafnslæmt og nú í ýmsum löndum Afríku. í minningu forfeðra okkar skulum við veita sveltandi heimi alla þá aðstoð, sem við megum og létta undir með þeim, sem við bágindi búa, ekki sízt þeim kvíðandi mæðrum, sem nú horfa upp á hungurvofuna hremma börn sín án þess þær geti rönd við reist. Þær sorglegu myndir frá þessum hungurslóðum, sem hafa m.a. verið birtar hér í blaðinu, ættu að nægja til að fólk bregðist skjótt við og veiti Rauða krossinum alla þá aðstoð, sem það frekast getur. Við, sem búum við allsnægtir, getum ekki notið lystisemda daglegs lífs nema meðbræðrum okkar sé veitt sú hjálp, sem reynsla okkar krefst og er svo sannarlega í anda íslenzkrar mannúðarstefnu. Minnumst þess, að það er ekki lengra síðan fjölmargir Islendingar liðu skort en svo, að Steinn Steinarr gat sagt í frægu ljóði, að hjarta hans hefði logað af hatri hins sveltandi manns, og jafnvel hann, tuttugustu aldar skáld á íslandi, taldi sig geta sagt með sanni: Ég var soltinn og klæðalaus og sjúkur af langvinnum skorti — svo að það er ekki ýkjalangt síðan hungurvofan barði að dyrum á íslandi. Vonandi kemur hún aldrei aftur. En hún á að vera okkur áminning og hvatning til að bægja henni frá bágstöddu fólki í öðrum löndum. Þú getur bjargað lífi. Það er mikil guðs gjöf að vera svo vel í sveit settur á voveiflegum og viðsjálum tímum. Láttu ekki það tækifæri ganga þér úr greipum — að geta bjargað mannslífi í sveltandi Afríku. Láttu það af hendi rakna við Rauða krossinn, sem þú getur. Þá mun þér betur vegna. BLINDRA- T7»>c 1 • X FÉLAGIÐ: V 10^X6^1110 gildi hvíta stafsins Erfiðleikarnir við að komast leiðar sinnar eru eitt mesta vandamál blindra ok sjón- skertra. MikilvæKasta hjálpar- tæki þeirra til að ferðast um er „hvíti stafurinn“, sem nú hefur hlotið alþjóðlega viðurkenn- ingu sem blindratákn. Nú hefur verið ákveðið að 15. október verði ár hvert alþjóðlegur dag- ur hvíta stafsins og skorar Blindrafélagið á alla þjóðfé- lagsþegna að viðurkenna gildi hvita stafsins og auka þekk- ingu sina á notkun hans. I dag og næstu daga munu félagar Junior Chamber-hreyfingarinn- ar um allt land dreifa limmiða með merki hvíta stafsins til ökumanna en miðanum er ætlað að minna á tilvist blindra og tákn þeirra i umferðinni — hvíta stafinn. Á blaðamannafundi sem Blindrafélagið efndi tii kom fram að hvíti stafurinn hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem tákn blindra og sjónskertra. Hann gegnir tvöföldu hlutverki: Annars vegar sem hjálpartæki fyrir blinda en hins vegar sem TÁKN BLINDRA Limmiðinn sem J.C. félagar munu dreifa til ökumanna um allt land i dag og næstu daga. blindratákn í umferðinni. Hvíti stafurinn gerir blindum og sjón- skertum kleyft að ferðast um á eigin spýtur og veitir þeim fjölmargar upplýsingar um nán- asta umhverfi sitt. T.d. gefur hvíti stafurinn upplýsingar um tröppur, hvort þær liggja upp eða niður, um gangstéttir, girð- ingar, staura svo og um jarðveg- inn sem gengið er á. Stafurinn gefur til kynna óþekkta farar- tálma í gangveginum og hann gefur frá sér breytileg hljóð eftir því í hvað honum er slegið. Hvíti stafurinn er forgangs- merki blindra og sjónskertra í umferðinni og ber ökumönnum að hleypa þeim skilyrðislaust yfir götur þótt ekki sé um gangbrautir að ræða. En enda þótt hvíti stafurinn sé mikil hjáp öllum blindum og sjónskertum, þurfa þeim samt sem áður á aðstoð annarra vegfarenda að halda, t.d. við