Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986____ Sovétríkin: B 15 Sameinar kosti þotu og þyrlu Sikorskiverksmiðjuraar í Bandarikjunum hafa að undanförnu unnið að smíði flugvélar sém búin er samskonar útbúnaði og líkanið sem hér getur að líta. Flugvélin er búin þyrluspöðum sem nota má bæði við flugtak og í venjulegu flugi. Stöðva má þyrluhreyfiiinn á flugi og gegnir hann þá hlutverki vængja en þotuhreyfill knýr vélina áfram. Kemur CIA-maður- inn fram opinberlega? Moskvu, AP. MOSKVUÚTVARPIÐ greindi í gær frá því að bandaríski leyni- þjónustumaðurinn, Edward Lee Howard, sem flúði tii Sovétríkj- anna hefði fengið þar pólitískt hæii, en ekki var sagt hvort hann mundi koma fram opinberlega á næstunni eða setjast í helgan stein. Talsmaður bandaríska sendiráðs- ins í Moskvu svaraði spumingum fréttamanna um hvort fulltrúar sendiráðsins mundu fara þess á leit við sovésku stjórnina, að þeir ræddu við Howard, á þann veg að enn hefði ekki verið ákveðið hver við- brögð stjómvalda í Bandaríkjunum yrðu í málinu. í Moskvuútvarpinu var endurtek- in stutt fréttatilkynning, sem komið hafði i hinu opinbera málgagni sov- ésku stjórnarinnar Izvestia á fimmtudag, og vom engar nýjar upplýsingar veittar um málið. Edward Lee Howard Öldungadeildarþingmaðurinn Jesse Helms. Helms harðorður í garð sendi- herrans í Chile Washington, AP. Öldungadeildarþingfmaðurinn Jesse Helms sagði í gær að undir- róðursherferð róttækra vinstri afla, sem vildu koma á framfæri fölsuðum upplýsingum um ástandið í Chiie, hefði orðið til þess að sijórnarhermenn þar hefðu hugsanlega verið bornir röngum sökum. Þeir hafa verið sakaðir um að bera ábyrgð á dauða 19 ára bandarísks ríkis- borgara í Chile fyrir skömmu. Helms sagði að það væri forkast- anlegt að bandaríski sendiherrann í Chile, Harry Barnes, hefði verið viðstaddur útför unga mannsins, Rodrigos Rojas. „Hið ógeðfellda athæfí Barnes má algerlega leggja að jöfnu við að vestur-þýski sendi- herrann tæki þátt í ólöglegum fundi nýfasista, þar sem mest bæri á hakakrossinum,“ sagði Helms. Sagði hann að fréttir bandarískra Ijölmiðla um að stjórnarhermenn hefðu hellt bensíni yfír Rojas og kveikt í, vera mjög vafasamar, ekki síst í ljósi þess að líklegustu skýr- inguna á dauða Rojas mætti rekja til þess að eldfimt efni, sem félagar hans hefðu haft í fórum sínum hefði valdið sprengingu. Helms hefur ennfremur sagt að vestrænar fréttastofur hafi látið blekkjast af áróðri róttækra vinstri afla í fréttaflutningi af málinu. Þá hefur hann sakað bandaríska utan- ríkisráðuneytið um að hafa veitt villandi upplýsingar um ástandið í Chile. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú hvort Helms eða að- stoðarmenn hans hafi brotið lög með því að láta stjórninnni í Chile í té leynilegar upplýsingar. Swift Suzuki Swift er lipur, snöggur og snar í snúningum. Er það ekki það sem skiptir máli í erfiðari borgarum- ferð? Svo er hann líka ótrúlega rúm- góður. Komdu og reynsluaktu Suzuki Swift og við ábyrgjumst að þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Swiftinn er til afgreiðslu strax: Suzuki Swift Suzuki Swift Suzuki Swift Suzuki Swift 3d.5gíra Kr. 319.000. 3d.Sjálfsk.Kr. 351.000. 5d.5gíra Kr. 343.000. 5 d.Sjálfsk. Kr. 371.000. Opið virka daga frá kl. 9-18 laugardaga frá kl. 10 -17 SUZUKI SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 - Sími 685100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.