Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1981 13 frábærlega samvizkusömum og áhrifaríkum skólastjóra og enn- fremur sem ræðumanni Og eftir þau kynni fannst mér mjög eðli- legt að heildarsamtök ungmenna- félaganna kysu hann í áratugi, formann sinn og formælanda. Hins vegar varð mér ljóst, að hin síaukna aðsókn að skólanum kostaði slíka árvekni orku og seiglu, að ég tók að hafa áhyggjur af því, að hin annars sterka heilsa séra Eiríks setti honum áður en langt um liði stólinn fyrir dyrnar. Svo kom og þar, að 1960 viður- kenndi hann þetta fyrir sjálfur sér, svo sárt sem það annars tók hann að segja skilið við skólann. Og sem fyrr getur varð hann 1960 sóknarprestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Þá styttist svo a milli okkar, að varla gat heitið vík milli vina hjá því, sem áður hafði verið. En enginn skyldi halda, að séra Eirikur hafi ekki í þá rúmlega tvo áratugi, sem hann hefur gegnt starfi þjóðgarðsvarðar, þurft á að halda þreki, þolinmæði og seiglu í samskiptum sínum við hið rómaða „kerfi“, en miðað hefur þó vissu- lega til bóta, — og nú er komið lokum nærri, þar eð hann lætur af embætti 1. október næstkomandi og flytur þá suður að Selfossi, þar sem þau hjón hafa fest kaup a sannkölluðu stórhýsi á íslenzkan mælikvarða. En hvað kemur til, að þau kaupa slíkt hús? Jú, jú, — nú hyggst séra Eiríkur loks fá færi á með hjálp húsfreyju sinnar að koma upp bókasafni sínu svo skipulega að viðhlítandi sé, en það er nú orðið milli 20 og 30 þúsund bindi og mun vart eiga sinn líka í einstaklingseigu hér á landi, ekki aðeins vegna bindafjölda heldur og hinna margvíslegustu kosta. Þar er jafnt að finna í hundraða- tali fornar merkisbækur, sem væru mjög að skapi forvitnustu grúskara, og bækur við hæfi hvers þess manns, sem vildi leita sér þekkingar, menningarauka eða af- reyingar. Og þó að séra Eiríkur hafi snemma byrjað að safna bókum, þá er það öllum þeim, sem þekkja til launakjara, fjölskyld- ustærðar og margvíslegra anna presthjónanna, með öllu óræð gáta, hvernig í ósköpunum séra Eiríkur hefur getað safnað öllum sínum bókum og bæklingum. Eg spurði hann einhvern tima með hvaða hætti þetta hefði mátt takast. Og skyldi þá ekki húsfreyj- an og ellefu barna móðirin hafa komið þar við sögu! Svar séra Eiríks var sem sé: „Það á ég konu minni að þakka. Hún hefur alla tíð kunnað að gera mikið úr litlu, og hún mun snemma hafa fengið miklar mætur á bókum." En hvað um þetta mikla safn íslenskra og að nokkru erlendra kostagripa, þegar til fulls hefur augljóst orðið, hve mikla menn- ingarlega auðlegð það hefur að geyma? Af sögu íslands og fornum bókmenntum fékk ég snemma háar hugmyndir um Arness- og Rangárþing. Og yfir mig hrifinn var ég, þegar ég í björtu veðri sá af Kambabrún í fyrsta skipti víðáttu og furðufegurð þessa hér- aðs. Ég gerði mér þá og geri enn háar hugmyndir um ekki aðeins hagræna, heldur og menningar- lega framtíð fólksins í þessum dásamlega fyrirheitríku byggðum. Og ég treysti því, að það muni kunna að meta að verðleikum þá menningarlegu möguleika, sem felasti ódreifðu bókasafni hins lítiláta afreksmanns, séra Eiríks J. Eiríkssonar og hans mætu húsfreyju ... Ég tel mig svo ekki þurfa að vera berorðari til þess mál mitt skiljist. Ég lýk svo þessu greinarkorni með þeim óskum frá mér og konu minni, að hjónin, sem ennþá byggja helgasta harma- og gleði- stað á voru landi íslandi, megi enn lengi lifa í jafnheillaríku sam- starfi og fram að þessu. Guðmundur Gislason Hagalin Enn eru þáttaskil í prestssögu íslendings, og má segja, að mikið sé