Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 Rætt við Elías Jónsson um málefni kafara á íslandi: „Það opnast fyrir manni nýr heimur <« Köfun hefur verið stunduð hér á landi æði lengi, en öryggismál og námskeiðahald eru hugtök sem ekki hafa fylgt henni í gegnum tíðina. Einn er sá maður sem gengið hefur fram fyrir skjöldu og beitt sér fyrir slíku, m.a. með námskeiðahaldi, en það er Elias Jóns- son lögregluvarðstjóri á Keflavíkurflugvelli og kafari með meiru. Til að fræðast aðeins um hvernig köfunarmál standa í dag var vísasta leiðin að króa Elías af og hreinlega spyrja hann um þessi mál. Elías í kennarasætinu á Reykjanesi. „Þau hafa verið í ólestri, það er ekki hægt að segja annað og það þarf miklu meira til en ég hef verið að gera til þess að koma málunum í viðunandi horf. Það eru einkum fræðslu- og öryggismál sem hafa verið vanrækt, það hafa orðið alltof mörg köfunarslys á íslandi vegna einskærrar fákunnáttu. Þá hefur alls konar drasl til köfunar verið á boðstólum og ýmsir álitið að þeir gætu bara labbað út og farið að kafa eftir að hafa fest kaup á ein- hverju vita ónothæfu dóti. Mér hefur alltaf ofboðið þetta og því var það að hugmyndin um köfunamám- skeið fæddist. - Við vomm að ræða saman yfír kjötbollum, Ingi Þór Þorgríms- son hjá Farfuglahreyfingunni og ég, og komumst að þeirri niðurstöðu að aðgerða væri þörf og fómm síðan að þróa hugmyndina að koma nám- skeiðum í gang. Fyrst varð að finr.a stað. Eftir að hafa kynnt okkur hvað væri í boði aðeins um tvo staði að ræða, Reyki í Hrútafirði og Reykjanes á Vestíjörðum. Það þurfti að haldast í hendur góð að- staða til köfunar og góð aðstaða fyrir þátttakendur námskeiðsins. Síðamefndi staðurinn varð fyrir valinu, hann uppfyllti skilyrðin bet- ur. Fyrstu námskeiðin vom í fyrrasumar, tvö talsins og í sumar hefur þegar eitt verið haldið.“ Ánægður með áhugann og út- komuna? „Þátttakendur á fyrsta nám- skeiðinu vom 11 talsins og því síðara í fyrra 17 og 12 á því sem lokið er í sumar. Þátttakendur em úr öllum áttum, frá flestum lands- hlutum og úr hinum fjölbreytileg- ustu stéttum, lögi-egluþjónar, sjómenn, starfsmenn Hafrannsókn- ar og þannig mætti halda áfram. Útkoman. Þetta myndi ekki ganga svona vel nema vegna þess að nám- skeiðinu em haldin uppi í sveit. Af fenginni reynslu myndi ég ekki reyna það einu sinni að halda svona hóp saman innan borgarmarkanna. Samheldnin verður einstök þegar menn em saman uppi í sveit á svona erilsömu námskeiði, við vitum til þess að menn halda enn sambandi, kafa saman og stundum verða köf- unarferðimar að heilu fjölskyldu- skemmtunum. Nú, þú spurðir um útkomuna, hún er kannski ekki áþreifanleg, en maður veit þó að þeir sem námskeiðin sækja em til muna kunnugri sporti sínu heldur en áður en námskeiðið var haldið. Svo miðla þeir vonandi fleimm af reynslu sinni.“ Látum vera hvort erfítt er að halda köfunamámskeið í Reykjavík eða nágrenni af félagslegum ástæð- um, en er aðstaða til köfunar yfirleitt góð í og við Reykjavík? „Aðstaðan á Reykjanesi er ein- hver sú besta sem fæst hér á landi, tær sjór, fjölbreytileíki bæði í lands- lagi á botni og dýralífí. Um aðstöð- una í Reykjavík skulum við láta okkur nægja að segja að skyggni í sjónum sé ekki gott. Hins vegar er rétt að það komi fram, að það hefur hent afar marga sem stíga sín fyrstu spor í köfun, að þeir ger- samlega heillast. Það opnast fyrir þeim nýr heimur sem er vægast sagt fjölbreytilegur. Flestir ánetjast því köfun sem íþrótt. Þetta er e.t.v. sambærilegt við fjallgöngur, þú ert alltaf að gera sama hlutinn, en það ber alltaf eitthvað nýtt og framandi fyrir augu.