Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1981 15 Ihlutim í Póllandi ennþá möguleiki PÓLSKA flokksþinsnð nægir ef til vill ekki til að sannfæra sovézku stjórnina um að íausn verði fundin i Póllandi þrátt fyrir samstöðuna á þinginu og yfirlýsingar þess um tryggð við austurblokkina að sögn fréttaritara í Moskvu. Kremlverjar óttast enn að áfram verði grafið undan sósíal- isma í Póllandi og öryggi Sovétr- íkjanna verði ógnað sem fyrr ef pólsk yfirvöld vinda ekki bráðan bug að því að afstýra áframhald- andi ókyrrð meðal verkamanna, leysa vaxandi efnahagsvanda landsins og binda endi á matvæl- askortinn að sögn sovézkra og erlendra diplómata. Sovézkur embættismaður sagði í einkaviðtali að ef pólsk yfirvöld létu ekki til skarar skríða mundi ástandið í landinu líkiega halda áfram að versna og sovézk hernaðaríhlutun kynni að verða nærtækur möguleiki sem fyrr. Á hinn bóginn gætu ráð- stafanir þær, sem pólskir leið- togar kynnu að neyðast til að gera til að bæta efnahagsástand- ið, m. a. 100% hækkun matvöru- verðs og binding kaupgjalds, valdið svo mikilli ólgu að Kremlverjar mundu grípa til íhlutunar. Bara byrjunin? Því má vera að „taflið sé núna fyrst að hefjast" eins og vest- rænn stjórnarerindreki sagði um helgina. En í svipinn virðast Kremlverjar láta sér lynda að styðja við bakið á Stanislaw Kania flokksleiðtoga og öðrum helztu ráðamönnum. Rússar hafa lítið sem ekkert sagt opinberlega um breyt- ingarnar í Póllandi og það þykir bera vott um ugg manna í Kreml út af þeim. Vestrænir fulltrúar telja að sovézk blöð hafi reynt að forðast að láta líta út fyrir í skrifum sínum um þingið að ástandið í Póllandi væri stjórn- laust — gagnstætt því sem þau hafa áður gert. Sovézka sjónvarpið lagði á það áherzlu að Kania hefði lýst því yfir að Pólverjar mundu standa við skuldbindingar sínar gagn- vart Varsjárbandalaginu og vera tryggir vinir Sovétríkjanna sem fyrr. Það minnsta sem Rússar munu reyna að gera er að sjá til þess að Kania standi við þetta heit. Moskvu-stjórnin hefur sér- staklega áhyggjur út af vaxandi matvælaskorti í Póllandi og horfum á áframhaldandi verk- föllum. Rússi nokkur sagði ný- lega og vitnaði í gamalt spak- mæli: „Byltingar er ekki hægt að gera á fastandi maga.“ Rússar munu líklega óttast að „gagn- bylting“ í Póllandi muni breiðast út ef almenningur fær ekki nóg að borða. Fulltrúar Rússa á þingi pólska kommúnistaflokksins, Viktor Grishin (í miðju) og Konstantin Rusakow, ræða við pólska kommúnistaleiðtogann Stanis- law Kania. ógnun við jafnvægi Að mati Rússa eru nýboðaðar vinnustöðvanir hafnarverka- manna og starfsmanna ríkis- flugfélagsins meiriháttar ógnun við jafnvægi í Póllandi. Staða ríkisflugfélagsins er hálfhernað- arleg eins og í öðrum löndum Austur-Evrópu og Rússar munu fylgjast gaumgæfilega með við- brögðum pólsku stjórnarinnar við vinnustöðvun starfsmanna félagsins. Frekari vinnustöðvanir eða ný ofbeldisverk gætu orðið átyllan sem Rússar mundu nota til íhlutunar ef pólsk yfirvöld gera ekki skeleggar ráðstafanir til að ná tökum á ástandinu — og vestrænir stjórnarerindrekar segja