nú um dýrðir hjá prestum. Fyrir fám dögum áttu biskupar stórafmæli. Nú er komið að hér- aðsprófastinum í Arnessþingi, — hinu forna höfuðvígi íslenzkrar kristni og þjóðmenningar, — þeim, sem manna lengst hefur varðveitt helga Þingvelli á þessari öld. Það er eftir öðru í sögu þessari, að síra Eiríkur kom að vestan og hingað suður, þegar enn mátti kallast fjallvegur milli Þingvaila og Biskupstungna, þótt konungs- vegur héti. Ekki þótti þá heldur tiltökumál, þótt Stakksá væri óbrúuð, og engum vorkunn að ösla elg hennar dögum og vikum sam- an. Þá þótti ekki langur skólaveg- ur milli Torfastaða og Haukadals, og þótt vegir tepptust, mátti hýsa mann nokkrar nætur ellegar reiða hann fáeinar bæjarleiðir. Þá voru til hestar, sem hvorki hræddust kóf né klofsnjó. Kempan, Sigurður Greipsson, þreytti þá enn harðar glímur við pilta sína og veittist létt. Andans glímur voru einnig margar háðar. Og þá var farið með hnjúkum og tindum í orðræð- um og arnsúgur í fluginu. Það urðu fagnaðarfundir í Haukadal, þegar síra Eiríkur kom suður. Á þeim árum tíðkuðust samkomur miklar við skólalausnir þar efra, í lok þorra eða byrjun góu. Þær hófust seint á síðkvöld- um og stóðu langt fram á nætur. Nú, þegar síra Eiríkur var kominn í hérað, þótti sjálfsagt, að hann flytti ræður á samkomum þessum. Og hann brást ekki vini sínum og samherja. Hann kom ár eftir ár, þótt stundum væri torsótt. Það kom fyrir, að samkomusalurinn yrði líkastur stórri biðstofu, vegna þess að síra Eiríkur var ókominn og liðið þó nokkuð fram yfir miðnætti. En hann kom, og ræðan hófst, eins og í hvíslingum, — eins og mjúkur kliður, en fyrr en varði rauk súgurinn um allan sal, stund- um eins og stórviðri hefði skollið á. Þar bar margt á góma, allt frá barnaþrælkun í Bretlandi til hinn- ar tignustu skáldlistar og dýpstu leyndardóma veraldar. Séra Éirík- ur kom aldrei allslaus. Honum lá ætíð eitthvað á hjarta. Frá þessum nóttum man ég síra Eirík einna fyrst. Mér þótti hann fremur ábúðarmikill í fyrstu, áður en hann hafði flutt ræður sínar, þó ætíð geðfelldur og forvitni- legur. Ekki man ég glöggt, hvers ég vænti af hans hálfu, en ég man, að mér þótti vandfyllt skarðið eftir síra Jóhann á Þingvöllum. Lítt leiddi ég hugann að fortíð síra Eiríks. Vissi ég þó snemma, að hann hafði slitið barnskóm á Eyrarbakka. Hitt varð mér ekki fullljóst fyrr en löngu síðar, hversu mikill Tungnamaður hann var. — Móðir hans var frá Iðu, og sjálfur hafði hann á unglings- og skólaárum starfað með vegagerð- armönnum í Biskupstungum um mörg sumur, — þekkti því ekki aðeins veginn, heldur einnig fló- ana og fenin, holtin og hæðirnar, bæina og bændurna. Þar hafði hann einnig kynnzt framabraut- inni, byrjað sem hinn lægsti skósveinn allra, en þokazt fram á veg. Mér var kunnugt um orðstír hans sem skólamanns, að nokkru, — vissi, að hann hafði setzt í sæti þjóðkunns kennimanns og fræð- ara, fágæts manns, sem var allt að því helgur í margra augum, og haldið fram starfinu með þeim hætti, að hann varð sjálfur þjóð- kunnur, ungur maður. Naumast hvarflaði að mér, að heimili þeirra hjóna fyrir vestan, á Núpi, kynni að hafa verið eitt hinna mestu á öllu íslandi að umfangi og umsvifum. Frú Krist- ínu kynntist ég ekki að ráði, fyrr en mörgum árum síðar. Það var þá fyrst, að fréttist af því, að þau hjónin hefðu varla fengið næðis- stund til að láta vígjast saman, — að hún hefði verið bundin alla brúðkaupsnótt sína og alla hveiti- brauðsdaga við hvílu fársjúkrar stúlku. Ég vissi, að síra Eiríkur var formaður landssamtaka ung- mennafélaganna og var talinn til