Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1981 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1981 17 fWtrgtn! Útgefandi nlilfifcife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aóalstræti 6, sími 22480. Afgreiósla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakió. Sjálfstæðisþingmenn og súrálið Sá óvenjulegi atburður gerðist á mánudaginn, þegar þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman til að fjalla um súrálsmálið svonefnda, að þá sóttu þeir fundinn ráðherrarnir dr. Gunnar Thoroddsen, Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson. Þátttaka þeirra í fundinum verður tæplega skýrð á annan veg en þann, að ráðherrarnir hafi verið að undirstrika sérstöðu Hjörleifs Gutt- ormssonar samráðherra síns í þessu máli. Hafa allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þannig haft samstarf um mótun afstöðu þingflokksins til málsins. í ályktun þingflokksins, sem var rædd að viðstöddum ráðherrunum þremur, en afgreidd eftir að þeir hurfu af fundi, felst og málefnaleg og þung gagnrýni á iðnaðarráðherra. Hjörleifi Guttormssyni er borið á brýn að hafa hlaupið með málið í fjölmiðla áður en nægileg athugun fór fram, hann hafi síðan takmarkað rannsókn málsins og loks hagað upplýsingamiðlun að eigin geðþótta. Síðan segir í ályktun þingflokksins: „Ber þetta allt frekar vott um áróðursherferð gegn stóriðju heldur en eðlilega gæslu íslenskra hagsmuna.“ I ályktun sjálfstæðisþingmanna um súrálsmálið er áhersla lögð á tvö meginatriði fyrir utan gagrýnina á málsmeðferð iðnaðarráð- herra. Hið fyrra er, að samningurinn um stofnun álversins frá 1966 tryggi rétt íslendinga. Hið síðara er, að með því að takmarka umboð endurskoðendanna hjá Coopers & Lybrand hafi iðnarráðherra komið í veg fyrir alhliða athugun á þeim þáttum í rekstri álversins í Straumsvík, sem varða ísienska hagsmuni. Rannsókn endurskoð- endanna hefur að fyrirmælum Hjörleifs Guttormssonar „einungis beinst að takmörkuðum þætti í rekstri ísals, þar sem er innkaup á súráli, en ekki fjallað um aðra þætti, sem varða íslenska hagsmuni." Þingflokkur sjálfstæðismanna telur, að við meðferð málsins hafi Hjörleifur Guttormsson ekki fylgt hinni gullnu reglu Ara fróða, að hafa það, sem sannara reynist. Segir þingflokkurinn, að forsenda samstarfs hans við ríkisstjórnina um málefni álversins sé „að ljúka alhliða athugun málsins, þannig að í ljós komi hvort Islendingar hafi orðið fyrir tjóni á skattgreiðslum eða með öðrum hætti.“ Minnir þessi krafa þingmannanna á þá staðreynd, að iðnaðarráð- herra gat ekki í síðustu viku svarað spurningu fréttamanns útvarps um skattaþátt súrálsmálsins, sem er þó lykilatriði í öllu málinu, þegar hagsmunir íslenska ríkisins eru metnir. Þá er það einnig krafa þingflokksins, að hin alhliða athugun og frekari framvinda málsins lúti ekki forsjá iðnaðarráðherra heldur verði faglegri nefnd með aðild allra þingflokka undir forustu, sem þeir geta sætt sig við, falið að sinna málinu framvegis. Iðnaðarráðherra hefur rekið þetta mál þannig til þessa, að þar hafa gullkistuverðir og aðrir flokksgæðingar kommúnista verið á þönum um allar jarðir. Hefur iðnaðarráðherra neitað að upplýsa kostnaðinn við starfsemi þeirra. Margir trúnaðarmanna