Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGUST 1986 I I IV4I KVIKMYNDANNA •i Bertolucci kvikmyndar „Hinsta keisarann“ íKína Talsverðar tafír hafa orðið á því að Bemardo Bertolucci geti byijað á nýju myndinni sinni sem hann hefur undirbúið síðustu fímm árin, en nú hafa þær gleðifregnir borist að hann hóf tökur 4. ágúst síðastliðinn. Myndin heitir „Hinsti keisarinn" (The Last Emperor) og fjallar um Pu-Yi sem varð keisari yfír Kína aðeins sex ára aldri og var keisari í nákvæmlega sjötíu ár. Pu-Yi fékk stöðu garðyrkjumanns við keisara- höllina eftir að kommúnistar tóku völdin og stofnuðu Alþýðulýðveldið Kína. Bertolucci ætlar að taka alla myndina í borginni Beijung og mun myndin kosta litlar 25 milljónir dollara, sem er mikið, en framleið- andinn Jeremy Thomas bendir á að kostnaðurinn myndi margfaldast væri myndin tekin í Evrópu eða Bandaríkjunum. Bertolucci fær meira að segja að fílma inni í mörg- um frægum byggingum í Kína, en til þessa dags hefur slíkt talist guð- last, eða á maður að segja flokks- last. Tökur áttu að hefjast um pásk- ana en af því gat ekki orðið þar sem Sean Connery, sem átti að vera í einu aðalhlutverkinu, var upptekinn við Vilhjálm í „Nafni rósarinnar" á Ítalíu. Svo Bertolucci fékk Peter O’Toole í hans stað, hann mun leika írskan sérvitring á mála hjá keisaranum. Keisarann sjálfan leikur John Lone, Kínverji sem gerir það gott vestanhafs, lék meðal annars í „Ári drekans" eftir Cimino. Og fyrir þá sem vilja vita meira, þá mun Vittorio Storaro stjóma myndavélinni. Vittorio Storaro er einn alfremsti kvikmyndatökumað- ur í heimi, og nægir að nefna þrjár myndir því til sönnunar: „11 con- formiste" eftir Bertolucci sjálfan, „Apocalypse Now“ eftir Coppola og „Rauðliðana" eftir Warren Beatty. Bernardo Bertolucci hefur ekki gert kvikmynd síðan 1980, en hún er hann byrjaður á „Hinsta keisaranum“ og tekur myndina í Kína. Regnboginn: Mestur konunga Richard Gere leikur Davíð kon- ung, Qárhirðinn unga sem sigraði Golíat, vann mikla sigra í orrustum og gerðist mestur kon- unga. Svo segir í Biblíunni og nú hefur ástralski leikstjórinn Bmce Beresford, sem er þekktastur fyr- ir Breaker Morant, fest þessa sögu á fílmu. Regnbogínn sýnir. John Lone leikur Pu-Yi. „Mig langar bara að segja sögur“ segir leikstjórinn IMeil Jordan Neil Jordan, höfundur myndar- innar Úlfadraumar, las í blaði um glæpamann sem kærður var fyrir hrottalegar líkamsárásir. Mað- urinn sagði fyrir réttinum að hann hefði verið að vemda gleðikonur fyrir yfírgangsemi melludólganna. Vandinn sem þessi maður stóð frammi fyrir var sú að gleðikonum- ar vissu ekki af eða kærðu sig ekki um þessa vemd. Svo Neil Jordan fór að fá hug- myndir eftir að hafa lesið um þenna Don Kíkóta öngstrætanna. Afrakst- urinn var kvikmyndin „Mona Lisa“. Bo Hoskins leikur gamalreyndan krimma sem fær þann óvænta starfa hjá gömlum félaga í undir- heimunum að aka gleðikonunni Simone til og frá vinnu. „Ég vissi alltaf að þessar aðalper- Neil Jordan, leikstjóri sónur sögunnar yrðu að vera algerar andstæður í útliti," segir Neil Jordan. Bílstjórinn átti að vera miðaldra, lágvaxinn, þéttur á velli, því sem næst sköllóttur og einstak- lega ósmekklegur í klæðaburði; hver annar en Bo Hoskins hæfði því hlutverki? Þegar Hoskins hafði tekið að sér hlutverk bílstjórans var eftirleikurinn auðveldur: gleðikonan Simone var ung, hávaxin og dökk á hömnd; hana leikur Cathy Tyson, ung bresk leikkona á uppleið. „Mig langar bara að segja sög- ur, það er eini metnaðurinn minn í lífinu,“ segir Neil Jordan, „og seg þær vel.“ Hann er íri og fékk þ ungan breskan rithöfund, Davi Leland, til liðs við sig. Leland þes þekkti betur til slangursins á meði I gleðikvennanna heldur en Jorda sjálfur. Leland sýndi Jordan fyrst uppkast af handritinu um það ley sem Jordan var að ljúka við „Úlfa drautnana" sína. Bo Hoskins var kosinn besti karl leikarinn á kvikmyndahátíðinni Cannes í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.