Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.07.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1981 „VlO B/ÁPUM ALVEQ S^RSTAKLEcSA UM HER6ERQI MEÐ SVÖLUMÍ" IICEAAl'íft |iX<V 'Cí Svo höfum við þessa speglagerð — í líkamsstærð? Læknirinn sagði, að þú gætir strax tekið til við uppþvottinn, þvi þér væri óhætt að nota KÚmmíhanska! HÖGNI HREKKVlSI Orðsending til stjórnarformanns Sjóefna- vinnslunnar hf.: „Það er gull í sjón- um líka, Guðmundur“ Mikið var gaman að heyra til þín, Guðmundur, í Ríkisútvarpinu núna um helgina, þegar þú varst að segja okkur, hvað væru mörg nytsamleg efni í sjónum, sem svo auðvelt væri að vinna þarna við hverahitann á Reykjanesi. Já, það má nú segja. Þarna kom hvert efnið af öðru, sem við Islendingar þurfum á að halda og getum alveg framleitt hér sjálfir, í stað þess að flytja þau frá útlöndum, þar sem þau eru unnin úr erlendu sjávar- salti, sennilega af einhverjum dularfullum auðhring, sem getur svo látið verðið á þeim hækka í hafi. Og svo varstu svo bjartsýnn, alveg einsog við vorum í ung- mennafélögunum í gamla daga. Maður varð ungur í annað sinn að heyra þetta. Eg minntist fund- anna okkar strákanna, þar sem talað var af svo mikilli bjartsýni um framtíðina, og svo var glímt á eftir. Og mér fannst svo margt ótalið þarna hjá þér, t.d. gullið. Það er nefnilega ofurlítið af gulli í sjónum, sem ætti að vera auðveld- ara að vinna, þegar búið er að eima vatnið í burtu hvort sem er. Þetta gæti að sjálfsögðu orðið nokkuð dýrt, þar sem svo lítið er þarna af gullinu. En það gerir ekkert til, því að iðnaðarráðherr- ann okkar — blessað sé hans nafn og forsjá — hann sagði, að ef ekki fengist nægilegt fjármagn til fyrirtækisins frá einkaaðilum, þá mundi ríkissjóður greiða það sem á vantaði. En gullið er nú svo verðmætt og auðvelt að selja það. Og það má nota í svo margt, allt frá gull- tönnum og upp í giftingarhringa Útitafl: „Ætti að sýna einhverja viðleitni til að fara að vilja fólksins“ Hinar fáránlegu framkvæmdir á Bernhöftstorfu hafa vakið mikla furðu meirihluta borgarbúa í Reykjavík. Ég læt eftir mér að ganga heilshugar í lið með þeim þúsundum sem alfarið eru á móti þessu brambolti en ekki hafa verið spurðir um uppátækið sem þessir svokallaðir fræðingar, með sín sérfræðipróf upp á vasann, hafa smitað frá duttlungakötlum sínum. Nokkrir spjátrungar hafa þá lýst ánægju sinni með verkið og þar á meðal nokkrir blaðapennar. Meðal þeirra hinn kolsvarti Svarthöfði. Hann, sem þó lætur frá sér fara dágóðar glefsur oft á tíðum, skýtur hátt yfir markið í Vísi þ. 14. júní sl. og fyllir flokk þeirra sem gleypa allt hrátt sem skipulagsfræð- ingarnir bera á borð. Það er illa farið þegar slíkir sérfræðingar, sem skipaðir eru af dularfullum toppkörlum í kerfinu, taka að stjórna í stað meirihluta sem ekki hefur fundið náð fyrir augum hinna sjálfskipuðu menningarvita. Þessir topphanar þrá alræðisvald og rjúka upp til handa og fóta þegar almenningur setur þeim stól- inn fyrir dyrnar. „Græn bylting" var meðal þeirra málaflokka sem sjálfstæðismenn settu á oddinn fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar. Þeir ráða því miður ekki húsum í Borgartúni núna — en koma tímar, koma ráð — það styttist óðum í kosningar. Nú eru kommakarlarnir búnir að gera í sig á nær öllum hornum sem þeir tróna yfir — það merkilega er að þrátt fyrir „róttæklinga“-nafnið sem þeir hafa á sér, eru þeir á mórgum sviðum þær afturhalds- sömustu verur sem á jarðarkringl- unni skríða. í það minnsta gildir þetta um ríkisumsvifin — þeim má aldrei draga úr og allar breytingar sem hugsanlega gætu leitt til þess Kristinn Magnússon að svo yrði þar af leiðandi útilokað- ar. En þetta var útúrdúr — græna byltingin bíður síns tíma, þangað til verðum við að standa saman um að hindra skemmdarverk. Mér þykir ekki til of mikils mælst að þær þúsundir Reykvík- inga sem vilja halda til haga fallegum grasbletti í Bakarabrekk- unni hafi sitt fram — og það þótt þetta fólk sé ekki fulltrúar í einhverri fínni nefnd sem kosin er yfir kaffibollum. Kommaklíkan ætti að sjá að sér og sýna a.m.k. einhverja viðleitni til að fara að vilja fólksins þennan stutta tíma sem hún á eftir að ráðska með umhverfismálin hér í borginni. í lok þessa pistils ætla ég að kjósa sjálfan mig í nefnd til að starfa með sjálfum mér í nefnd. Það fyrsta, sem þessi sjálfskipaða nefnd mín vill bera fram tillögu um, er að allir þeir sem ekki eru dags daglega í sjónvarpi eða öðrum fjölmiðlum beiti sér fyrir því að taflþunginn verði fluttur á annan stað hið bráðasta. Ég hef stað í huga þar sem ég held að taflið myndi sóma sér vel en þykist vita að sérfræðingarnir séu mér ósammála — og læt mér það í léttu rúmi liggja. Eg held semsé að kjörinn staður fyrir taflið sé á suðvesturhorni Arnarhólstúns. Þar myndu þeir sem flykktust í kring um undrið hafa nóg olnbogarými þegar fylgst væri með tafllista- mönnum í tröllaskák. Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.