Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1981 3 J.S. Winding, skipherra á Álafossi í brúnni á skipinu i Sundahöfn SÍðdegÍS í gær. LjósDi.: RtKnar Axelmon. Var tilkynnt að við gætum litið svo á að við værum handteknir Jx; HGF aldrei kynnzt neinu þessu liku og það var vissulega heldur leiðinleg reynsla að vera nánast handtekinn um borð i skipi sinu og neitað um öll íjarskipti vegna þessarar óút- skýrðu leitar Tollga-zlunnar," sagði skipstjórinn á Alafossi, J.S. Winding er blaðamaður ræddi við hann. „Það var klukkan 14.30 í fyrra- dag að þyrla Landhelgisgæzlunnar kom að skipinu 5 mílur suður af Kötlutanga og áður en við vissum hvað var að gerast sigu 5 menn, 2 frá Landhelgisgæzlunni og 3 frá tollgæzlunni niður á þilfarið hjá okkur. Okkur var tilkynnt að fram tas ZSSZXX. Siða úr sjóferðabók Álafoss. Neðst á siðunni segir svo: „Kl. um 16.30 komu 2 stýrimenn frá Landhelgisgæ8lu tslands og 3 tollverðir, með þyrlu og slökuðu sér niður á þilfar skipsins. Flugvélin var TF-RÁN. Eftir að þeir komu um borð var skips- höfn bðnnuð öll viðskipti við land.“ ætti að fara leit i skipinu og okkur bannað að hafa fjarskiptasamband i land og jafnframt sagt að við gætum litið svo á að við værum handteknir. Við fengum engar skýringar á þessum ósköpum og ef það er satt, sem Tollgæzlan segir nú, að þetta hafi verið æfing, hefði mér fundizt eðlilegt að öðruvísi hefði verið að henni staðið. Eins og þessi leit fór fram er mér ómögu- legt að skilja að um æfingu hafi verið að ræða og þá er þetta orðið dýrt spaug. Það hlýtur að kosta dálaglegan skilding að fljúga með fimm menn þessa vegalengd auk þess sem þessi 3 tíma seinkun, sem af „æfingunni" stafaði hlýtur að kosta útgerðina einhverjar fjár- upphæðir. Það eru eðlilega allir sárir yfir þessu, það var ekkert smygl í skipinu, enda fannst ekkert við „æfinguna“, engar skýringar hafa verið gefnar okkur vegna þessa, en það virðist mögulegt að Tollgæzlan hafi fengið einhverjar sögur um smygl frá Hamborg, þar sem við vorum síðast, en hyernig það hefur skeð, get ég ekki gert mér neina grein fyrir. Ég hef siglt um nokkurn tíma til íslands og líkað það vel, en verð jafnframt að segja að þessi reynsla getur ekki talizt til þeirrar ánægjulegustu. Þá er ég efins um að Tollgæzlan hafi laga- legt leyfi til svona aðgerða,“ sagði Winding að lokum. Jónas Ragnarsson, 2. stýrimaður tók í sama streng og skipstjórinn og sagði áhöfnina vera verulega óhressa með þessa aðför. Hann sagði að skipverjar hefðu ekkert við það að athuga að Tollgæzlan ynni sín störf, en sættu sig á hinn bóginn ekki við að með því væri persónufrelsi þeirra skert, eins og nú hefði verið gert. Ekkert ólöglegt hefði verið í skipinu og ekkert hefði komið fram, sem leiðrétti svona vinnubrögð. Nú bjóðum víð HREINAN ep: frá FLORIDANA næríngarríkan, ljúffenganog svalandí Enn eín G-varan ómíssandí í ferðalagíð. TnTMjóIkureamsalan Tollgæslan fer inn á nýjar brautir: ,vSkyndiárás“ úr lofti á Alafoss úti á rúmsjó Leitað i gámum úr Álafossi i Sundahöfn i gær. Ekkert grunsamlegt hafði fundist i skipinu i gærkvöldi, þrátt fyrir mikla og nákvæma leit. Myndina tók Ólafur K. Magnússon. mannanna fimm. Komið var að Álafossi þar sem skipið var um átta sjómílur suður af Hjörleifshöfða, sagði Gunnar, og var byrjað að slaka fyrsta manninum niður klukk- an 16.25 í fyrradag. Aðeins tíu minútum síðar, eða