Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 3
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 B 3 ■55 Ég lærði mína sál- fræði af fjallarefnum — rætt við Þórð Halldórsson frá Dagverðará „Ég byijaði strákur að mála jóla- sveina á skókassa. Síðan var ég þijátíu vertíðir á togurum og bátum en fór ekki á sjó aftur eftir að ég lenti í mastri og var næstum dauð- ur, en það er önnur saga." Það er Þórður Halldórsson frá Dagverðará á Snæfellsnesi sem þetta mælir en hann vitjaði æsku- stöðvanna í sumar sem endranær og hélt meðal annars málverkasýn- ingu í Amarbæ, veitingahúsi í nýbyggðum torfbæ á Amarstapa. Blaðamaður hitti hann að máli þar sem hann var að setja upp sýning- una. Þórður er áttræður að aldri þó ekki beri hann það með sér og er ekki bara málari heldur hagyrð- ingur og fær veiðimaður jafnt á sjó og landi. „Ég ætla að þetta sé mín tólfta málverkasýning og er viðfangsefni mitt allt frá undirdjúpum og langt upp fyrir ský,“ segir Þórður og augnaráðið er bjart og opinskátt. „Allt sem mennimir mála er til í nátturunni, þar finnast litir svo ótrúlegir að enginn meistari getur líkt eftir því. Málverk sem málað er úti í nátturunni dregur til sín kraft þannig að fólk gleymir áhyggjum þegar það horfir á það.“ „Kraftur náttúrunnar já, kannt þú ekki einmitt frá mörgu að segja af fólki og fyrirbærum hér undir Jökli?" spyr blaðamaður. „Jú,“ segir Þórður. Ekki var þetta svar efni í grein svo það varð að reyna á ný. „Er ekki tómt kjaftæði að það sé ein- hver kraftur í Jöklinum. Eða getur þú fært sönnur á það?“ Þetta reyndist bera meiri árang- ur því nú rak Þórður upp stór augu og setti sig stellingar. Ætli við séum ekki fíflin „Ég get sagt þér bæði gamlar sögur og nýjar sem sýna fram á þann kraft sem býr í fólki héma. Sr. Ámi frá Stórahrauni kom úr Ámessýslu og var þar fæddur og uppalinn og sagði að þar datt aungvum manni í hug að hafa á móti því sem prestur eða sýslumað- ur sagði á fundum, enginn stórbóndi og ég tala nú ekki um ef að biskup var. Það báru allir svo mikla virð- ingu fyrir þessum mönnum. En hvað sagði sr. Ámi þegar hann kemur á Snæfellsnes: „Við urðum að láta undan vesælum kotungum," og ég ætla að segja þér bara eina sögu. Að þegar Jón biskup Vídalín kemur hér á Amarstapa ásamt prestum sem voru í för með honum til að skoða kirkjur og hálfkirkjur eins og gengur, þá vill hann hitta skáldið Guðmund Bergþórsson, en hann var krypplingur og bjó í litlu koti og bjó við mikla fátækt. Og þegar þeir koma þama þá er Guð- mundur úti við garðinn. Þeir heilsa honum en hann hreytir í þá ónotum. Þá segir einn presturinn: „Við skul- um ekki tala við fífl þetta“. En Guðmundur svarar að bragði: „Ef að þið sem klæðist pelli og purpura hefðuð mína kröm og fátækt í eitt ár, haldiði að þið mynduð skríða hundflatir fyrir guði almáttugum og þakka honum fyrir," og svo fer hann inn í bæinn. Biskup sest á garðinn, styður hönd undir kinn og hugsar, og segir: „Ætli það sé ekki við sem erum fíflin", og fer inn í kotið og er þar fleiri tíma að tala við karlinn. Þegar hann kemur út segir einn prestanna að það sé ekki fært fyrir biskup að tala við þetta fífl. Biskupi þótti, hann var hrað- kvæður og segin „Heiðarlegur hjörvagrér, hlaðinn mennt og sóma, yfír hann ég ekkert ber, utan hempu tórna." oj Sko hann skyldi altsvo undi- reins andann sem ríkti héma því þetta var sálfræðingur frá náttú- runnar hendi. „Jón minn stóri . . .