Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 „ÞESSI réttarhöld, sem við höf- um lengi beðið eftir, eru sigur réttlætisins,“ sagði Milko Gajski dómari þegar Andrija Artukovic, 86 ára gamall króatískur þjóð- ernissinni, sem Bandaríkjamenn framseldu Júgóslövum í febrúar á þessu ári, var nýlega dæmdur til dauða eftir mánaðarréttar- höld í Zagreb. Hinn dæmdi er nær blindur, heyrir illa og þjáist af Parkin- sonsveiki. Verðir urðu að styðja hann á fætur þegar dómurinn yfir honum var lesinn og hann sýndi engin svipbrigði. Samkvæmt dómnum verður Artukovic, sem hefur verið kall- aður „böðull Balkanskaga" og „Himmler Króatíu“, leiddur fyrir aftökusveit, en ekki er loku fyrir það skotið að dómurinn verði mildaður vegna þess hve gamall hann er. Hann var fundinn sekur um að hafa fyrirskipað fjölda- morð og nauðungarflutninga á árunum 1941-1945, þegar hann var innanríkis-, dómsmála- og trúarmálaráðherra leppstjórnar nazista í Króatíu. Artukovic var í raun og veru staðgengill dr. Ante Pavelic, sem kom á fót „sjálfstæðu Króatíuríki fasista með hjálp Þjóðverja og ítala eftir fall Júgóslavíu 1941. Pavelic lézt fyrir um 20 árum í Argentínu 700.000 morð Formlega var Art- ukovic aðeins ákærður fyrir morð á um 1000 manns, en júgó- slavnesk yfírvöld segja að hann hafí borið ábyrgð á útrýmingu 700.000 gyðinga, serba, zígauna og skæruliða úr andspymuhreyf- ingunni. Samkvæmt ákæruskjalinu, sem er 38 síður, reyndi Artukovic að réttlæta gerðir sínar við rannsókn málsins með því að halda því fram þær hefðu stafað af ríkjandi stríðs- ástandi og hann sýndi engin merki iðrunar. Sækjandinn í málinu lagði fram 40 frásagnir vitna. Hann kallaði Artukovic „einn mesta og illræmd- asta stríðsglæpamanninn" og þann hættulegasta, sem hefði verið leidd- ur fyrir rétt sjðan Adolf Eichmann var dæmdur í ísrael fyrir aldarfjórð- ungi. Verjendumir héldu því fram að framburður vitnanna sannaði á engan hátt ákærumar á hendur Artukovic. Dómaramir, sem voru fímm, komust að þeirri niðurstöðu að Artukovic hefði verið einn helzti frumkvöðull þess að fangabúðir voru reistar í Króatfu. Sjálfur kvaðst. hann hafa „vitað aðeins óljóst" um fangabúðimar; hann sagði að þær hefðu verið nauðsyn- legar, en hann hefði ekki tekið þátt í útrýmingu fanga. Hann neitaði því harðlega að hann hefði átt dijúgan þátt í útrýmingu 200.000 gyðinga, kvaðst aðeins hafa gegnt minniháttar hlutverki og sagði í svari við spumingu Gajskis yfír- dómara; „Gyðingamálið hefði átt Artukovic t útlegðinni í Bandarflgunum (1958): baráttan fyrir framsali hans var löng. Artukovic færður úr réttarsafaium eftír dómsuppkvaðninguna. Andrija Artukovic sýndi engin svipbrigði. að leysa með stjómunar- en ekki lagaráðstöfunum." Gajski dómari sagði að fóm- arlömb og samverkamenn króatísku fasistastjómarinnar, sem bám vitni í réttarhöldunum, hefðu sýnt fram á að Artukovic hefði verið metnað- argjam embættismaður, sem hefði verið máistað sínum trúr, „fyrir- skipað morð á óbreyttum borgurum og samið lög, sem hefðu