ráðherrans hafa bæði tekið að sér að rannsaka málið og dæma í því. Slík vinnubrögð eru ekki traustvekjandi og aðeins fagleg nefnd undir hæfri forustu endurvekur traust á íslenskum stjórnvöldum inn á við og út á við í samskiptunum við Alusuisse. Kveinstafir Þjóðviljans Skoðun þingflokks sjálfstæðismanna í súrálsmálinu er skýr og afdráttarlaus eins og að ofan greinir. Af lestri Þjóðviljans í gær má ráða, að þar hafi orðið mikið fjaðrafok, eftir að ályktun þingflokksins var lesin í útvarpsfréttum í fyrrakvöld. Kveinkar blaðið sér óskaplega undan gagnrýninni á iðnaðarráðherra og gripur til þess ráðs væntanlega honum til varnar, að hringja í þá dr. Gunnar Thoroddsen og Albert Guðmundsson. Segir Gunnar, að afstaða ráðherra komi fram í ályktun ríkisstjórnarinnar, en Albert vill kynna sér gögn málsins til hlítar, áður en hann segir eitthvað um afstöðu sína. I orðum þessara manna felst ekki mikið skjól fyrir Hjörleif Gutiormsson, enda hefur hann túlkað ályktun ríkisstjórn- arinnar á annan veg en aðrir ráðherrar, sem telja, að hún hafi ekki að geyma neinn dóm í málinu. Viðbrögð Þjóðviljans við afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins einkennast af staðfestuleysi eins og viðbrögð iðnaðarráðherra við þeim andmæium, sem komið hafa frá Alusuisse vegna súrálsmáls- ins. Hvorki Þjóðviljinn né iðnaðarráðherra sýnast tilbúnir til rökræðna heldur fara strax í varnarstöðu, svo sýnist sem í síendurteknum yfirlýsingum um „þjóðarsamstöðu" felist sú krafa, að skilyrðislaust sé fallist á öll sjónarmið iðnaðarráðherra. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um súrálsmálið: Alhliða rannsókn - viðeigandi ráðstafanir VEGNA yfirlýsingar Hjörleifs Gutt- ormssonar, iðnaðarráðherra, að álykt- un þingflokks sjálfstæðismanna feli í sér málsvörn Alusuisse og gengið sé til liðs við erlenda hagsmuni, svo og vegna fréttaflutnings Þjóðviljans er rétt að taka eftirfarandi fram: Ef það er málsvörn fyrir Alusuisse að krefjast þess að samningar við Alusuisse séu haldnir í hvívetna, að gengið sé úr skugga um það á fullnægj- andi hátt með alhliða rannsókn og síðan gerðar viðeigandi ráðstafanir til að fullnægja rétti íslendinga, en allt þetta felst í ályktun þingflokks sjálf- stæðismanna, þá hefur Hjörleifur Guttormsson ekki mikla trú á eigin staðhæfingum og sakargiftum gegn Alusuisse. Viðbrögð hans og Þjóðvilj- ans eru ekkert annað en örvæntingar- fullar tilraunir til að drepa málinu á dreif og sú afstaða, að telja málinu lokið en vilja ekki skoða það ofan í kjölinn bendir til þess að áhuginn beinist ekki að því að gæta íslenzkra hagsmuna. Sjálfstæðismenn telja hagsmunum íslendinga bezt borgið með því að hið sanna komi í ljós og málið upplýsist að fullu. Hjörleifur Guttormsson getur sjálfum sér um kennt að takmarka umboð brezka endurskoðunarfyrirtæk- isins Coopers & Lybrand til rannsókna svo að niðurstaða er ekki fengin enn um alla þætti viðskipta Alusuisse og ÍSALs, sem áhrif hafa á hagsmuni Islendinga. En það er krafa þingflokks sjálfstæðismanna. Enn hafa t.d. ekki fengist upplýs- • ingar. um hvaða áhrif það hefur á skattgreiðslur ÍSALs, ef gengið er út frá að ÍSAL hafi greitt 16 millj. dollara of hátt verð fyrir súrál á 4 '/í árs tímabili. Óstaðfestar fregnir herma að það mundi lækka skattainneign ÍSALs um 2 millj. dollara, úr u.