“ Hver em helstu verkefni kafara á íslandi? „Ja, þau em alltaf að aukast. Það em svokallaðar skrúfukafanir, köfun í tengslum við hafnar- og virkjanagerð og eldisker og svo síðast en ekki síst það sem mörgum finnst skemmtilegast, að bjarga sokknum bátum. Margir láta sér hins vegar nægja sportköfun. Það skortir í raun varla verkefni. Það skortir hins vegar aðhald í öryggis- málum eins og ég gat um áðan. Mörg hörmuleg slys hafa verið al- ger óþarfi og hafa stafað af fákunnáttu. Við höfum gert strang- ari kennsluáætlun en áður var, það þarf betri lög, nýjar reglugerðir og betri reglur en þær sem til em eða til em ekki. Námskeiðin em von- andi bara byijunin á betra gengi í þessum efnum. Það góða við þau er, að þátttakendur finna strax á sér mun, á hveijum degi bætist ný vitneskja við þá sem fyrir var auk þess sem samvinna og samheldni þroskast. Einn, sem var á nám- skeiði hjá okkur, hafði aldrei kafað áður, en hann varð svo heillaður að hann fór til útlanda til þess að mennta sig betur og er þangað kom taldist hann vera með betri gmnn- menntun en gekk og gerðist meðal annarra nemenda. Samt eru nám- skeiðin aðeins 10 daga löng. Við náum merkilegum árangri, nám- skeiðin em sambærileg að gæðum við námskeið erlendis og til muna ódýrari en gengur og gerist ytra. Svona þarf þetta líka að vera, við verðum að vera trúverðugir til þess að eftir framtakinu verði tekið, því þannig er mál vexti, að það em fjöl- margir aðilar starfandi við köfun, sem hafa til þess engin réttindi þar eð menntun þeirra við köfun er engin.“ Fá menn atvinnukafararéttindi á námskeiðunum á Reykjanesi? „Nei, en áhugamannaskírteini fá þeir hins vegar, hitt er bundið tals- verðum vandkvæðum, að kafararnir sem hafa réttindi til að þjálfa menn upp í „atvinnuréttindasviðið", em allt of fáir. Við emm bara nokkrir skarfar og það er enn eitt málið sem mætti vera í betri farvegi. Enn eitt mætti nefna og af því að endalaust er hægt að halda áfram er best að hafa það lokaorðin: Góður búnaður fæst á íslandi nú orðið, en það er ekki heiglum hent að festa kaup á slíku, slík og þvílík er tollunin á þessum vömm. Tollafsláttur af köf- unarvömm, sérstaklega öryggis- tækjunum, ætti að vera felldur inn sérstaka löggöf, það má ekki vefj- ast fyrir köfumm hvort þeir hafi ráð á bestu tækjum sem til em. Slíkt gæti kostað líf... - gg- Ástandið á mannskapnum eftir námskeið ... Ilmandi nýbakað krvddbrauð & smiör rúqbrauð & smiör fint brauð & smiör qróft brauð & smiör Ekkert að fela. H Ý VERÐLÆKKUN: Pú smyrð eftir smekk, þunnt fyrir krónu, þykkt fyrir þrjár. Smjörbragðið stendur fyrir sínu. Marokkó: Hassan tilbúinn til átaka Kabat, AP. HASSAN konungur Marokkó segir að þrátt fyrir hinn um- deilda fund hans og Simonar Peres, forsætisráðherra ísraels, muni Marokkó leiða hugsanlegt strið arabaríkja gegn ísrael. Hassan lét þessi orð falla á frétta- mannafundi í konungshöllinni í Rabat þar sem eingöngu vom við- staddir fréttamenn frá arabaríkjun- um. „Ef til átaka kemur munu Marokkóbúar verða í bijósti fylk- ingár araba á vígvellinum," sagði Hassan konungur. Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur fundur þeirra Hassans og Peres mælst illa fyrir í nokkmm arabaríkjum, einkum Sýrlandi og Alsír. Marokkó fær á ári hveiju 140 milljón dollara aðstoð frá Banda- ríkjamönnum. I her landsins em 110.000 menn og notast þeir nær eingöngu við bandarískan og franskan vopnabúnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.