Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 B 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Njótum fegurðar himinsins Ingvar Agnarsson skrifar: „Kæru samferðamenn á lífsins leið. Hafið þið veitt því athygli að fyrstu stjörnur síðsumars eru þegar famar að sjást á heiðskírum nótt- um? Mér varð gengið út kl. 1 að- faranótt sunnudagsins 27. júlí sl. Dagur var enn hátt á lofti í norður- átt, allt að háhimni, en í suðri var himinn nokkuð rökkvaður. Eg svipaðist um eftir stjörnum, ef einhver þeirra skyldi nú þegar vera sýnileg í suðurátt. Og viti menn! Eg kom auga á þijár stjöm- ur, einmitt þær sem mynda þríhym- inginn stóra sem svo er stundum kallaður. Fleiri sá ég ekki. Þetta voru stjörnurnar Deneb í Svansmerkinu, Vega (Blástjaman) í Hörpumerkinu og Altair í Amar- merkinu. Eg hef ekki fyrr séð stjömur á himni svo snemma á síðsumri enda var veður þessa nótt alveg einstakt hvað heiðríkju snertir. Það verður gaman að fylgjast með stjörnum himins frá og með þessum tíma, hversu þeim smáfjölg- ar eftir því sem næturdimman eykst frá einni vikunni til annarrar. Himinninn er hluti umhverfis okkar og ekki sá sísti. Veitum hon- um athygli, njótum fegurðar hans og þeirra áhrifa sem frá honum berast.“ Þakkir til * Islendings Itamar Siqueira, Brasilíumaður sem dvalið hefur á íslandi síðustu sex sumur, skrifar: í fyrsta lagi langar mig að þakka íslendingum fýrir að hafa boðið mér inn á heimili sín. Ég heiti Itamar og kona mín Tania. Við erum frá Brasilíu og síðustu sex árin höfum við verið við nám í trúboðsháskóla á Eng- landi. Við eigum aðeins tveggja ára nám eftir og að því loknu höldum við aftur heim á leið til Brasilíu. Þar ætlum við að starfa við trúboðs- stöð við að hjálpa fátækum og útbreiða krístna trú. í þessi sex ár höfum við farið til íslands á sumrin og selt þar bækur til að fjármagna skólagöngu okkar. Ástæðan fyrir þessu er að gjald- miðill Brasilíu er það veikur að það væri nær ómögulegt fyrir okkur að vinna þar og afla nægs fjár til að borga skólagjöldin. Með bókasölunni höfum við kynnst íslendingum sífellt betur. Þeir eru mjög vingjamlegir. íslenskan er mjög fagurt mál og landslagið er eitt það fegursta í heimi. Við viljum koma á framfæri þakklæti til íslendinga fyrir að hafa verið okkur örlátir og við vonum að bækumar sem við höfum skilið eftir á heimilum þeirra séu tákn um heilbrigði, frið, ást og trú. Kærar þakkir. Itamar og Tania. VESTFJ A RDALE IÐ Skúla finnst að afrek Jóns Páls Sigmarssonar hafi ekki hlotið nægi- lega umfjöllun i fjölmiðlum. Stjörnur fá rækilega umfjöllun i Velvakanda I dag. Ingvar bendir fólki á að njóta fegurðar himinsins og Guðsteinn varar við að rugla saman stjömufræði og stjörnuspáfræði. Hvað ræður vali íþróttafrétta? Skúli Helgason prentari hringdi: „Mig hefur lengi langað til þess að koma á framfæri nokkrum spumingum til íþróttafréttamanna blaðanna og sjónvarpsins um hvað þeir telji litlar og hvað miklar frétt- ir af íþróttasviðinu. Blöð og sjónvarp em yfirfull af fréttum um knattspyrnu hér heima og ekki síður erlendis en á afreks- menn á heimsmælikvarða í ýmsum öðrum íþróttum er tæpast minnst. Fyrir skemmstu vann Jón Páll sér það til frægðar að sigra á skosku hálandaleikunum sem millj- ónir ef ekki tugmilljónir hafa örugglega fylgst með. Aðeins smá- klausur hafa birst um þetta í fjölmiðlum. Þetta er sem sagt tæp- ast frétt á íslandi. Nú bregður allt í einu svo við að í Morgunblaðinu miðvikudaginn 6. ágúst sl. eru sex heilar mynd- skreyttar síður um golfmenn sem kannski ekki nema eitt prósent þjóðarinnar hefur áhuga á. Þeir eru ekki einu sinni landsfrægir, hvað þá heimsfrægir. Við vitum öll að golf er íþrótt ríkisbubbanna og knattspyman er- lendis lítið annað en mútur og veðmál. Eru það virkiiega peningar sem ráða fréttum fjölmiðla af íþróttum en ekki afrekin sjálf? Það væri mjög fróðlegt að fá skýr svör við þessu því að frétta- mat þessara svokölluðu íþróttafréttaritara virðist vera meira en lítið brenglað." NU P(l w að eignast sína fyrstu íbúð ,íSsa ■ \ V ojv ILlMi Frostafold 22-24-26 Grafarvogi Stutt í alla þjónustu Afhending: Febrúar — apríl 1987. Mjög nákvœm og vönduð byggingarlýsing og teiknlngar liggja frammi hjá fasteignasölunni. Lýsing: 2ja og 3ja herb. íb. sem afh. tilb. undir tréverk og máln. meö milliveggjum. Að utan verður húsið fullfrág. og málað, lóð verður tyrfð. Húsið stendur mjðg hátt og er útsýni eitt hið besta i borginni. íb. eru m. suðvestursvölum og mjðg sólrikar. Sérþvottaherb. fylg- ir hverri íb. Með íb. getur fylgt stæði i bílageymslu. Dæmi um greiöslukjör fyrir þann sem er að kaupa í 1. sinn og er í fullgildum Iffeyrissjóði: 2ja hert. ib. 63,5 fm Við undirrítun kaupsamn. 2B0.000.- Með húsnaaðismálalánl 1.180.000.- Eftirst. maga greiðast á 14mán. 380.000.. 2SUJOO.- i ■*- Samtais kr. 1.' 3ja herfa. íb. 102,3 fm með stsði í bðag. Við urtdirritun kaupsamn. 380.000.- Með húanaeðiamálaláni 1.800.000.- Eftirst. mega greiöaat á20mán «30.000.- 31.S00.- á mán. Samtals kr. 2.780.000.- 3ja herb. fb. 102,3fm 2jaherb. fb. 82,1 fm 2ja herb. fb. 2ja herb. ib. 68,0 fm 83,8 fm Stæði í bílageymslu 350.000.- Opiö kl. 1-3 BYGGINGARAÐILI: BYGGINGARFÉLAGIÐ GYLFIOG GUNNAR SF. TEKNING: KJARTAN SVEINSSON. FASTEIGNASALAN FJÁRFESTING HF. Tryggvagötu 26 -101 Rvk. - S: 62-20-33 Lögfræöingan Pétur Þór Sigurötton hdl., Jónína Bjartmarz hdl. Bladburóarfólk óskast! UTHVERFI Álfheimar Skeiðarvogur Kleppsvegur 3-38 Laugarásvegur 39 Austurbrún 8 AUSTURBÆR Njálsgata Sjafnargata KÓPAVOGUR Nýbýlavegur Laufbrekka Þinghólsbraut 84-113 og Kópavogsbraut 47-82

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.