þ.b. 4,8 millj. dollara í 2,8 millj. dollara. Iðnaðarráðherra gagnrýnir þing- flokk sjálfstæðismanna fyrir að viður- kenna ekki niðurstöður Coopers & Lybrand um yfirverð á súráli sem marktæka niðurstöðu og Þjóðviljinn Geir Hallgrímsson talar um samhljóða niðurstöðu ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsen að Al- usuisse hafi gerzt brotlegt bæði við aðalsamning og aðstoðarsamning. Bæði forsætisráðherra og dómsmálar- áðherra hafa hins vegar lýst því yfir að í samþykkt ríkisstjórnarinnar felist ekki mat eða álit ríkisstjórnarinnar á niðurstöðum Coopers & Lybrand, þótt til þeirra sé vitnað. Báðir hafa ráðherr- ar þessir ennfremur sagt, að þeir væru ekki reiðubúnir að fella dóm í máli þessu, væntanlega vegna skorts á upplýsingum og skýringum. Krafa sjálfstæðismanna um alhliða athugun á öllum þáttum málsins er því nauðsynleg íslenzkri hagsmunagæzlu og rýfur ekki neina samstöðu. Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur áfellst iðnaðarráðherra fyrir að opin- bera ákærur á Alusuisse án þess að hafa fullkannað málið. Slík framkoma er ekki til þess fallin að fá Alusuisse að samningaborði, til að fá hækkun á raforkuverði í samræmi við hækkun orkuverðs í heiminum eftir olíuverðs- hækkanir 1978—1979, hvað þá heldur að greiða fyrir stækkun álversins. I þessum efnum hefði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, átt að taka Gunnar Thoroddsen sér til fyrir- myndar, þegar sá síðarnefndi, sem þáverandi iðnaðarráðherra, óskaði eft- ir alhliða endurskoðun reikninga ÍS- ALs 1974, eins og okkur íslendingum er áskilinn réttur til í samningum við Alusuisse. I kjölfarið var svo samið um endurskoðun raforkuverðs, sem til þessa dags hefur fært okkur 17,5 millj. dollara auknar tekjur, ennfremur var samið um breytingar á skattareglum og stækkun álversins. Núverandi iðnaðarráðherra ætti að feta í þessi fótspor og ná skjótum árangri og skortir þá áreiðanlega ekki á samstöðu, en forsendan er að málið sé upplýst til fulls. Sú er og forsendan fyrir því að fara dómstólaleiðina ef samningaleiðina þrýtur, en ljóst er af samþykkt ríkis- stjórnarinnar að viðræður skuli reyna fyrst. Þrátt fyrir það er jafn ótímabært á þessu stigi málsins að fella dóm um sekt eða telja málið ekki vinnanlegt fyrir dómi, eins og hent hefur formann Framsóknarflokksins í blaðaviðtali. Allt ber að sama brunni, upplýsa verður málið til fulls, svo að hið sanna komi í ljós, sýna gagnaðila sanngirni en halda honum undandráttarlaust að samningum. Með þessum hætti eigum við síðan að stíga næstu skref í virkjun orkulinda og orkufrekum iðnaði í samvinnu við erlenda aðila með þeirri eignaraðild, sem hentar okkur bezt samkvæmt mati á hverjum tíma. Búrfellsmannvirki að fullu greidd 1988 til 1989 Á línuritinu hér að ofan, sem unnið er skv. upplýsingum RARIK af Sigurði Briem og birt var á Orkuþingi er samanburður á greiðslum frá ISAL og fjár- magnskostnaði vegna Búrfells- mannvirkja, en auk Búrfells- stöðvarinnar sjálfrar er þar átt við tvær háspennulínur frá Búrf- elli, spennistöð við Geitháls, gas- aflsstöðina við Straumsvík sem er 35 megavött og Þórisvatns- miðlun. Miðað