að segja þeim hvenær óhætt er að fara yfir götu. Með tilkomu almennrar notk- unar hvíta stafsins munu blindir og sjónskertir verða meira á ferðinni en áður og er því aukin þörf á að fólk átti sig á vanda- málum þeirra og ýmsar ráðstaf- anir verði gerðar af stjórnvöld- um til að greiða götu þeirra. Hefur Blindrafélagið hér m a. farið fram á það við stjórnvöld að merkið, sem er á límmiðan- um, verði tekið upp sem umferð- armerki og sett upp þar sem sjónskert fólk á tíðum leið um. Þá hefur og verið farið fram á að búnaður sem gefur frá sér hljóð- merki verði sett upp við alla götuvita þannig að blindir og sjónskertir geti áttað sig á hvenær óhætt er að fara yfir götuna. Þetta hvort tveggja er samnorrænt verkefni — er stefnt að því að umferðamerki verði notað á öllum Norðurlönd- unum og eins að hljóðmerki við götuvita verði samræmd. I bæklingnum „Hvernig að- stoðar þú sjónskerta?“ sem J.C. félagar annast dreifingu á ásamt límmiðum eru leiðbeiningar um hvernig aðstoð kemur sér bezt fyrir sjónskerta. Er það ósk Blindrafélagsins að sem flestir kynni sér þessar leiðbeiningar, því þrátt fyrir góðan vilja gerir fólk sér oft ekki grein fyrir vandamálum sjónskertra eða hvers konar aðstoð hentar þeim í einstökum tilvikum. F.v. óskar Guðnason. forseti Reykjavikurdeildar J.C.. Ásgeir Þórðar- son. formaður Byggðarlagsnefndar J.C.. Halldór Rafnar. formaður Blindravinafélagsins. Rósa Guðmundsdóttir, varaformaður Blindrafé- lags og Björg Einarsdóttir. ritari. Lárus Jónsson, alþingismaður: Þarf „ríkisstjórnin ekkert að skammast sín fyrir þetta“, Kjartan? Króna sólstöðusamninganna 28 aurar Kjartan Ólafsson. ritstjóri Þjóðviljans. skrifaði kostulega grein i sunnudagsblað „mál- gagns verkalýðshreifingar“. Um helmingur greinarinnar er lof- söngur um hversu samkomulagið sé gott i rikisstjórninni. Þar innan veggja sé enginn sem leiki „hið auma hlutverk kratanna“ úr fyrri vinstri stjórn. Hinn helm- ingur greinarinnar fjallar um hversu frábærlega ríkisstjórn- inni hafi tekist til i glímunni við verðbólguna. Þar eru gullkorn eins og að „drjúgur árangur" hafi náðst i þvi efni og hann upplýsir: „ísland er eina landið hér i grennd sem verðbólga fer i ár lækkandi!" Steininn tekur úr, þegar þessi fyrrum hátthrópandi „samning- ana i gildi" ritstjóri segir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna launþega verði i ár „aðeins 3 til 4% lægri en á árinu 1978“. Um þetta segir Kjartan: „Ekki þarf rikisstjórnin að skammast sín fyrir það“!!! Kommar hæstánægð- ir með ástandið Þessi Þjóðviljagrein er einkar athyglisverð fyrir allan almenn- ing í landinu og einkum þá, sem styðja þessa ríkisstjórn og hafa vaxandi og þungar áhyggjur af því upplausnarástandi sem blasir hvarvetna við í íslenzku efna- hagslífi. Harðlínukommarnir, sem stjórna Alþýðubandalaginu eru nefnilega hæstánægðir með ástandið, árlega verðbólgu milli 50 til 60%, taprekstur og skuldasöfn- un atvinnuveganna, umtalsverðan greiðsluhalla við útlönd og erlenda skuldasöfnun, síminnkandi inn- lent lánsfé og verulegan fólks- flótta úr landi. Þetta er óskastaða fyrir þá. Þeir hafa lykilstöðu í stjórnarráðinu, í borgarstjórn og hjá launþegasamtökum, svo nokk- uð sé nefnt. Innan skamms mun þessi flokkur, sem hefur 20% fylgi þjóðarinnar, hafa ráð flestra at- vinnufyrirtækja í hendi sér vegna tapreksturs og skuldasöfnunar og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.