Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1981 Terelynebuxur kr. 144,-. Terelyne- blússur kr. 226,- Gallabuxur, dömu og herra, 2 snlö kr. 145,-. Flauelsbuxur kr. 136,- Sokkar kr. 8,-. Regnföt kr. 175,-. Úlpur, skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22 •I FASTEIGNAMIÐLUN SVERRIR KRISTJÁNSSON HEIMASÍMI 42822 FJÖLNISVEGI 16, 2. HÆÐ, 101 REYKJVÍK VINSAMLEGA ATHUGIÐ AÐ VIÐ ERUM FLUTTIR ÚR HREYFILSHÚSINU FELLSMÚLA 26 AÐ FJÖLNISVEGI 16, 2. HÆÐ Sérhæö í Vesturbæ Til sölu 118 fm sérhteö, 1. hæð ásamt geymslu í kjallara og bílskúrsrétti. Góð útborgun nauösynleg. íbúöin er laus. Háabarð — Einbýlishús Til sölu ca. 100 fm einbýlishús á einni hæö ásamt ca. 30 fm bílskúr Hornlóö, mikið útsýni. Getur losnaö fljótt. Safamýri Til sölu ca. 117 fm 4—5 herb. íbúö á 4. hæö. Laus fljótt. Leirubakki Til sölu 2ja herb. íbúö á 2. hæö. Þvottaherb. á hæöinni. Fellsmúli Til sölu 4—5 herb. 115 fm endaíbúó á 1. hæö, (ekki jarö- hæö). Suöur- og austursvalir. í skiptum óskast góö 3ja herb. eöa stór 2ja herb. íbúö á svipuöum slóöum eða sem næst gamla bænum. Vantar - Vantar - Vantar - Vantar - Vantar Hef mjög góóan kaupanda aö góöri 3ja herb. íbúö, helst á svæöinu Fossvogur og allt vestur á Mela. Mikil útb. Hef mjög góðan kaupanda aö rúmgóöri 3ja herb. íbúö eöa 4ra herb. íbúö innan Elliöaáa, helst á 1. eöa 2. hæö. Losun í nóv. nk. Hef góóan kaupanda að einbýlishúsi ca. 200 fm. Æskileg staösetning á Stórageröissvæöi og kaupanda aö einbýlishúsi í Fossvogi eöa aö vönduöu húsi nálægt gamla miöbænum. Hef góóan kaupanda að einbýlishúsi ca. 145—155 fm á einni hæö. á Flötum, í Stekkjahverfi, Kópavogi eóa Noróurbæ. Hef góóan kaupanda aö raöhúsi eöa einbýlishúsi f smföum í Hafnarfiröi, Kópavogi eöa Seltjarnarnesi. Hef mjög fjársterkan kaupanda aö raöhúsi, einbýlishúsi eöa sérhæö. Eignin þarf ekkl aö vera laus fyrr en eftir 12—18 mánuöi. Verzlunarhæð í Múlahverfi Til sölu ca. 400 fm verzlunarhaBð í Múlahverfi ásamt ca. 100—200 fm lagerplássi. Laust til afhendingar í okt. nk. Raðhús í Kópavogi Til sölu 2x125 fm raðhús ásamt ca. 30 fm bílskúr við Vogatungu. í húsinu eru m.a. 6 svefnherb. Húsiö gefur möguleika á aö innréttuö sé litil séríbúö á jaröhæö. Laus fjótt. Ýmis eígnaskipti koma til greina svo sem aö taka upp í 2ja—3ja eöa 4ra herb. íbúö eöa bein sala. Kópavogsbraut — Einbýlishús Til sölu einbýlishús sem er ca. 150 fm, kjallari, hæö og ris ásamt ca. 40 fm bílskúr, sem er fokheldur. Stór og mjög mikið ræktuö lóð. í húsinu eru m.a. 5—6 svefnherb. o.fl. Góóur staöur. Útsýni. Laust fljótt. Æsufell — Lyftuhús Til sölu 2ja herb. íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. íbúöin er laus strax. Mikiö útsýni yfir bæinn. Hjarðarland — Mýrarás í Seláshverfi Til sölu plata undir 190 fm hús ásamt bílskúr. Mýrarsel Til sölu ca. 210 fm raöhús ásamt garöstofu og ca. 50 fm bílskúr. Húsiö selst fokhelt. Teikningar og nánari uppl. á skrifstofunni. Upp í kaupin má ganga 2ja—4ra herb. íbúö. Safamýri Til sölu ca. 96 fm 3ja herb. íbúö