Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 Ijósaperuna, plötuspilarann og simann. George Eastman setti fyrstu kassamyndavélina á markað- inn, Þjóðverjarnir Karl Benz og Gottfried Daimler komu saman einni fyrstu nothæfu „fjórhjóla sjálfrenni- reið" sögunnar, Lumiére-bræírjr héldu fyrstu kvikmyndasýninguna og á Broadway var fyrsta Ijósaskiltið sett upp. Allt var þetta aðeins for- smekkurinn að því sem koma skyldi. Fjöldi timarita hóf göngu sína, t.a.m. „Time" og kvennablað heimilisins, „The Ladies Home Journal". Nú ferðuðust allar konur sem einhvers máttu sín á nýjustu tryllitækjunum. — Þau voru kölluö reiðhjól. Chéret, Lautrec og Rauöa myllan í París blómstruðu næturklúbb- arnir Rauöa myllan og Folies-Ber- gére þar sem stúlkur sýndu dansatriði sem mörgum ráðsettum og heiðviröum borgurum fannst ganga út yfir ramma kristilegs sið- gæðis. Árin rétt fyrir aldamót voru blómaskeið veggspjaldanna í París dómum, en jafnvel viðhaldið líkama sínum með uppyngdum kröftum til hárrar elli, svo hvorki förlist minni eða sýn . . . Og eitt er víst, að meðalinu er aldrei um að kenna, þótt ekki batni, en það er mjög áríð- andi að hitta þá réttu dropatölu, og mun hver sá sem brúkar meðaliö komast að raun um það." Framleið- andi Wunder-kronessenz kveður síðan kaupandann með föðurlegum ráðleggingum: „Ágirndin hefur freistað óráðvandra til að stæla þetta meðal mitt og láta sem þeirra væri það ekta og ósvikna. Ég geri það sannarlega ekki af eigingirni að vara almenning við þessu svikna meöali, heldur knýr skyldan mig til þess, er ég hugsa til þess hversu þetta svikna meöal getur spillt heil- brigði manna." Hvorki skrum né lygi hér skorin við nögl. Spegill samtímans Með því að lesa milli línanna-ií auglýsingum og skoða myndirnar má oft sjá hvaða viðhorf og tíska er ríkjandi á því tímabili. Hver tími hefur sín „andlit", sína fatatísku, bifreiðategundir og arkitektúr. Það hefur verið sagt um auglýsingar að séu þær skoðaöar yfir langt tímabil gefi þær mynd af þróun samfélags- ins, — séu eins konar spegill síns tíma. Þær endurspegla þó ekki að- eins smekk og álit fólks heldur eiga þær stóran þátt í mótun hans. Tímabilið 1880-1900 einkenndist af miklum og stórstígum tæknifram- förum. Uppfinningamenn voru á hverju strái. Búið var að finna upp 1917 Frægt áróðursspjald frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Sámur frændi horfir fast í augu áhorfandans og biður um fulltingi hans. Teiknari: James Montgomery. voru alls kyns töfralyf og meðul áberandi sem að sögn framleiðenda gátu læknað flesta mannlega kvilla. Hérlendis voru til sölu nokkrar gerð- ir slikra mixtúra á síöari hluta 19. aldar. Svonefnd Harlemsolía mun hafa náð töluverðri hylli um skeið. Rétt nafn þessa lyfs var hins vegar Medicamentum gratia probatum sem á íslensku útleggst „Óbrigðult læknislyf fyrir náð (guðs)“, hvorki meira né minna. Utan um hvert glas var vafið prentuðum leiðarvisi á íslensku, væntanlegum notendum til upplýsingar um gæði vörunnar. Þar stóð m.a: „Þetta meöal hefur hin undraverðustu áhrif á sérhvern þann sem það notar, og af þvi geta menn fullkomlega séð náð hins hæsta." Litlu síðar kom hingað blanda á markað hérlendis sem gaf forvera sínum ekkert eftir, Wunder-kron- essenz. Um hvert glas af honum var einnig vafið prentuðu blaði á íslensku. Þar var þessi fyrirsögn: „Hin 344. tilvísun um hinn sanna, rétta og ósvikna, konunglega, allra hæsta, einkaleyfða Wunder-kron- essenz, hvernig brúka skal og við hverjum sjúkdómum." Síðan er kostum blöndunnar lýst með hóg- værum orðum: „Þessi dýrindisvökvi læknar bæði fljótt og vel, svo furðu gegnir, og þrátt fyrir það, þótt önn- ur meðul hafi verið reynd og eigi komið að gagni." Læknar áreiðanlega franzós . . . „Síðar er haldið áfram: „Meðalið ver öllu eitri, illu lofti og einnig drep- sótt, því það ver öllu illu aðgang í og að mannlegum líkama. Þessi undradrykkur