er við samanlagt núvirði í árslok 1980 í milijónum dollara. Tímabilið er frá 1969 til 1995: Gjaldeyristekjur af ÍSAL: Vinnulaun stærsti þátturinn HÉR AÐ neðan er úttekt Seðlabankans á gjaldeyristekjum vegna íslenzka álfélagsins hf. frá árinu 1967 til ársloka 1980. Tölurnar eru byggðar á verðlagi hvers árs fyrir sig og yfirfærðar úr íslenzkum krónum í meðalgengi dollara á hverju ári. Gjaldeyristekjur vegna tslenska álfélagsins h/f (ÍSAL) (t milljónum dollara) VEGNA REKSTRAR Orka Skattar Vinnu- laun AnnaA Samtals Vexna fjáríest. Alls 1967 - - . . 2.8 2.8 1968 . - . . 3.5 3.5 1969 0.5 0.1 0.8 0.1 1.5 4.5 6.0 1970 1.8 0.7 1.9 0.9 5.3 1.0 6.3 1971 2.0 0.8 2.7 1.5 7.0 1.5 8.5 1972 2.3 0.3 3.2 1.5 7.3 1.6 8.9 1973 3.6 1.0 5.3 2.3 12.2 0.8 13.0 1971 3.5 2.8 7.7 3.8 17.8 1.2 19.0 1975 3.2 0.7 7.1 6.0 17.0 0.8 17.8 1976 1.1 1.5 8.5 7.0 21.1 0.1 21.2 1977 4.9 1.5 10.6 7.0 24.0 0.5 24.5 1978 5.9 1.5 11.4 7.7 26.5 1.1 27.6 1979 6.6 1.5 13.5 7.5 29.1 5.3 34.4 1980 8.1 2.6 17.0 9.8 37.5 5.9 43.4 Samtals 46.5 15.0 89.7 55.1 206.3 30.6 236.9 Halda menn að Alusisse sé góðgerðarstofnun? eftir Eyjólf Konráö Jónsson Súrálsmoldviðrið er orðið svo yfirgengilegt að ég get ekki orða hundist. Frá mínum bæjardyrum horfir það svona við: 1. Islendingar gerðu 1966 trausta og góða samninga, sem mörkuðu upphaf iðnvæðingar. 2. Samningarnir voru geir- negldir af því að við ætluðum engum að gefa neitt né þiggja neitt af öðrum. 3. Við vissum ekki þá, að liðleskjur og valdapotarar mundu glutra rétti okkar niður á næsta áratug. 4. Við töldum ekki ógöfugra að leyfa vatnsföllunum að bregða sér augnablik á leik á leið til sjávar og láta útlendingana borga fyrir, en að drepa blessað- an þorskinn í svanginn á þeim. 5. Við vissum að Alusuisse var engin góðgerðarstofnun og þess vcgna var við þá samið. 6. Hagnaður okkar af þeim samningum er orðinn gífur- legur, en hefði auðvitað orðið miklu meiri, ef manndómsmenn hefðu haldið á framkvæmdinni. 7. Súrálsráðherrarnir og sér- legur fulltrúi þeirra frá 1972, Ingi R. Helgason, bera ábyrgð á því að Alusuisse hefur ekkert aðhald haft og lýsa því nú yfir að Svisslendingarnir eigi að vera allsráðandi, gagnstætt samningunum frá 1966. 8. Þessir sömu menn segja að við mundum tapa máli um súráls-„svindlið“. Þannig „styrkja" þeir „hinn íslenzka málstað"! • 9. Fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins lýsti ég því yfir á Alþingi 17. desember 1980 „að sjálfsagt væri að íslendingar sameinist um að taka hraust- lega á móti. Ég lýsi því hér með yfir, að ekki skal standa á mér og ekki skal standa á neinum af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins að taka þátt í því, ef á daginn kemur að samningar hafi verið brotnir." 10. Sökudólgarnir eru súráls- ráðherrarnir, sem ættu að segja af sér. 11. En ef útlendingaundirlægj- ur á borð við þá sitja áfram í stjórnarráðinu er heppilegast að hætta allri samvinnu við er- lenda menn í atvinnumálum. 12. Halda menn, að sú skipti- mynt, sem nú er rifist um, sé allur hagnaðurinn, sem Alusu- isse hefur haft af sinnuleysi Gunnars Thoroddsens og Hjör- leifs Guttormssonar? 