Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1981 Minning: Geirlaugur Arna- son deildarstjóri Fæddur 24. ágúst 1926. Dáinn 13. júlí 1981. Geirlaugur Árnason deildar- stjóri í Sementsverksmiðju Ríkis- ins andaðist snögglega í sl. viku. Það er sárt, þegar menn í blóma lífs síns eru kallaðir burt, að því er virðist, án þess að fá að ljúka sínu ævistarfi, eins og við mannanna börn leggjum, í fáfræði okkar, skilning í það orð. Við sem fengum að kynnast og vera Geirlaugi samferða í þessu iífi erum nú orðin fátækari góðum dreng. Snemma komu hin traustu og glaðværu skapeinkenni Geirlaugs fram og fengu að njóta sín, er hann ungur að árum byrjaði að starfa á rakarastofu föður síns Árna Sigurðssonar á Akranesi. Ekki fannst Geirlaugi nóg að gerast rakarameistari og að ljúka deginum, loka og fara heim, held- ur hefði lífið meira að bjóða en að vinna og sofa. Hann vildi rækta með sér þá þætti lífsins sem göfga og fegra. Hann fór því til Reykja- víkur og hóf nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Eft- ir það má segja að tónlistin hafi gengt stóru hlutverki í lífi Geir- laugs. Hann tók að sér stjórn karlakórsins Svanir á Akranesi og var organisti þar og nú seinast organisti í Árbæjarsókn. Á mannamótum var Geirlaugur hrókur alls fagnaðar. Oft settist hann við hljóðfærið og brátt voru allir farnir að syngja, einnig þeir sem ekki þykjast geta sungið og hræddur er ég um að við eigum eftir að sakna hláturs hans, þvi hann þorði að hlæja — og það hátt. Einnig átti hann það oft til t.d. í fermingarveizlum eða afmælis- mótum, að standa upp og mæla nokkur hlý orð til viðkomandi, óska heilla og bjartrar framtíðar. Gott hljóð fékk hann ætíð, um það sáu gáski hans og orðheppni. Geirlaugur var mikill trúmaður, sem þoldi sér ekki ræktarleysi né iðjuleysi við trú sína, heldur vann að trúmálum mest allt sitt líf, svo sem hjá KFUM og Gideon-biblíu- félaginu. Trúin var honum ein- hvernveginn svo sjálfsögð og eðli- leg og með líferni sínu og fram- komu vann hann mikið kristniboð á sinn örugga og látlausa hátt. Eitt vakti alltaf aðdáun mína, hve gott samband Geirlaugur virtist hafa við Guð sinn. Þar sem trú og vissa skapaði honum öryggi og styrk í vandamálum daglegs lífs og í umgengni við aðra. Geirlaugur var kvæntur Svein- björgu Arnmundsdóttur og eign- uðust þau sex góð og mannvænleg börn. Sveinbjörg og Geirlaugur gáfu hvoru öðru þær gjafir sem ekki allir geta gefið eða fengið, sem er ást og virðingu fyrir hvoru öðru. Þau skópu saman fagurt heimili og heimilisbrag, sem börn þeirra munu geyma og kenna sínum börnum og þó Geirlaugur sé horfinn okkur að sinni, þá munum við sjá hann í fasi og orðum barnabarna þeirra. Betri arf er ekki hægt að gefa. B.W.J. Mánudagsmorguninn 13. júlí sl. spurði góður vinur minn mig, hvort ég hefði heyrt sorgartíðind- in. „Hvaða sorgartíðindi?" spurði ég. „Hann Geirlaugur er dáinn," sagði hann. Mér varð orðfátt, en sagði aðeins, — „nei, það getur ekki verið." En því miður var það rétt, þessi sorgartíðindi voru sönn. Ég settist inn í bifreið mína, við hlið konu minnar, og um nokkurn tíma mátti ég ekki mæla. Ég varð að jafna mig um stund áður en ég gat ekið af stað. Við Geirlaugur höfðum ákveðið að fara saman til Bandaríkjanna á alþjóðamót Gideonfélaga, sem halda átti í Arizona. Ferðin átti að hefjast 16. júlí. Sunnudagskvöldið 12. júlí hitti ég