Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 Nær eina heim- ildokkarnm síðnstn áratug- inaisogn Gyðingarikis á dögum Rómverja er Gyðingurinn og sagnaritar- inn Flavius Josefus (37- ÍOI). Hanntók sjálfur þátt i bardögunum gegn Rómverj- um, enhannvar handsamaður og gegndi eftir það nytsamari störf- umenaðdrepa menn. flyktust gyðingamir að þeim og töfðu og jafnvel hindruðu för þeirra með því að leggjast fyrir fætur hermannanna. Að lokum sá Petróní- us sitt óvænna og sneri við til Sýrlands án þess að hafa komið fram ætlunarverki sínu. Heródes hraðaði för sinni til Rómar í því skyni að fá keisarann til að láta af þessari fráleitu hug- mynd sinni. Ef til vill tókst honum það, ef til vill ekki, en það skiptir litlu máli því Kalígúla var skömmu síðar drepinn. Arftaki hans varð Kládíus. Nýi keisarinn útnefndi Heródes Agrippa konung gyðingalands og setti hann yfir allt það landsvæði sem afi hans, Heródes mikli, hafði stjómað. Aftur virtist gæfan brosa við gyðingum en það var aðeins um skamma hríð. Arið 44 andaðist Heródes og á nýjan leik urðu gyð- ingar skattþjóð Rómveija. Gydingar gera uppreisn Jafnvel þó gyðingar hefðu átt erfitt með að sitja á sárs höfði und- ir stjóm Heródesanna þá hafði ekki komið til meiríháttar átaka í tíð þeirra. En eftir dauða Heródesar stefndi allt í óefni. Selótamir, sem að mestu höfðu haldið sig utan borgarmúra Jerúsal- em með hryðjuverk sín, færðu sig nú upp á skaftið og eftir árið 52 virðast þeir hafa orðið ansi umsvif- amiklir í sjálfri borginni. í röðum Rómveija urðu þeir kunnir undir nafninu „Sicarii" eða rýtingsmenn- imir. Þetta nafn varð til vegna þess að Selótamir byijuðu í ríkum mæli að ástunda launmorð í Jerúsalem, sérstaklega urðu landar þeirra, sem áttu eitthvert samneyti við Róm- veija, fyrir barðinu á þeim. Venju- lega var fómarlambið vegið þegar minnst vonum varði, um hábjartan daginn á fjölfömum stöðum. Ofan á óhugnað þessara „opin- bem aftakna" bættist að rómversku landstjóramir, sem stjómuðu landinu, vom hver öðmm verri og sá síðasti þeirra, Gessius Floras (64-66), var líklega sá versti. En í tíð hans braust uppreisnin út Upphafið var að nokkrir prestar undir áhrífum frá Selótum neituðu að leyfa hinar daglegu fómir, sem færðar vom keisaranum og Róm- veijum til blessunar í musterinu í Jerúsalem. í kjölfarið fylgdu fjölda- dráp á rómverska setuliðinu í Jerúsalem og fleiri borgum. Upp- reisnin, sem leiddi til tortímingar ísraelsríkis og tvístmnar gyðinga út um allar jarðir, var hafln. Masada Strax í byijun vopnaátakanna tókst foringja Selótanna, Menahem, að hertaka hið öfluga vígi Masada. Síðan hélt hann til Jerúsalem þar sem hann var viðurkenndur leiðtogi uppreisnarmanna. En öfund ann- arra uppreisnarforingja var vakin og stuttu síðar myrtu þeir Mena- hem. Það liggur í hlutaríns eðli að þetta var slæm byijun á uppreisn. Gyðingamir vom nú án foringja og herir þeirra sundraðir. Snemma hausts þetta ár, 66, gerðu Rómveijar atlögu að upp- reisnarmönnum, sem ekki stóðust þeim snúning, og bráðlega höfðu Rómveijar sest um sjálfa Jerúsal- em. En þá skeði nokkuð óvænt, sem aldrei hefur verið skýrt til fullnustu enn þann dag í dag. Borgarmúram- ir vom rétt í þann veginn að gefa eftir og vamarliði borgarinnar lá við