klukkan 16.35, voru fimm menn komnir um borð. Þrír voru tollverðir en tveir stýri- menn frá Landhelgisgæslunni, þeir Óli Valur Sigurðsson og Baldur Halldórsson. „Þetta var snögg og óvænt aðgerð,“ sagði Gunnar, „sem tókst í alla staði mjög vel. Mennim- ir voru látnir síga niður á gámana, þar sem skipið var á siglingu, og öllu var lokið á tíu mínútum." Flugstjóri í ferðinni var Björn Jónsson en flugmaður Benóný Ásgrímsson. Skipherra var Bjarni Helgason. Bjarni sagði í stuttu samtali við Morgunblaðið í gær, að ferðin hefði tekist fullkomlega, allt hefði farið eins og áætlað var, og mönnunum fimm hefði verið komið um borð á fullri ferð á tíu mínútum. FIMM menn frá Landhelgisgæsl- unni og Tollgæslunni i Reykjavik fóru í gærdag fyrirvaralaust um borð i ms. Álafoss úr þyrlu. þar sem skipið var á siglingu tii Reykjavikur um átta sjómilur út af Hjörleifshöfða. Stóðu mennirnir vakt í skipinu þar til það kom til hafnar, og gættu þess, að ekki væri farið i farm skipsins eða neinu varpað fyrir borð á leiðinni til lands. Er komið var til hafnar i Sundahöfn i Reykjavik hófst leit i skipinu að hugsanlegum smygl- varningi. í gær hafði ekkert grun- samlegt fundist i skipinu, en leit verður haldið áfram þar til það ieggur úr höfn á ný, væntanlega i nótt. Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að „við erum svona að prófa okkur áfram með ný vinnubrögð. Landhelgisgæslan hefur nú fengið nýja og stóra þyrlu sem nota má við aðgerðir af þessu tagi, og þeir brugðust fljótt og vel við, er haft var samband við þá. Okkar menn eru enn óvanir því að fara um borð í skip á þennan hátt, og því fóru tveir menn frá Gæslunni með um borð.“ Kristinn sagðist ekki vilja gefa upplýsingar um hvort grunur hefði beinst að Álafossi að þessu sinni eða hvort um hreina og beina æfingu hefði einungis verið að ræða. Krist- inn sagði þó, að vitað væri að smygl hefði átt sér stað á þann hátt, að varningi væri umskipað skammt undan landi, eða þá að honum væri varpað fyrir borð, og hann hirtur upp síðar. Áð sögn Kristins tókst aðgerð þessi mjög vel í alla staði, og sagði hann því fullvíst að þessi aðferð við tolleftirlit og tollgæslu yrði reynd á ný, án nokkurra viðvarana eins og að þessu sinni. Skipverja á Álafossi sagði hann hafa tekið „gestakom- unni“ illa til að byrja með, enda hefði koma mannanna komið mjög flatt upp á þá. Þeir hefðu þó fljótiega jafnað sig, og allt farið friðsamlega fram. Ekkert fjar- skiptasamband var haft við skip- stjórn Álafoss áður en mennirnir sigu um borð og skipið hélt áfram siglingu sinni eins og ekkert hefði í skorist. Kristinn sagði, að það hefði verið gert að yfirlögðu ráði, svo skipverjum gæfist ekkert ráðrúm til athafna áður en tollverðir væru komnir um borð. Aðgerð af þessu tagi frá öðru skipi eða bát, sagði Kristinn mun tímafrekari, og því væri ekki að búast við sama árangri við slíkar aðstæður og ef þyrla væri notuð, reyndist eitthvað grunsam- legt á ferð. Gunnar Ólafsson í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sagði i sam- tali við Morgunblaðið í gær, að ferðin á þyrlunni TF-Rán hefði verið farin að ósk tollgæslustjóra, enda væri ráð fyrir því gert að Gæslan aðstoðaði aðra löggæsluað- ila, væri þess óskað. Ferðina sagði Gunnar hafa tekist vel í alla staði, bæði flugferðina og niðursetningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.