Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 í KVÖLD: 7 manna BIG BAND úr SIRKUS ARENA og Valgeir Skagfjörð skemmta. Opið frá kl. 18.00 - 01.00. Aldurstakmark 20 ára. c Bí nc lö 1 í kvöld kl. 19.30. Hœsti vinningur aö verömœti kr. 45.000,- Heildarverömœti vinninga ekki undir kr. 180.000,- Óvœntir hlutir gerast eins og venjulega. ^ Húsið opnar kl. 18.30. sZ&' '• nýttsímanúmer 69-11-00 Bandaríkin: Niðurgreiðsl- ur á hveiti gagnrýndar Washington, AP. BANDARÍSKI þingmaðurinn Lee Hamilton sagði í gær, að „fáránleg" væri sú ákvörðun Ronald Reagans, Bandaríkjafor- seta, að greiða niður hveiti ofan í Sovétmenn á sama tíma og hald- ið væri áfram efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Pólveijum. „Pólskt þjóðfélag er miklu ftjáls- legra en sovéskt,“ sagði Hamilton í gær á fundi í undimefnd fulltrúa- deildarinnar um utanríkismál. „Hvemig í ósköpunum er hægt að réttlæta það, að hveiti skuli niður- greitt ofan í Sovétmenn en Pólveij- ar beittir þvingunum. Hvaða hugsun býr að baki slíkri stefnu.“ Rozanne Ridgeway, aðstoðarut- anríkisráðherra í málefnum Evr- ópuríkja, sagði stjómina vera að bíða eftir, að pólsk stjómvöld hefðu sjálf frumkvæði að bættum sam- skiptum ríkjanna. Kvað hún þau hafa stigið spor í rétta átt með því að leysa úr haldi pólitíska fanga. Bandaríkjastjóm hefur dregið úr refsiaðgerðum gegn pólskum stjómvöldum en þau njóta þó ekki bestu kjarasamninga og fá ekki ný lán. FEGMD OG BJETID GARDMNMED SANDIOG GRIÓTI! Sandur Sandur er fyrst og f remst jarðvegs- bætandi. Dreifist einnig í ca. 5 cm. þykku lagi í beð til að kæfa illgresi og mosa í grasi (ca.3 cm.). Jafnar hita og raka í jarðvegi. Kjörið undirlag í hellulagða gangstíga. Perlumöl Perlumöl er lögð ofan ó beð, kæfir illgresi og léttir hreinsun. Perlu- mölin er góð sem þrifalag í inn- keyrslur og stíga. Stærð ca. 0,8— 3 cm. Völusteinar Völusteinar eru notaðir t.d. til skrauts ó skuggsælum stöðum, þar sem plöntur eiga erfitt uppdróttar, einnig með hellum og timburpöll- um. Mjög til prýði í beðum með stærri plöntum og trjám. Kjörin drenlögn með húsgrunnum. Stærð ca. 3—5 cm. Hnullungar Hnullungarnir eru ósvikið íslenskt arjót, sem nýtur sín í steinahæðum, hlöðnum köntum og með innkeyrsl- um og timburpöllum. Stærð ca. 5—10 cm. BJÖRGUN H.F. SÆVARHÖFÐA 13 SÍMI: 81833 Afgreiðslan við Elliðaár er opin: mánud.-föstud.: 730-18.00 laugard.: 7.30-17.00 Komdu á athafnasvæöi Björgunar hf. á Sævarhöfða og líttu á sandinn, mölina, hnullungana og steinana. Viö mokum þessum efnum á bíla eða í kerrur og vagna, fáanlegt í smærri einingum, traustum plastpokum, sem þú setur bara í skottið á bílnum þínum. Pravda: Sakar Reagan um ósveigjanleika Moskvu, AP. í MÁLGAGNI sovéska kommún- istaflokksins, Prövdu, sagði á f östudag að í bréf i Ronalds Reag- an til Mikhails Gorbachev hefðu engin raunhæf skref verið tekin í átt til af vopnunarsamkomulags. í greininni, sem var skrifuð af Vsevolod Ovchinnikov, var einnig dregið úr bjartsýni manna á Vest- urlöndum um að líkur á leiðtoga- fundi risaveldanna hefðu aukist eftir bréfaskipti þeirra. Sem kunn- ugt er ráðgerðu þeir að hittast í Washington á þessu ári, en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær eða hvort af því verður, þar sem Sovét- menn harðneita að koma til fundar fyrr en einhver árangur hefur náðst í afvopnunarmálum. Ovchinnikov sagði einnig að þrátt fyrir að Gorbachev hefði komið til móts við Reagan í bréfi sínu í júní, þá hefði Reagan ekki sýnt neinn samningsvilja í svarbréfi sínu í júlí. Ríki á S-Kyrrahafi: S Þ ræði mál Nýju Kaledóníu Suva, Fijieyjum, AP. LEIÐTOGAR 13 Suður-Kyrra- hafsríkja urðu sammála um það á föstudag að óskað yrði eftir því við Sameinuðu þjóðirnar að sjálfstæðisbaráttu Nýju-Kale- dóníu yrði gaumur gefinn, en eyjaklasinn er undir yfirráðum Frakka. Peter Kenilorea, forsætisráð- herra Salómonseyja, sagði að menn hefðu samhljóða ákveðið að leggja það til við SÞ að þær settu Nýju- Kaledóníu aftur á lista jrfír nýlend- ur, en Frakkar tóku hana af þeim lista árið 1947. Leiðtogar ríkjanna hittast árlega til óformlegs skrafs og ráðagerða. Töluverð átök hafa verið í Nýju Kaledóníu á undanfömum ámm. Upprunalegir íbúar eyjanna, Kan- akar, eru í minnihluta á eyjunni, en þeir krefjast sjálfstæðis frá Frökkum. Samtals eru íbúar eyj- unnar 145.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.