Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1981 5 __ • • * Greinargerð Onundar Asgeirssonar: Skýrsla stjórnar röng í 8 atriðum Stjórn Olíuverslunar íslands hf. boðsendi í gærkveldi til mín grein- argerð um samskipti hennar við starfsfólk á aðalskrifstofu félags- ins. Greinargerð þessi er nú birt í blöðunum í dag. Ég hlýt að líta svo á að stjórnin sendi mér greinargerð þessa til upplýsingar og umsagnar og er skemmst frá því að segja, að á 2. síðu greinargerðarinnar (í vélrit- aðri útgáfu hennar) eru 8 atriði sem rangiega er skýrt frá í skýrslu stjórnarinnar svo sem hún er frá gengin og undirrituð af formanni hennar Gunnari Guðjónssyni. 1. Nefnd 5 atriði varðandi „viðskilnað" minn við Olís voru ekki sett fram af mér heldur af eiginkonu minni og syni í viðræð- um við Gunnar Guðjónsson og Ingvar Vilhjálmsson í byrjun mánaðarins og í fjarveru minni. Enda þótt í greinargerðinni standi að stjórnin hafi fallist á allar þessar tillögur, hefir engin þeirra verið framkvæmd af stjórninni. 2. Krafan um að Svan Frið- geirsson léti af störfum var sett fram af Erni Guðmundssyni strax eftir að hann hafði áttað sig á háttsemi Svans nú og fyrr. Önundur Ásgeirsson 3. Engin „viðbótarkrafa" var því til umræðu á þessum stjórn- arfundi um brottvikningu Svans. 4. „Myndu þeir (þ.e. ÖÁ og ÖG) hafna samþykki stjórnarinnar á áðurnefndum tillögum Önundar, nema gengið yrði að þessari kröfu.“ Þetta atriði var alls ekki rætt á fundinum. 5. „Önundi var þá tilkynnt sam- komulag þetta." Þetta er rangt. Þegar ég kom á fundinn í annað sinn var byrjað á að lesa upp fréttatilkynningu stjórnarinnar um ráðningu Þórðar Ásgeirssonar sem nýs forstjóra Olís. Aftan við var ætlunin að tengja yfirlýsingu um að ég yrði ráðgjafi nýs for- stjóra um sinn. Orðalagið var óljóst. Ég spurði þá að því hver úrslit krafa Árnar um val milli hans og Svans Friðgeirssonar sem starfs- manna hefði fengið. Kom þá í ljós að stjórnin hafði ekki tekið af- stöðu til máisins. Lýsti ég því þá yfir að ég teldi að enginn friður yrði í fyrirtækinu nema gengið yrði frá þessu máli, og að starfs- fólk á aðalskrifstofu myndi ekki fást til starfa á ný nema úrslit lægju fyrir. Jafnframt lýsti ég því að ég styddi örn Guðmundsson í þessu máli og að nauðsynlegt væri að undirróðursmaðurinn og „kvisl- ingurinn" Svan Friðgeirsson viki til þess að unnt yrði að koma á starfsfriði innan fyrirtækisins. 6. „Önundur gat hins vegar á engan hátt fallist á nokkuð sam- komulag, sem ekki fæli í sér brottvikningu Svans." Þetta er rangt. Ég bauðst til að koma inn á ný sem forstjóri til málamiðlunar milli starfsfólks og stjórnar um takmarkaðan tíma og var boðið upp á að það tímabil stæði aðeins til næstu mánaðamóta, þ.e. meðan enginn forstjóri var starfandi hvort sem var. 7. Taldi ég ráðlegt að tilkynn- ingu um ráðningu nýs forstjóra yrði frestað til mánaðamóta og hefði það ekki átt að koma að sök, eins og málum var þá háttað. Þessum tillögum hafnaði stjórnin. 8. „Stjórnin gat á engan hátt fallist á samkomulag, er fæli í sér brottvikningu Svans.” Með þessari ákvörðun hafði stjórnin valið milli Arnar og Svans þ.e. ákvörðun hafði verið tekin um að Örn Guðmundsson og mestur hluti starfsfólks aðal- skrifstofu hætti störfum hjá fé- laginu. Mun þar við sitja ef stjórnin fæst ekki til að breyta ákvörðun sinni. Þetta er hættu- spil, sem þó var fyrirsjáanlegt frá upphafi, eins og málum var hátt- að. Þegar stjórnarformaður gekk á fund minn 10 mínútum áður en stjórnarfundur skyldi hefjast hinn 23. júní sl. til að tilkynna mér þá ákvörðun stjórnarinnar að umboð stjórnarinnar til mín sem for- stjóra Olís væri dregið til baka og þess óskað að ég léti af störfum sem forstjóri frá 1. júlí 1981, án nokkurrar umræðu eða tillagna frá stjórninni og sú ein ástæða gefin að ég „hefði fjarlægst stjórnina“ var augljóst að stefnt var í óefni. í