mestu ræðuskörunga, — hafði reyndar haldið þrumuræður á útisamkomum um allt ísland. Ég vissi, að auk alls annars var hann einn hinna merkustu og ötulustu bókasafnara á íslandi. Sem kenni- maður var hann talinn í flokki með þeim, sem frjálslyndir voru kallaðir. En á þeim árum þóttist ég ekki þurfa að bera mikla virðing fyrir hégómaræðum fé- lagsmálagarpa, og frjálslyndi í guðfræði og kirkju var tómt orð, ekkert annað en yfirvarp fáfræði og einsýnis. Síra Eiríkur kom hins vegar ætíð á óvart. Ræður hans voru aldrei hégómi, hversu margar og tíðar, sem þær urðu. Og þó var hitt ekki minna vert, hversu ljúfur g hógvær hann var miklu yngra stéttarbróður, viðmótið ætíð hlýtt og fagnandi. Frá bar þó, hve skemmtilegur hann var í orðræð- um, þegar hann taldi öllu óhætt og lét gamminn geysa. Þá dugðu oft fáein orð, stundum eins konar óbein spurning eða gáta. Og kímn- in logaði í hvers manns auga, og hláturinn ískraði í börkum og nösum. Það þarf mikinn vísdóm og vökult auga til slíkrar gamansemi. Nærri tuttugu og tvö ár höfum við síra Eiríkur átt samleið, — bræður og þjónar hins sama Drottins. Og hver er hann nú? Einhver hinn bezti og traustasti vinur í héraði, — hógværðin og Ijúfmennskan ávallt söm. Drengur svo góður, að fáir hafa reynzt slíkir á lífsleið. Svo vel skóaður og frár hefur hann verið að fúsleik, að til hans var ætíð bezt að leita, enda þakkarskuldin í Skálholti orðin engu minni en sú í Haukadal forðum, — líklega þó stórum meiri að vöxtum. Kennimaður slíkur, að ég hef varla sótt öllu meiri blessun né uppbygging að stóli annars predikara hin síðari ár. Fyrir löngu komst ég að raun um, að síra Eiríkur var lærdóms- maður i guðfræði, hvernig sem honum gafst tóm til að sinna slíku. Hitt vita trúlega fleiri, að hann er einhver fjölfróðastur ís- lendingur um ólíkust efni. Saga, bókmenntir, mannfræði, málsaga, jarðfræði og sitthvað fleira höfðar til hans. Og þá verður ekki staðar numið. Hann heldur áfram að leggja við eyru, þótt heyrn sljóvg- ist, — heldur áfram að rýna í bækur, þótt sjón daprist og lífs- starf sé orðið ærið að vöxtum. Varla þekki ég annan mann, sem ég tryði betur til að fjalla um mörg og óskyld fræði. Til vitnis um það eru greinar, sem hann ritaði í Kirkjurit, predikanir, ræð- ur, erindi og ávörp, sem hann flutti ótal sinnum hér i kalli og víðar, við messur, á fundum, samkomum, ráðstefnum og mót- um. Um frjálslyndið og víðsýnið er það eitt að segja, að mér þykir síra Eiríkur manna bezt fallinn í prestastétt til að bera slíkar einkunnir í sannri merking. Þar, eins og víðar, kom hann á óvart. En helzt kemur mér þá í hug, ef til einhvers ætti að jafna, prestur, sem ég þekkti varla eða ekki, — því er verr. En fyrir mörgum árum komu saman nokkrir prest- ar á Hólum, sem fengið höfðu mætur á fornu tíðahaldi og göml- um hefðum í messusöng. Síra Björn Björnsson, prófastur á Hól- um, varpaði orðum á þessa menn við messu í dómkirkjunni. Vildi ég óska þess, að þau orð hans væru einhvers staðar til skráð. Hef ég varla heyrt íslenzkan prest fjalla um mikið deilumál af meiri and- ans spekt né sannari hógværð. Nú líður líklega að því, að hin mikla raust síra Eiríks berist sjaldnar af Lögbergi um Þingvelli. Og einhver tekur stólinn að erfð- um eftir hann. Séð hef ég erlenda lærdómsmenn og virðingamenn umhverfast við ræður hans á Þingvöllum, fyllast barnslegum fögnuði, eftir skornar tíu mínútur, og hlaupa um þúfur og hraun- strýtur. Á Þingvöllum hefur margt gott orð fallið fyrr og síðar, mörgu góðu verið sáð. Starf síra Eiríks og þeirra hjóna þar verður trúlega