Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1981 23 Kveðja írá sóknarnefnd Árbœj- arsóknar. Sú fregn sem barst okkur mánudaginn 13. þessa mánaðar, að Geirlaugur Árnason, organisti og fyrrverandi sóknarnefndarfor- maður, hefði látist þá um morgun- inn, kom eins og reiðarslag yfir okkur. Hann hafði daginn áður gegnt starfi sínu i safnaðarheimili okkar við síðustu messu fyrir sumarleyfi, hress og kátur eins og ævinlega. En vegir Guðs eru órannsakanlegir, hann hefur nú hlýtt kalli til starfa á æðri vett- vangi. Á stofnfundi Árbæjarsóknar 4. febrúar 1968 var Geirlaugur Árnason kjörinn formaður sókn- arnefndar og gegndi hann því starfi til 2. nóvember 1980, eða eins lengi og sóknarnefndin gat notið hans formennsku, en Geir- laugur flutti í aðra sókn með fjölskyldu sína árið 1976 og var því ekki lengur kjörgengur lögum samkvæmt í safnaðarstjórn Ár- bæjarsóknar. í ársbyrjun 1970 var Geirlaugur ráðinn organisti sókn- arinnar og gegndi hann því starfi af stakri prýði til dauðadags. Árbæjarhverfið byggðist að mestu upp á árunum 1965 til 1970. Fyrir í hverfinu var sterkur kjarni íbúa, sem búið hafði um langt skeið í strjálbýli fjarri hinni eiginlegu byggð Reykjavíkur. Skyndilega reis upp fjöldi nýbygg- inga, blokkir, raðhús, einbýlishús. íbúum fjölgaði ört, úr nokkrum hundruðum í nokkur þúsund. Árbæjar- og Seláshverfi var hluti af Lágafellssókn og safnað- arkirkja þess Lágafellskirkja. I nýju íbúðarhverfi sem byggist hratt upp af ungu fólki er mikil þörf fyrir frjótt og lifandi safnað- arstarf. Það var Arbæjarsókn og Árbæjarhverfi mikil gæfa, að einn af hinum nýju íbúum hverfisins skyldi vera Geirlaugur Árnason og hans fjölskylda. Eins og fyrr sagði var Geirlaugur kjörinn í fyrstu sóknarnefnd og strax kos- inn formaður hennar. Með honum í sóknarnefndinni voru fulltrúar eldri og yngri íbúa hverfisins. Geirlaugur Árnason var ein- stakur maður. Hann lagði sig allan fram við að ná því takmarki sem hann setti sér og hann hreif samstarfsmenn sina með sér, dugnaður hans og starfsfýsi smit- aði frá sér. Hann var aldrei hálfur í verki. Lægi eitthvert verkefni fyrir, þá framkvæmdi hann, beið ekki eftir að aðrir gerðu hlutina. Með honum var gott að starfa. Verkefni hins nýja safnaðar voru mörg. Eitt hið fyrsta var að vinna að því að Árbæjarsókn yrði sérstakt prestakall og var því takmarki náð 1. janúar 1971. Að koma upp húsnæði fyrir safnaðar- starf er brennandi nauðsyn í hverri nýrri sókn. Geirlaugur var sjálfkjörinn í fyrstu kirkjubygg- ingarnefnd sóknarinnar og vann af lífi og sál að framgangi þess máls til dauðadags. Hans þáttur í því stórvirki að koma upp safnað- arheimili Árbæjarsóknar, sem vigt var á pálmasunnudag 1978, verður seint fullþakkaður. Þáttur Geirlaugs Árnasonar sem organista og stjórnanda kirkjukórs sóknarinnar var ekki siður stór. Hann var mjög góður organisti og kórstjórn hans var einstök. Fyrir hans dugnað og harðfylgi keypti söfnuðurinn lítið en gott pípuorgel í byrjun árs 1975. Tókst söfnuðinum, með góðri hjálp kirkjukórsins, að komast yfir orgelið þrátt fyrir yfirstand- andi byggingarframkvæmdir og peningaþrot. Erfitt