“ Svo ætla ég að segja þér aðra sögu að svoleiðis er að það er Stóri Jón, hann reri í Dritvfk og hann tók upp Fullsterk og sagt var að hann hefði tveggja manna mátt. Hann hafði svoldið meira í hlut en aðrir því í bamingi þegar þurfti að beija á móti veðri og allt árar þá þótti mikið varið í að hafa menn sem tóku Fullsterk. Svo eitt sumar reið hann norður í Húnavatnssýslu og MÞað að vera á fjöllum er æðra en nokkur háskóli11 var þar í kaupavinnu hjá einhveijum stórbónda og vertíðarkona úr Dritvík segir við hann áður en hann fer að hann þyrfti nú að útvega henni vist þama næsta sumar. Já, hann tekur vel í það, svo kemur hann um haustið og er hann búin að ráða hana næsta sumar sem kaupakonu. Sumarið eftir fara þau bæði norður í kaupavinnu og eru samferða. Svo líða tvö ár að hann fer ekki norður en hún verður eftir þar. Þá fer hann norður og þegar hann kemur í Húnavatnssýslu fer hann nálægt bæ einum, þar var töluverð bygging á þá vísu og kona er að mjólka kýr í stöðli. Hann fer þangað heim og segir við hana: „Heyrðu, hvumig er það, ég kom nú bara til að fá mér einhveija hressingu því ég ætla að fara áleið- is í kvöld." Þá segir hún: „Hvemig er það, Stóri Jón, þekkirðu mig ekki?“ Jón segir „Ég hef séð þig, en ekki kem ég fyrir mig hvar það var eða hvað þú heitir, eða hvenær það var.“ Hún horfír á hann svolitla stund og segir: „Jón minn stóri, ég þekki þig, þú ert maðurinn stinni, en fjórtán sinnum fórstu á mig í ferðinni norður þinni." Jón stóri var þijá daga norður svo þama sérðu. Ekki menn hjartveikir Svo ætla ég að segja þér aðra sögu af þeim krafti sem bjó hér í fólki. Þó deila megi um hvort þetta sé of mikill kraftur eða bara lög- legt. Þá var róið á stórum hákarla- skipum og hann hét Helgi á Gíslabæ, sem var formaður, prúð- menni með afbrigðum og Frímann, sem var Ijóngáfaður en frekar latur og gat rekið presta og annað á stamp í Biblíunni, svo var Andrés seglamaður, hann hafði tveggja manna mátt. Það er ekkert með ,það að þeir róa í blíðskaparveðri og þegar þeir eru nýfamir að renna, famir að leita sér að hákarl þá hvessir allt í einu og, svo ég fari fljótt yfír sögu, gerir norðaustanbyl og sér ekki út fyrir borðið. Þeir setja upp segl og fara að sigla og það gefur á og þeir standa bara í austri og þá segir Frímann: „Já hvurn djöfulinn emð þið að skrifa ykkur sem formenn og getið ekki stýrt," og þá segir Helgi með sinni prúðmennsku: „Ja, þú ættir nú að stýra fyrir mig meðan ég fæ mér í nefíð.“ Frímann segir: „Það er sjálfsagt lambið mitt“. Ég sá þennan Frímann þegar ég var strákur og talaði við hann. Já svo fer Frímann að stýrinu og kallar frammí: „Drési djöfullinn þinn rifaðu stórseglið og hækkaðu fokkuna." Og Drési er fljótur og gerir það. Og hvað heldurðu, þeir sigla og gefur ekkert á og þeir klára að ausa. Þá segir Helgi með sinni prúðmennsku: „Hvert heldurðu að stefni Frímann minn.