Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 B 23 Liðsmenn Grimsby Town ásamt gestgjöfum sínum með málverkið af skipinu fræga í salarkynnum SVFÍ. GRIMSBY TOWN: Borg, skíp, strönd, málverk Hér á landi eru nú staddir liðs- menn enska fótboltaliðsins Grimsby Town í nokkurs konar vináttuheimsókn, enda hafa tengsl samnefndrar borgar við ísland verið margvísleg í gegnum tíðina. Að frátöldum þorskastríð- um, sem fáir nenna að ræða að ráði lengur á ensk-íslenskum mannamótum, hafa samskipti íbúa Grimsby og íslenskra sjávar- plássa oft komið sér vel í gegnum tíðina: íslendingar björguðu t.d. þeim skipverjum er bjargað varð, er togarinn sá er bara sama heit- ið og fótboltaliðið sem nú er í heimsókn, Grimsby Town, sem fórst hér við land árið 1946 og enn sigla íslenskir sjómenn á Grimsby, þar sem einnig er starf- rækt hið íslenska fisksölufyrir- tæki Fylkir. En það er einmitt í boði Fylkis og Þróttar, íþróttafélagsins á Neskaupstað, sem liðið Grimsby Town er hingað komið. Þegar þetta er ritað hefur liðið aðeins leikið einn vináttuleik við íslenskt lið, en það var gegn Skagamönn- um sl. miðvikudag og sigruðu gestirnir með 5 mörkum gegn 2. Um helgina átti síðan að sækja heim Neskaupstað og leika gegn Þrótti og á mánudaginn fær síðan IBV í Vestmannaeyjum að spreyta sig í viðureign við þessa góðu gesti. í hófi sem Slysavarnafélag Is- lands efndi til sl. fimmtudag í tilefni heimsóknarinnar, rakti framkvæmdastjóri SVFÍ, Hannes Þ. Hafstein, ýmsa þætti í sam- skiptum íslendinga og Grims- bybúa, bæði hvað varðaði björgunaraðgerðir á sjó og annað. í hófinu voru einnig staddir m.a. Jón Olgeirsson framkvæmdastjóri Fylkis í Grimsby og jafnframt fiskkaupmenn þaðan, er skipta við íslensk skip, einnig voru þama Magni Kristjánsson, skipstjóri í Neskaupstað, fulltrúi Þróttar og aðalskipuleggjandi heimsóknar- innar og Ragnar Þorsteinsson, en hann var bóndi á Höfðabrekku í Mýrdal þegar togarinn Grimsby Town fórst og tók þátt í björgun skipvetja. Færðu liðsmenn fót- boltaliðsins SVFÍ málverk af togaranum að gjöf og þótti mönn- um fara vel á því að nafnið Grimsby Town skyldi nú tengjast íslandi með jafn ánægjulegum hætti og þessari heimsókn, réttum 40 árum eftir strandið á söndun- um. „Grafískar“ bakraddir gegn vímu Eins og fram hefur komið að undanfömu hafa ýmsir aðilar skipað sér í sveit til þess að segja neyslu vímuefna stríð á hendur. Nefnast samtökin einu nafni Vímu- laus æska og koma þar margir hópar til sögu, m.a. þeir sem starfa að málefnum unglinga, SÁÁ og Lionshreyfmgin á Islandi, svo nokkrir séu nefndir. Þá hafa lista- menn einnig verið ólatir við að leggja hönd á plóginn til styrktar þessu málefni, sem varðar okkur öll. Þessa dagana eru nokkrir valin- kunnir tónlistarmenn að ljúka upptökum á breiðskífu til styrktar Vímulausri æsku, sem áætlað er að komi út um það leyti sem kennsla hefst í skólum í haust. Upptökurnar fara fram í Stúdíó Mjöt og allir er nálægt verkinu koma gefa vinnu sína. Þegar ljósmyndari Morgunblaðs- ins átti leið um hljóðverið sl. fimmtudagskvöld, voru þeir Grafík-menn, Rafn Jónsson, Rúnar Þórisson og Helgi Bjömsson að syngja inn bakraddir í eitt lagið sem verður á styrktarplötunni og eins og má sjá á meðfylgjandi mynd, skorti ekkert á að þeir lifðu sig inn í verkið. Aðrir, sem leggja fram krafta sína við gerð skífunnar, eru m.a. Skriðjöklamir, Bjami Tryggvason, Cosa Nostra, Herbert Guðmunds- son, Magnús Þór Sigmundsson og nafni hans Eiríksson. Þar við bæt- ast auðvitað aðstandendur Stúdíó Mjöt og hinir ýmsu tæknimenn. Það er því dágóður hópur sem þama leggur góðu málefni lið og verður áhugavert að heyra árangurinn með haustinu. Þeir Michael Lyons, framkvæmdastjóri Grimsby Town (t.v.), en hann lék áður með Everton, og Kevin Moore, fyrirliði liðsins. Eigendur hinna „Grafísku" bakradda taka lagið í Stúdíó Mjöt af mikilli innlifun. Svefnbekkur með yflrhillu, dýnu og 3 púðum kr. 10.720,-. 8 skúffu kommóður kr. 4.210,-. 6 skúffu kommóður kr. 3.430,-. 4 skúffu kommóður'kr. 2.750,-. Hæglndastóll kr. 2.290,-. Oll húsgögnin eru spónlögð með slitsterkri plastfilmu í eikarlit, kvistafuru og hvítu. BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK AF BARNAHÚSGÖGNUM TÖKUM VIÐ HEIM OG ÞAU MUNU SELJAST UPP Á NOKKRUM DÖGUM HÉR ER VERÐIÐ Svefnbekkur með endahlllu, dýnu og 3 púðum kr. 9.280,-. Skrifborð lengd 120 sm kr. 3.600,-. Klæðaskápur breidd 80 sm kr. 5.960,-. Bókahilla breidd 60 sm kr. 2.880,-. Skrifborðsstóll kr. 2.000,-. Svefnbekkur með dýnu og 3 púðum 190x70 sm, kr. 6.530 ,- með góðu bómullarefni. Svefnbekkur með dýnu og 3 púðum kr. 6.530,- með góðu bómullarefnl. Skrifborð lengd 150 sm kr. 4.690,-. Bókahilla breidd 90 sm kr. 3.510,-. Skrifborðsstóll kr. 2.000,-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.