Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 160. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tollgæslumenn og starfsmenn Landhelgisgæslunnar fóru i fyrradag fyrirvaralaust um borð i ms. Álafoss úr þyrlu Gæslunnar, þar sem skipið var á siglingu til lands undan Hjörleifshöfða. Fimm menn sigu niður úr þyrlunni á tiu minútum, og hélt skipið áfram siglingu sinni á meðan. Myndin sýnir einn mannanna siga um borð. Enginn smyglvarningur hafði fundist i skipinu i gærkvöldi. þrátt fyrir rækilega leit, og hafa tollyfirvöld gefið i skyn að um æfingu hafi verið að ræða. Skipverjar eru þó á þeirri skoðun að aðgerðirnar hafi ekki likst æfingu af neinu tagi. Sjá nánar á blaðsíðu 3 í blaðinu í dag. Ljósm.: Jóhannes Svavarsson. Israel — Líbanon: Vopnahlé á næsta leiti? Jerúsalem. Beirút. New York, 21. iúlí. AP. BEGIN forsætisráðherra Israels sagði i dag, að stjórn sín hefði ákveðið að hafa samband við rikisstjórn Libanons fyrir milligöngu liabibs, sendimanns Bandarikjastjórnar, með það fyrir augum að binda enda á bardagana á landamærum rikjanna. ísraelsstjórn hefur þó ekki enn svarað beint áskorun Reagans Bandaríkjaforseta um vopnahlé. Skipzt var á skotum yfir landa- mæri Israels og Líbanons í dag tólfta daginn í röð og ísraelskar herþotur gerðu sprengjuárásir á stöðvar Palestínuskæruliða í Líb- anon. Einn óbreyttur ísraelskur borgari særðist í skothríð Palest- ínumanna en ekki var vitað um mannfall í liði hinna síðarnefndu. Palestínuarabar sögðust hafa skotið niður eina ísraelska her- þotu, en ísraelska herstjórnin kvað allar flugvélarnar hafa snúið heim. Óformlegar viðræður áttu sér stað meðal aðildarríkja öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og kvöld um drög að ályktun þar sem hvatt er til vopnahlés á landa- mærunum. Yassir Arafat leiðtogi frelsissamtaka Palestínu, PLO til- kynnti Waldheim framkvæmda- stjóra SÞ í dag, að samtökin gætu fyrir sitt leyti fallist á vopnahlé, gerðu ísraelsmenn það einnig. Sovétstjórnin hvatti til þess í dag að Sameinuðu þjóðirnargripu til harðra refsiaðgerða gegn Israei vegna árása ísraelsmanna á Líb- anon. Ný verkföll í Póllandi? Varsjá, 21. júll. AP. VIÐRÆÐUR hófust í Varsjá í dag milli fulltrúa rikisstjórn- arinnar og hafnarverka- manna og starfsmanna pólska flugfélagsins LOT, en þessir starfshópar hafa hótað verkföllum verði ekki komið til móts við kröfur þeirra. Pólski kommúnistaflokkur- inn skoraði i dag á lands- menn alla að slaka á kröfum sinum og sameinast um að bægja frá þeirri vá, sem steðjaði að þjóðinni. Alþjóðahvalveiðiráðið: Veiðibann fellt BriicKton. 21. júli. AP. TILLÖGUR um bann við hval- veiðum hlutu ekki tilskilinn meirihluta á fundi Alþjóðahval- veiðiráðsins í Brighton i dag og náðu þvi ekki fram að ganga. Fimmtán þjóðir greiddu at- kvæði tillögu Breta um algert hvalveiðibann, sem gengi í gildi nú þegar, átta þjóðir voru á móti en fjórar sátu hjá. Atkvæði um tillögu Ástralíumanna, sem gerði ráð fyrir að hvalveiðibann tæki gildi i áföngum á fimm árum, féllu á sama veg. Þrjá fjórðu atkvæða þarf til að tillaga teljist samþykkt á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Fylgjandi hvalveiðibanni voru Argentína, Ástralía, Danmörk, Frakkland, Indland, Jamaica, Mexíkó, Holland, Nýja Sjáland, Oman, St. Lucia, Seychelles-eyjar, Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin. Flugvél