Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1981 HH' •''BBitwP. - j Yfir 30 uppsagnarbréf hafa borist stjórninni „YFIR 30 uppsaKnarbréí hafa nú þexar burist stjórn Oliuverslunar Islands hf. Starfsmenn munu mæta til vinnu á morgun, mið- vikudasrfnn 22. júli,u seKÍr i fréttatiíkynningu frá starfs- mönnum aðalskrifstofu OLÍS, sem MorKunblaðinu barst i xær. Starfsmenn aðalskrifstofu OLÍS héldu i Kær fund. þar sem þessi ákvörðun var tekin. Samkvæmt heimildum MorKunblaðsins hafa nú þe^ar 32 starfsmenn aðal- skrifstofunnar ritað uppsaKnar- bréf ok munu starfsmennirnir vinna út uppsaKnarfrestinn en hætta síðan. hafi viðunandi lausn ekki fundist að þeirra mati. „Ég held að það sé leitun að svona mikilli samstöðu og samhug í fyrirtækjum hér innanlands, eins og hjá starfsfólki aðalskrifstofu OLÍS,“ sagði örn Guðmundsson skrifstofustjóri OLÍS í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þar er valinn maður í hverju rúmi og stjórn Önundar Ásgeirssonar fyrrverandi forstjóra hefur verið með því móti að hann hefur viljað láta einstakl- ingana njóta sín. Þar eru allir jafningjar og menn ræða þar málin sín á milli á málefnalegan hátt, hvort sem um yfir eða undirmenn er að ræða. Besta reynsla mín þessa síðustu erfiðu 30 daga er að finna samhuginn í hópi samstarfs- fólksins," sagði Örn Guðmundsson. Sjá yfirlýsingu önundar Ásgeirs- sonar á bls. 5. Viljum eindregið fá fólkið aftur til starfa Fjöldi Kópavogsbúa brá á leik í Hlíðargarði í gærkvöldi og var þar að finna fólk á öllum aldri. Það var Vinnuskólinn í Kópavogi sem stóð fyrir þessari samkomu og rennur það fé, sem safnaðist til byKKÍngar elliheimilis. Meðal annars var keppt í eKKjakasti ok höfðu keppendur jafnt sem áhorfendur hið mesta gaman af. (Ljósm. Guðjón). Meðvitundarlaus eftir að hafa klemmst undir bíl UNGUR maður frá Selfossi ligK- ur meðvitundarlaus á gjörgæslu- deild Borgarspitalans, eftir að hann varð undir bifreið er hann vann við i gærmorgun. Slysið varð i bilskúr við ibúðarhús á - segir Gunnar GuÖjónsson, stjórnarformaður OLIS Kvennafram- boð á Akureyri ÁKVEÐIÐ var á fundi á Akureyri í fyrrakvöld. að stefna að sérstöku kvennaframboði við bæjarstjórn- arkosningar í kaupstaðnum á vori komanda. Jafnframt var samþykkt að reyna að stuðla að slíku framboði við borgarstjórnarkosningar í Reykja- vík. Selfossi um klukkan 11.30 i gærmorgun. Maðurinn hafði tjakkað fólksbifreið upp að fram- an. og stóð hún á tjakknum og þremur hjólum. Vann maðurinn að viðgerðum undir bilnum, er tjakkurinn eða bifreiðin virðist skyndilega hafa hreyfst til með þeim afleiðingum. að maðurinn klemmdist undir bifreiðinni. Er að var komið var hann meðvitundarlaus, og var hann þegar í stað fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi. Þaðan var hann síðan fluttur á gjörgæsludeild Borgar- spítalans, sem fyrr segir, og hafði hann ekki komist til meðvitundar í gærkvöldi er Morgunblaðið fór í prentun, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Árnessýslu. