Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 B 9 í búri með skotheldu gleri í réttar- salnum. Hann dottaði af og til og lítið hafðist upp úr honum. Fátt benti til þess að þessi lágvaxni, hrumi, gráhærði öldungur hefði eitt sinn verið „Böðull Balkanskaga". Honum virtist standa hjartanlega á sama um þær sakir, sem á hann voru bomar. Þegar hann átti að svara ákærunni í upphafi réttar- haldanna sagði hann að hún væri „haugalygi" og þegar dómaramir lögðu fyrir hann spumingar um 'einstök atriði svaraði hann 20 sinn- um: „Ég man það ekki.“ Þegar lesin var upp ákæra um að hann hefði skipað lögregluforingja að „slátra öllum serbum og gyðingum" stein- j 'jSofnaði hann í glerbúrinu. Stundum virtist hann ekkert muna, en stundum lýsti hann at- burðum skýrt og skilmerkilega. Eitt í }sinn starði hann sljór fram fýrir sig og neitaði því rólega að hann hefði ( nokkum tíma svarið Ustasha-hreyf- ingunni hollustueið. Andartaki síðar leit hann hvössum augum út um rúðuna á glerbúrinu og viðurkenndi hiklaust að hann hefði unnið eiðinn og verið Ustasha-hreyfíngunni og hugsjónum hennar trúr. Stundum virtist hann halda að hann væri Páll páfi VI. Minnisleysi hans kom í ljós þegar hann var spurður hver hefði verið leiðtogi Þýzkalands nazista. Hann svaraði: „Ribbentrop", en flýtti sér að leið- rétta sig og sagði brosandi: „Hitl- ‘er.“ Löng barátta Réttarhöldin em árangur 35 ára baráttu Júgóslava fyrir því að fá Artukovic framseldan frá Orange County, Kalifomíu, þar sem hann leitaði hælis 1948 og settist að, fyrst undir fölsku nafni. Ámm saman höfnuðu bandarísk yfírvöld framsalskröfunni, þar sem þau ótt- uðust að hann fengi ekki réttlát réttarhöld í Júgóslavíu. En sam- kvæmt lagabreytingu 1978 hafa stríðsglæpamenn ekki rétt til að leita hælis íBandaríkjunum og eftir það varð yfírvöldum ekki stætt á því að leggjast gegn framsalskröf- unni. Auk þess urðu réttarhöld gegn sex kunnum menntamönnum í Belgrad 1984-1985 til þess að er- lendir lögfræðingar viðurkenndu að heiðarleg réttarhöld fæm fram í Júgóslavíu. Þá var ekkert lengur Skæruliðar í fjölluniun. Mihailovic — tekinn af lífi 1946. sagði: „Þessi litli, gamli maður er eins slæmur og hægt er að hugsa sér. Ég hef heyrt þetta allt saman áður, allt þetta „ég man það ekki“ og fullyrðingar um ellihrörnun." „En það em til margar lestir af skjölum, sem sanna nákvæmlega hvað hann gerði," sagði Mend- elssohn. „Hann samdi kynþáttalög- in, hann kom upp búðunum og hann réð starfsfólk þeirra. Bíddu þangað til bflstjóri hans ber vitni og lýsir því hvemig hann ók honum til búð- anna og hvemig Artukovic benti á fólk og sagði: „Skjótið þennan hérna og þennan þarna.““ „Fáránlegt“ Margir Júgóslavar kvarta yfír því að of lítið hafi verið gert af því í réttarhöldunum að afhjúpa glæpi Ustashi-hreyfingarinnar. „Þetta er fáranlegt,“ sagði kona, sem flúði frá Zagreb þegar Króatíu- ríki fasista var stofnað. „Þetta vom ár samfelldra morða, kúgunar og hræðilegrar, villi- mannslegrar grimmdar. Að lokum Króatíski fasistaforinginn Ante Pavelic f liðskönnun 1941. Einhver mestu fjöldamorð heimsstyrjaldarinnar voru framin f Króatíu. því til fyrirstöðu að Artukovic yrði framseldur, en lokasigur vannst þó ekki í baráttunni fyrir framsalinu fyrr en í febrúar sl. eftir umfangs- mikil réttarhöld í San Francisco og Los Angeles. Síðan var Artukovic fluttur með júgóslavneskri flugvél til Zagreb. Sonur Artukovic, Radislav, 37 ára gamall verðbréfasali, hefur verið föður sínum til trausts og halds í réttarhöldunum í Zagreb. Skæruliði hengdur. ’é. „Það kemur mér þægilega á óvart að honum finnst hann ráða við ástandið," sagði hann skömmu áður en dómur féll í málinu. En hann bætti því við að faðir hans hefði haldið í þrjú eða fjögur ár að hann væri búsettur í Júgóslavíu. „Réttar- höldin em meira álag á fjölskyldu hans en hann,“ sagði hann. „Faðir minn hefur verið vanur streitu alla ævi.