13. Þessir herrar þurfa að falla og síðan á að semja við Alusu- isse og tala mál sem þeir skilja. Harka á móti hörku og fullkom- in hreinskilni og heiðarleiki. Því að öll vopn eru í okkar höndum, þegar við erum lausir við póli- tísku valdasvindlarana. Súrálsmálið Samskipti íslendinga og Alusuisse og meint samningsbrot Alusuisse á Islendingum eftir Jónas Elíasson prófessor Samskipti Islendinga og Alu- suisse hala gengið áfallalitið og bendir það til vandaðs undirbún- ings i upphafi og gagnkvæms trausts. Báðir aðilarnir hafa hagnast á þessum viðskiptum. Þetta hefur orðið þrátt fyrir gífurlcga verðb<)lgu og verðfall dollarans gagnvart svissneskum frönkum og öðrum Evrópugjald- miðlum. Með súrálsmálinu verð- ur augljós breyting á eðli sam- skiptanna. Það verður að teljast líklegt að þessi breyting muni lciða til stöðnunar i samskiptum íslendinga og Alusuisse. en stöðnun i þessum samskiptum er andstæð hagsmunum íslendinga. Ilver er hagur okkar? I tengslum við álsamninginn voru byggð þau raforkuvirki sem enn eru þýðingarmest í orku- framleiðslukerfi þjóðarinnar. Ætlast var til að raforkukaup ísal greiddu þessi mannvirki og þau hafa gert það, í stórum dráttum eins og til stóð. Með lækkun dollarans hafa skuldirnar af raf- orkuvirkjunum orðið mjög létt- vægar, en einingarverð rafork- unnar til Isal er einnig langt undir kostnaðarverði raforku frá nýjum virkjunum. Það er mikið hags- munamál íslendinga að fá þetta raforkuverð hækkað, annars verð- ur aðstaða íslendinga til áfram- haldandi virkjanagerðar og orku- sölu til stóriðju gerð mjög erfið. Fordæmi er fyrir verulegri raf- orkuverðshækkun og það er mikið hagsmunamál íslendinga að svip- uð hækkun eigi sér stað nú. En vegna þess að Isal er alfarið eign Alusuisse þá er það óskylt íslensk- um hagsmunum á hvaða verði vörur og þjónusta, t.d. súrál, ganga milli Isal og Alusuisse. Það er einungis heildarútkoman úr rekstri ísal, það er að segja hvort Isal skilar hagnaði eða tapi, sem skiptir máli fyrir íslenska hags- muni. Súrálsmálið snýst ekki um það, hvort ísal hafi svikið 16,2 milljónir dollara af íslendingum, heldur hvort leggja hefði átt 2 milljónum dollara hærri skatta á ísal en gert var. En þeir hafa þegar greitt 4—6 milljónum doll- ara of mikið í skatt, sem þeir eiga inni. Ef 16,2 M $ verðhækkun á súráli yrði tekin gild, mundi skattainneignin einungis lækka. Það er því hagsmunamál íslend- inga að Isal greiði opinber gjöld að mestu óháð afkomu sinni, því reynsla undanfarinna ára bendir ekki til að rekstur ísal eigi eftir að skila verulegum nettóhagnaði. Séu þessi atriði höfð í huga, þá skilst að hagsmunamál íslendinga er að viðskipti þeirra og Alusuisse haldi áfram að þróast og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Nái þessi þróun ekki fram að ganga, mun næst besti kostur Islendinga vera, að ljúka viðskiptum við Alusuisse. Stöðnun í þessum viðskiptum (óbreytt framvinda þeirra) er hins vegar algerlega andstæð íslensk- um hagsmunum. Tiltökuverð (Arms-lenjíth prices) á súráli Súrálsverð er mjög mismunandi frá mismunandi framleiðendum. Meginkostnaðurinn við súráls- vinnslu er fjármagnskostnaður- inn. Verðið fer því mjög eftir því hvort fjármagnskostnaður fram- leiðandans er greiddur eða ekki (verksmiðjan ný eða gömul), en líka skiptir máli hvort hann á sínum tíma fékk lánað fjármagn í