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: Ákvörðun um skipan nef ndar ekki tekin „ÞAÐ SEM ég get sagt er að i þeirri þrigKja manna ráðherra- nefnd sem fjallaði um málið i siðustu viku var rætt um væntan- lega nefndarskipan til viðræðna við Alusuisse og hvort rétt væri að skipa nefnd fagmanna. Ákvörðun um tilhögun hefur ekki verið tek- in,“ sagði dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, er Mbl. spurði hann álits á skipan fagnefndar til könnunar svonefnds súrálsmáls, en Mbl. er kunnugt um að forsætisráð- herra ræddi hugsanleKa skipan slikrar fagnefndar á þingflokks- fundi Sjálfstæðisflokksins i fyrra- dag. Forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um sína afstöðu til málsins og fullyrti að enginn ágreiningur væri um málið innan ríkisstjórnarinnar, en eins og fram kom í Mbl. í gær lýsti Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra því yfir á þingflokksfund- inum í fyrradag, að ályktun ríkis- stjórnarinnar í máli þessu fæli ekki í sér mat á niðurstöðum rannsókna sem iðnaðarráðuneytið hefur látið gera. Forsætisráðherra var þá spurður hvort iðnaðarráðherra væri einn á báti í rikisstjórninni í aö lýsa sekt á hendur Alusuisse. Hann vildi heldur ekki svara þeirri spurningu. „FÓLKIÐ nýtur fyllsta trausts okkar i stjórninni og við viljum fá það aftur til starfa, við óskum eindregið eftir því,“ sagði Gunnar Guðjónsson, stjórnarformaður OLÍS í samtali við Morgunblaðið, en í Kær hitti Morgunblaðið nokkra stjórnarmenn OLÍS að máli. í samtali við stjórnarmenn OLlS kom það fram að enginn hefði verið settur inn í störf þeirra sem ekki hafa mætt til vinnu á aðalskrifstof- um fyrirtækisins að undanförnu, skrifborð starfsfólksins væru eins og það hefði skilið við þau og sýndi það m.a. þann vilja stjórnarinnar að starfsmennirnir kæmu aftur til starfa í fyrirtækinu. Ætti það við um alla starfsmennina, þar væri enginn undanskilinn. Spurningu Morgunblaðsins, um hvort stjórnin telji sér ekki fært að ganga að tillögum starfsmanna um að Önundur Ásgeirsson haldi áfram störfum um hríð og að Svan Frið- geirssyni verði vikið úr starfi, víki úr stjórn og hætti afskiptum af málefn- um fyrirtækisins, svöruðu stjórn- armenn þannig að þeir hefðu fallist á fyrri liðinn, hvað önund varðaði, stjórnin hafnaði því algerlega að víkja Svan úr starfi. Hins vegar væri það ekki á valdi stjórnarinnar að víkja manni úr stjórn, slíkt gæti einungis aðalfundur gert, en hann yrði ekki haldinn fyrr en á næsta ári. Hins vegar væri hægt að kalla saman hluthafafund, en hann væri ekki bær til að taka slíkar ákvarðan- ir. Þá væri heldur ekki hægt aö meina hluthafa að hafa afskipti af fyrirtæki, slík krafa væri út í biáinn. Þeir stjórnarmenn OLÍS sem Morgunblaðið ræddi við, sögðu að þeir væru hlynntir því að önundur Ásgeirsson fyrrverandi forstjóri starfaði við fyrirtækið um tíma, með hinum nýráðna forstjóra, Þórði Ás- geirssyni, sem ráðgjafi, enda hefði Önundur starfað við fyrirtækið um áratuga skeið og hefði hann yfir- gripsmikla þekkingu á starfsemi OLIS. „Við viljum hafa góð samskipti við starfsmenn okkar og það fer fjarri því aö við viljum ekki taka tillit til óska þeirra," sagði Gunnar Guð- jónsson stjórnarformaður OLÍS. „Hef ekki grafið und- an einum eða neinum“ - segir Svan Friðgeirsson stjórnarmaður og stöðvarstjóri „ÉG IIEF reynt aö vinna mitt starf hjá Olíuversluninni eftir bestu getu. þó starfið útheimti það kannski að maður þurfi vð veita aöhald. en ég reyni að vera ekki ósanngjarn,” sagði Svan Frið- geirsson stjórnarmaður i OLÍS i gær. „Ég þekki margt af þvi fólki, sem nú deilir á mig. harla litið, enda er margl af þvi nýlega byrjað f fyrirtækinu. En ég verð að reyna að trúa þessu fólki og reyna að bæta mig.