Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1981 11 Tvær skáldsögur eftir unga höfunda - meðal bókanna frá Máli og menn- ingu í haust TVÆR nýjar skáldsöKur eítir unga íslcnska höfunda eru meðal þeirra bóka, sem Mál og menning mun senda frá sér i haust, að þvi er Þorleifur Hauksson fram- kvæmdastjóri bókaforlagsins tjáði blaðamanni Morgunblaðs- ins. Skáldsögur þessar eru eftir þá Einar Kárason og Kristján Jóhann Jónsson, en þeir eru báðir ofarlega á þritugsaldri. Bók Kristjáns er hans fyrsta, en Einar hefur áður sent frá sér ljóðabók. — Þorleifur sagði þetta athyglisverðar bækur, sem væru þess virði að gefa gaum að, báðar nútimaskáldsögur. Af öðrum bókum Máls og menn- ingar í haust sagði Þorleifur að nefna mætti að út kæmi smásagnasafn eftir Tryggva Em- ilsson, en nú er lokið útgáfu á endurminningum hans í þremur bindum. Þá kemur út kennslubók í sálarfræði, og ný bók um heim- spekileg málefni eftir Brynjólf Bjarnason fyrrum menntamálar- áðherra. Þá kemur í haust út fyrsta bindi í ritsafni Sverris heitins Kristjánssonar, og hefur það að geyma ritgerðir um Is- landssögu. Þorleifur sagði að óhemjumikið athyglisvert efni væri til eftir Sverri, og myndi ritsafn hans, sem fyrirhugað væri að yrði í fjórum bindum, hvergi nærri gera því tæmandi skil. Af erlendum bókum þýddum má nefna að út kemur Meistarinn og Margrita eftir M. Bulgakov, í þýðingu Ingibjargar Haraldsdótt- ur blaðamanns, og endurútgefin verður bókin Grænn varstu dalur, i þýðingu Ólafs Jóh. Sigurðssonar. Þá kemur út fimmta bindið í ritsafni Williams Heinesens, og nefnist þessi bók Kvennagullið í grútarbræðslunni. Þýðinguna hef- ur Þorgeir Þorgeirsson gert. Þá verður frumútgefin hér á landi (á sama tíma og í Svíþjóð og fjórum löndum öðrum) ný bók eftir Astrid Lindgren, barnabókahöf- undinn vinsæla. Hin nýja bók nefnist Ronja ræningjadóttir, og er í þýðingu Þorleifs Haukssonar, sem áður hefur þýtt verk sama höfundar. Margt fleira er á döfinni hjá Máli og menningu í haust, bæði nýjar bækur og endurútgefnar Kærir lögreglu fyrir handtöku FORSTÖÐUMAÐUR félagsheim- ilisins að Skúlagarði i Keldu- hverfi hefur kært lögregluna á Raufarhöfn fyrir að handtaka sig og verður mál hans tekið fyrir hjá embætti sýslumannsins á Húsavík. Sigurður Gizurarson sýslumaður tjáði Mbl., að hér virtist um nokkurn misskilning að ræða vegna kostnaðar við Lundapysj- um stolið KASSA með lundapysjum innan- borðs var stolið úr skemmu á Reykjavikurflugvelli á sunnu- dagsmorgun, en lundapysjur þessar voru i eigu sjódýrasafns i Baltimore i Bandarikjunum. Var einn kassi tekinn af fjórum sem i skcmmunni voru. Síðar kom kassinn fram á Sel- fossi, en þar voru teknir menn grunaðir um ölvun við akstur. Kassarnir þrír sem ekki voru teknir eru nú farnir áleiðis til Bandaríkjanna og pysjurnar með. löggæzlu á dansleik i Skúlagarði sl. föstudagskvöld og greindi hann svo frá málavöxtum: Aðalreglan varðandi löggæzlu við skemmtanahald er sú að tveir lögreglumenn annist gæzlu og greiðir ríkið þá kostnaðinn. Sé talin þörf á 3. manni skal inn- heimta kostnað hjá þeim er heldur skemmtun. Við afgreiðslu á leyfi varðandi skemmtanahald í Skúla- garði virðist á ferðinni misskiin- ingur milli lögreglunnar á Húsa- vík og Raufarhöfn þannig að 3 lögreglumenn annast gæzluna, en talið var að tveir nægðu. Greiðslu var krafizt hjá hljómsveitinni, en forstöðumaður Skúlagarðs sagði það rangt þar eð aðeins hefði verið rætt um tvo lögreglumenn við störf. Var forstöðumaðurinn handtekinn og færður til Raufar- hafnar til yfirheyrslu en sleppt næsta morgun. Sigurður Gizurarson sýslumað- ur sagði mál forstöðumannsins verða tekið fyrir. á morgun, en hann myndi hafa samráð við dómsmálaráðuneytið um lausn þess. Slasaðist illa og er meðvitundarlaus SAUTJÁN ára stúika slasaðist talsvert þegar hún hrapaði niður 60 metra ókleift bjarg í Hjörleifs- höfða á fimmtudagsmorgunn. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Vík, fór stúlkan ásamt þremur félögum sínum upp á höfðann að vestanverðu, en þegar upp var komið kastaði stúlkan niður trefli, sem hún var með. Síðan hélt fólkið niður á ný. Þegar niður var komið ákvað stúlkan að klifra upp bjargið og ná í trefilinn, sem ekki hafði farið alla leið niður. Kleif stúlkan upp 80 metra hátt bjarg, sem lögreglan telur ókleift, og var komin um 60 metra upp, þegar torfa gaf sig og hún hrapaði niður. Stúlkan var flutt með sjúkrabíl frá Vík til Reykjavíkur, og liggur nú á Borgarspítalanum, en hún kom þangað klukkan 8 á fimmtu- dagsmorgun. Samkvæmt upplýs- ingum Mbl. er stúlkan mikið slösuð, höfuðkúpubrotin, mjaðm- argrindarbrotin og axlarbeins- brotin. Hún var meðvitundarlaus þegar komið var með hana á spítalann og er það enn. Grunaður um íkveikju KVEIKT var i anddyri hússins að Tunguseii 8 í Reykjavík aðfara- nótt laugardagsins. Var gleðskapur í einni íbúð hússins, og var einum gestanna vísað frá, en skömmu seinna kviknaði eldur við útidyrahurðina og er gesturinn grunaður um að vera valdur að brunanum. Hann ber við minnisleysi. Fljótlega tókst að ráða niður- lögum eldsins, en gluggatjöld sem í anddyrinu voru, brunnu. Söfnuðu nærri 50 þús- und kr. í boðhoppinu UM ÞAÐ bil 47 þúsund krónur höfðu i gær safnast eftir boðhopp unglinganna i Þróttheimum frá Reykjavik til Hveragerðis, en pen- ingunum var safnað til Blindrafé- lagsins. Skúli J. Björnsson for- stöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Þróttheima tjáði Mbl. að söfnunar- féð myndi nema 50 þús. kr. alls, en það verður í fyrstunni lagt í banka og afhent Blindrafélaginu i haust. Alls tóku 47 unglingar á aldrinum 13 til 17 ára þátt í þessu boðhoppi á laugardaginn, en í vetur hafa ungl- ingarnir fjallað á ýmsan hátt um ýmsa minnihlutahópa í þjóðfélaginu, fatlaða, vangefna og blinda og varð þessi hugmynd til hjá unglingunum sjálfum. Leiðin var 45 km og tók hoppið 5 stundir og 2 mínútur. Hver þátttakandi hoppaði 50 m spöl i senn og var meðalhraðinn 8,96 km á klst., en alls var leiðin 965 50 m kaflar. Veður var fremur leiðinlegt, rok og rigning, en Skúli sagði alla ánægða eftir þetta nýstárlega verk- efni, sem gekk að óskum nema hvað 2 til 3 bílstjórar, hefðu virzt hafa takmarkaða þolinmæði og fóru þeir hægra megin fram úr hópnum á leiðinni. Sendiherrar færa Karli hjónasængina NÚ ERll hinir ýmsu aðilar í (>ða önn að bollaieggja hvað gefa cigi brúðhjónum ársins, ef ekki aldarinnar, Karli Bretaprins og lafði Diönu. i brúðkaupsgjöf. Mun i þeim málum vera tekið tillit til óska, sem berast úr Bucking-. ham-höll, eftir óbeinum leið- um. að sjálfsögðu. Það tíðkast að erlendir sendiherrar, búsettir í Breta- veldi, slái sér saman þegar um slíkar gjafir er að ræða. Þegar hinir erlendu sendi- menn hófu að þreifa fyrir sér varðandi hugsanlegar óskir hjónaleysanna kom í ljós að það væri helst hjónarúm sem þau „vanhagaði" um. Það verða því að öllum líkindum fulltrúar erlendra ríkja þ.á m íslands, sem sjá munu Karli og Díönu fyrir hjónasæng- inni. Sendiherra íslands í London er Sigurður Bjarna- son. Igamladaga var hægtaó fá bilaleigubíl í London íþnádaga íyrir aðeins £22 Það er hægt ennþá! Margir halda að bílaleigubílar séu svo dýrir, að það sé venjulegum ferðamanni ómögulegt að nota þá í Bretlandi. Þetta er mikill misskilning- ur. Hér einu sinni var hægt að fá leigðan bíl í tvo daga t.d. laugardag og sunnudag, og greiða í leigu u.þ.b. £25 sterlingspund. Þetta er hægt ennþá, þrátt fyrir verðhækkanir og verðbólgu. Þú getur fengið Ford Fiesta eða Mini Metro fyrir £11,00 á dag, og 100 mílur innifaldar. Á sama hátt kostar Fiat Strada £12.00 á dag. Svo eru sumir sem segja að England $ sédýrtland. FLUGLEIDIR Þú þarft ekki að gera langar áætlanir fyrirfram. Við bókum þig á fyrsta gististaðinn, en móttökustjórinn þar sér um að bóka þig á það næsta - og síðan koll af kolli. Þú ákveður vega- lengdina, sem þú ætlar að aka í einu, og átt vísan gististað þegar þú kemur á staðinn. Allt eftir þínu eigin vali. Eitt geturðu bókað. Gamla, góða London breytist stöðugt með tíman- um, en England heldur áfram að vera hrífandi. Þú kynnist því best á bíla- leigubíl á viðráðanlegu verði. Apex fargjaldið til London með Flugleið- um kostar aðeins kr. 2.465.- Traust fölk hfá góöu felagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.