“ Frímann svarar: „Hvert heldurðu að stefni góurinn nema beint í helvíti og kvalirnar." Þeir leggjast fram í barka og eru það kátir að vera í skjóli og þurfa ekki að ausa að hvað heldurðu að þeir kveði. Þeir kveða draugsrím- una í Göngu-Hrólfs rímum eftir Gísla Konráðsson. Þetta voru ekki menn hjartveikir, ekkert hræddir við að lenda í helvíti því þeir leika þama á ijandann. Svo lenda þeir á Malarrifi, því hann tók vindstöðuna á sig karlinn og hitta á Malarrif. Þar er settur upp báturinn og Pétur sá elsti á Malarrifí gaf þeim brennivín, gestrisinn með afbrigð- um og það er settur upp stór pottur og elduð kjötsúpa. Svo skánaði veð- rið og þeir fóru heim um kvöldið gangandi. Svo róa þeir eftir nokkra daga í blíðskaparveðri, hvítalogni og fengu þeir mikinn hákarl. Þá lítur Frímann karlinn upp í loftið og segin „Hann getur ekki hvesst úr helvítis helvítinu á sér núna svo maður lendi á Malarrifí og fái brennivín og kjötsúpu." Nú er allt í nylonteppum Já, undir Jökli lifa afskorin blóm meira en helmingi lengur en í Reykjavík og fólk læknast hér fljótt wÞó deila megi um hvort þetta sé of mikill kraftur eða bara löglegt11 af þunglyndi, lífsleiða, ástarsorg og náttúruleysi. Ég get sagt þér það að skáld eitt sem fór héðan segist ekkert geta ort í Reykjavík en þeg- ar hann kemur hingað þá getur hann farið að yrkja. Sko það þarf kraft til alls. Og allt hamingjuleysi er ekkert annað en að fólkið vantar kraft sem hlaðinn er upp af jörð- inni. Torfbæir eru því byggðir alveg vísindalega rétt, steinamir í hleðsl- unni segulmagnaðir og fólk ekki slitið úr sambandi við kraftinn. Nú er þetta allt í nylonteppum, og þeg- ar fólkið er orðið einangrað frá jörðinni og náttúrunni líður því illa og fer að koma í það taugaveiklun og allskonar grillur. Þetta eiga vísindamenn bara eftir að sanna. Það að vera á Qöllum er líka æðra en nokkur háskóli því svo mikið er hægt að læra af náttúr- unni. Allir trúarbragðahöfundar hafa verið í eyðimörkinni og á fyöll- unum að hugsa um tilveruna til að bæta lífið á jörðinni, og ég skal segja þér að ég lærði æðri sálfræði á fjöllum heldur en trúarbragðahöf- undar kenna og get ég sagt þér hveijir voru kennaramir, þeir voru búnir að athuga þessa sálfræði í þúsundir ára. Það var fjallarefurinn. Þegar flallarefurinn kemur með lamb á grenið þá rífast ylfingamir og slást og bítast um bestu bitana, líkt og mennimir gera. Tófan lætur þetta eiga sig, þetta þýðir ekki að stoppa og hún situr bara og horfir á og hefur gaman af. En hvað ger- ist þegar þeir eru búnir að rífast, þá eru þeir allir himinlifandi og leika sér elskulegir saman. Trúarbragða- höfundar segja, verið sáttir þegar sólin gengur undir, en ég segi verið sáttir um leið og þið eruð hættir að rífast. Hættulegt að búa í höll Ég hef lært mína sálfræði af fjallarefnum og er sáttur við um- hverfíð og alla hvað sem fyrir kemur og öfunda aldrei nokkum mann og fyrir þetta hefur mér gengið allt betur og fínn ekki fyrir því á hvaða aldri ég er. Meðul nota ég aldrei, drekk bara ölkelduvatnið hér undir Jökli og tek það með mér á brúsum norður til að eiga á vet- uma enda allra meina bót. Það eldist enginn maður ef hann bara hlakkar til, það em áhyggjur og sálarstríð sem gerir fólk gamalt. Ég kom á bílnum mínum hingað frá Akureyri og ætla að skreppa í róður og veiðiskap og er með tjald og svefnpoka til að liggja úti. Enda segi ég: „Fátt er hraustum mönnum um megn, magnaður lífsins galdur, „Undir Jökli læknast fólk fljótt af þunglyndi, lífsleiða, ástar- sorg og náttúruleysi." ellina klára ég komst í gegn og kominn á besta aldur.