á jaröhæö ásamt ca. 85 fm geymslurými í kjallara. Kjarrhólmi Til sölu ca. 90 fm 3ja herb. íbúö á 1. hæö. Falleg íbúö. Hegranes — Arnarnesi Til sölu einbýlishús í smíðum. Mosfellssveit Til sölu 831 fm byggingarlóö undir einbýlishús. Snorrabraut Til sölu 103 fm neöri sérhæö ásamt 2 herb. í kjallara og bílskúr, í príbýlishúsi viö Snorrabraut. íbúöin er laus fljótt. Digranesvegur Til sölu 107 fm 4ra herb. íbúð í þríbýlishúsi. Bílskúrsréttur. Laus fjótt. Mikiö útsýni. Hverfisgata Til sölu 3ja herb. íbúð. Dalsbrekka Til sölu rúmgóö 2ja herb. íbúö á jaröhæö. Reynilundur — Einbýli Til sölu ca. 220—230 fm einbýlishús sem er hæð og ris ásamt ca. 50 fm bílskúr. í húsinu eru m.a. 4—5 svefnherb., 2—3 stofur, eldhús, böö o.fl. Húsiö er mikiö nýstandsett á smekklegan hátt. Skipti á minna einbýli í suöurhluta Kópavogs æskileg. Solumaóur Baldvin Halslmnason, haimaaimi 387M. Málflutningsstofa, Sigrídur Asgsirsdóttir hdl., Hafsteinn Baldvinsson. hrl. Alfreð Jóhannsson forstjóri ísfugls kynnir hér fyrir bim. ýmsar vörunýjungar frá fyrirtækinu. Honum til hæxri handar stendur Bjarni Ásgeir Jónsson og til hægri handar Jón Guðmundsson á Reykjum en þeir eiga sæti í stjórn fyrirtækisins. Ljósm. Mbi. rax. * Isfugl: „Stöðugt unnið að endurbótum44 AlifuKÍasláturhúsið ísfugi hef- ur nú verið starfrækt i nær tvö ár eða frá því i ágústbyrjun 1979. Af þvi tilefni átti Mbl. stutt spjali við Alfreð Jóhannsson forstjóra þess fyrir skömmu. Sagði hann að þegar húsið hefði verið byggt hefði verið stuðst við ströngustu heilbrigðiskröfur við alla uppbyggingu hússins enda hafi slátrun fram að þeim tíma verið framkvæmd við skilyrði, sem engan veginn samrýmdust nútíma kröfum um heilbrigði og hollustu- hætti. Sagði Alfreð að Isfugi hefði verið fyrsta fyrirtæki sinnar teg- undar á Islandi til þess að hljóta fullgilt leyfi heilbrigðisyfirvalda til slátrunar og sölu alifugla. „Þegar húsið var byggt var í það keyptur fullkominn tækjabúnaður og var hann valinn í samráði við heilbrigðisyfirvöld hér á landi og sérfræðinga á þessu sviði erlendis. Til dæmis má nefna að keypt var sjálfvirk þvottavél fyrir flutn- ingakassa undir Iifandi fugla. Vél- in þvær kassana og sótthreinsar þá eftir notkun. Sérstakt tæki er notað sem aflífar fuglinn á sek- úndubroti með raflosti og einnig má nefna sérstakt tæki fyrir sjálfvirka reitingu sem talið var heppilegt að hafa vegna afkasta hússins." Þá gat Alfreð þess að stöðugt væri unnið að því að bæta - segir Alferð Jóhanns- son forstjóri við vélakost, auka hagræðingu, afköst og vörugæði. „Því er ekki að neita að ýmsar mikilvægar forsendur sem gengið var út frá þegar húsið var byggt og gengið út frá í upphafi hafa brugðist hvað varðar verkefni fyrir húsið. Gengið var út frá því þegar á uppbyggingunni stóð, að til stæði að anna allri slátrun fyrir Suður- og Vesturland, en nú eru eins og kunnugt er rekin fjögur alifuglasláturhús á þessu svæði." Sagði Alfreð Jóhannsson að fyrirtækið hefði orðið að haga rekstri hússins í samræmi við