Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 21
f MbKGUNBIAÖH), SlJNNirUAGUK 10. ÁGÚST'i986 B ’2l KROSSGATA Quayle, Carrera og O’Toole í hlutverkum sínum i Masada. veg sem Rómveijarnir vildu og höfðu þrælað fyrir. Samúðin er að sjálfsögðu öll með gyðingunum á Masadafjalli. Myndaflokkurinn er dýrðaróður til þeirra en yfirmaður Rómveijanna, Silva, er ekki með öllu samúðar- laus. Hann gerir sér ljósa grein fyrir bjánaskapnum og tilgangs- leysinu sem felst í því að berjast um þennan klett í einskismanns- landi en hann hefur ekkert vald í þeim efnum. Keisarinn í Róm þurfti á sigri að halda í Júdeu og samn- ingaleiðir voru ekki teknar til álita. Peter O’Toole er alltaf svolítið geggjaður leikari og hann er aldrei háværari og frekari en sem Silva í Masada. Hann lætur yfirleitt eins og hann sé að tala við 5000 manns en þótt það sé stutt í ofleikinn hjá O’Toole í öllum látunum á maður erfítt með að ímynda sér nokkurn annan í hlutverkið. Peter Strauss er hljóðlátur og hægari leikari og raunar alger andstæða nafna síns. Það hefur lítið sést til Strauss síðan hann lék Rudy Jordache í Gæfu og gjörvileika sællar minningar. Eleazar veit að um síðir ráðast Rómverjar til inngöngu og grípur til örþrifaráða þegar að því kemur. Anthony Quayle leikur aðalráð- gjafa Silva og gerir það alvörugef- inn og áhyggjufullur eins og alltaf, Barbara Carrera leikur ástkonu Silva sorgmædd og þreytt og David Warner leikur óþokkan Falco, sem kemur til Masada frá keisaranum í Róm fullur af slægð og undirferli og ætlar að binda endi á umsátrið með djöfulskap. Það var gerð bíómynd eftir þess- um þáttum, sem sýnd var í Laugarásbíó og var ansi góð. Myndaflokkurinn í heild er auðvitað mun langdregnari með löngum samtölum og hægri atburðarás en hann er aldrei leiðinlegur og fyrir- taksskemmtun næstu sunnudags- kvöld. Skipstjórar og skip II Bókin er afmælisrit Skipstjórafélags íslands 1986, 368 bls. að stærð í stóru broti. Rakin er saga félagsins í hálfa öld, sagt frá íslandssiglingum frá í fornöld til vorra daga, æviágrip 250 skipstjóra og tæknilegar upplýsingar eru um 280 verslun- ar- og varðskip ásamt sögu þeirra. Myndir eru af öllum skip- stjórunum og flestum skipanna auk myndasyrpu með tugum mynda af skipum og höfnum. Alls eru á sjöunda hundrað myndir í bókinni. Bókin fæst aðeins á skrifstofu Skipstjórafé- lags íslands, Borgartúni 18 og kostar 3.000 kr. Opið virka daga kl. 13.00—16.00, sími 29933.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.