“ Eitt forðast ég líka og það er að verða ríkur. Til þess hef ég nógar gáfur en ég vil það ekki og gaf frekar part minn í Dagverðará en að selja hann fyrir stórfé, því það að eiga peninga er það hættuleg- asta sem komið getur fyrir gamla menn. Því þegar þeir eiga kannski hálfa milljón í banka þá gera þeir allt til að bæta við og alveg sama hvað þeir eru orðnir gamlir, þeir meira að segja spara í mat og drep- ast jafnvel úr hungri. Þetta eru. örlög hinna ríku. Og það er eitt hættulegt líka og það er að búa í höll. Það hefur ekki komið út úr höllum ein einasta klámvísa eða sáimur eða bók, ekki ein einasta bók. Það fer öll orkan í að hugsa um að vera fínni en hin höllin, þetta er tilfellið. En í íslensku ifHvum djöfulinn eruð þið að skrá ykkur sem formenn og getið ekki stýrt11 baðstofunum voru hinsvegar skrif- uð ein dýrustu rit jarðar. Fegnrðin skapar frið Ég ætla að fara með fyrir þig ljóð sem ég flutti í veislu sem Snæ- fellingar héldu þegar ég varð áttræður en þar voru ortar drápur og annað. Vorhugur lifsins vekur sálimar ungu, í veldi dagsins birtist mátturinn sterki. Ég heilsa ykkur í hrynjanda íslenskrar tungu, hér hefur fólkið starfað að framtíðarverki. Þó skáldin yrki og semji um gleði og sorg, fá sálir máttinn frá orðum er landið vörðu. Sú þjóð sem ætlar öll að búa í borg, er búin að tapa lífi á þessari jörðu. En hvað sérð þú fegra en flöll, dali og grund, og fólk sem starfar við lifandi vorsins gróður, og fiskibáta er fara um víkur og sund, þar finnurðu starfsvið, þetta er lífsins óður. Og ef að þú horfir frá háfjöllum niður í sveit, þar hófet fyrst starfið og lífið um þúsund árin. Þú h'tur sem helgidóm feðranna fomhelga reit, og fyllist löngun að græða ættjarðarsárin. Og við skulum íslandi leggja allt okkar lið, hver líðandi stund sé bætur alþjóðahagsins, sveitimar blómgvist, fegurðin skapar frið. Friður og gleði það er hamingja dagsins." Viðtal og mynd: María Ellingsen 3 FLUGMÁLASTJÓRN Nám i jlugumferöarstjórn Fiugumferðarstjórn hyggst taka nokkra nemendur til náms í flugumferðarstjórn í byrjun árs. Skilyrði fyrir inntöku og námi í flugumferðarstjórn er, að umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi, tali skýrt mál, riti greinilega hönd, hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu og fullnægi tilskyldum heilbrigðiskröfum. Miðað er við, að umsækjendur séu á aldrinum 22—30 ára. Námið fer að mestu leyti fram við erlendar mennta- stofnanir og að hluta sem starfsþjálfun á vinnustöð- um hérlendis. Þeir sem áhuga hafa á slíku námi og starfa vilja við flugumferðarstjórn sæki umsóknargögn, útfylli umsóknareyðublað og skili ásamt staðfestu stúd- entsprófsskírteini og sakarvottorði til flugmála- stjórnar á Reykjavikurflugvelli fyrir 25. ágúst nk. Umsóknargögn liggja frammi á afgreiðslu flug- málastjórnar á 1. hæð í flugturninum á Reykjavík- urflugvelli. 16. júlí 1986, Flugmálastjóri. ASEA CYLINDA Þvottavélar og þurrkarar ...eins og hlutirnir gerast bestir: Ný safn- plata „Skýja- borgir“ komin út Skýjaborgir heitir hljómplata frá Geim- steini og er safnplata sem hefur að geyma 12 áður útkomin lög með ýmsum listamönn- um íslenskum og eriendum. oumnMM hahia •ALovntDomm *o*m tAunmmao* •tcmtoum aabha jouAtoomm MUOAttVMIT MAOMUMAm KJABTAMttOHAm OStmmiKDUn VALTYSSOM KVA QjmtAntDórrm Þar á meðal er Hljóm- sveit Magnúsar Kjart- anssonar, Þokkabót, Privat, Gammar, Eva Gunnarsdóttir og Ruth Reginalds. Hönnun á umslagi annaðist Sveinbjöm Gunnarsson. Norsk hjálp- ræðishers- hljómsveit 1 heimsókn Hjálpræðishershljómsveit frá Noregi er væntanleg í