Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 32
4 krónur 4 krónur eintakið eintakið MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1981 Útitaflið mun kosta um eina milljón kr. Rætt um að fresta framkvæmdum við Tjörnina til að ná í fé til taflsins ÁÆTLAÐUR kostnaður við hönnun og uppsetningu útitaílsins umdeilda á Bernhöftstorfunni er nú kominn upp i eina milljón króna, eða 100 milljónir gamalla króna, að þvi er upplýst var á fundi borgarráðs Reykjavikurborgar í gær. Upphafleg kostnaðará- ætlun hljóðaði hins vegar aðeins upp á 300 þúsund krónur, 30 milijónir gamalia króna. Kostnaðurinn skiptist þannig, að hönnun og gerð taflmanna kostar um 200 þúsund krónur, en aðrar framkvæmdir og jarðrask á Torfunni um 800 þúsund krónur. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar það fé er á skortir verður tekið, en á fundi borgarráðs í gær komu fram óformlegar hugmyndir meirihlutans um að taka það fé er á vantar, af þeirri upphæð er verja átti til framkvæmda í Tjörninni, þar sem rætt hefur verið um að byggja umdeild mannvirki. Davíð Oddsson leiðtogi sjálf- stæðismanna í borgarstjórn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að sér kæmi ekki á óvart þótt ráðvilltur vinstri meirihlutinn reyndi nú að losna við óvinsælar framkvæmdir í Tjörninni með því að færa fjármagn þaðan yfir á útitaflið. Bæði Albert Guð- mundsson og Davíð Oddsson greiddu á sínum tíma atkvæði gegn því í borgarráði, að ráðist yrði í framkvæmdirnar við Tjörn- ina, bæði vegna þess að verja mætti fjármunum borgarbúa á skynsamlegri hátt, og vegna þess að óæskilegt væri að breyta um- hverfi Tjarnarinnar, sagði Davíð í gær. Á fundi borgarráðs í gær var borinn upp liður úr fundargerð byggingarnefndar, þar sem leyfi fyrir framkvæmdunum við taflið á Torfunni er veitt. Hefði ágreining- ur orðið um málið milli borgar- ráðs og bygginganefndar hefði það komið til kasta félagsmálaráð- herra. Svo varð þó ekki, því þrír fulltrúar meirihlutans, Sigurjón Pétursson, Björgvin Guðmunds- son og Kristján Benediktsson samþykktu fundargerðina. Full- trúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Davíð Oddsson og Albert Guð- mundsson sátu hins vegar hjá. Davíð sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að ekki hefði í sjálfu sér haft þýðingu að gera ágreining um málið innan borg- arráðs, því ekkert hefði komið fram sem benti til þess að meiri- hluti borgarstjórnar væri á öðru máli en meirihluti borgarráðs. Því hefði aukafundur í borgarstjórn ekki breytt neinu. Davíð sagði taflið nú vera orðið að allt öðru og meira mannvirki en upphaflega var ráðgert, og væri rétt að meirihlutinn bæri ábyrgð á þess- um framkvæmdum. Það yrði hann nú að gera, og Sigurjón Pétursson hefði sagt að ekki yrði tekið tillit til mótmæla borgarbúa. Þess má geta, að útitaflið sjálft er um 49 fermetrar að stærð, en framkvæmdirnar allar taka hins vegar til 400 fermetra. Sagði Davíð að það sem upphaflega hefði verið lítil hugmynd væri nú orðið að þeim óskapnaði sem raun bæri vitni. Á því bæri meirihluti borgarstjórnar ábyrgð, ábyrgð sem hann gæti ekki firrt sig. Ekki tókst að ná tali af Albert Guðmundssyni vegna þessa máls í gærkvöldi. Alusuisse svarar iðnaðarráðherra: t • i Stefni danska skipsins Charm, sem lenti i árekstri við Berglindi undan Nova Scotia á sunnudag.en Berglind sökk á mánudag og með henni hvers kyns varningur i gámum, m.a. búslóð fjölskyldu sem var að flytjast frá Bandarikiunum. Sjópróf fóru fram i Kanada i gær og verða þau einnig á íslandi eftir að áhöfnin kemur heim á föstudag. Sjá nánar á bls. 19. stmamynd ap. Hafnar viðræðum um endurskoðun Vill ræða niðurstöður Coopers og Lybrand Sigurjón Pétursson forseti borg- arstjórnar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að inni á fjárhagsáætlun þessa árs væru um 350 þúsund krónur til fram- kvæmda við útitaflið. Það væri upphæð á verðlagi marsmánaðar 1980, sem ekki hefði verið fram- reiknuð. Nú væri ljóst að á þessa upphæð skorti, og yrði að taka hana af öðrum framkvæmdaliðum umhverfismálaráðs, og sagði hann lauslega hafa verið rætt um að fresta framkvæmdum við Tjörn- ina vegna þessa. En inni á fjár- hagsáætlun hefðu verið um 350 þúsund krónur til þeirra fram- kvæmda. Sigurjón sagði það á hinn bóginn vera umhverfismála- ráðs að taka ákvörðun þar um. Hlýnar nyrðra og eystra VEÐUR fer væntanlega hlýn- andi á Norður- og Austurlandi í dag, að því er Páll Bergþórs- son veðurfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sagðist hann búast við að veður yrði bjart og stillt á þeim slóðum, og hlýtt. Á Suðvesturlandi verður áfram hlýtt í dag, og kyrrara veður en var í gær. Þar var þó ágætt veður, 17 stiga hiti, þrátt fyrir nokkurn strekking. Vest- anvert á landinu er búist við að þykkni upp, en þó dragi ekki til úrkomu, nema hugsanlega á Vestfjörðum. Þar sagði Páll að gæti orðið súld nú síðdegis í dag. Kalt var áfram víða um norðanvert landið í gær, til dæmis aðeins 4ra stiga hiti á Grímsstöðum á Fjöllum, en þar fer nú hlýnandi sem áður segir. ALUSUISSE hefur svarað tilmæl- um ríkisstjórnarinnar um endur- skoðun samninganna um álverið I Straumsvlk neitandi. Á hinn bóg- inn segist fyrirtækið reiðubúið til að ræða við fulltrúa ríkisstjórnar- innar um niðurstöður I skýrslu Coopers og Lybrand og þau sjón- armið, sem fram koma i skýrslum Alusuisse frá 11. og 12. febrúar 1981. Þessi afstaða Alusuisse kemur fram i telex-skeyti, sem E.A. Weibel. framkvæmdastjóri hjá Alusuisse, sendi Hjörleifi Gutt- ormssyni iðnaðarráðherra i gær. Visar Weibel i skeyti sinu til samþykktar rikisstjórnarinnar frá 16. júli, þar sem sagt er, að Alusuisse hafi ekki staðið við samningslegar skuldbindingar sínar og krafið ÍSAL um of hátt verð fyrir súrál, sem nemi allt að 16,2 milljónum dollara miðað við verð miíli óskyldra aðila. Þá segist ríkisstjórnin áskilja sér allan rétt vegna þessara málsat- vika. 1 skeytinu til iðnaðarráð- herra segist Alusuisse ekki viður- kenna, að ríkisstjórnin geti áskil- ið sér nokkurn rétt i þessu máli. Alusuisse segist gjörsamlega ósammála skýringum iðnaðarráð- herra á skýrslu Coopers og Lybrand. Hafi ráðherrann byggt niðurstöðu sína um a.m.k. 16,2 milljóna dollara yfirverð á súráli til ÍSALs á einum kafla skýrslunn- ar, en í henni sé að finna fullnægj- andi sannanir fyrir því, að Alu- suisse hafi stundað viðskipti sín við ÍSAL í samræmi við það, sem tíðkast milli óskyldra aðila. Vitnar Alusuisse til skýrslu Coopers og Lybrand, þar sem endurskoðend- urnir segja, að verðið, sem þeir leggi til grundvallar hinum fræði- lega útreikningi á yfirverði til ÍSALs (16,2 millj. dollara), sé ekki „raunverulega unnt að líta á sem Ef súrálsmálið yrði gert upp gagnvart ríkissjóði, samkvæmt þeim yfirlýsingum iðnaðarráð- herra, að um 16 millj. dollara hærra verð á súráli til ÍSAL frá Alusuisse 8é að ræða miðað við viðskipti óskyldra aðila, myndi samkvæmt heimildum Mbl. skattainneign ÍSAL hjá rikis- sjóði lækka úr 4,8 millj. dollara i 2,8 milljónir, eða um 2 milljónir dollara. Hér er miðað við þær forsendur verð milli óskyldra aðila" og „það virðist nærri lægri mörkum, þegar þau sé borið saman við aðrar tölulegar upplýsingar". Jafnframt kemur fram, að dótturfyrirtæki Alusuisse í Bandaríkjunum hafi greitt 5,3 milljónum dollara hærra verð fyrir súrál frá óháðum birgða- sala en ÍSAL greiddi fyrir súrálið frá Ástralíu. I svari sínu finnur Alusuisse að sem iðnaðarráðuneytið byggir niðurstöður brezka endurskoðun- arfyrirtækisins Coopers og Lybrand á, þ.e. að ÍSAL hafi keypt súrál frá Gove í Ástralíu af Alusuisse á árabilinu 1975 til miðs árs 1980 fyrir 16,2 millj. kr. hærra verð en gerðist í viðskiptum óskyldra aðila á sama tímabili. Til samanburðar þessari tölu má nefna, að samkvæmt upplýs- ingum frá Landsvirkjun nemur því við ráðherrann, að hann hafi látið fjölmiðlum í té upplýsingar til stuðnings eigin málstað, áður en hann kynnti Aiusuisse niðurstöðu ríkisstjórnarinnar. Einnig óskar fyrirtækið eftir því að fá þær skýrslur, sem ráðherrann hefði vitnað til, máli sínu til stuðnings, á blaðamannafundum, en ekki sent fyrirtækinu. í því efni nefnir Alu- suisse skýrslu frá lögfræðifirma í London, frá O’Farreil í Ástralíu og ferðaskýrslur Inga R. Helgasonar um viðræður í London og Ástralíu. hækkun tekna Landsvirkjunar af orkusölu til ÍSAL frá gerð viðbót- arsamnings í desember 1975 17,5 milljónum dollara. Á þeim tíma var setzt að samningaborði með fulltrúum Alusuisse og náðust með því samningar um hækkun raforkuverðs og aukningu raf- orkusölu um 20 megavött, en ÍSAL hefur tiltölulega nýverið þurft á þeirri auknu raforku að halda. Sjá frétt á bls. 2 og á miðopnu. Ef 16 millj. $ súrálsdæmið yrði gert upp: Skattainneign ÍSAL myndi lækka um tvær milljónir $ Hækkun tekna Landsvirkjunar af raforkusölu til ÍSAL 17,5 milljónir $ frá gerð viðbótarsamningsins 1975

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.