er að sætta sig við að Geirlaugur sé ekki lengur á meðal okkar. Fráfall hans bar svo brátt að, kom svo óvænt. Að maður njóti ekki lengur hans glaðværa við- móts, að hinn hvelli hlátur hans hljómi ekki lengur. Eitt af hans hjartans málum var að reisa klukkuport við safnaðarheimilið í Árbæ. Þar hafa hinar nýju klukk- ur hringt til messu síðan um síðustu jól. Nú hafa klukkurnar kallað hann. Við kveðjum Geirlaug Árnason með mikilli hryggð. Við þökkum honum fyrir þá gæfu sem okkur hlaust af því að fá að starfa með honum. Við þökkum honum fyrir allt og allt. Við biðjum Guð að blessa frú Sveinbjörgu, börn, tengdabörn og barnabörn og send- um þeim hlýjar samúðarkveðjur. Fyrir hönd sóknarnefndar Jóhann E. Björnsson Geirlaugur Árnason var einn af stofnendum Kristilegra skóla- samtaka 1946. Æ síðan hafa verið tengsl milli heimiiis hans og kristilega skólastarfsins, ekki síst eftir að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur og börnin urðu þátt- takandi í áðurnefndu starfi. Á þessum árum hafa Sveina og Geirlaugur unnið hugi og hjörtu fjölmargra KSS-inga með alúð- legri framkomu og glöðu sinni. Og ég veit, að óneitanlega hefur það lengi verið forsvarsmönnum KSS styrkur að vita af þessum hressu og uppörvandi hjónum og eiga þau að. Okkur er ekki gefið að skilja, hvers vegna Geirlaugur var svo skyndilega burtkallaður. En við vitum, að kærleikur Guðs megnar að hugga sorgmædda og bæta böl hryggra. Það er einnig huggun að vita, að Geirlaugur á góða heimvon á himnum. Ekki er það vegna mik- illa mannskosta hans eða ósér- hlífni í að þjóna Guði og mönnum, þótt allt til hinstu stundar væri hann glaður þjónn Drottins, ætið reiðubúinn að inna margvislega þjónustu af hendi, ekki hvað síst á tónlistarsviðinu. Nei, það er vegna þess eins, að ungur hlýddi hann kalli Krists til samfélags og eftir- fylgdar. Hann treysti Jesú Kristi fyrir lífi sínu, Guðssyninum, sem með dauða sínum og upprisu gaf okkur mönnunum sátt við Guð og eilíft lif. Ég þakka Guði fyrir kynni mín af Geirlaugi Árnasyni og bið Sveinu og börnunum blessunar Guðs í söknuði þeirra. Guð gefi kristni landsins sem flesta slíka sívakandi og sívinn- andi þjóna. Ó.J. Einn af bestu sonum þessa lands er fallinn frá. Allir sem þekktu Geirlaug Árnason vissu að þar fór óvenju mikill mannkosta- maður og góður drengur. í 14 ár hef ég þekkt Geirlaug mjög náið. Hann var stórbrotinn persónuleiki sem aldrei líður manni úr minni. Langt mál væri hægt að rita um mannkosti hans og dugnað, því fáir menn bjuggu yfir eins margþættum hæfileikum og hann, en hér skal aðeins gerð fátækleg tilraun til að minnast hans sem einstaklega góðs tengda- föður. í nær sjö ár hef ég ásamt fjölskyldu minni búið á hlið við Geirlaug og fjölskyldu hans. Betra sambýli bar ekki hægt að hugsa sér og var aldrei skugga þar á. Hann var hinn tryggi og staðfasti heimilisfaðir og afi, sem ávallt gaf hversdeginum hátiðlegan og hressilegan blæ. Fátt var Geirlaugi jafn ljúft og að aðstoöa börnin sín við verkleg- ar famkvæmdir og lagfæringar, því allt lék í höndunum á honum. Þetta gerði hann með svo mikilli gleði að unun er um