dollurum eða öðrum og sterkari gjaldmiðli. í stöku tilfellum virð- ist fjármögnun súrálsframleið- anda vera að hluta bundin sölu- samningum til langs tíma. Við- skipti Alcoa í Ástralíu við Japani eru stundum tekin sem dæmi um þetta. Vegna þessa samhengis fjár- magnskostnaðar og framleiðslu- kostnaðar í súrálsvinnslu annars vegar, og uppruna fjármagns og súrálskaupa hins vegar, hefur dregið mjög í sundur með því verði sem Evrópuríki borga fyrir súrál og því verði sem dollarasvæðið (Ámeríka — Japan) borgar fyrir súrái. Þetta er afleiðing af verð- falli dollarans. Við þessar aðstæð- ur er ekki hægt að skilgreina eitt tiltökuverð á súráli heldur verður að skilgreina ákveðið bil þar sem neðri mörkin eru Ameríkuverð. Ameríkuverð má auðveldlega skilgreina út frá viðskiptum Alcoa við Bandaríkjamenn og Japani. Á sama hátt má auðveldlega skil- greina hærri mörkin sem meðaltal í súrálskaupum til Evrópu. Súrál keypt á verði innan ofangreindra marka ætti að geta talist verðlagt í samræmi við það sem gerist og gengur í tiltökuviðskiptum (arms-length dealings). Auðvitað má skilgreina hin neðri mörk sem bestu kjör og er ekkert því til fyrirstöðu að aðilar komi sér saman um slíka reikningsskila- venju. Það getur hins vegar ekki talist eðlilegt að íslenska ríkið ákveði einhliða að slík reikn- ingsskilavenja gildi í uppgjöri á skattskyldum hagnaði ísal mörg- um árum eftir að súrálsviðskiptin fóru fram. Enn síður getur það talist samningsbrot þó súrálsverð- ið fari upp fyrir hin neðri mörk. Hin eðlilega afstaða hlýtur að vera, að telja það samningsbrot ef farið er út fyrir bilið, þ.e. upp fyrir efri mörkin eða niður fyrir neðri mörkin. Seinna tilfellið getur átt við ef Alusuisse vill lækka verð á unnu áli frá ísal og lækka súráls- verð þar á móti til að halda reikningsskilajöfnuði óbreyttum. Hækkun í hafi Það hefur tíðkast að Alusuisse selji Isal súrál frá súrálsverk- smiðju sinni í Gove í Ástralíu með ákveðinni álagningu sem rennur til Alusuisse í Sviss. Þessi álagn- ing hefur verið nefnd hækkun í hafi. Það getur talist eðlilegt eða óeðlilegt eftir atvikum að Alu- suisse beiti slíkri álagningu í viðskiptum við dótturfélag sitt Isal. Álusuisse telur þessa álagn- ingu nauðsyniega til að mæta kostnaði vegna súrálsvinnslu í Gove, sem í fyrsta lagi kemur ekki fram í útflutningsverði á súráli frá Gove og í öðru lagi er ekki borinn af verksmiðjunni í Gove heldur Alusuisse í Ziirich. Ríkis- stjórn íslands getur fallist á þessar skýringar eða ekki, eftir atvikum. Það virðist hins vegar enginn ágreiningur um að varð- andi bókfært innkaupsverð á súr- áli hjá ísal eigi reglan um viðmið- un við tiltökuviðskipti að gilda en ekki nein önnur regla. Ekki verður því séð að notkun á slíkri álagn- ingu sé í neinni mótsögn við gerða samninga. Viðskipti ísal <>K Alusuisse Alusuisse selur Isal mestallar hrávörur og selur framleiðsluna. Verðlagning í þessum viðskiptum ræður mestu um hvort Isal skilar hagnaði eða ekki, þó önnur atriði hafi sitt að segja líka. Þessi verðlagning virðist taka nokkuð strangt mið af viðskiptum innan Evrópu með sams konar vörur, en verðlag innan Evrópu á hráefnum og unnu áli er hærra en á dollarasvæðinu, aðallega vegna verðfalls dollarans. Þessi