kveðið á um fjöldamorð, nauðungarflutninga Qölda fólks og pyntingar í stórum stfl“. Dómarinn talaði um ábyrgð Arukovics á „miskunnarlausum fíöldamorðum á óbreyttum borgur- um og stríðsföngum" og sagði að hann „hefði haft í hendi sér líf og dauða hundruða þúsunda gyðinga, fyrirskipaði hefndarmorð á þorps- búum eftir árásir skæmliða, hand- tökur og morð á fjölskyldum í Zagreb og skipun um að senda kunnan lögfræðing og fyrrverandi þingmann, dr. Jesa Vidic, nauðugan í fangabúðir, þar sem hann lét lífið, og gera eigur hans upptækar. Mundiekki Þegar Artukovic var spurður um morð á íbúum þorpsins Vrgin Most sagði hann: „Eg hef aldrei komið þangað. Ég hef aldrei heyrt um þetta áður.“ Nokkur hundruð manns voru myrt í dalverpi í þorp- inu. Hann kvaðst heldur ekkert vita um Vidic. Artukovic viðurkenndi að ráðu- neyti sitt hefði samið svokölluð kynþáttalög um útrýmingu gyðinga og zígauna, en kvaðst hafa verið andvígur þeim lögum og sagði að Pavelic ríkisleiðtogi hefði borið alla ábyrgð á þeim ogtekið aliar ákvarð- anir um kynþáttamisrétti. Hann sagði að herdómstólar hefðu verið nauðsynlegir til að koma í veg fyrir tilraunir til að grafa undan króatíska ríkinu og tortíma því og viðurkenndi að ráðu- neyti sitt hefði gefíð út handtökutil- skipanir. Hins vegar hefði frum- kvæðið komið „að ofan“; að vísu hefði hann verið spurður álits sem ráðherra, en lægra settir „sérfræð- ingar" hefðu séð um að framkvæma allar ákvarðanir. Þegar hann var að því spurður hvort hann hefði notið trausts Pavelics kinkaði hann kolli ogglotti. Gajski vfsaði á bug staðhæfíng- um verjenda um að Artukovich væri elliær og hvorki andlega né líkamlega fær um að taka þátt í réttarhöldunum. Hann sagði að Artukovic myndi nákvæmlega eftir ákveðnum samræðum, bréfum, skoðunum og fundum. Hann vísaði sömuleiðis á bug fullyrðingum veij- enda um að málið væri fymt og sagði að jafnhroðalegir glæpir fymtust aldrei. Þar sem sakbomingurinn var háaldraður og heilsuveill stóð rétt- urinn aðeins nokkra klukkutíma í senn, en dómaramir höfnuðu þeirri kröfu veijendanna að réttarhöldun- um yrði frestað, svo að Artukovic gæti farið f fleiri læknisskoðanir og gengizt undir geðrannsókn. Dottaði Allan þann tíma sem réttarhöldin stóðu sat Artukovic eins og múmfa Artukovic fyrir réttí í Zagreb: „Ég hef aldrei heyrt um þetta áður.“ serba, zígauna og fólks af öðm þjóðemi". Þúsundir manna vom látnir þola óbærilegar þjáningar og vom teknir af lffi undir því yfírskini að veija þyrfti þjóðina og hugsjóna- fræði stjómarinnar, kynþáttastefnu hennar og kaþólska trú, sagði hann. Hins vegar benti Gajski dómari á að í samræmi við samninginn um framsal Artukovics frá Bandaríkj- unum hefðu réttarhöldin ein- skorðazt við fjögur ákæmatriði, sem fyrst hefðu komið fram í réttar- höldum gegn honum í Bandaríkjun- um. Hér var um að ræða hlutverk það sem Artukovic gegndi þegar hann HIMMLER KRÓATÍU ANDRIJIARTUKOVIC DÆMDUR TIL DAUÐA FYRIR STRÍÐSGI.ÆPI í ZAGREB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.