Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBIAÐIÐ, SUNNÚDAGUR 10. ÁGÚST 1986 ELÍSABET II BRETA- DROTTNING SEXTUG 4 Georg VI lést I 4Cá skyndilega af völdum krabbameins og 2. júní 1953 var Elísabet krýnd í West- minster-klausturkirkjunni í Lundúnum með mikilli viðhöfn. Þótt drottningin beri kórónu, skikkju og viðhafnarkjól úr pelii við hátíðleg tækifæri eins og hér við setningu brezka þingsins, er hún ekki glysgjörn kona né gefin fyrir neina útsláttarsemi. Bezt kann hún við sig í einföldum, lát- lausum tvídfatnaði; hún hefur mesta ímugust á öllum hneykslis- málum og reynir ekki að koma sér í mjúkinn hjá þegnunum með alþýðlegu viðmóti á almannafæri. Fiugvélin kom frá Kenya. Á Heathrow-flugvelli stóðu þeir Wins- ton Churchill forsætisráðherra, sir Anthony Eden utanríkisráðherra og Clement Attlee leiðtogi stjómar- andstöðunnar við málmtröppumar upp að flugvélinni. Þegar dyrnar á vélinni opnuðust, leit 25 ára gömul kona dálítið feimnislega yfir mann- söfnuðinn á vellinum. Hún virtist um stund ráðalaus og óörugg með sig, hnípin af sorg yfír skyndilegu fráfalli föður síns og einna líkast því, að hún fýndi þá þegar fyrir þunganum af þeirri byrði, er fylgdi hinni nýju stöðu, sem hún hafði nú tekið í arf. Þá barst henni til eyrna ósamtaka, margradda ka.ll frá mannfjöldanum niðri á brautinni: „God save The Queen!“ Unga konan hrökk næstum því við, þegar hún heyrði þessi orð, því bemskuárum hennar hafði vissu- lega ekki verið íþyngt af tilhugsun- inni um að þurfa einhvern tíma að bera kórónu og veldissprota feysk- ins heimsveldis, þar sem tekið var að hrikta mjög ískyggilega í svo til öllum helztu máttarstoðum og inn- viðum. Vonir um nýja velsæld Þannig hófst nýr kafli í sögu brezka konungsveldisins; það var hinn 6. febrúar 1952. Á síðum dag- blaðanna kunngerðu brezkir blaða- menn hver um annan þveran af miklum eldmóði hinni stríðsþjáðu, Elísabet II hefur ver- ið þjóðhöfðingi Breta í 34 ár og höf- uð brezka samveld- isins. Henni er mjög annt um einingu inn- an samveldisins, en hrikt hefur í stoðum þess að undanförnu, bæði er margar þjóðir létu hjá líða að senda íþrótta- menn á Samveldis- leikana og þegar ýmsir fulltrúar sam- veldisríkjanna töldu, að loknum leiðtoga- fundi í síðustu viku að Bretar hefðu brugðizt í samstöð- unni gagnvart stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynir á drottninguna sem tákn stöðugleika á óróatímum. eð heiðri og sóma deilugjömu þjóð, að nýtt elísabet- ar-tímabil væri að heíjast í sögu landsins. Á því ári voru Bretar ein- mitt nýfamir að venjast því aftur að geta keypt sér matvörur án skömmtunarseðla. Það átti því naumast að skilja fyrirsagnir brezku blaðanna sem einhvetja for- vitra spádóma, öllu heldur sem visst ákall og skírskotun til fortíðarinn- ar: Þessi þjóð hafði fram til þessa alltaf verið einkar heppin með þær drottningar, sem ráðið höfðu ríkjum í Bretaveldi. Þau tímabil í sögu Englands, þegar Elísabet fyrsta, Anna drottning og Viktoría drottn- ing höfðu setið í hásætinu, höfðu jafnan verið blómaskeið brezks her- veldis, pólitískra áhrifa í heiminum, verzlunar Breta og viðskipta um víða veröld, og auk þess höfðu list- ir og bókmenntir dafnað með miklum ágætum í stjórnartíð drottninganna. Það nægði raunar að líta rétt sem snöggvast yfir þann gráa og kulda- lega brezka vettvang ákafra þjóð- félagslegra deilna og magnaðra innbyrðis átaka á árinu 1952 til þess að skilja til fullnustu einlæga þrá manna eftir nýju, blómlegu elísabetar-tímabili. Hver höndin virtist upp á móti annarri í ríkinu. Á öllum sviðum opinbers jafnt og minna opinbers lífs í landinu voru endurbætur orðnar bráðnauðsyn- legar. Valdadagar Winstons Churc- hill voru taldir, frægð nans fortíð. Þessi þjóð vildi nýja byijun, upphaf nýrra og betri tíma og vænti sín mikils af æskufólkinu. Menn