að möguleikinn á íhlutun hafi ekki verið útilokaður. Sovézkir og vestrænir sér- fræðingar í Moskvu segja að uggvænlegt ástand í alþjóðamál- um gæti einnig stuðlað að sov- ézkri íhlutun. Rússar eru taldir óttast að tillaga Bandaríkja- manna um að herlið þeirra í Vestur-Þýzkalandi verði flutt nær landamærum Austur- Þýzkalands ógni hernaðarjafn- vægi á þessum slóðum. Sovézk blöð hafa jafnframt hamrað á því að Ronald Reagan forseti hafi ekki í eitt einasta skipti tekið jákvæða afstöðu til Rússa síðan hann tók við völdun- um fyrir hálfu ári. Sovézkur embættismaður sagði í þessari viku að samskipti Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna væru í sjálfheldu. „Við höfum engu að tapa með íhlutun," sagði hann. Um viðskiptatjón af völdum íhlutunar sagði hann: „stjórn- mál eru stjórnmál og viðskipti eru viðskipti" — og vildi lítið gera úr möguleikum á árangurs- ríku viðskiptabanni. Traust kjósenda á Reagan minnkar New York, 20. júlí. AP. RONALD Reagan Bandarikjafor- seti hefur nú setið að völdum i sex mánuði, og hefur trú banda- rísks almennings á efnahags- stjórn hans minnkað, miðað við skoðanakönnun AP- og NBC-sjónvarpsstöðvanna. Hins vegar njóta þau áform forsetans að lækka tekjuskatta um 25 af hundraði á næstu þremur árum mikils fylgis. Vinsældir forsetans hafa dvínað frá því í samskonar skoðanakönn- un í maí, er 62% lýstu sig ánægð með frammistöðu forsetans, en 55% aðspurðra lýstu sig ánægða með frammistöðu forsetans nú. Skoðanakönnunin fór þannig fram, að 1599 fullorðnir víðs vegar um Bandaríkin voru spurðir í þaula gegnum síma. ERLENT, Skotinn fyr- ir njósnir Pekinjj, 21. júlf. AP. KÍNVERSKUR bóndi frá Mansúriu var skotinn til bana fyrir njósnir í þagu Sovétríkj- anna i Kina fyrr i þessum mánuði. Maðurinn var 25 ára gamall. Fjöldafundur á heimaslóðum hans dæmdi hann til dauða og hæstiréttur Kína samþykkti dóminn. Heilongjiang-dagblaðið sagði, að Wen Zhi Qian hefði verið óánægður með stjórn- málaþróunina í Kína og brotist inn í vopnabirgðageymslu 16. janúar sl. og stolið þaðan skammbyssu og öðrum vopn- um. Hann fór síðan yfir landa- mærin til Sovétríkjanna og upplýsti Sovétmenn um stjórn- mál, hermál og efnahagsmál í Kína. Blaðið sagði, að hann hefði gefið loforð um að vera trúr Sovétmönnum skriflega með blóði sínu og tekið við fyrirmælum KGB-leyniþjón- ustunnar. 16. maí kom hann aftur til Kína, en þar var hann fljótt handsamaður og dæmdur af fjöldanum. Sökudólgar í Kína, sem fá dauðadóm, eru skotnir einni kúlu í hnakkann. Múgur mikill var saman kominn, þegar Wen var líflátinn. Hann var sagður fylgismaður fjórmenningaklík- unnar. Síðast var maður dæmdur fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna í Kína í júlí 1980. Mótmæla hvalveið- um í Kyrrahafi Vancouver. 