“ Fyrrverandi starfsmaður banda- ríska dómsmálaráðuneytisins, Martin Mendelssohn, sem fylgdist með réttarhöldunum í Zagreb, Serbar, sem teknir voru af lffi. sjáum við aðeins gamlan mann, sem var áreiðanlega höfuðpaurinn, og hann er aðeins sakaður um að hafa myrt 300 manns á einum og sama degi og 400 einhvem annan dag og sent einn mann, dr.Jesa Vidic, í fangabúðir og þar með út í opinn dauðann...“ Lögfræðingur fjölskyldu dr. Vidic, Slobodan Perovic, sagði: „Ég er óánægður vegna þess að ekki var nánar greint frá því í einstökum atriðum hve víðtækt þjóðarmorðið var.“ Enn lifír í glæðum gamals haturs hinna ólíku þjóða, sem byggja Júgó- slavíu, og sárin síðan þær bárust á banaspjót í heimsstyijöldinni eru enn ekki gróin, þótt 40 ár séu liðin síðan stríðinu lauk. Því var gripið til strangra varúðarráðstafana vegna réttarhaldanna gegn Art- ukovic, en þó var öllum heimill aðgangur að þeim. Yfirvöld sögðu að varúðarráðstafanimar ættu að koma í veg fyrir hefndaraðgerðir gegn Artukovic, en þau óttuðust líka að hópar króatískra þjóðemis- sinna erlendis mundu reyna að láta til skarar skríða og tmfla réttar- höldin. Afdráttarlaus stuðningur við kró- atíska aðskilnaðarstefnu virðist úr sögunni í Júgóslavíu, en nokkrir hópar króatískra útlaga í Banda- ríkjunum, Kanada, Astralíu og Vestur-Þýzkalandi fara ekki dult með það að þeir telja menn eins og Artukovic ættjarðarvini, sem hafi gengið í bandalag með nazist- um til að losa kaþólsku kirkjuna undan yfirráðum grísk-kaþólsku kirkjunnar í serbíu. Sumir þessara hópa hafa verið bendlaðir við árásir á Júgóslava í nokkmm löndum. Nokkur hundmð manns fylgdust með réttarhöldunum á degi hveij- um, þar á meðal rúmlega 100 blaða- menn, annaðhvort í réttarsalnum eða í innanhússjónvarpi. Sjónvarps- kvikmynd var tekin af öllum réttar- hölduiium með fimm myndavélum, stöðugt var útvarpað beint frá þeim og túlkar þýddu það sem fram fór fyrir erlenda blaðamenn og áheyr- endur. Opin réttarhöld Júgóslavar vildu sýna svo að ekki væri um villzt að réttarhöldin væm opin og óhlutdræg. Verði það almennt viðurkennt geta þeir krafizt þess að fleiri stríðsglæpa- menn verði framseldir. Láklega hafa margir fyrrverandi Ustashi-menn og SS-menn, sem þjónuðu á Balk- anskaga, fylgzt kvíðafullir með réttarhöldunum. Júgóslavar em vongóðir um að þeir fái framselda fleiri stríðsglæpamenn frá Banda- ríkjunum, Kanada og Ástralíu eftir réttarhöldin. Sumir hafa talið að það geti komið Júgóslövum í bobba að skjóta 86 ára gamlan mann, sem stundum virtist elliær í réttarhöldunum, og að hann geti orðið píslarvottur í augum króatískra útlaga. Margir serbar telja hins vegar að réttlætinu verði fullnægt með dauða hans. Sumir þeirra benda á að skæmliðar Titos tóku af lífí serbneska hers- höfðingjann Draza Mihailovic, sem var konungssinni og andstæðingur kommúnista, en stuðningsmaður Bandamanna, eftir stríðið. Ekki er talið óhugsandi að Sinan Hasani, hinn nýi forseti Júgóslavíu, mildi dóminn yfir Artukovic, að aftökunni verði frestað vegna þess hve gamall hann er, eða hann verði jafnvel náðaður. Júgóslavneskir ráðherrar kysu helzt að hann létist í svefni áður en hæstiréttur hefur tekið afstöðu til áfrýjunar hans, en eitt og jafnvel mörg ár geta liðið þangað til endanlegur dómur fellur. Hins vegar er bent á að margir ættingjar Artukovics hafa náð miklu hærri aldri en hann og að móðir hans var 99 ára þegar hún lézt. Radislav Artukovic segir að faðir hans hafi alltaf viljað hvíla í kirkju- garðinum í Zagreb, en yfírvöld vilja umfram allt koma í veg fyrir það af ótta við að menn úr Ustashi- hreyfíngunni mundu telja gröfína helgidóm. GH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.