örvinglan. En öllum á óvart og gyðingunum til mikillar furðu byrj- uðu Rómveijar allt í einu að taka saman föggur sínar og hörfa frá borginni. Uppreisnarmenn veittu undanhaldsmönnunum eftirför og greiddu þeim þung högg. Þessi ákaflega óvænti sigur virt- ist staðfesta það að Jahve stóð með þeim er lögðu allt undir í hans þágu. Gyðingar vom í sjöunda himni og töldu sig hafa fengið staðfestingu þess að stóra stundin væri að renna upp, guð værí nú loks búinn að fullreyna þjóð sína, uppskemtíminn væri í nánd. e En hinn gamli Qandi gyðinga, sundurlyndið, klauf raðir þeirra, fyrst drápu þeir foringja sinn, Menahem, og síðan hvem annan, allt eftir því hvaðan vindurinn blés hveiju sinni. Rómveijar snem aftur og vorið 70 settust þeir enn um Jerúsalem. Páskahátíðin stóð þá sem hæst hjá gyðingunum í borginni og höfðu þeir notað hana til deilna og blóð- ugra bræðravíga. Hinn sameigin- legi óvinur þétti þó svo fylkingar þeirra að þeim tókst að veijast umsátursliðinu í nokkra mánuði. Að lokum féll borgin og má segja að 29. ágúst árið 70 marki endalok gyðingaríkis. Rómveijar brenndu borgina og um leið lfk 1,1 milljónar manna, sem að sögn Jósefusar sagnaritara létu lífið í bardögunum um hana. Barátta Selóta var þó ekki á enda. Eftir dauða Menahems höfðu um 1.000 dyggir stuðningsmenn hans haldið til fjalla og tekið sér bólfestu í Masada, virkinu sem Heródes mikli hafði látið reisa og Menahem hafði svo óvænt unnið af Rómveijum. Þar á íjallstindi beið þessi litli hópur örlaga sinna. Árið 73 settust Rómveijar um virkið og eftir langa og harða viður- eign, sem tók marga mánuði, tókst þeim að ijúfa virkisveggi Masada. Þegar innrásarmennimir höfðu brotið sér leið inn í virkið mætti þeim þögnin ein. Enginn óvinur sást, engin mótspyma var veitt. Smám saman rann sannleikurinn upp fyrir sigurvegumnum, gyðing- amir, 960 að tölu, höfðu flamið sjálfsmorð að undirlagi foringja þeirra, Eleasar. Tvær konur og flmm böm höfðu náð að fela sig fyrir Eleasar og þau vom einu lif- andi Selótamir af veijendum virkis- ins, sem féllu í hendur Rómveija. Næstu aldimar dreifðust gyðing- ar út um allar jarðir, þeir áttu sér ekkert heimaland og það var ekki fyrr en 1948, við stofnun ísraelsrík- is, að þeir gátu að nýju stært sig af að vera komnir heim. Vegna trúarofstækis og sundurlyndis höfðu gyðingar glatað föðurlandi sínu á dögum Rómveija en fyrir sakir trúar sinnar og þijósku höfðu þeir nú unnið það aftur. (heimildir: Brandon, S.G.F.: „The Zealots", grein í History Today, nr. 9 1965,; Veraldarsaga Fjölva, 7.b. 1982, ; Wilson, I.: Jesus the Evidence, 1984.) - J.H. ENN ER TÆKIFÆRI ! TIL AÐ EIGNAST CaHOIlTÖLVU Á HAGSTÆÐU VERÐI. CanonPC-tölvurnar, sem við fengum á sérstöku kynningar- verði í kjölfarið á heimsmeistarakeppninni í Mexico, seldust upp á örfáum dögum og fengu færri en vildu, enda var þetta ekkert verð fyrir jafngóða tölvu ogCanonA-200 er. Nú bjóðum við Canon A-200 PC-tölvur með lOMegabyte hörðum diski og grænum 12"skjá áaðeins 99.990,-kr. Ef þú hefur ekki veitt sjálfum þér þá ánægju að kynnast CdHOH ættirðu að líta til okkar, eða hringja og ræða við sölumennina. Þú sérð ekki eftir því. CanonA-200 IBM samhæfð, 256K vél, 12" grænn skjár, 10 Megabyte harður diskur innbyggt 360K drif Canon heimsþekkt