álitu að þessi unga kona í hásætinu mundi verða tákn og átrúnaðargoð ungra Breta á nýju mektar- og velsældartímabili ríkisins, að ötult og þróttmikið brezkt æskufólk mundi líta á drottninguna sem sér- staka fyrirmynd sína og hvetjandi leiðtoga á nýrri framfarabraut þjóð- arinnar. Núna er drottningin orðin sextug og því tilefni gefið að líta yfír kon- ungleg æviár og hvað orðið hefur úr vonum þegnanna og þeim draumum sem tendruðust og tengd- ust upphafi stjómartímabils henn- ar. Satt er það, að brezkt æskufólk hefur mjög látið til sín taka á hinu nýja elísabetar-tímabili; en það sótti sér ekki átrúnaðargoð sín og leið- toga í Buckinghamhöll, heldur á Kings Road þar rétt hjá, í borgar- hverfinu Chelsea, þar sem tízku- drottningin Mary Quant ríkti. Og fyrirmyndir brezkra æskumanna urðu síðhærðir söngvarar og popp- arar, ekki beinlínis neinar konung- legar hátignir. Þau 34 ár, sem Elísabet önnur hefur setið á valdastóli, hafa jafnt pólitískt, þjóðfélagslega, á sviði efnahagsmála þjóðarinnar, á sviði framfara í atvinnumálum og fram- leiðslugreinum, í útflutningsverzlun og viðskiptum og á sviði lista og bókmennta reynzt eitt hið allra ömurlegasta eymdartímabil í sögu Bretaveldis. Otrúlegar andstæður - undraverðar þverstæður í þessu afar sundurleita kon- ungsríki brast og brakaði svo í öllum máttarstólpum á undanföm- um áratugum, að þegnunum hefur staðið megnasti stuggur af; pólitísk áhrif Breta út á við hjöðnuðu niður í nær ekki neitt, og ofbeldinu sló út innanlands. En á eitt verður þó að líta sem nánast undraverða þver- stæðu á þessum undangengnu upplausnar- og óeirðatímum, sem dunið hafa yfir Bretland: Þótt sjálf þjóðfélagsbyggingin nötraði og rið- aði til falls, þótt fornar enskar hefðir og brezkar siðvenjur skræln- uðu upp og legðust af, þá stóð samt ein stofnun státin og óhögguð upp úr reykjarmekkinum frá hinum al- mennu þjóðfélagsátökum og darr- aðardansi í ríkinu: Brezka konungsembættið. Hin fjölmenna konungsætt heldur áfram sínum hefðbundna lífsstíl, forréttindum, rausnarlegum opinbemm Ijárveit- ingum, hirðlífi og hátignarbrag. Það liggja mjög svo þverstæðu- kenndar ástæður að baki hinum ómældu vinsældum þessarar kon- ungsættar og þeirri vaxandi virð- ingu, sem drottningin nýtur: Þær felast einmitt í því, að sjálf konung- stignin er orðin jafn ákaflega fyrnt og úrelt fyrirbrigði og það hlutverk, sem hátignin sjálf gegnir í þjóð- félaginu. Löngu úreltir og fjar- stæðukenndir eru lífshættir þessarar konu, nánasta umhverfi hennar í einstöku ósamræmi við nútíma aðstæður og viðhorf; tignar- heiti hennar löngu úrelt. Hún er „veijandi trúarinnar" í þjóðfélagi, sem í æ ríkari mæli er gengið af trúnni og stöðugt færri sinna orðið trúariðkunum; hún er „æðsti vald- boði Brezka heimsveldisins“, sem á 34 ára valdatíma hennar hefur sífellt verið að liðast meira í sund- ur, velkzt og veiklazt; þá er hún „Drottnari hins sameinaða brezka konungsríkis", sem að minnsta kosti á jaðarsvæðunum Wales, Skotlandi og á Norður-írlandi lítur alls ekki lengur svo sameinað út. Hún býr til skiptist í fimm höllum í landi, þar sem meira er um ömur- leg, óþverraleg fátækrahverfi en nokkurs staðar í öðrum löndum Vestur-Evrópu, nema ef vera skyldi á Suður-Italíu og í Portúgal. Með lífsstíl sínum gefur drottningin - umkringd hirðmeyjum innan veggja glæsilega skreyttra halla - til kynna að ríki hennar beri vott um einingu, velferð, friðsæld, sættir og samlyndi á sama tíma og hálf önn- ur milljón brezkra þegna hefur um 16 ára skeið verið fórnarlömb og gíslar stöðugrar og að því er virð- ist, óvinnandi borgarastyijaldar í einum hluta konungsríkis hennar. Hún er langsamlega auðugasta konan í því landi Evrópu, sem hvað dýpst er sokkið niður í erlent skuldafen. Einkar fallegur draumur á fá-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.