Geirlaug og ræddum við saman um ýmsa þætti væntanlegrar ferðar okkar. Hann var glaður og hress, eins og hann átti vanda til, og skiptumst við á gamanyrðum. Tilhlökkun okkar til væntanlegrar ferðar var augljós. En þessi ferð var aldrei farin. I stað hennar fór Geirlaugur í þá ferð, sem okkur öllum er fyrir- búin, fyrr eða síðar. Þessi góði og elskulegi vinur er nú horfinn okkar jarðnesku sjónum. Guð hef- ur kallað hann til sin. Geirlaugur Árnason var fæddur 24. ágúst 1926 á Akranesi. Hann nam rakaraiðn hjá föður sínum og starfrækti rakarastofu, bæði á Akranesi og hér í Reykjavík um nokkurn tima en sneri sér síðar að verzlunarstörfum. Frá því árið 1975 var hann deildarstjóri hjá Sementsverksmiðju ríkisins. Fyrstu kynni okkar Geirlaugs voru í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi fyrir u.þ.b. 40 árum. Sú vinátta, sem þá var tendruð, byggðist á sameiginlegri trúar- fullvissu okkar á hinn krossfesta og upprisna frelsara, Jesú Krist. Þá trúarvissu átti Geirlaugur allt til hinztu stundar. Síðan liðu mörg ár, en þá lágu leiðir okkar saman aftur í Gideon- hreyfingunni, en meginverkefni hennar er að gefa öllum 10 ára skólabörnum á Islandi Nýja Testamenti. Geirlaugur átti þá vissu og reynslu, hversu mikils virði fagnaðarboðskapur Jesú Krists í Nýja Testamentinu er hverjum þeim, er trúir og tileink- ar sér hann. Þess vegna þráði hann það eitt, að aðrir fengju að reyna það sama og hann hafði fengið að reyna við lestur Biblí- unnar. Það var ávallt gott að vera með Geirlaugi og þó sérstaklega, þegar við fórum saman í barna- skólana og gáfum börnunum Nýja Testamenti. Hann naut sín vel, þegar hann ræddi við börnin um gildi þess að trúa á Guð og trúa Guðs orði. Hann átti mjög auðvelt með að tala til barnanna, þvi að hann skildi þau vel og vissi því, hvernig átti að tala við þau. Geirlaugi var einnig bæði létt og auðvelt að tala til fullorðinna á almennum samkomum. Hann hafði skýra hugsun og átti gott með að móta hugsanir sínar í orði, á skýran, einfaldan og glaðlegan hátt. Hann hafði létta lund og var ávallt glaður og uppörvandi, hve- nær sem maður hitti hann, og alltaf fór maður auðugri, bjart- sýnni og glaðari frá honum aftur. Hver sá, sem kynntist Geirlaugi fann hjá honum og sá í öllu lífi hans ávöxt þeirrar einlægu trúar, sem hann átti á Jesú Krist, allt frá æskudögum, og hvernig sú trú hafði haft mótandi áhrif á allt daglegt líf hans. Bænin og lestur Guðs orðs voru þeir eðlisþættir í lífi hans, sem allir, er kynntust honum, urðu strax varir við. Geirlaugur hlaut i vöggugjöf mikla tónlistarhæfileika og góða söngrödd. Unaðslegt var að hlusta á Geirlaug og eiginkonu hans, Sveinbjörgu, þegar þau sungu tvísöng og fluttu þannig vitnis- burð sinn um traustið og trúna á Frelsarann. Hann var söngstjóri á Akranesi um árabii og sat í bæjarstjórn Akraness um tíma. Eftir að hann fluttist til Reykja- víkur var hann organisti í Árbæj- arsókn, og formaður þess safnaðar frá stofnun hans. Honum þótt vænt um kirkju sína og starf. Oft hafði hann orð á því við mig, hversu ljúft honum þætti að starfa með séra Guðmundi Þor- steinssyni, sóknarpresti í Árbæj- arsókn, og öðru safnaðar- og söngfólki þar. Ófáar voru þær stundir í lífi Geirlaugs, sem helgaðar voru starfinu fyrir KFUM og K, bæði sem undirleikari undir almennum söng og kórstjórn, og önnur þau verkefni, sem honum voru