Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 B 19 ið langa og blóðuga sögu að baki. Og þessi saga lá ekki í þagnar- gildi, síður en svo, við hana var lögð alúð og bömin dmkku hana í sig með móðurmjólkinni. Þjáningar þjóðarinnar voru orðn- ar miklar, erlendir herir höfðu farið ránshendi um landið, myrðandi böm og gamalmenni, og eitt sinn hafði þjóðin verið dæmd í útlegð í Babyl- óníu. En sagan geymdi ekki eintómar frásagnir af hörmungum og niður- lægingu þjóðarinnar, hún sýndi einnig hvemig gyðingar höfðu með þrautseigju og þjáningum frelsað sig undan oki Selevkítakonunga. Þessi staðreynd gerði þá bjargfasta í trú sinni á Jahve, hinn eina guð sem ávallt kom þjóð sinni til hjálpar þegar hún var í nauðum stödd. Gyðingar vom hin útvalda þjóð guðs og hann reyndi þjóð sína með því að leggja á hana margvíslegt mótlæti, - „því Drottinn agar þann, sem hann elskar, og lætur þann son kenna til, sem hann hefur mætur á.“ (Orðskv. 3.12.) Vegna þessa alls kviknaði sú skoðun meðal margra gyðinga að ísrael væri í raun guðstjómarríki og Jahve hinn raunvemlegi konung- ur en æðsti presturinn staðgengill hans á jörðu. Þessi trú varð fyrir skakkafalli þegar Heródes, skömmu fyrir and- lát sitt, lét byggja stórt líkneski af gylltum emi við aðalinngang must- erisins mikla í Jerúsalem, sem hann sjálfur hafði reist þjóðinni. Sjálfsagt hefur Heródes viljað þóknast herr- um sínum í Róm með þessu framtaki en í Jerúsalem urðu gyð- ingaprestamir, rabbíamir, ekki hrifnir og tveir þeirra skipuðu nem- endum sinum að eyðileggja þetta hjáguðalíkneski, sem stríddi gegn hinu guðlega lögmáli Israels. Prest- amir vom handteknir og færðir fyrir Heródes. Þar fræddu þeir kon- unginn (árið 40 fyrir Krist fékk Antóníus, vinur Sesars, öldunga- ráðið í Róm til að útnefna Heródes konung yfír Palestínu) á því að þau lög sem hann, dauðlegur maðurinn, setti þegnum sínum væm næsta litilmótleg í samanburði „við lögin sem Móse færði okkur, skrifuð und- ir leiðsögn og eftir beinum fyrir- mælum guðs“. Prestamir vom báðir brenndir. En þegar Heródes var allur og synir hans höfðu klúðrað land- stjóminni og við blasti að Israel yrði rómverskt skattland varð ljóst að gyðingar yrðu, í kjölfar þessara breytinga, í sömu stöðu og þegar Selevkítar reyndu forðum þvinga upp á þá gríska guðinum Seifi. Var einn lærisveinn Jesú Selóttr* Það var auðvitað hábölvað að greiða skatta en því voru landsmenn vanir, en til þessa hÖfðu þeir farið í vasa innlendra stjómvalda. En nú áttu skattamir að renna til Rómar og það var allt annar handleggur. í augum þeirra, sem litu á Israel sem ríki guðs, vom það drottinsvik gagnvart algjafanum að gefa hluta af framleiðslu þess ríki, sem var hans, til keisara Rómar. a Og það sem var kannski verra, skatturinn átti að renna í fjárhirslur ríkis, sem stjómað var af manni sem taldi sig með guðum. Skatturinn var því ekki aðeins viðurkenning gyðinga á erlendri stjóm heldur var hann einnig guðlast — gyðingar gátu ekki játast undir stjóm dauð- legs manns, sem kvaðst vera guðlegrar ættar, ekki fremur en þeir höfðu getað sætt sig við Seif áður. Og til að bæta gráu ofan á svart var manntalið, sem Rómvetjar létu gera svo koma mætti við réttlátri skattheimtu, notað af óróaseggjum og það sagt mundu leiða til algjörr- ar þrælkunar þjóðarinnar. Nú var komið að Selótum að láta ljós sitt skína á nýjan leik. Þeir æstu til uppreisnar gegn Rómverj- um og hryðjuverk urðu daglegt brauð. Svo virðist sem í lærisveinahópi Jesú hafí jafnvel leynst einn Selóti, Símon Kananea, en svo er hann kallaður í Markúsarguðspjalli (3. 