rænt í Póllandi Bcrlln, 21. júll. AP. PÓLSKRI flugvél í innanlands- flugi var í dag rænt og snúið til V-Berlinar. Þar gaf flugræning- inn sig fram við bandarisk heryf- irvöld og var tekinn fastur, en 43 aörir farþcgar og 5 manna áhöfn vélarinnar héldi til Póllands á ný í kvöld, þegar fyllt hafði verið á geyma vélarinnar. A móti voru Chile, ísland, Japan, Suður-Kórea, Noregur, Perú, Spánn og Sovétríkin. Hjá sátu Brazilía, Kína, Suður-Afríka og Sviss. Dýrkeypt fall- hlífarstökk OkIo. 21. júli. AP. TVEIMUR þýzkum fallhlifar- stökkvurum var i dag bjargað eftir að þeim hafði hlekkzt á i stökki af fjallstindinum Troll- veggen i Vestur-Noregi. Annar mannanna hafðist við i 30 tima i jökulsprungu áður en honum var bjargað, en hinn hékk timum saman í fallhlif sinni, er festst hafði i kletti nokkur hundruð metrum yfir jafn- sléttu. Báðir slösuðust þeir töluvert, en mildi þykir að þeir skyldu komast lífs af. Trollveggen hefur lengi freist- að hugdjarfra fjallgöngumanna, og fyrir um ári byrjuðu erlendir fallhlífarstökkvarar að nota tindinn og kasta sér fram af þverhníptri brún hans í um tveggja kílómetra hæð. Margir stökkvaranna hafa slasazt al- varlega og oft hefur þurft að leita mannanna með ærnum tilkostnaði. Norska ríkið hefur til þessa staðið straum af kostnaði við leit að fallhlífarstökkvurunum og er talið að leitin að Þjóðverj- unum tveim hafi kostað um 260 þúsund krónur. M *« Mp' ; •j v ím Símamynd AP. FRÁ LEIÐTOGAFUNDINUM t OTTAWA — LeiÖtogar sjö vestrænna iðnríkja og aðalframkvæmdastjóri Efnahagsbandalags Evrópu halda nú með sér fund í Ottawa. Á myndinni eru, frá vinstri: Thorn framkvæmdastjóri EBE, Suzuki forsætisráðherra Japans, Schmidt kanzlari V-Þýzkalands, Reagan Bandaríkjafor- seti, Trudeau forsætisráðherra Kanada, Mitterand Frakklandsforseti, Thatcher forsætisráðherra Bretlands og Spadolini, ítalski forsætisráðherrann. Barátta við verðbólgu og atvinnuleysi hafi forgang Ottawa. 21. júll. AP. LEIÐTOGÁR sjö vestrænna ríkja, sem nú þinga i Ottawa, Kanada, lýstu því yfir i kvöld, að baráttan við veröbólgu og atvinnuleysi myndi hafa forgang i löndum þeirra, og að kkjást verði við þessi tvö vandamál samtimis. í yfirlýsingu leiðtogafundarins er jafnframt lögð áherzla á nauðsyn þess að ná fram auknum hagvexti. Þar segir einnig að til þess að ná þeim efnahagslegu markmiðum, sem Ieiðtogarnir séu sammála um að ná þurfi, sé nauðsynlegt að beita mörgum hagstjórnartækjum sam- tímis. Þannig sé nauðsynlegt að minnka skuldasöfnun og eyðslu hins opinbera, auka fjárfestingu í arðbærum verkefnum og hafa hem- il á aukningu peningamagns í umferð. I þessu sambandi er sérstaklega lögð áherzla á vexti og þau áhrif, sem vextir í einu landi geta haft á efnahagslif í öðrum, og undirstrik- uð nauðsyn þess að sveiflur í vöxtum og gengi séu sem minnstar. I yfirlýsingu leiðtoganna er einn- ig fjallað um efnahagssamskipti austurs og vesturs, orkumál og væntanlega ráðstefnu um málefni norðurs og suðurs. Leiðtogarnir lýsa lönd sín reiðubúin til þátttöku í marghliða ráðstefnu um vandamál þriðja heimsins, en allt fram til þessa fundar, var talið að Reagan Bandaríkjaforseti mundi beita sér gegn slíkum viðræðum. Fréttaskýrendur telja að yfirlýs- ing leiðtoganna beri í heild yfir- bragð máiamiðlunar í efnisinni- haldi og orðavali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.