merki á sviði hátækni SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Klettur í einskis mannslandi Sjónvarp Arnaldur Indriðason Masada. Bandarískur framhalds- myndaflokkur sem hefur göngu sína í sjónvarpinu í kvöld. Stjömugjöf: ★ ★ ★ Leikstjóri: Boris Sagal. Handrit: Joel Oliansky gert eftir sögunni „The Antagonists" eftir Eraes K. Gann. Framleiðandi: George Eckstein. Kvikmyndataka: Paul Lohmann. Klipping: Robert L. Kimble. Tónlist: Jerry Goldsmith. Helstu hlutverk: Peter O’TooIe, Peter Strauss, Barbara Carrera, Anthony Quayle og David Warn- er. Sýningartími: 1x90 mín. og 6x45 mín. á sunnudagskvöldum. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 1980. Það kostaði tuttugu milljónir dollara að gera bandaríska fram- haldsmyndaflokkinn, Masada, áríð 1980 og það er greinilegt að mikill hluti þeirra peninga hafa farið í að gera hann bæði raunsæjan og sann- sögulegan að ytra útliti. Hann Qallar um uppreisn gyðinga gegn Rómveijum í Júdeu um 70 eftir Kristsburð og umsátur Rómveija um Masadavirkið þar sem uppreisn- armenn héldu sig og í stað þess að tilreiða myndaflokkinn í einhveiju risakvikmyndaverinu í Hollywood var farið með fólk og fénað á sögu- slóðir í ísrael og hann tekinn í námunda við hið sögufræga Masadavirki, sem stendur í rúmlega 400 metra hæð við strönd Dauða- hafsins. Nokkur atriði vom raunar tekin í virkinu sjálfu sem nú er minninga- reitur og vemdað fomleifasvæði. Kvikmyndaliðið reisti líkan af því á öðm fjalli steinsnar í burtu; eftirlík- ing af brautinni sem rómveijamir byggðu upp á fjallið úr möl og gijóti var gerð úr 110 tonnum af stáli; á venjulegum tökudegi voru allt að 500 manns fyrir framan myndavélamar og ekki færri en 300 fyrir aftan og Peter O’Toole, Peter Strauss, Anthony Quayle, Barbara Carrera og David Wamer gerðu sitt besta í 40 og 50 gráðu eyði- merkurhitanum. Það má vera að konungur hinna sögulegu stórmynda, Cecil B. De Mille hefði gert betur, en leikstjóri Masada, Boris Sagal, má vel við una. Myndaflokkurinn er gerður eftir sögu rithöfundarins, Emest K. Gann, „The Antagonists". Eleazar (Strauss) er foringi uppreisnar- manna, sem gera Rómveijum margt til miska í hinni herteknu Júdeu. Andstæðingur hans er Silva (O’Toole) sem er orðinn langþreytt- ur á stríðinu í þessum heimshluta og vill semja við uppreisnarmenn og lítur á það sem hið eina skynsam- lega í stöðunni. En skynsemi er ekki aðalsmerki pólitíkusanna í Róm og Vespasianus keisari (Tim- othy West) skipar Silva að beija al!a uppreisn á bak aftur, vinna Masadavirkið þar sem uppreisnar- menn halda til og færa þá til Rómar, Rómrveijum til dýrðar. Og þá hefst eitthvert magnað- asta umsátur sögunnar. Masada var eiginlega óvinnandi virki. Uppreisn- armennirnir höfðu nægar birgðir matar og vatns til að halda umsátr- ið út ámm saman og það var engin leið fyrir Rómveija að senda her- menn upp fjallið því þeir vom auðveld bráð í þverhníptum einstig- um. Þess vegna gátu uppreisnar- mennimir 960 að tölu haldið 5000 manna her Rómveija í skeQum. Það var ekki nema ein leið til úrlausnar og það var að gera braut upp fjall- ið úr möl og gijóti og það tók 2000 þræla tvö ár að fullgera hana. Að lokum féll virkið en ekki á þann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.