stjórn- unaraðferð virðist hafa dugað Alusuisse til að jafna hagnað milli dótturfyrirtækja þegar til lengri tíma er litið. Slík útkoma er til þess fallin að styrkja traust fjöl- þjóðafyrirtækis út á við og auð- velda viðskipti þess við óskylda aðila. En þó Evrópuverðlagningin hafi reynst gott stjórnunartæki þegar á heildina er litið eru undantekningar frá því, t.d. sýna öll fyrirtæki Alusuisse tap 1975, þar á meðal ísal. Síðan kemur Alusuisse í veg fyrir tilsvarandi tap hjá ísal með því að veita ísal sérstaka styrki og afslætti í súr- álskaupum og verðuppbætur á framleiðsluna. Alls mun ísal hafa fengið um 26 milljóna dollara tekjur með þessum hætti 1975— 1980, að frést hefur. Þar á meðal 10,5 milljóna dollara rekstrar- styrk árið 1976. Jafngildir þessi eina upphæð um 20 milljónum dollara í dag. Hefði hið „virka íslenska forræði" brugðist við á sama hátt? 1975 var samið um viðbætur við aðalsamninginn og breytingar á honum varðandi Isal og við það tækifæri var raforkuverð hækkað og reglur um útreikning opinberra gjalda bundnar hagnaði á annan hátt en áður var. Með þessum samningi var jafnaður ágreining- ur um súrálsverð fyrir árið 1974. Ekki var samið um ákveðnar reglur sem ákveða hráefnisverð og verða þær reglur því að skoðast samningsatriði. Á þetta einkum við um ákvörðun á tiltökuverði (arms-length prices) í viðskiptum Isal og Alusuisse. En þar sem Evrópuverðmiðunin hefur gilt síð- an 1975, og engin athugasemd verið gerð við hana af hálfu íslendinga, þá verður að telja að hefð sé komin á hana. ÞróunarmöRuleikar í samvinnu lslend- injja ojí Alusuisse Það er alveg ótvírætt að íslend- ingar og Alusuisse hafa mikla möguleika til að þróa samvinnu sín á milli til hagsbóta fyrir báða. Skulu nefnd örfá dæmi. íslencíingar og Alusuisse geta í sameiningu reist álverksmiðju sem kaupir raforku á bestu kjör- um frá Islendingum, þar á móti getur Alusuisse fallist á hækkun á raforkuverði ísal. íslendingar geta komið sér upp olíuhreinsunarstöð sem vinnur úr svartolíu. Alusuisse getur styrkt þessar fyrirætlanir með því að kaupa olíukoks til rafskautagerð- ar af hreinsistöðinni. Islendingar og Alusuisse geta komið sér upp sameiginlegri rafskautaverksmiðju. Ríkisstjórnin og Alusuisse Samskipti ríkisstjórnar íslands og Alusuisse virðast hafa verið á trúnaðargrundvelli fram til þessa. Deilumál hafa komið upp en þau hafa verið leyst með gagnkvæmu samkomulagi. Viðskipti íslend- inga og Alusuisse hafa dafnað. En með súrálsmálinu svokallaða verður gífurleg breyting á eðli þessara samskipta. Eðli samskipt- anna hefur breyst frá því að vera yfirgnæfandi vinsamlegt, yfir í að vera yfirgnæfandi fjandsamlegt. Það verður því að telja verulega hættu á, að þessi óheppilega breyting á eðli samskipta ríkis- stjórnar Islands við Alusuisse leiði til stöðnunar í viðskiptum Islendinga og ísal. Óvinsamleg samskipti hljóta að leita til gagn kvæms vantrausts. Vantraustið leiðir aftur til, að það eina sem aðilar geta komið sér saman um er að halda viskiptum í óbreyttu formi. Hætt er til dæmis við, að meðan iðnaðarráðherra sakar ísal um samningsbrot og skattsvik og hótað er málsókn, þá verði lítið talað um annað milli aðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.