falin. Aldrei sagði hánn nei, þegar leitað var til hans. — Hann þráði það eitt, að flytja öðrum boðskapinn um Frelsarann Jesú Krist, bæði í söng og annarri tónlist. Á síðastliðnu sumri var Geir- laugur kosinn forseti Gideonfé- laga á íslandi. Hann vann mikið fyrir þau samtök af alhug og fórnfýsi. í raun fólst líf hans allt í þessari setningu: „Allt hjá yður sé í kærleika gjört". Hann sat í stjórn Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæmis um árabil. Geirlaugur var kvæntur Svein- björgu Arnmundsdóttur. Þau hjónin höfðu sameiginleg áhuga- mál og voru samhent í öllu því starfi, sem honum var falið, til heilla fyrir kirkju og kristni. Það var í raun og veru hátíð, þegar dvalið var á heimili þeirra, hlýja og vinátta streymdi til allra. Heimilið, sem þau bæði höfðu lagt grundvöll að og byggt upp, er fögur umgjörð um þá heilsteyptu trú á Guð föður og son hans, Jesú Krist, sem hjónin og börnin byggðu allt sitt líf á. Sveinbjörg og Geirlaugur eign- uðust sex börn. Þau eru Inga Þóra, gift séra Jóni Dalbú Hróbjarts- syni, Kári, kvæntur Önnu Guð- mundsdóttur, Hörður, kvæntur Sigrúnu Gísladóttur, og dæturnar þrjár, sem heima eru, Þuríður Erna, Laufey Guðríður og Geir- laug Björg. Barnabörnin eru átta. Við Gideonfélagar á íslandi drjúpum höfði í bæn og þökkum Guði fyrir látinn leiðtoga, og biðjum góðan Guð að styrkja og blessa eiginkonu hans, börnin og aðra ástvini í þeirra miklu sorg. Gideonfélagar á íslandi. Ilelgi Eliasson. Andlát Geirlaugs Árnasonar bar mjög brátt og óvænt að. Við höfðum talast við fyrr þennan morgun, er hann kom til vinnu sinnar hress og kátur að vanda. Hann hafði kennt sér lítils meins, þar til hann svo skyndilega var kallaður heim til Guðs öllum að óvörum að morgni 13. júlí. Fréttin um andlát hans fékk mjög þungt á mig og olli mér miklum sársauka hið innra. Við Geirlaugur höfðum þekkst vel síðastliðin fjögur ár og átt mikla samleið í ýmsum málum bæði í KFUM og á vinnustað og víðar. Minningarnar þyrlast nú upp í huga manns og maður stendur ráðþrota frammi fyrir Guði og órannsakanlegum vegum hans. En með þessum fátæklegu orðum langar mig til að minnast þessa ástkæra vinar, þótt erfitt sé að koma orðum að því, sem á hugann leitar. Rúm fjögur ár eru síðan Geir- laugur réð mig til starfa með sér á söluskrifstofu Sementsverksmiðju ríkisins. Þá þegar þekkti ég hann nokkuð, en átti eftir að kynnast honum miklu betur eftir þetta og eignast í honum einn besta vin, er ég hefi átt hin síðari ár. Þótt aldursmunur væri nokkur á okkur, var sem hann hyrfi í samskiptum okkar. Hann var einlægur og hreinskilinn og áttum við aldrei erfitt með að tala um okkar hjartans mál hvor við annan. Hann gaf mér góða ráðleggingar i sambandi við starfið og var ábyggilegur og traustur. Ég held, að fáum hefi ég kynnst, er vildu vera eins hreinskiptnir og heiðar- legir og Geirlaugur var. Hann sagði ætíð sem var og lét skoðanir sínar ávallt í ljós án Jæss að fara með nokkuð í felur. I viðskiptum sínum við aðra menn fyrirvarð hann sig ekki fyrir trú sína á frelsara sinn Jesúm Krist eða fyrir þau félagasamtök, sem hann var meðlimur í, KFUM og Gideon- -félagið, heldur var öllu fremur hreykinn af því. Fáa menn hefi ég um ævina hitt eins skapgóða og upplífgandi og Geirlaug. Það var sem hann bæri með sér hressandi blæ glaðværð- ar, sem fyllti andrúmsloftið, hvert sem hann fór, og var jafnan glatt á hjalla, þar sem hann var nálæg- ur. Geirlaugur var einnig mjög söngelskur maður og unnum við dálítið saman í sabandi við söng- mál, bæði í Karlakór KFUM og kirkjukór Árbæjar sem og fleiru. Við áttum það jafnvel til að taka tagið saman á skrifstofunni.