þessar breyttu aðstæður. Hefði til dæmis verið framkvæmd gagnger endurskoðun á rekstri þess, sem miðaði að því að hægt væri að reka það með nær helmingsafköst- um. Ennfremur sagði Alfreð að ýms- ir örðugleikar væru í alifuglarækt, t.d. fóðurbætisskattur og aukin niðurgreiðsla á öðru kjöti, ásamt ört hækkandi fóðurverði erlendis, hafa einnig orsakað að margir aðilar hafa dregið saman fram- leiðsluna tímabundið eða hætt. Sagði Alfreð að þeir hefðu verið „pískaðir" til þess af hinu opin- bera að leggja sig fram við að halda rekstrinum gangandi með sem allra minnstum tilkostnaði. Alfreð Jóhannsson sagði að Is- fugl seldi nú þrjár mismunandi tegundir af kjúklingum, væru það Glóðarkjúklingar, Holdakjúkl- ingar og Holda Reginkjúklingar. Þá sagði hann að kjúklingahlutar hefðu einnig reynst vinsælir og þá sérpakkaðir leggir, bringur og vængir. „Til gamans má geta þess að eggjaskorturinn undanfarna 6—8 mánuði hefur m.a. orsakað að hænunum hefur ekki verið slátrað á meðan úr þeim fást einhver egg. Vegna þessa hefur ekki verið hægt að bjóða upp á þessar vörutegund- ir nema endrum og eins. Stöðugt hefur verið unnið að vöruþróun og nýjungum,“ sagði Alfreð. „Af því nýjasta má nefna svonefnt kjúklingahakk sem náð hefur miklum vinsældum. Þá er á döfinni að koma með sérstakan gæðaflokk á kjúklingum, einskon- ar stjörnuflokk. Munu bændur þá fá hærra verð fyrir þennan flokk, þannig að í þessu felst hvatning til að vanda framleiðsluna. Verða þessir kjúklingar kallaðir „Eðal- kjúklingar", sagði Alfreð Jóhanns- son forstjóri ísfugls að lokum. \ r ' íl Tómas Tómasson afhendir Sigurði Magnússyni framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra myndsegulbandið, sem hann sagði að kæmi i góðar þarfir um leið og hann þakkaði gjöfina. LJísm. RAX Tommahamborgarar: Við opnun hins nýja Tomma-hamborgarastaðar á Laugavegi bauð hann vegfarendum ókeypis veitingar. LjÓHin. Guðjón. Gefur Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra myndsegulbandstæki Tommahamborgarar opnuðu fyrir helgina nýjan hamborg- arastað i Reykjavik og er hann tii húsa í Verzlanahöllinni. Laugavegi 26. Þar er á boðstól- um sami matseðill og hjá Tommahamborgurum á Grens- ásvegi og verður hinn nýi stað- ur opinn á venjulegum verzl- unartima. í tilefni opnuriar hins nýja staðar og að nú er fyrirtækið búið að selja yfir 100 þúsund hamborgara hefur Tómas Tóm- asson veitingamaður ákveðið að gefa Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra myndsegulbandstæki frá Karnabæ og fylgir tækinu ársafnot af myndum frá Vídeo- miðstöðinni á Laugavegi 27, þ.e. ein spóla á dag í eitt ár. Þá hefur Tommi ákveðið að 1% af veltu fyrirtækisins muni renna til Styrktarfélags vangef- inna og Blindravinafélagsins, en 1% af veltu Tommahamborgara að Grensásvegi hefur runnið til SÁÁ og Félags einstæðra for- eldra. Hafa þessir aðilar nú fengið tæpar 20 þús. kr. hvor um sig frá því fyrirtækið hóf starf- semi sína fyrir 4 mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.