Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 Masada. Áríð 73 eftir Kríst frömdu 960 Gyðingar, karlar, konur og börn, sjálfsmorð í Masada fremur en falla í hendur Rómverjum. Á 20. öld hafa Masada og atburðir nir þar á fyrstu öld tímatals okkar orðið tákn þjóðernis- hyggju Gyðinga. Öllu er fórnandi ffyrir guð og föðurlandið. En einmitt þessi hugsun er undirrót Masada-áráttunn- ar sem stundum er nefnd í sambandi við hernað Gyðinga á 20. öld. Hug- myndin sem liggur að baki er sú að fyrr myndu í sraelar grípa til örþrífa- ráða en játa sig sigraða. Hér skal ekki um það deilt hvort Kristur fæddist árið 0 eða árið 1, hitt er óvef engjanlegt að fæðing hans braut blað í sögu mannkyns. Alla tíð síðan hefur stór hluti jarðarbúa streist við að halda kærleiksboðorðið með misjöfnum árangri þó. í Júdeu sjálfri skaut fyrirgefningarboðskapur Krists vesældarlegum rótum, þar logaði allt í trúardeilum og jafnvel uppreisnum gegn keisaranum í Róm. Vitaskuld kunni þetta ekki góðri lukku að stýra og að rísa gegn Róm á 1. öld eftir Krist var áþekkt og að við Islendingar segðum öðru hvoru stórveldinu strið á hendur nú á ofanverðri 20. öld. En einmitt um slíka fífldirfsku fjalla sjónvarpsþættir þeir sem íslenska sjónvarpið byijar að sýna okkur í kvöld. Sviðið er Masada, fjaUavirki í nágrenni Dauðahafsins. Atburðarásin byggir á sannsögulegum atburðum úr lífí gyðinga. Það er uppreisn í Júdeu, fámennur hópur hinnar útvöldu þjóðar hefur tekið sér bólfestu í virkinu Masada en að þeim sækir óvígur her Rómveija. Þetta var árið 73 eftir Kristsburð. Masada sínum Jahve fyrir Seif. Við það varð ekki unað og Makkabear, sem bjuggu í vesturhlíðum Júdeufjalla, risu upp gegn kúgurunum og fyrr en varði hafði öll þjóðin fylgt sér að baki þeim. Selótar Það var um þetta leyti sem svo- nefndir Selótar fóru að láta á sér kræla. Þeir áttu síðar eftir að leika annað aðalhlutverkið í umsátrina um Masada. Selótar voru heitir trú- menn, Messías frelsari gyðinga- þjóðarinnar var í þeirra augum voldugur herkonungur sem molaði óvini ísraels. Um tíma töldu þeir sig hafa fundið þennan Messías í konungum Makkabea en síðar gerð- ust þeir fráhverfir þeim vegna óhófslifnaðar Makkabeakonung- anna, sukki þeirra og svalli. Þegar konungdæmi gyðinga varð að engu vegna bræðradeilna um 64 fyrir Krist komu Selótar enn fram í dagsljósið, en þeir höfðu þá haft hægt um sig í áratugi. Róm- veijar gerðust leiðir á stöðugum krytum gyðinganna og hugðust binda enda á þær í eitt skipti fyrir öll. Það endaði með því að Pompei- us settist um Jerúsalem og hernam hana. Selótar tóku þá til sinna ráða og vörðu musterið helga í borginni í fulla þtjá mánuði Pompeiusi til mikillar hrellingar. Um síðir var varnarliðið brytjað niður og kon- ungdæmi Makkabea Iimað í sundur. Heródes mikli lét reisa sér glœsilega höll, um£irta oflugum veggjum, í norðan- verðum fjallsrana Masada- fjalls í Júdeu-auðnini. Þegar Heródes dó árið 4 fyrir Krist tók rómverskt setulið sér aðsetur í hallar- virki hans á Masada. Rúmrí hálfri öld síðar strá- felldu Selótar setuliðið á Qallinu og árið 73 gerðu 960 Gyðingar það að sínum hinsta legstað. Saga gyðinga er saga stríða og trúarofstækis. Á öndverðri 6. öld fyrir Krist voru þeir svínbeygð- ir af erlendum árásarseggjum, Jerúsalem eytt og íbúamir fluttir á brott. Liðlega hálfri öld síðar veitti Kýros Persakonungur þeim heim- fararleyfi, en það var fyrst í kringum 200 fyrir Krist að gyðing- ar komust í snertingu við Rómveija, þó á óbeinan hátt væri. Seifur í stað Jahve Um aldamótin 200 lögðust gyð- ingar á sveif með bandamanni Hannibals fyrir botni Miðjarðar- hafs, Antíokkusi III konungi Selevkíta í Sýrlandi. Um síðir brutu Rómveijar konunginn á bak aftur og vinskapur Selevkíta og gyðinga varð að fullum íjandskap. I þeim leik voru gyðingar í hlutverki Davíðs og máttu þeir þola mikið harðræði af hendi Selevkíta áður en þeim tókst að stemma stigu við valdníðslu þeirra. Það sem reið baggamuninn og æsti gyðinga til uppreisnar gegn Selevkítum var að þeir heimtuðu, í skjóli hernaðarlegra yfirburða sinna, að gyðingar fómuðu guði Gyðingaland verður að rómversku skattlandi Enn um sinn fengu gyðingar þó að búa í Palestínu undir gyðing- legri stjóm. Og þrátt fyrir að Selótar létu ekki mikið til sín taka á þeim áratugum sem nú gengu í garð þá var engu að síður mikil óánægja í landinu með stjómvöld. Þegar hinum langa valdatíma Heró- desar mikla lauk árið 4 fyrir Krist, en hann hafði þá ríkt í 33 ár yfir Palestínu, urðu blóðug upphlaup víðsvegar um landið. Uppreisnar- menn vom skomir niður við trog af heijum Rómveija og landinu skipt milli sona Heródesar. ðð Þetta varð þó skammgóður vermir því sem fyrr setti sundrung og óeining mark sitt á samfélag I kvöld byrjar sjónvar pið að sýna myndaflokkinn Masada. A skjánum mun þá vænt anlega einhvern sunnudaginn birtast þessi óhugnanlegi múrbrjótur, en hann var eitt þeirra tækja sem Rómverjar not- uðu til að vinna virkið. gyðinga, þar var hver höndin upp á móti annarri og skálmöld ríkti. Það varð ekki við neitt ráðið og árið 6 varð gyðingaland að róm- versku skattlandi. Guðs útvalda þjóð Þegar við dauða Heródesar, árið 4 fyrir Krist, áttu gyðingar sér orð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.