Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 B 13 4 4 Það var óvænt og harla óper- ■ I ettukennt valdaafsal föður- bróðurins, Játvarðar VIII, sem olli því, að Elísabetu hlotnaðist tíu ára að aldri sú vegsemd að verða ríkisarfi Bretaveldis. Hinn feimni og óframfæmi faðir hennar, sem þar með var skyndilega orðinn Georg VI, lét undrun sína i Ijós með svofelldum orðum: „Ég er sjóliðsfor- ingi, ég hef ekki lært neitt annað." En þeim mun annara lét konungur sér um menntun eldri dóttur sinnar. Hér er þáverandi krónprinsessa Elísabet að læra lexíumar úti í lystigarðinum við Windsorkastala. Móðir hennar, Elísabet drottning, fylgist með náminu. Prófessor frá Etonskóla segir hinni 15 ára gömlu krónprins- essu til í stjómvísindum í einkatímum. Þetta er árið 1941 og heimsstyijöldin geisar. Elísabet prinsessa hefur þá þegar flutt fyrstu útvarps- ræðu sína: Með þeirri mjóróma og örlítið skræku rödd, sem einkennir málfar hennar enn í dag, las hún ávarp sitt til brezkra bama, er flutt höfðu verið í öryggisskyni frá heimilum sínum í brezkum borgum til dvalarstaða úti á landi vegna loftárásanna. KonungsQölskyldan fylgir nákvæmlega þeim skömmtunarreglum, sem þegnamir búa við varðandi matvæli og sefur í loftvamarbyrgi neðanjarðar í Lundúnum, enda þótt höfuðborgin sé þá þegar illa útleikin eftir loftárásir Þjóðveija. Fjölskyldan hélt sig því miklu nær stríðsvettvangi heldur en óvinirnir álitu. „Lilibet" reynist rétt í meðallagi sem námsmaður; henni leyfist að halda einn hund af corgie-kyni og hefur alla tíð haldið tryggð við það hundakyn. Þá hefur hún einnig haldið tryggð við einkunnarorð móður sinnar, sem var uppalin úti á landi: „ .. .og reglulega mikið af fersku lofti." tækrahælinu — þannig vill enska þjóðin hafa það ... Tákn stöðugleika á óróatímum Það er einmitt þetta æpandi ósamræmi milli dýrlegrar tálmynd- ar og hins kalda vemleika, þetta um margt löngu úrelta hegðunar- mynstur hinna konunglegu brezku hátigna út á við, sem gert hefur stöðu konungdómsins miklu vin- sælli nú á dögum heldur en nokkum tíma áður á undanfömum öldum. Vinsældir konungdóms hafa aukizt jafnt og þétt á síðustu áratugum í sama mæli og órói, upplausn og logandi deilur hafa magnazt meðal þegnanna í konungsríkinu vítt og breitt. Við aðstæður, þar sem ríkis- stjómir em stöðugt að skjóta upp kollinum og hverfa af vettvangi, hver hugmyndafræðin leysir aðra af hólmi og þar sem áhrif kirkjunn- ar á hugarfar og velsæmi hafa dvínað í sífellu meðal almennings, er hinn hefðbundni konungdómur orðinn eitt af síðustu haldreipunum í augum langþreyttra, uppnæmra brezkra þegna; konungdómurinn er þannig þau friðhelgu vé, sem þjóðin hefur slegið skjaldborg um. Þeir, sem því kynnu að vera þeirrar skoð- unar, að brezkur konungdómur sé eitthvert löngu úrelt og óþarft glitr- andi djásn á grámyglulegum, fáskrúðugum tímum, þeim skjátlast hrapallega. Sem stofnun og tákn æðstu valdstjómar ríkisins hefur konungdómur á þessari öld aldrei haft eins djúpa og margslungna merkingu í augum mikils meirihluta Breta eins og einmitt nú á dögum. Það er þó engin nauðsyn að kveða jafn fast að orði í þessu sambandi og enski rithöfundurinn Malcolm Muggeridge, sem fullyrt hefur, að brezkur konungdómur sé - í heimi sívaxandi efnishyggju og ráðandi veraldlegra sjónarmiða - orðinn að eins konar einkatrúarbrögðum Breta. Yfir 80% Breta, sem lýsa sig jafnan fylgjandi konungsstjórn í skoðanakönnunum um þetta efni, sem fram hafa farið á síðustu ára- tugum, finnst það nægilegt hlut- verk konungdómsins að vera þjóðinni tákn stöðugleika og stað- festu í hverfulum heimi nútímans. Hyg'gin, varkár og vakandi Þessar gífurlegu vinsældir kon- ungdóms í Bretlandi nú á dögum eru alveg tvímælalaust Elísabetu II sjálfri að þakka. Á þijátíu og Qögurra ára valdaferli sínum hefur hún kunnað á því lagið að sporna við hvers kyns utanaðkomandi áhrifum félagslegra og pólitískra sviptivinda á krúnuna, og af ásettu ráði hefur hún brugðizt vonum þeirra þegna sinna, sem á sínum tíma - um 1952 - bjuggust við ungri drottningu með nýjum við- horfum, nýjum lífsháttum. Segja má, að þessi kona hafi 25 ára að aldri verið jafn gömul og fullorðin í háttum eins og hún er núna sex- tug. Með konunglegri rósemi og hátignarlegu afskiptaleysi hefur hún jafnan mætt öllum aðvífandi straumum og stefnum í tímans rás. Þrátt fyrir flóknar hirðsiðareglur og litskrúðuga, miðaldalega við- höfn, sem stöðugt einkennir nokkrar af þeim opinberu athöfn- um, sem drottningin er miðdepillinn í, er Elísabet að eðlisfari kona hóg- vær og gætin í háttum, frábitin glysi og allri útsláttarsemi. Undir hennar stjóm og fyrir hennar at- beina varð brezka hirðin aldrei vettvangur neinna merkilegra við- burða á sviði menningarlífs og lista. Andans forkólfar Breta hafa sjaldn- ast átt neinn viðmælanda né sér- staka stuðningsaðila úr röðum Windsorættarinnar. Á valdatíma Elísabetar II hafa áhugamál konungsíjölskyldunnar jafnan verið, og eru enn í dag, hin sömu og tíðkast hjá brezka sveita- aðlinum yfirleitt: hestamennska, veiðar, póló, krikket, tennis og gönguferðir - ekki svo mjög bók- menntir, listir, heimspeki og stjóm- mál. Á meðan konungsQölskyldan hefur vetursetu í höfuðborginni, er áberandi hve Windsorarnir eru mun meira í essinu sínu á „royal perfor- mance“ með þekktum skemmti- kröftum í dans- og söngleikjahúsinu Circus Arena sýnir í Reykjavík vestan húss TBR og Glæsibæjax Frumsýning miðvikudaginn 6. ágúst kl. 20.00. Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 20.00. AllkasýnÍIH Föstudaginn 8. ágúst kl. 16.00 og 20.00. m«nuHaf Laugardaginn 9. ágúst kl. 16.00 og 20.00. Sunnudaginn 10. ágúst kl. 16.00 og 20.00. kl. 16.0C Mánudaginn 11. ágúst kl. 20.00. Forsala aðgöngumiða á sýningarsvæði á hverjum degi tveimur klukkustundum fyrír sýningu. Hverfisgötu 64 A. S. 2526

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.