upphafi fundarins lýsti for- maður ákvörðun stjórnarinnar um skilmála um eftirlaun og önnur kjör, þ. á m. um ósk stjórnarinnar um kaup á hlutafé mínu i félaginu. Gerði ég á þessu stigi málsins þá einu athugasemd að stjórnin endurskoðaði afstöðu sína til gild- istökudags brottvikningarinnar og að tekinn yrði einhver frestur. Þessu hafnaði stjórnin á þann hátt, að Svan Friðgeirsson barði í borðið og krafðist þess að staðið yrði við fyrri ákvörðun um upp- sagnardag og var það samþykkt. Eðlilega sauð strax uppúr meðal starfsfólks, en með samstöðu tókst að halda þessum málum innan þessa þrönga hóps um 3ja vikna skeið, og þannig gefa stjórninni kost á að endurskoða afstöðu sína margsinnis, svo sem fram hefir komið í greinargerð starfsfólks. Ég hefi fram til þessa reynt að gæta hagsmuna fyrirtækisins, en hlýt nú að lýsa allri ábyrgð á hendur stjórnar þess fyrir þá óábyrgu afstöðu sem hún hefir tekið til málefna fyrirtækisins. Það er mikið vandamál þegar allir fremstu sérfræðingar félagsins láta af störfum og er vafasamt að það tjón verði bætt í bráð. Áhyggjur mínar um afleiðingar þessarar óhugsuðu og flausturs- legu ákvörðunar stjórnar Olís, eru nú að fullu komnar í ljós. Það er aðeins á færi stjórnarinnar að bæta hér úr með breyttri afstöðu til mála. Þetta mátti allt sjá fyrir, því voru kveðjuorð mín í frétta- tilkynningu 30. júní sl. þessi: „Éfst er mér þó í huga að áfram verði góð samstaða um málefni Olíuverslunar Islands hf. og að félaginu megi vel farnast í fram- tíðinni. Reykjavik 21. júlí 1981 Önundur Ásgeirsson Leiðrétting í FRÁSÖGN af útför sr. Jóns Auðuns í Mbl. í gær féll niður að við upphaf athafnarinnar lék Ragnar Björnsson fyrrum dóm- organisti Indroduktion og passa- cagliu í f-moll eftir Pál Isólfsson og biðst Mbl. velvirðingar á því. -j o LLl il S 2 $ s < CQ POORTERE, BELGIUM, COULUMS MILLS U.S.A. BRITINONS CARPTES LTD., ENGLA CARPTES LTD., ENGLAND — NORDIC CARPETS LTD., ENGLAND — FORFAR CAt GóHteppaflóð! x o 05 5 OT D O Ui CQ O o o 2* 2 o X Ul § o £ Q. _ Ui UJ »- CQ LU UÍ CQ X O w 2 fc tr J,§ < § s Jr <o o g CL -* »1 o 1 3 O T Z O < W X ^ O UJ W Q O vf JU X UJ § X o CL CL UJ * X CQ < LL X O •- 9- új 3 | œ . 3< o § I H 1 X o o 2 a < d £ ð| d v> i— o <n t— ui a x < $ < x X CQ < LL X o a a Ul h- CO 3 l_ CQ m o —I O O X | o 1 O Q , 2 Q co h- h- -JI uj X < cn cn UJ o § < % Við flytjum inn gólfteppi frá helztu framleiðendum austan hafs og vestan, milliliðalaust. 3ja hver f jölskylda á íslandi kaupir gólfteppin hjá okkur. 40 tegundir - 100 litir. M.a. höfum við tekiö fram 50 nýja liti síðustu 3 vikur. Einnig sérpöntunarþjónusta fyrir þann sem vill lit no. 101 eða einhvern annan úr prufusafninu. SEM SAGT TEPPI FYRIR ALLA, ALLS STAÐAR VERÐ FRÁKR, 29-350 KR.PRFM, OG ALLT ÞAR Á MILLI 35.000 FERMETRA LAGER tryggir fljóta og góða afgreiöslu teppanna á gólfiö. ÓTRÚLEGT MOTTUÚRVAL Stök teppi og mottur úr ull og gerviefnum viö allra hæfi á sanngjörnu veröi. Og síöast en ekki sízt GOÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Við staögreiöslu 10% afsláttur. SERTILBOD MEDAN BIRGÐIR ENDAST: Skosk alullargólfteppi, aðeins 900 fm á ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐU VERÐI Ath. takmarkaöar birgðir á sértilboöi. Tepprlrnd % I m _ r4 o <n x o o 5 s o > > 2 X o X - m m h b 05 • r- r- H > P o 5 m z O <n > o 2 2 O <n , m O x > X o > X X m x m O - O CD <n O <n o H X r- O > (— 2 !T O > * 2 m o b § % h m í! O H Z r~ cn W X 2 O ro r- -x 5 X 2 X O > I o I O CD —. m < X O O <n <n x o > 2 O m x — —i r~ H 9 5 c —I 2 F I ° 1 2 x x > X Grensásvegi 13, símar 83577 og 83430. __________Tryggvabraut 22, Akureyri. S: 96-25055. SnaOTÐ — aNVlÐN3"*-CH~l Si3dUVO MVHS — VQVNVO ‘SiadUVO 13NOUO° < > C 2 2 > - o * > > }35 vovnvo ‘sisduvo í3nouoo — ‘vovnvo “an onu ss3iu33d viuisnv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.