“ Spurningu Mbl. um hvað hann vildi segja um kröfur þær, sem starfsmenn aðalskrifstofu hafa gert, um að hann hætti störfum hjá fyrirtækinu, hann hætti í stjórn og hætti einnig afskiptum af málefnum fyrirtækisins, sagði Svan að hann skildi ekki slíkan hugsunarhátt. „Eftir íslenskum lögum er ekki hægt að reka menn úr stjórnum fyrir- tækja og það er ekki hægt að láta mig hætta afskiptum af málefnum fyrirtækisins nema með þvingunum, en ég hef boðist til að hætta störfum hjá OLÍS, leysi það einhvern vanda,“ sagði Svan. Um ástæður samstarfserfiðleika við Örn Guðmundsson, skrifstofu- stjóra OLÍS, sagði Svan að hann ætti ekkert sökótt við Örn, þeir hefðu lengi veri góðir vinir. „Eg hef ekkert undan Emi að kvarta og skil ekki þessa afstöðu hans, sem fram hefur komið síðustu daga,“ sagði Svan. í fréttatilkynningu frá starfs- mönnum aöalskrifstofu OLÍS, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, segir að Svan sé í oddaaðstöðu í stjórninni og hafi grafið undan Önundi Ás- geirssyni fyrrverandi forstjóra. „Þetta eru bæði ágiskanir og ósann- indi. Ég hef ekki grafið undan einum eða neinum. Ef hægt er að ásaka mig um eitthvað, þá held ég að það væri frekar fyrir hreinskilni, fyrir að vera of opinskár. Ég hef ekki baktalað einn eða neinn. Samskipti okkar Önundar Ásgeirssonar hefa verið góð í gegnum tíðina. Að vísu hefur samstarfið gengið örðuglega síöustu 2—3 árin og má segja að ekki hafi verið fullt samstarf okkar í milli. En ég mótmæli því að ég hafi ekki verið forstjóranum tryggur. Mín afstaða til Önundar hefur verið sú, að hann sé forstjórinn og hef ég komið fram við hann sem slíkan. Uppsögn hans er ekki undan mínum rifjum runn- in,“ sagði Svan Friðgeirsson. Heildargjaldeyrístekjur af ÍSAL 236,5 millj. $: Búrfellsmannvirki að ftillu greidd á 20 árum Venjulegur afskriftatími vatnsaflsstöðva 40 ár Heildargjaldeyristekjur þjóð- arinnar vegna íslenzka álfélags- ins hf. í Straumsvik frá upphafi til 31. desember 1980 nema 236,9 milljónum dollara. Af þessari upphæð nema tekjur Landsvirkjunar af orkusölu 46,5 milljónum dollara og munu raforkusolutekjur af ÍSAL til Landsvirkjunar hafa að fullu borgað upp fjármagnskostnað við Búrfellsmannvirki 1988 eða 1989. Það þýðir, að Búrfells- mannvirki verða að fullu greidd á 20 árum, en venjulegur af- skriftatimi vatnsaflsstöðva er 40 ár, samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni Má Mariussyni hjá Landsvirkjun. Ofangreindar tölur um gjald- eyristekjur þjóðarinnar eru fengnar frá Seðlabankanum og að sögn Ólafs Tómassonar eru þær byggðar á verðlagi hvers árs fyrir sig og yfirfærðar úr ís- lenzkum krónum í meðalgengi dollara á hverju ári. Meginhluti gjaldeyristeknanna eru vegna rekstrar ÍSAL, þ.e. 206,3 milljónir dollara. Þar eru vinnulaun stærsti hlutinn eða 89,7 milljónir dollara, orkukaup 46,5 milljónir, skattar 15 milljón- ir og annað, svo sem flutnings- kostnaður o.fl., 55,1 milljón doll- ara. Vegna fjárfestinga urðu gjaldeyristekjurnar 30,6 milljón- ir dollara. Jóhann Már Maríusson hjá Landsvirkjun sagði í viðtali við Mbl. að ekki væri í niðurgreiðsl- um fjármagnskostnaðar Búr- fellsmannvirkja tekið tillit til sölu raforku til almennings, en Búrfellsvirki hefðu, þrátt fyrir mikla sölu til ÍSÁL, nýst til þeirra hluta einnig. Sjá töflu og linurit á mið- opnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.