heimsókn um miðjan mánuðinn og heldur hún hér nokkra tónleika. Fyrstu tónleikarnir verða í Fíl- adelfíu kl. 21. fímmtudaginn 14. ágúst. Síðan verður haldið norður til Akureyrar og leikið í Dynheimum á föstudagskvöld og úti á laugar- dag. Síðan kemur hljomsveitin suður aftur og heldur tónleika f Austurbæjarbíói kl. 14.30 á sunnu- dag 17. ágúst. Einnig kemur hún Norska hjálpræðishljómsveitin NSB, sem mun halda nokkra tónleika hér á landi um miðjan mánuðinn. fram á hátíðarhöldum vegna af- mælis Réykjavíkur 18. ágúst. Með tæknimönnum eru 13 með í ferðinni og er Daníel Óskarsson kafteinn fararstjóri. í fréttatilkynn- ingu frá Hjálpræðishernum segir að þessi hljómsveit, sem kalli sig NSB, þ.e. hljómsveit norskra her- manna, hafí notið mikilla vinsælda hvar sem hún hefur komið fram, hvort sem er í Noregi eða annars- staðar í Evrópu, og sé talin ein besta hljómsveitin á sínu sviði í Noregi. ÍJTFLUTNIN G SFYRIRTÆKI — STOFNUN Boðað er til stofnfundar útflutningsfyrirtækis 15. ágúst nk. kl. 15.00 að Hótel Loftleiðum, Kristalsal. Um er að ræða fyrirtæki sem flytji út fatnað með áherslu á prjóna- vöru. Dagskrá: — Kynning á aðdraganda og undirbúningi — Söfnun hlutafjárloforða. — Ákvörðun um stofnun félagsins. — Kosning stjórnar og endurskoðenda. — Önnur mál. Nánari upplýsingar veitir Sigurð- ur Ingólfsson, Hannarr hf., sími 687311 og Reynir Karlsson, LSP, simi 622727. Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET, textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð og rekstrarhagkvæmni. ASEA CYLINDA tauþurrkari Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en þú getur líka stillt á tíma. 114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin- um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri tromlu til að þurrka í en til að þvo í. Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi. Mikið tromlurými og kröftugt útsog í stað innblásturs stytta þurrktíma, spara rafmagn og leyfa allt að 8m barka. Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu. Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk. Sparar tíma, snúrupláss og strauningu. Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara. Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél- inni. ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum. Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er, að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SlÐAR vegna betri endingar. /rOnix HÁTÚNI6A SlMI (91)24420 ASEA CYUNDA þvottavélar Þvo best, skola best, vinda best, fara best með tauið, nota minnst rafmagn. Vottorð upp á það. Gerðar til að endast, og í búðinni bjóðum við þér að skyggnast undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki síður að finna muninn sem máli skiptir: trausta og stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum i stað gormaupphengju, ekta sænskt ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á 35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í stað sandpoka eða brothætts steins o.fl. Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu- vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga, grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar- og hljóðgildru, stjórnkerfi með framtíð- arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í 1100 snúninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.