Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1981 Evrópumeistaramót unglinga í golfi sett í gærdag 11"Vi' iif iíiiinr f i -" Evrópumeistaramót unKlinxa i Kolfi sem fram fer á Grafarholts- velli næstu daga var sett við hátíðlega athöfn i gærdag. Móts- setningin fór mjög vel fram og var hin glæsiiegasta. Meðal gesta var verndari mótsins, forseti ís- lands, Vigdis Finnbogadóttir. Evrópumótinu lýkur á sunnu- dagskvöld 26. júli. í dag hefst keppnin kl. 9.00. 14 þjóðir taka þátt í mótinu auk Íslands, Austurríki, Belgia, Dan- mörk, Finnland, Frakkland, Vest- ur-Þýskaland, írland, ítaiia, Hol- land, Noregur, Spánn, Svíþjóð og Grikkiand. í fyrra fór mótið fram í Dusseldorf i Vestur-Þýskalandi og þá sigraði sænska liðið. Kepp- endur í þessum 14 liðum eru 84 talsins, en 23 þeirra kepptu í Evrópukeppninni á St. Andres á dögunum. I því sambandi má geta þess, að aldursmörkin eru miðuð við keppendur allt að 22 ára aldri, þrátt fyrir að talað sé um mót unglinga. Það er GR sem sér um mótið að beiðni Golfsambands íslands og ber GR allan kostnað af mótinu. Ekki er gott að spá um möguleika íslenska liðsins í keppninni, en • Evrópumeistaramót unglinga í golfi var sett við hátiðlega athöfn á Grafarholtsvelli i gærdag. Á myndinni má sjá hvar þátttökuþjóðir hafa raðað sér fyrir framan þjóðfána landa sinna. Blíðskaparveður var og fór athöfnin mjög vel fram. fyrstu tvo dagana er leiknar voru æfingaholur gekk íslenska liðinu allvel. Nokkrir íslensku keppend- anna léku völlinn á 76 holum. Þrjú lið eru talin eiga mesta möguleika á sigri. Lið írlands er talið sigur- stranglegast, síðan koma Frakkar • Páll Ketilsson G.S. sigurvegari i Jaðarsgolfmótinu bæði með og án forgjafar. • bað er mikill hugur i islenska liðinu sem tekur þátt i mótinu. En á myndinni sést islenska liðið ásamt forseta íslands sem er verndari mótsins. Ljósm.: óskar S. Páll sigraði á Jaðarsmótinu 60 mál tekin fyrir UM HELGINA voru tvö golfmót á Akureyri. í karlaflokki var Jaðarsmót sem er opið mót og gefur stig til landsliðs. Keppend- ur voru 85. Keppt var bæði með og án forgjafar. Röð efstu manna var þessi: Án forgjafar: högg 1. Páll Ketilsson G.S. 151 2. Hannes Eyvindsson G.R. 157 3. Jón Þór Gunnarsson G.A. 161 Með forgjöf: 1. Páll Ketilsson G.S. 141 2. -3. Jón Aðalsteinss. G.A. 146 Baldur Sveinbj.son G.A. 146 í kvennaflokki var svokallað Ragnars-mót sem kennt er við Ragnar Lár. Verðlaunin voru veg- leg málverk sem Ragnar gaf, keppendur voru 7 og keppt var bæði með og án forgjafar. Efstu sætin skipuðu eftirtaldar: Án forgjafar: högg 1. Inga Magnúsdóttir G.A. 185 2. Karólína Guðmundsd. G.A. 214 3. Pat Jónsson G.A. 225 Með forgjöf: 1. Arnheiður Jónsd. Húsavík 179 2. Sigríður B. Ólafsd. Húsavík 186 3. Erla Adolfsdóttir G.A. 188 og gert er ráð fyrir Svíum í þriðja sæti. Danir eiga gott iið sem gæti komið á óvart í keppninni. Nokkrir mjög góðir kylfingar eru á meðal þátttakenda og léku þeir mjög veí meðan á æfingum stóð. Mjög sennilega er írinn P. Walton besti kylfingurinn í mót- inu en skammt á eftir koma þeir F. Illou*, Frakklandi og Svínn G. Knutsson. Yfirleitt voru keppend- ur ánægðir með aðstæður í Graf- arholti, en nokkrir kvörtuðu þó yfir ^reenunum" á vellinum. En næstu daga verður hart barist á golfvellinum. — þr. ÞAÐ VAR mikið að gera á fundi aganefndar KSÍ i gærkvöldi. Alls voru tekin fyrir 60 mál á fundin- um. 13 leikmenn voru dæmdir i leikbann. Fyrirliði Breiðabliks Ólafur Björnsson fékk 1 leikja bann, og Hákon Gunnarsson refsistig. Að sögn Hilmars Svavarssonar formanns aga- nefndar KSÍ var skýrsla knatt- spyrnudeildar UBK höfð tii hliðsjónar, en hafði engin áhrif á dóminn. Þeir 1. deildar leikmenn sem hlutu leikbann voru eftir- taldir: ómar Jóhannsson ÍBV 2 leikja bann, Ragnar Gislason og ómar Torfason Viking 1 leikja bann. Gunnar Bjarnason FH og óskar Ingimundarson KR 1 leikja bann. Tveir leikmenn i 2. deild fengu leikbann. Þeir voru Karl Þorgeirsson Ha’ikum og Gunnar Guðmundsson ÍBÍ. - ÞR. HV/AÐER 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.