Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1981 29 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA I0100KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Goethe, Schiller o g Nýalssinnar og svo fjöldamargt fallegt. Og svo eru það margir, sem safna gulli sér til gamans og oft líka til gagns. Þetta er svo auðvelt með gullið, það fer svo lítið fyrir því og auðvelt að flytja það. Þið gætuð flutt það ókeypis út um allt land, en ekki bara til þorpanna í nágrenninu, eins og fisksaltið, sem er svo þungt og fyrirferðarmikið. Menn, jafnvel á afskekktustu stöðum, geta verið búnir að safna sér í gulltönn úr íslensku gulli um sjötugt, eina eða fleiri eftir efnum og ástæðum. Já, það er ekki ónýtt að eiga slíkt í ellinni, og það mætti líka líta á þessar tennur sem viðurkenningu frá þjóðinni, því að vitanlega hefur rikið orðið að greiða mestan hlutann af fram- leiðslukostnaði gullsins. Til hamingju með fyrirtækið. Sigurður Pétursson „Hugi Lokason" skrifar í Velvakanda 16. júlí og seg- ist vera stoltur af því sem íslendingur að til skuli vera hé- slíkir menn sem „Nýj- alssinnar" (rétt: Nýalssinn- ar), en þó nefnir hann þá í sömu andrá og ýmsar Aust- urlandahreyfingar trúar- legs eðlis og jafnvel í sam- bandi við þá sem halda að jörðin sé hol að innan og þar búi fólk. Við þetta síðasta er það að athuga, að heimspekingurinn Jochen Kirchhoff í Berlín hefur sýnt fram á að meginhluti mannkynsins og ekki hvað sízt menntamenn „hugsa og láta sér finnast" að jörðin standi kyrr, og aðrir hlutar alheimsins komi sér ekki við. (Hið „geocentriska" eða „ptólemeiska" hugarfar.) Þó að menn viti hið rétta, fylgja þeir því ekki, og væri gaman að heyra hvað H.L. hefur að segja um þá af- stöðu. H.L. minnist í skrifi sínu á Goethe og Schiller og Helga Pjeturs og kenn- ingar þeirra, en hvað Ný- alssinnum viðvíkur gefur hann enga vísbendingu um hvað þeir vilja, og skal ég því með fáum orðum reyna að bæta þar úr. Rannsókn á draumum er undirstaða starfseminnar og getur hver sem vill gagnrýnt það sem þar fer fram og borið fram rök sín. Menn eru beinlínis hvattir til að skoða, skilja og gagnrýna. Það er náttúrufræðilegt at- riði, en ekki trúarlegt — ég endurtek: náttúrufræðilegt en ekki trúarlegt, að fjar- hrif og hugsanaflutningur eiga sér stað. Og um leið og því hliði er hrundið upp skín tilveran öll í nýju ljósi, og er þó hin sama og áður. Þorsteinn Guðjónsson sjást fyrirhugaðar bryggjur á Tjörninni. Á uppdrættinum Þessir hringdu . . . Athugasemd við mynd ÁlfheiAur Ingadóttir, formaA- ur UmhverfismálaráAs, hringdi og gerði athugasemd við mynd af módeli af Tjarnarbryggjum er birtist í Velvakanda í gær. Sagði hún að myndin væri ekki af þeim bryggjum sem þarna væru fyrir- hugaðar, heldur væri hér um að ræða skipulagshugmynd sem hefði verið hafnað. Ekki hefur enn verið gert módel af bryggjunum sem fyrirhugað er að byggja í Tjöminni og verða því þeir sem áhuga hafa á að sjá hvernig mannvirkin eiga að líta út að láta sér nægja að grína í skipulagsuppdráttinn sem birtist hér að ofan. Halda uppteknum hætti með mjólkina Húsmóðir bað Velvakanda að koma á framfæri þessari athuga- semd í sambandi við mjólkurmál- ið. „Þær umkvartanir sem gerðar hafa verið síðustu daga varðandi skemmda mjólk virðast ekki hafa verið teknar alvarlega af þeim sem stjórna þessum málum. Á föstudaginn var keypti ég mjólk sem stimpluð var 21.07. (seinasti söludagur 21. júlí). Á mánudag fer ég aftur og þá er enn til sðlu mjólk stimpluð 21.07. Það er nú ekki leyfilegt að stimpla svona langt fram í tímann eftir því sem mér hefur skilist — og mér finnst þetta sýna að þeir taka umkvart- anirnar ekki alvarlega og ætla að halda uppteknum hætti." BÁTAR Ný sending af Terhi plastbátunum var aö koma. Terhi eru ósökkvanlegir og viöurkenndir af siglingamála- stofnun íslands. Tryggiö ykkur bát áöur en þessi sending selst upp. Gott verð. Terhi„245“ Lengd: 2,40 m Breidd: 1,25 m Þyngd: 45 kg Terhi“385“ Lengd: 3,80 m Breidd: 1,50 m Þyngd: 100 kg Terhi„440“ Lengd: 4,40 m Breidd: 1,75 m Þyngd:145 kg Sýningarbátar á staðnum. Vélar & Tæki hf. Tryggvagata 10. Símar 21286 og 21460. Stálklæðning með níðsterkri pvc húð á þök og veggi. Mikið litaúrval. Allir fylgihlutir. varanleg og fagleg lausn. Mjög hagstætt verð. Tilboð yður að kostnaðarlausu. Sala og uppsetningarþjónusta: Íi S.S.innréttingar Sími 21433 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLYSINGA- SÍMINN F.R: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.