19.). Kananea er gríska myndin á hebreska orðinu Qanna’im, en það var eitt af þeim nöfnum sem Selót- ar gengu undir. Ekki er heldur ósennilegt að Barrabas hafí verið Selóti og einnig ræningjamir sem krossfestir vom til sitt hvorrar handar Jesú á Hauskúpustaðnum, sem nefnist á hebresku Golgota. „Sýkn er ég af blóði þessa réttláta manns" Framan af 1. öid eftir Krist ríktu landstjórar yfír gyðingalandi, en undir þá vom settir Qórðungsstjór- ar. Frægastur þessara Iandstjóra er eflaust Pontíus Pflatus, sem þvoði hendur sínar af blóði Krists um leið og hann sagði yfír blóðþyrstan mannfjöldann,: „Sýkn er eg af blóði þessa réttláta manns; þér verðið að sjá fyrir því.“ (Matt. 29. 24-25.) Biblían segir raunar að Pontíus hafí reynt að skjóta sér undan þvi að fella dauðadóm yfír Jesú. Hann komst nefnilega á snoðir um að sakbomingurinn var frá Galfleu, en það var umdæmi Heródesar Antí- pas, sonar Heródesar mikla kon- ungs. Til hans sendi Pontíus sakbominginn með þeim orðum að hann fínndi enga sök hjá Jesú. Þann dag, segir Biblían, urðu þeir Pílatus og Heródes vinir. En annar Heródes, sem hét að eftimafni Agrippa í höfuðið á Róm- verjanum Agrippa, en sá hafði verið vinur afa hans, Heródesar mikla, komst í vinfengi við keisarana sjálfa. Þegar hann var bam að aldri lét afí hans, Heródes mikli, drepa tvo syni sína. Annar þeirra var fað- ir Heródesar litla og var piltinum þá komið í fóstur til keisarafjölskyl- dunnar í Róm. Þar kynntist hann þeim Kládíusi og Kalígúla, en þeir áttu báðir eftir að verða keisarar yfír Rómaveldi og naut Heródes Agrippa góðs af því, svo segja má að föðurmissirinn hafí í versta til- viki verið lán í óláni fyrir hann. Gyðingar eignast nýjan konung Arið 37 varð Kalígúla keisari og skömmu síðar gerði hann Heródes, drykkjubróður sinn, að landstjóra yfír Gólanhæðum. Tveimur ámm síðar ákvað keis- arinn að reisa sér styttu í líki Seifs í musterinu í Jerúsalem. Hann skip- aði landstjóra sínum í Sýrlandi, Petróníusi, að sjá um framkvæmd verksins. Gráir fyrir jámum þrömmuðu hermennimir af stað til Jerúsalem en gyðingamir bmgðust við á mjög óvenjulegan hátt. Hvar- vetna sem hersveitimar fóm, fyrst á Saronssléttunni og síðan í Galfleu, Sjá næstu síðu. Nú er hægt aö lesa í rúminu, hafa meö sér sjónvarp, útvarp, setja upp viftu fyrir gaseldavélina o.fl. o.fl. Fáanlegt í pakka sem inniheldur: Sólarsellu Stjórnstöð Rafgeymi ÍSCJliíffiOjúJ Inniljós 6 stk. 50 m rafleiðslur tenglar og klær, tilbúiö til uppsetningar. Getum einnig afgreitt pantanir eftir þörfum hvers og eins. Aðstoð við uppsetningu. Leitið nánari upplýsinga. ÖÍjVfUa ©ISIASOIM & Cö. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 SUMARBUSTAÐA EIGENDUR Sólarsellurnar til afgreiðslu nú þegar. Pantanir óskast sóttar, örfáum enn óráðstafað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.