að hugsa. í því sambandi er mér ofarlega í minni hve oft hann sagði, þegar hann t.d. var að smíða: „Þetta finnst mér skemmtilegt!" Lífsgleði hans kom fram í vinnu jafnt sem í fjöl- skyldu- og félagslífi. Skarðið sem fráfall Geirlaugs er fyrir ástvini hans er stórt. En minningin er ljúf um hinn síglaða eiginmann, föður, tengdaföður, afa, bróður og vin. Ekki síst er minningin ljúf vegna þess for- dæmis sem hann gaf með lífi sínu og starfi. Hann var sannkristinn maður, sem vissi á hvern hann trúði. Hann hafði játast Jesú Kristi á unga aldri og vildi sýna trú sína í öllu góðu verki. Geirlaugur tók mikinn þátt i kirkjulegri þjónustu og starfi fyrir hin ýmsu kristilegu félög sem hann var félagi í, svo sem KFUM og Gideon. Þar var hann hinn gefandi maður í tónlist, stjórnunarstörfum og jafnvel ræðumennsku. Þó svo Geirlaugur væri mikið að heiman vegna sinna starfa, þá mótaði hann börnin sín mikið og lagði mikla rækt við heimilislífið. Hann var réttsýnn og lagði börn- unum sínum ríkt á hjarta að vera heiðarleg og sönn í allri fram- göngu. Sérstaklega var honum lagið að gera hátíðir kirkjuársins að sönnum hátíðisdögum. Ég þakka Guði fyrir þá ómetan- legu gjöf sem hann hefur gefið mér í Geirlaugi. Samskipti mín við hann og allt samfélag er mér meira virði en ég kann að móta í orð. Ég bið þess að fordæmi hans og líf verði mörgum til blessunar og til vitnisburðar um gildi hins kristna lífs. Tengdasonur Sunnudagskvöldið 12. júlí sat Geirlaugur Árnason við hljóðfær- ið í samkomusal KFUM og KFUK við Amtmannsstíg eins og svo oft áður. Að samkomu lokinni keypti hann tvær nýjar hljómsnældur, annars vegar með söng Æskulýðs- kórs KFUM & K, en þeim kór hafði Geirlaugur áður stjórnað um hríð, hins vegar var upptaka frá söngsamkomu á sl. vori, en á henni söng m.a. Karlakór KFUM undir stjórn Geirlaugs og þau hjón, Geirlaugur og Sveinbjörg ásamt börnum sínum sex. Þegar heim kom gladdi hann sig við að hlusta á þennan söng, jafnframt því sem hann sat við reiknings- uppgjör fyrir sumarbúðirnar í ölveri, en þar var eiginkona hans einmitt að störfum. Þessi kvöldstund er í mínum huga mynd af lífi Geirlaugs Árna- sonar og reyndar þeirra hjóna beggja. Þegar Geirlaugur var enn innan við fermingu missti hann móður sína og mun þá hafa kynnst sr. Friðriki Friðrikssyni, sem vitj- aði heimilisins af því tilefni. Allar götur síðan var Geirlaugur virkur þátttakandi í starfi KFUM og KFUK á Akranesi og síðar hér í Reykjavík. Þegar sem unglingur tók hann að leika undir söng á fundum og samkomum félaganna og var ekki óalgengt að hann léki á allt að þremur fundum hvern sunnudag meðan hann dvaldi á Akranesi. Að þessum störfum sínum gekk Geirlaugur glaður og hress i anda. Breitt brosið og hvellur hláturinn fylgdi manninum að hverju sem hann gekk, létti samferðamönnum gönguna og samstarfsmönnum verkin. En Geirlaugur lagði víðar lið, Guðs kristni til eflingar. Hann tók virkan þátt í hreyfingu Gideonfé- laga, sem hefur útbreiðslu Biblí- unnar á stefnuskrá sinni, og var hann forseti landssambands þeirrar hreyfingar þegar hann lést. Einnig var hann organisti i Árbæjarsókn í