þegar vel lá á okkur og fáir heyrðu til. Síðari árin, er ég kynntist Geir- laugi betur, fann ég í honum einlægan vin, sem ætíð var fús til að rétta hjálparhönd og gefa góð ráð, sem hann var auðugur af. Oft fannst mér hann nánast bera föðurlega umhyggju fyrir mér i ýmsu, sem á bjátaði hjá mér og ég leitaði til hans með um ráð. Ég þakka Guði fyrir þann tíma, sem ég fékk að njóta vináttu við Geirlaug, og mér er mikill söknuð- ur í huga, er ég kveð þennan vin minn svo allt of snemma að því er mér finnst. En „hjarta mannsins upphugsar veg hans, en Drottinn stýrir gangi hans“, eins og hann sagði svo oft við mig. — Geirlaug- ur var ekki dauðanum óviðbúinn. Hann leit á líf sitt sem gjöf Guðs, er hann hafði þegið að láni úr hendi hans, og er hann gæti tekið aftur, þegar hann vildi. Og það er gott að geta lifað áfram í sömu trú og Geirlaugur átti að vita að nú er hann kominn heim í faðm frelsara síns, sem hann bar vitni af trúmennsku í lífi og starfi. Það er líka styrkur eftirlifandi konu hans og barna að eiga þessa von og trú í hjarta. Ég votta þeim innilegustu samúð og bið Guð að styrkja þau og blessa þeim minninguna um góðan eiginmann og ástkæran föður. Guðlaugur Gunnarsson Kveðja frá starfsfélögum í Sem- entsverksmiðju ríkisins, Ártúns- höfða: í dag kveðjum við starfsfélaga okkar Geirlaug Árnason hinstu kveðju. Hann lést að morgni þess 13. þ.m. í Borgarspítalanum. Þennan morgun mætti hann til vinnu hress og kátur að vanda, brá sér út í mötuneyti til þess að sækja kaffibrúsann okkar, en vin- urinn kom ekki aftur, heldur lá leiðin upp á Borgarspítalann. Skömmu síðar spurðumst við um líðan Geirlaugs, en þá var okkur tjáð, að hann væri allur. Snögg voru handtök mannsins með ljá- inn að skilja á milli lífs og dauða, og viðbrigði okkar mikil að eiga á bak að sjá góðum og hjálpsömum vini og félaga. Geirlaugur var heiðursdrengur í þess orðs fyllstu merkingu. Við vottum eiginkonu Geirlaugs, frú Svanbjörgu, og öll- um ástvinum innilega samúð, og biðjum þeim öllum Guðs blessun- ar. Guðmundur Kristjánsson MLeKK eK nú hæAi líí ok ónd. Ijúfi JesÚK í þina hond. sidast þeKar eK Kofna fer, Kitji GuÖh en^Íar yfir mér.M Þessi orð Hallgríms Pétursson- ar eru mér ofarlega í huga þegar ég kveð Geirlaug Árnason hinstu kveðju, sem skyndilega og óvænt var burtkallaður úr þesu lífi á mánudagsmorguninn 13. júlí síð- astliðinn. Lát hans barst mér svo óvænt, að bágt er að trúa enn. Daginn áður höfðum við verið við guðsþjónustu í Safnaðarheimilinu að vanda og hitt hann hressan og kátan, notið hans góða söngs, og undirleiks. Þegar svo er komið, verður manni ljóst, hve mikið við hér í Árbæjarsókn höfum misst, því störf hans hafa verið bæði mikil og góð. Formaður Árbæjarsóknar var hann um 10 ára skeið, hvíldi þar á honum mikið ábyrgðarstarf og vinna í því sambandi, sem hann leysti vel af hendi. Stjórnandi Árbæjarkórs um árabil, og veit ég að þar verður hans sárt saknað, vegna hans góðu hæfileika á sviði tónlistar og söngs. Allir Bræðrafélagar kveðja Geirlaug Árnason með söknuði, þökkum honum fyrir góðar og ánægjulegar stundir, allar