aldrei metið né þakkað sem skyldi. Hljótt hefur verið um prestsþjónustu hans, því að löng- um hefur hann þjónað smáum söfnuðum í afskekktum byggðum. Nú verður hann frjáls að því að fara víðar, og enn mun hann meira en fús að predika orð krossins, orð Jesú Krists. Því skyldi áminning postulans hér í fullu gildi: „Vér biðjum yður, bræður, að sýna viðurkenning þeim, sem erfiða meðal yðar og veita yður forstöðu í Drottni og áminna yður, og að hafa þá í sérlega miklum metum i kærleika fyrir verk þeirra." I. Þess. 5,12,— 13. Guð blessi þau hjónin, frú Kristínu og síra Eirík, fjölskyldu þeirra alla, einnig gamla nemend- ur og sóknarbörn, allt ævistarf til þessa og héðan af. Orð Drottins hverfur ekki aftur, fyrr en það hefur komið því til vegar, sem hann fól því að framkvæma. Guðm. óli ólafsson Þegar séra Eiríkur J. Eiríksson verður sjötugur og hefur náð fullum embættisaldri, er það í fyllsta máta eðlilegt að senda honum kveðju og þakkir frá Nor- egi. Við erum margir Norðmenn sem kynnst höfum séra Eiríki og er kunnugt um hans mikla starf i þágu hinnar ísl. kirkju og skóla og áratuga starf fyrir Ungmennafé- lag íslands, þar sem hann var formaður í rúmlega 30 ár. Við norskir vinir hans, þekkjum einnig hug hans sem þjónandi prests á Núpi og Þingvöllum, til grannanna í Skandinavíu. Þar hafa Noregur og Norðmenn staðið hjarta hans næst. Grundtvig- arfinn frá lýðháskólunum, hefur hann varðveitt. Ég kynntist sr. Eiríki er hann kom til Noregs á árunum eftir heimstyrjöldina. Hann kom þang- að sem fararstjóri með glimu- mannaflokki. Þá var hann for- maður Ungmennafélags ísland. Fleiri Noregsferðir komu á eftir þessari för hans. Ég minnist sérstaklega komu hans með hóp vaskra íþróttamanna til Vestland- et sumarið 1957, í boði heima- manna. í þeirri för voru og aðrir þjóðkunnir Islendingar svo sem Bjarni Benediktsson, Sigurður Greipsson, Pétur Ottesen og Hannibal Valdimarsson. Ég tel mig muna það rétt að þessi för Islendinganna hafi heitið „í fótspor Egils Skalla- grímssonar". í þessari ferð hélt sr. Eiríkur ræðu, sem margir nærstaddir Norðmenn minnast enn. Eins og ísl. starfsbræður sr. Eiríks leggur hann rækt við málið. Og fer vel á því, að á þessum tímamótum í lífi hans hefur fé- lagsskapur sá í Björgvin, sem vinnur að verndun norskrar tungu, Vestmannalaget, kosið sr. Eirík heiðursfélaga. Félagsskapur þessi er íslendingum ekki með öllu ókunnur því i eina tíð í sögu þessa gamla félags voru skráðir 30 féagsmenn islenskir. Nú er einn íslendingur fyrir í félagsskap þessum, sem þar er heiðursfélagi, en það er Þorsteinn Þ. Víglunds- son. Félagsskapur þessi, Vestmanna- laget í Björgvin, hefur verið starf- andi allt frá því árið 1868. Sem formaður þessa félags er mér það sérstök ánægja að hylla hinn nýja heiðursfélaga á íslandi á sjötugsafmæli hans. Sr. Eiríkur J. Eiríksson. Á þessu afmæli óska ég þér Guðs blessunar og langra lífdaga. Ludvig Jerdal Sr. Eiríkur og frú Kristin verða heima i dag og taka þar á móti gestum sinum. Gúmmíkaplar Höfum ávallt fyrirliggjandl úrval af gúmmíköplum. Veöur-, olíu- og sýruþolnum. ÍSKRAFT Sólheimum 29—33. Símar (91) 35360 og 36550. Rafveitur, Rafverk- takar, Rafvæðing bæja og sveita Viö höfum flestar geröir jarö- strengja, sem þörf er á viö: Rafvaeöingu bæja og sveita- býla. Aöstoö viö ákvöröun gild- leika strengja. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Rafsuðukaplar Höfum fyrirliggjandi rafsuöukapla í stærö- unum: 16, 25, 35 og 50 mm2. Sólheimum 29—33. Símar (91) 35360 og 36550.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.