Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 29
t MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 29 I i J'm r '* B W A VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI ny ujjmFX'UB'u tf falsaðar lygaskýrslur um alla helstu herforingja Rússa, þar sem þeir játuðu á sig hvers konar glæpi, til að reyna að koma Stalín á kné og stuðla þann veg að falli hans. Nú, svo þegar Stalín bárust þessar fölsuðu skýrslur nasista í hendur, var hann ekki höndum seinni að fyrirskipa líflátsdóm velflestra herforingja í rússneska hernum. Var þeim hreinsunum að sjálfsögðu fullnægt samstundis að boði Stalíns. Sem sagt allur blóm- inn af rússneskum herforingjum var dauður. Umbúðirnar ekki nógu snyrtilegar Þarna hafði Hitler náð fram tilgangi sínum, að stórlama allan rússneska herinn, áður en ráðist yrði á Rússa. Hitler vissi því vel að lítillar mótspyrnu væri að vænta þá innrás yrði gerð. Enda fór það svo, að mótstaða var sáralítil sem engin. Nasistar óðu yfir lönd og borgir og hefðu á skömmum tíma malað Rússa niður, en Vesturveldin og Banda- ríki Norður-Ameríku skoruðust ekki undan að veita Rússum hern- aðarhjálp, m.a. með þrotlausum vopnasendingum öll stríðsárin. Sendu þau þangað t.d. skriðdreka og flugvélar i stórum stíl. En Stalín þakkaði alla hjálp í skömm- inni og fann m.a. að því að umbúðir utan um hergögnin væru ekki nógu snyrtilegar. Nú er það spurning, hvort ekki hefði farið best á því, að nasistar og Rússar hefðu ást við einir án nokkurrar utanaðkomandi hjálp- ar. Hvernig liti heimsmyndin út í dag, ef svo hefði farið? Svari hver fyrir sig. Undan ánauðaroki kommúnismans Nú eru Pólverjar að heyja sitt frelsisstríð undan ánauðaroki kommúnismans. Vonandi tekst þeim að knýja fram varanlegar réttarbætur án íhlutunar Rússa, svo að Pólverjum verði gert fært að lifa frjálsir í landi sínu, óháðir Rússum, og þar með sleppi þeir við þrælabúðir og hæli vitfirrtra. Og svo geta Pólverjar, ef samstaða þeirra er nógu sterk, slitið af sér alla hlekki ófrelsis og kúgunar er fyrri aldir höfðu á þá lagt. Og það er ósk mín og von, Pólverjum til handa, að nú geti þeir loks allir sem einn sungið fagnandi glöðum rómi: -0({ jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannloiks og frrlsisins þjonustugpró.” St^r. Thorst.“ Þessir hringdu . . • Stundin okkar A.H. hringdi og kvaðst þakklátur fyrir sjónvarpsþættina Stundin okkar. — Mig langar til að koma á framfæri sérstöku þakklæti til Bryndísar Schram og allra þeirra sem aðstoða hana við gerð þessara frábæru stunda. ívaf Stundanna er samofið léttu glensi og alvöru og hafa málefni þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu verið tekin fyrir af sérstakri nærfærni og smekkvísi. Ýmis önnur mál eru unnin með sömu handbrögðum og er skemmst að minnast hvernig fjallað var um reykingar í síðustu Stund. Það sýnir mikið hugrekki og þroska þess fólks sem kom svo SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Búda- pest í sumar kom þessi staða upp í skák Ungverjanna Marosi, sem hafði hvítt og átti leik, og Petran. Hvítur lék 35. He4 - Df3, 36. H4e3 — Dg4 og sætst var á jafntefli. Mögulegt var hins vegar að leika hinum ægisterka leik 35. Db2! (Eða 37. Db2!) og svartur getur gefist upp. T.d. 35. — Hd8, 36. Hxe8+ - Hxe8, 37. Hxe8+ - Kxe8, 38. Db8+ - Kd7, 39. Dc7+ - Ke6, 40. Dc8+ eða 35. - Dc8, 36. Hxe8+. Furðuleg blinda. hispurslaust fyrir sjónir okkar með vandamál sín varðandi reyk- ingar. í trausti þess vonast það til að þeir sem ekki reykja reyki aldrei fyrstu sígarettuna og að þeir sem reykja hætti strax. Það væri hægt að minnast á margt fleira úr Stundinni okkar og hvet ég aðra til þess að geta þess sem vel er gert. Við bíðum öll spennt eftir næsta þætti. • Bíleigendur eru ofsóttir í miðbænum J.S. hringdi og kvartaði yfir því hvað borgin hugsaði lítið fyrir bílastæðum í miðborginni. — Ég vinn hérna í miðbænum og á því daglega í erfiðleikum með að koma bílnum fyrir á stæði, Það er helst á stöðumælastæðum sem hægt er að leggja, en þar er ekki hægt að greiða fyrir nema klukku- tíma í einu, sem er áfkaflega óþægilegt fyrir margt vinnandi fólk hér. Stundum er það svo slæmt að maður ekur hring eftir hring en finnur hvergi smugu. Og þá freistast maður jafnvel til að skilja bílinn eftir þar sem ekki er leyfilegt að gera það, í von um að geta svo stokkið frá vinnu til að ganga frá bílnum í stæði. En það eru fleiri á vakki til að aðgæta stæðismálin, ekki til að bæta úr ástandinu, heldur til að grípa hina brotlegu og binda sektarmiða á þurrkuarmana. Þetta ástand er óþoiandi, bíleigendur eru_bókstaf- lega ofsóttir hérna í miðbænum. Það er ófært að gera einhliða kröfur til borgaranna, en gera ekkert á móti. HÖGNI HREKKVlSI SCýALAÐA 3'MA SIG6A V/öGA £ A/LVtíUki vOM ^NNI, vlÚNl fW YtttiGyfíAti ‘böóo^ fiQ SOWA Sælgætisverksmiðjan Freyja sf. óskar að taka á leigu gott 500—700 fm iðnaðar- og vörugeymsluhúsnæði í Reykjavík eða nágrenni. Aðkeyrsludyr. Tilboð sendist Sælgætisgerðinni Freyju sf. Lindargötu 12, Reykjavík. Til þín ertað hugsa um Mmm^ ) Áöur en þú ákveöur hvaöa þak þú ætlar aö kaupa, skaltu hugsa aðeins lengra fram í tímann. Mörg þakefni hafa vissa veikleika og ókosti sem fyrr eöa síöar mun skapa vandræði og kosta peninga. Það er ekki alltaf best að kaupa það ódýrasta, því þaö getur orðiö það dýras’a þegar frá líður. Ef þú kynnir þér þakefnin nákvæmlega, kemstu aö raun um að A/ÞAK, er varanlegt og ódýrast þegar til lengdar lætur, og mun leysa öll þakvandamál í eitt skipti fyrir öll. FULLKOMIÐ KERFI ..TIL SÍÐASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7 REYKjAVfK. SfMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 SÖLUSTfÓRI: HEIMASfMI 71400. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.