Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 B 31 Louis Gossett er vitanlega fræg- astur fyrir að leika liðþjálfann í „ An Officier and A Gentleman". Dennis Quaid hefur ekki fengið mörg aðalhlutverk, en áður hef- ur hann leikið í Breaking Away, Jaws 3-D, og The Right Stuff. Ovmirnir Wiilis og Jeriba sem þeir Dennis Quaid og Louis Gossett leika. Bíóhúsið sýnir „Enemy Mine“ vægu skilyrði: kvikmyndin yrði ekki tekin á Islandi heldur einhvetju heitara landi. Þótt það væri dálítið erfið ákvörðun fyrir stjómendur Fox-fyrirtækisins þá voru þeir fljót- ir að komast að niðurstöðu. Þeir samþykktu allar kröfur Petersons. Kostnaður við myndina fram að því nam um fímm milljónum dollara (sem em rúmlega 200 milljónir íslenskra króna). Louis Gossett sagði síðar að hon- um hefði Iíkað vel dvölin á íslandi og þótti miður að geta ekki klárað myndina hér. Kvikmyndatökur hófust á íslandi vorið 1984 Wolfgang Peterson fór með lið sitt út í eyna Lanzarote sem er nálægt Suður-Afríku. Þar voru öll útiatriðin tekin, en síðan var filmað í kvikmyndaveri í Þýskalandi, sama kvikmyndaverði og hann hafði not- að við tökur á Sögunni endalausu. Wolfgang Peterson hefur gert flöl- margar kvikmyndir, vann að þeim í Þýskalandi í hart nær tuttugu ár en hlaut ekki alþjóðahylli fyrr en hann gerði Kafbátinn (Das Boot) árið 1980. Það var ákaflega merki- leg kvikmynd sem sýnir að hann er jafn fær um að gera raunsæar og alvarlegar myndir og hugmynd- arík bamaævintýri sem Sagan endalausa og Enemy Mine bera vitni um. náðu þeir filmu sem tók tíu sekúnd- ur að sýna og þann bút var ekki einu sinni hægt að nýta því sakleys- islegur máfur hafði flogið yfir svæðið. Enemy Mine gerist á fjar- lægri plánetu einhvers staðar í framtíðinni og þar eiga íslenskir máfar ekki heima! Svo gerðist það að leikstjórinn Loncraine var rekinn og Þjóðvetjinn Wolfgang Peterson ráðinn í staðinn. Petersen var þá nýbúinn með „Sög- una endalausu" og því eftirsóttur. Hann samþykkti að leikstýra Enemy Mine, en með einu mikil- ^c. Bíóhöllin hóf sýningar á stór- myndinni Ovinanáman (Enemy Mine) skömmu fyrir versl- unarmannahelgi en nú hefur myndin verið færð niður í Bíóhúsið og þar mun hún verða næstu daga. Enemy Mine ættu íslendingar að þekkja ef til vill betur en aðrir þar sem mikið var um hana fjallað í íslenskum fjölmiðlum þegar tilraun var gerð til að taka myndina hér á landi vorið 1984. Það er óhætt að segja að mikið gekk á við gerð Enemy Mine. Bret- inn Richard Loncraine var ráðinn leikstjóri og voru sendir menn hing- að til lands til að finna þekkilega staði til kvikmyndatöku. Þeir fundu staði við Skógarsand og úti í Vest- mannaeyjum. Loncraine kom svo hingað til lands sumarið 1984 ásamt aðalleikurunum Louis Gos- sett og Dennis Quaid og ótal aðstoðarmönnum. Myndin var framleidd á vegum Twentieth Century Fox og ekkert til sparað. Enemy Mine átti raunar að vera ein vandaðasta og dýrasta kvikmynd fyrirtækisins það ár. En kvikmyndatökur gengu illa, sem dæmi má nefna að einn daginn Aliens" Ahugi á geimvfsindamyndum minnkar ekki þótt hugmyndr imar þynnist-út með hvetjum degi. Nú hefur verið-gert framhald ' af „Aliens“. Ripley, sem Signoúrey Weaver lék, var sú elna sem íifði' fyrstu myndina; nú er spurning' hvað um hana varð. Það eru leikstjórinn James Cani- eron og framleiðandinn Gale Anne Hurd sem standa að Aliens, þau hin sömu sem stóðu að „Tortím- andanum“ með . Schwarzenegger: Þau sögðu að fyrri myndin (frábær að þeirra mati) væri einfaldlega um tíu litla negrastráka út í geimnum, en seinni myndin væri öllu hressi- legri, í henni væri atburðarásin hraðari og líflegri. Signourey Wea- ver leikur Ripley í framhaldinu og hefur hún fengið til liðs við sig fleiri frá jörðu til að beijast við fjandvininn úti í geimnum. Aliens var svo frumsýnd seint í júlí og viti menn hún gæti orðið ein vinsælasta mynd ársins. v: . Signourey Weaver og litla hnátan Carrie Henn leika stærstu hlutverkin í „Aliens“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.