Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 Finnsk-íslensk, íslensk-finnsk orðabók í smíðum í Finnlandi Rætt við Erling Sigurðsson lektor í Helsinki, sem vinnur að fyrstu orðabókinni sem gefin verður út á þessum tungumálum þessi hefði verið unninn af Finnanum Kaisa- anila, sem dvalið hefði á íslandi í um þijú ár í kringum 1960. Þessi listi væri þó alls ófull- nægjandi og gerður með það í huga að Finnar gætu fengið innsýn í hvað fyrirsagn- ir í íslenskum dagblöðum merktu. 600-700 blaðsíður 15-20 þúsund orð Útgáfufyrirtæki bókarinnar verður Vern- er Söderström, sem gefið hefur út mikið af orðabókum. Bækur þessar eru í vasa- brotsstærð og tvískiptar. Þessi bók verður 600-700 blaðsíður, annars vegar finnsk- íslensk og hins vegar íslensk-finnsk. Reikn- að er með að orðafjöldinn verði 15 til 20 þúsund í hvorum hluta. Auk venjubundins orðabókarefnis verður í bókinni inngangur um ísland og undirstöðuatriði í íslenskri málfræði — svo sem grunnbeygingar og eignarfallsendingar, — orðamyndun, hljóð- fræði, framburður o.fl. Að sögn Erlings kostar útgáfufyrirtækið ekki vinnuna við ritun bókarinnar, en aftur á móti hafa þeir félagar fengið styrki til vinnunnar frá Nor- ræna menningarsjóðnum, eins frá fínnsk- íslenska menningarsjóðnum, en sá sjóður var gjöf frá Finnum þjóðhátíðarárið 1974. Aðspurður sagði Erlingur að upplag bókar- innar yrði 3.000 eintök, en reiknað væri með að selja um 600 eintök á ári í fimm til sex ár. Útgáfufyrirtækið greiðir þeim félögum síðan hlutfallslega af söluverði miðað við ijölda seldra eintaka. Erlingur var spurður, hversu langan tíma tæki að vinna slíka bók. Hann sagði að þeir reiknuðu með að bókin kæmi út eftir um þrjú ár. Þeir félagar hefðu þegar hafið undirbúningsvinnu, m.a. keypt sér tölvur til að vinna bókina í, en verkið væri óvinnandi öðru vísi. Síðastliðinn vetur og sl. vor hefðu farið í tölvumálin en innsláttur hafist í júní og nú þegar hefðu þeir framleitt sýnishorn af bókinni. Ætlum ekki að vera bundnir hinu algilda formi Hvort þessi orðabók yrði hefðbundin, þ.e. á svipuðum grunni og aðrar orðabækur á skandinavískum málum, svaraði Erlingur: „Það er einmitt það sem við höfum hugsað um, það er að vera ekki of bundnir hinu algilda formi orðabóka. Það er talað um að til sé ákveðið orðabókamál. Þá er átt við er að fjölrita orðalista sem síðan yrði látinn rykfalla. Við athugun kom síðan í ljós að bókaútgáfan umrædda hafði áhuga á þessu og við náðum samningi við hana.“ Erlingur hefur dvalið í Finnlandi með smáhléum allt frá árinu 1972. Hann sagði að Finnar væru mjög jákvæðir gagnvart Islandi og íslendingum, en aftur á móti vissu þeir lítið um land og þjóð. Ahugi virtist þó vaxandi, sem dæmi nefndi hann að aðsókn í íslenskunám hefði aukist til muna fyrir tveimur til þremur árum. Hvað varðar fínnskuna sagði Erlingur rétt vera að hún væri erfitt mál fyrir útlendinga að læra, en hið sama ætti reyndar við um íslenskuna. Þó málin væru ólík væri ýmislegt svipað við uppbyggingu þeirra. Erlingur sagði í lokin að sér líkaði vel vistin í Finnlandi, alla vega væri ekki á dagskrá hjá sér að huga að heimför, a.m.k. ekki á þessari stundu. Texti: Friða Proppé. Ljósmynd: Einar Falur. Nýverið var hafinn undirbúningur að útgáfu finnsk-íslenskrar og íslensk- finnskrar orðabókar í Helsinki í Finnlandi. Að ritun bókarinnar munu starfa þrír menn þar af einn íslendingur, Erlingur Sigurðs- son, lektor í íslensku við háskólann í Helsinki. Annar aðilinn er Finninn Juha Peura, en hann var fyrsti finnski lektorinn við Háskóla íslands og dvaldi hér í nokkur ár á sjöunda áratugnum. Juha Peura hefur þegar þýtt nokkrar íslenskar bækur á finnsku, m.a. Guðsgjafarþulu Laxness og bækur eftir Njörð P. Njarðvík. Auk þeirra mun vinna við bókina Lars Lundsten frétta- maður við finnska ríkissjónvarpið í Helsinki, en hann hefur dvalið nokkrum sinnum á íslandi, m.a. sem skiptinemi í eitt ár og kennari við Lýðháskólann í Skálholti einn vetur. Erlingur Sigurðsson lektor var staddur hérlendis í sumarleyfi nýverið og ræddi blaðamaður þá við hann um fyrirhugaða orðabók. Erlingur sagði fyrst, að slík orða- bók hefði aldrei verið gefin út, hvorki í Finnlandi né á íslandi. Að vísu hefði verið gefið út í Finnlandi lítið kver með orðalista ISLANTIA KAIKILLE, sem útleggst ís- lenska handa öllum. Sagði Erlingur að listi Erlingur Sigurðsson lektor í íslensku við Helsinki-háskóla. að til séu ákveðin orð sem aðeins fyrir- finnast í orðabókum. Við ætlum að reyna að forðast þessi orð, sem lítið eru notuð, og einnig að nota samsett orð eins lítið og unnt er. Þetta kallar því enn frekar á útskýr- ingar og leiðbeiningar um samsetningu orða, ásamt dæmum.“ Um samvinnu við aðila hér heima sagði Erlingur, að hann yrði í sambandi við Orða- bók Háskóla íslands og íslenska málstöð á meðan á vinnslu orðabókarinnar stæði. Ekki hefði verið haft samband við útgefanda eða söluaðila hér heima, en það mál yrði at- hugað nánar með sölu bókarinnar hér heima i huga. Áhugi á íslandi vaxandi — En hvað varð til þess að þið ákváð- uð að fara út í þessa útgáfu? „Ahugi á málum, en allir höfum við feng- ist við það í starfí. Ég við kennsluna og þeir við kennslu, blaðamennsku og þýðing- ar. Það var þó tilviljun að við fórum af stað með þetta. íslandsfélagið í Helsinki hafði hug á að koma út góðum orðalista og hafði samband við mig um að aðstoða við það verk. Mér fannst að slíkt yrði til lítils, það hlið 1 hlið 2 Dreifing: FÁLKINN 1. Með vaxandi þró 2. Syngdu lag 3. Kókósblaðafönk 4. So what 5. Bylur 6. Sólsetur l.Skýjaborgir 2. Full disguise 3. Það skilar sér 4. Rósanna 5. Ingólfur Arnarson 6. Komið I stuðið IHLJi HÉR ER A FERÐINNI GLÆNÝ SAFNPLATA SEM INNIHELDUR 12 STÓRGÓÐ LÖG MEÐ ÝMSUM FLYTJENDUM SKELLTU ÞÉR Á SKÝJABORGIR OG ÞÚ VERÐUR f SJÖUNDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.