21. júlí. AP. SKIPIÐ Sea Shepherd II mun láta úr Vancouver-höfn á hvalveiðimið í Beringshafi innan skamms í þeim tilgangi einum að tefja fyrir og hafa auga með hvalveiðum Sovétmanna í hafinu. Shepherd-hvala- verndunarsamtökin reka skipið, en Starlet Watson, kona skipstjór- ans. sagði í dag, að meiningin væri að beina athygli alheimsins að sovéska hvalveiðibátnum Zevendy. sem er við veiðar undan suðvest- urströnd Alaska. Sendinefnd Sovétríkjanna situr nú fund alþjóða hvalveiðiráðsins í Brighton. Watson sagði, að þeir væru óánægðir með þá ákvörðun samtakanna að vekja athygli á miklum hvalaveiðum þeirra. „Þeir munu líklega veiða mun meira en þeim er ætlað," sagði hún. Sea Shepherd II liggur nú í höfn, á meðan safnað er peningum fyrir rekstri skipsins. Það mun taka átta daga fyrir það að komast á miðin. Skipverjarnir eru 25 og koma frá fimm löndum. Dæmdur í 5 ára útlegð Moskvu, 21. júll. AP. FELIX Serebrov, sem er aðlli að samtökum sovéskra andófs- manna, sem hafa fylgst með geðlækningum i Sovétríkjunum og gagnrýnt þær, var dæmdur i fjögurra ára fangabúðavist i dag og gerður útlægur innan Sovétrikjanna i fimm ár. Fjórir aðrir aðilar að samtökunum hafa verið dæmdir fyrir undir- roður gegn stjórninni á undan- förnum mánuðum. P-2-hneykslið á Ítalíu: Leynifélagið frímúr- urum óviðkomandi í frétt frá Associated Press, er nýlega birtist i hinu virta blaði, Suddeutsche Zeitung i MUnchen segir, ^að rikissaksóknarinn hafi gefið . út ákæru á hendur 22 félökúm hinnar svokölluðu fri- múrarastúku „Propaganda Due“ (P2) fyrir pólitiskt samsæri, njósnir, þátttöku i ólöglegum félagsskap og blekkingar. Á með- al hinna ákærðu sé yíirmaður P2, Licio Gelli, sem talinn sé hafa flúið til Paraguay eða Úruguay og nokkrir fleiri þekktir menn. Vara-ríkissaksóknarinn, Dom- enico Sica, hafi upplýst að hinir grunuðu væru meðal annars sak- aðir um þær blekkingar að hafa talið nýjum félögum trú um að P2 væri frimúrarastúka, enda þótt í raun hafi verið um ólöglegan félagsskap að ræða. Félaginu hafi árið 1976 verið vikið úr ítölsku stórstúkunni og þessvegna verið frímúrarareglunni óviðkomandi með öllu. Hin svokallaða stúka er sökuð um margvísleg afbrot, allt frá skattsvikum og mútum upp í samsæri gegn ríkinu. Það var birting á félagaskrá hennar, með nöfnum framámanna í stjórnmál- um, hermálum og atvinnulífi, sem leiddi til falls ríkisstjórnar Arn- aldos Forlanis. WIKA Á Þrýstimælar Allar stæröir og gerðir JmlLL SðyirlljQiuiDyir cJ(?))(n)©©@(ni <§t Vesturgötu 16, sími 13280 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: ROTTERDAM: Arnarfell . 29/7 Arnarfell . 12/8 Arnarfell . 26/8 Arnarfell . 9/9 ANTWERPEN: Arnarfell . 30/7 Arnarfell . 13/8 Arnarfell . 27/8 Arnarfell . 10/9 GOOLE: Arnarfell . 28/7 Arnarfell . 10/8 Arnarfell . 24/8 Arnarfell . 7/9 LARVÍK: Helgafell . 30/7 Helgafell . 10/8 Helgafell . 24/8 Helgafell . 7/9 GAUTABORG: Helgafell . 29/7 Helgafell . 11/8 Helgafell . 25/8 Helgafell . 8/9 KAUPMANNAHÖFN: Helgafell . 28/7 Helgafell .. 12/8 Helgafell . 26/8 Helgafell .. 9/9 SVENDBORG: Helgafell . 27/7 Dísarfell ca . 7/8 Helgafell . 13/8 Helgafell . 27/8 Helgafell . 10/9 HELSINKI: • Dísarfell .. 30/7 Dísarfell .. 21/8 GLOUCESTER, MASS: Jökulfell .. 1/8 Skaftafell ca .. 20/9 HALIFAX, KANADA: Jökulfell .. 3/8 Skaftafell ca .. 22/9 f SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík | Simi 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.