læknar áreiðanlega franzós, hversu vondur sem hann er. — Hafi menn þetta undrameðal ætíð á heimili sínu og taki það inn í einhverju þrisvar í viku, þá geta þeir eigi aðeins varist nefndum sjúk- 1942 Stríðsáróður úr seinni heimsstyrj- öldinni. Svar Ameríku: Aukin fram- leiðsla. Auglýsingar í spegli tímans AUGLÝSINGAR hafa fylgt mannin- um frá alda öðli. Erfitt er að segja nákvæmlega til um upphaf þeirra vegna þess hversu ríkt það er í mönnum að auglýsa og leitast við að sannfæra aðra. Forsögulegir hellabúar eru stundum sagðir upp- hafsmenn veggspjaldanna vegna þess hve einföldum og hnitmiðuð- um upplýsingum þeim tókst að koma á framfæri á hellisveggina. Eina elstu auglýsingu, sem þekkt er, er að finna í Thebes.egypskri gröf frá 3000 f. Kr. Þar er mönnum heitið „heilum gullpeningi" fyrir að hafa hendur i hári strokuþræls að nafni Shem. í fornum menningarsamfélögum í Kína, Mesópótamíu, Egyptalandi, Grikklandi og Róm reyndu kaup- menn að sannfæra almenning um ágæti vöru sinnar með þvi að hrópa hver í kapp við annan á markaðs- torgum. Leirtöflur og aug- lýsingasúlur í Aþenu hinni fornu 500 f. Kr. var algengt að höggnar væru leikhús- auglýsingar í leirtöflur eða grjót til upplýsingar fyrir væntanlega leik- húsgesti. Einnig hafa fundist eins konar auglýsingasúlur sem álitið er að Forn-Grikkir hafi búið til og sett upp á áberandi stöðum. Þar voru hengdar tilkynningar og önnur áríð- andi skilaboð til borgaranna. Menn byrjuöu snemma að mála áróðurs- myndir á veggi. Tilkynningar, kosningaáróður og auglýsingar hafa t.d. fuhdist á veggjum Pompei hinn- ar fornu borgar er fórst í eldi og eimyrju. Nú er almennt álitið að Rómverjar hafi tekiö upp þennan sið frá Grikkjum. Fyrsta prentaða auglýsingin var gerð árið 1477. Þá setti maður að nafni William Craxton auglýsinga- texta í blað þar sem hann rómaði bækur nokkrar og lét þess jafnframt 1893 Veggspjald eftir Jules Chéret. Dans- meyja frá Folies-Berére í gáskafull- um dansi. getið fyrir væntanlega kaupendur að þær mætti fá hjá kaupmanni í Westminster. Ekki leið á löngu þar til hugmynd Craxtons varð útbreidd meðal kaup- manna; þeir létu prenta auglýsinga- texta á pappirsbleöla er þeir dreifðu siðan til viðskiptavina og almenn- ings. í fyrstu voru auglýsingarnar frumstæðar og þunglamalegar en í fyllingu tímans urðu þær líflegri og fjölbreyttari. Lengi vel var þessum auglýsingamiðum aðeins dreift manna á meðal þar til einhverjum datt það snjallræði í hug að hengja auglýsingarnar á staura er stóðu við stræti og torg, gangandi veg- farendum til varnar gegn hestaum- ferð. Veggspjöld Enska orðið yfir staura af þessu tagi er „post" og af því er dregið nafnorðið „poster". (Orðið festist fyrst í enskri tungu er Charles Dick- ens brúkaði það í sögu sinnu af Nikulási Nickelby árið 1838.) Því miður fyrir auglýsendurna var gatna- kerfið endurskipulagt skömmu síðar, staurarnir teknir niður og upp- hækkaðar gangstéttir byggðar i þeirra stað. Þeir dóu þó ekki ráða- lausir og hengdu spjöld sin á veggi. Þróun auglýsingatækninnar helst i hendur við framgang iðnbyltingar- innar. Án stórvirkra prentvéla hefði aldrei verið unnt að prenta auglýs- ingar i miklu magni. Áuk þess jókst framleiðsla á ýmsum vörutegund- um, sem framleiöendur urðu að auglýsa af kappi til að halda söl- unni uppi. Myndaauglýsingar af þeirri gerð sem við eigum að venjast úr blöðum og timaritum eiga rætur sinar að rekja til Viktoríutímabilsins. Vindlar, kassa- myndavélar og lífselexír Þá voru hannaðar litskrúðugar auglýsingar til að selja tískuvörur þess tima, vindla, kassamyndavélar og lífselexír. Raunar náðu þessar tegundir auglýsinga einnig til ís- lands þótt síðar væri. Sérstaklega 1912 Sápuauglýsing frá Vinolia Otto sápugerðinni. „í Titanic eru notaðar sápurfrá okkur." Skömmu siðar fórst skipið með 1490 manns innan- borðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.