hans góðu óskir og ábendingar í starfi okkar. Við hjónin vottum konu hans, Sveinbjörgu Arnmundsdótt- ur, börnum þeirra og öðrum ást- vinum, innilega samúð og hlut- tekningu. Biðjum Guð að styrkja þau, og blessa á ógengnum æviveg. Guðmundur Sigurjónsson Enginn ræður sínum næturstað. Mér brá þegar ég frétti andlát vinar míns, Geirlaugs Árnasonar. Ég hafði síst búist við því að jafnsterkur maður, andlega og líkamlega, félli frá í blóma lífsins. En enginn má sköpum renna. Kynoi okkar Geirlaugs hófust er ég fluttist til Akraness fyrir 23 árum. Hann stjórnaði þá karla- kórnum Svönum sem ég gerðist félagi í. Hann var ákaflega hressi- legur og duglegur stjórnandi og starfaði fyrír kórinn af sérstakri kostgæfni og áhuga. Auk söng- stjórastarfsins vann Geirlaugur að ýmsum öðrum félagsmálum og var alls staðar vel liðtækur. — En aðalstarf sitt vann hann á rakara- stofunni sem hann starfrækti um árabil. Þar var jafnan gaman að koma. Menn lögðu þangað jafnvel leið sína þó að þeir þyrftu hvorki á rakstri né klippingu að halda. Hlýlegt og glaðlegt viðmót Geir- laugs dró menn að. Geirlaugur Árnason var fágæt- lega heill í hverju verki sem hann tók sér fyrir hendur. Eldlegur áhugi hans á hverju viðfangsefni hafði örvandi áhrif á samborgar- ana. Hann var alger reglumaður og heiðarleiki hans var slíkur að orð hans voru jafngild undir- skriftum annarra. Snemma á Akranesárum mín- um tókst góð vinátta með okkur Geirlaugi og entist hún til hinsta dags. Hann reyndist mér jafnan traustur og heill. Hann varð trúnaðarvinur minn og sótti ég oft til hans góð ráð og leiðbeiningar. — Síðast heimsótti ég hann á fimmtugsafmæli hans í nýja og fallega íbúð í Breiðholti. Mikið hafði hann unnið sjálfur við hana og bar hún smekkvísi þeirra hjón- anna fagurt vitni. Þegar Geirlaugur Árnason fluttist frá Akranesi hvarf skýr dráttur úr svipmóti bæjarins. Og nú, þegar hann er horfinn sjónum okkar, er eins og tilveran sé fátæklegri en áður. Við hjónum vottum eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum einlæga samúð okkar og biðjum Guð að blessa minningu góðs drengs. Hörður PálsKon „£k lit á þÍK. Jcsu minn. jalnun þá hryKKÖin sarrlr. i minum krossi, krussinn þinn krUltuKÍfKa mÍK narir Sérhvert einasta sárið þitt sannlcxa Kræðir hjartað mitt OK nýjan föKnuð færir.** Það er sárt að sjá eftir góðum félaga og ekkert okkar grunaði að síðasta guðsþjónustan fyrir sumarfrí yrði jafnframt síðasta samverustundin með Geirlaugi. Þegar Geirlaugur hóf störf sín með kórnum fyrir 15 árum voru kórstörfin smá í sniðum, en störf- in jukust jafnt og þétt og er það engum eins fyrir að þakka og Geirlaugi. Áhuginn og alúðin sem hann lagði í starf sitt varð okkur öllum fordæmi. Félagi okkar var hann í hvívetna, ávallt tilbúinn með hvatningarorð og leiðbein- ingar. Ekkert var okkur þó eins mikils virði og bartsýni hans og baráttuvilji. — Við höfum misst svo mikið — Næstu kóræfingar verða okkur þungar án Geirlaugs, en minning hans mun styrkja okkur til áframhaldandi starfs í hans anda. Fjölskyldu Geirlaugs sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. „Þér eruð ljós heimsins, borg, sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur Ijós og setja það undir mæliker, heldur á Ijósastikuna, og þá lýsir það öllum sem eru í húsinu." Kirkjukór Árbæjarsafnaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.