Reykjavík og for- maður sóknarnefndar um árabil. Það var okkur vinum Geirlaugs og samstarfsmönnum í KFUM reiðarslag er sú fregn barst morg- uninn eftir fyrrnefnt sunnudags- kvöld, að Geirlaugur væri allur, aðeins 54 ára gamall. Við máttum ekki við því að missa hann úr hópnum. Tilgangur þessara fáu lína er ekki að gera úttekt á lífi og starfi Geirlaugs, heldur aðeins að votta látnum vini virðingu og þökk og aðstandendum samúð. Við fregnina af andláti Geir- laugs komu mér ósjálfrátt í hug setningar úr einni af dæmisögum Jesú: „Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ Miðað við mannlegan kvarða hafði Geirlaug- ur þegið ríkulega úr hendi skapara síns. Hann vissi sig þiggjanda og þjónaði frelsara sínum með hæfi- leikum sínum. Hann vissi einnig að inngangan til fagnaðarins í Guðsríki var gjöf, vegna dauða og upprisu Jesú Krists. Dauði þess manns sem hefur sett von sína á Jesúm Krist er ekki skelfilegur endir alls, heldur inn- ganga til fagnaðar. Það er hugg- unarefni þeim sem eftir standa. Söknuðurinn er sár, hryggðin þungbær, missirinn mikill, en í gegnum allt þetta skín von hins kristna manns sem veit sig í hendi þess kærleika, sem hefur sigrað dauðann. Sigurður Pálsson, form. KFUM í Reykjavik. + Maöurinn minn, BJÖRN KALMAN, var jarösettur í Reykjavík 17. júlí. Alúöarþakkir til þeirra sem hafa minnst hins látna. Þórdis Kalman. Móöir okkar og tengdamóöir, HILDUR JÓNSDÓTTIR fyrrverandi Ijósmóðir fré Þykkvabæjarklaustri, veröur jarösungin að Lágafelli föstudaginn 24. júlí kl. 3 e.h. Sigrföur S. Sveinsdóttir, Karl Ó. Guömundsson, Signý Sveinsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Siguröur Sveinsson, Sigríöur Magnúsdóttir, Jón Sveinsson, Guörún Jónsdóttir, Einar S.M. Sveinsson, Ingveldur Oskarsdóttir, Steinunn G. Sveinsdóttir, Siguröur Jónsson. Þökkum hlýhug og samúö viö andlát og útför FANNEYJAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Faxabraut 4, Keflavik. Börn, tangdabörn og barnabörn. Þökkum innilega öllum þeim er sýndu vináttu og hlýhug viö andlát og jarðarför eiginmanns míns og fööur okkar, KARLS HELGASONAR. Ásta Sighvatsdóttir, Sigrún Karlsdóttir, Sighvatur Karlsson. + Viö þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför JÓNS HELGASONAR ritstjóra. Margrét Pétursdóttir, synir, tangdadastur og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, INGUNNAR JÓNSDÓTTUR, Hjaröarhaga 60. Haukur Halldórsson, Ólafur Jakobsson, Guóný Jónsdóttir, Brynhildur Hauksdóttir, Howard Dale. Jón Hauksson, Svala Hauksdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, SIGURDAR KRISTJÁNSSONAR, Malgaröi 6, Kópavogi. Olga Gisladóttir, Grétar Kristjénsson, Hildur Jóhannsdóttir, Álfheióur Siguröardóttir, Mér Þorvaldsson, Gfsli Sigurösson, Grata Engilbarta og barnabörn. + Hjartans þakkir sendum viö öllum þelm er auösýndu okkur samúö og hlýhug vegna fráfalls sonar okkar, bróöur og barnabarns, HELGA ERLINGSSONAR Sandlask. Erlingur Lottsson, Guörún Helgadóttir, Elín Erlíngsdóttir, Valgeróur Erlingsdóttir, Loftur Erlingsson, Valgeröur Ingvarsdóttír, Elin Guöjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.