Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 Ljónynjur taka til hendinni p í Krísuvík Snemma í sumar fóru nokkrar hressar konur úr „Lionessu“-klúbbnum Eir í Reykjavík í vinnuverkefni fyrir Krísuvíkursamtökin. En þau samtök voru stofnuð í vor með það að markmiði að aðstoða ungt fólk, sem hefur átt við vímuefna- vandamál að stríða, í því að verða sér úti um endurþjálfun og að lifa lífínu á sem heilbrigðastan hátt á ný. Krísuvíkurskóli hefur lengi Er svona leiðin- legt að fara út með Linley lávarði? Hann er ekkert glaðlegur á svip- inn, Linley lávarður, sonur Margrétar Bretaprinsessu, þar sem hann situr undir stýri í einhverri límósínunni á leið heim úr sam- kvæmi hjá Elísabetu Júgóslavíu- prinsessu (sem núverandi valdhafar í Júgóslavíu myndu þó varla titla svo). Þumbarasvipurinn á litla lá- varðinum er þó bamaleikur einn miðað við svipbrigði vinkonu hans í aftursætinu. Sú heitir Susannah Constantine og hefur víst verið kært með þeim Linley um langa hríð. Hvort svo er enn, eftir kvöldið sem þessi mynd var tekin af þeim, skal ósagt látið. Ef til vill hefur það bara verið ljósmyndarinn sem fór svona í taugamar á stúlkunni, kannski er hún óvön því að vera sett í aftursætið, en þó verður ekki horft framhjá þeim möguleika að heilt kvöld með Linley lávarði geti framkallað svona svip á ungum konum. Hann er vel þeginn kaffisopinn f Krísuvíkurskóla, eftir að „Lion-1 essuraar“ úr Eir höfðu tekið þar til hendinni þar. Og þeir sem' séð hafa viðkomandi byggingu, vita að þar hefur víst ekki ver- ið vanþörf á að dugmikið fólk léti til sín taka. rúður í húsinu höfðu venð brotn- venð í niðumíðslu, en í sumar hefur verið unnið að margs konar viðgerðum þar í sjálfboðavinnu. „Lionessumar" úr Eir lögðu sitt af mörkum til þessarar sjálf- boðavinnu, sáðu grasfræi, dreifðu áburði og eftir að hafa styrkt sig á kaffí hreinsuðu þær glerbrot sunnan við húsið, því vel flestar ar. Er heim var haldið voru allir sammála um að dagurinn hefði verið hinn skemmtilegasti og honum vel varið við gott verk. Er því alls ekki ólíklegt að þær ljónynjumar úr Eir leggi aftur hönd á plóginn í framtíðinni. Heims- fegurðin, hárgreiðslu- meistarinn og prmsessan Þau eru víst fá, mannsbörnin á íslandi, sem ekki þekkja konuna til vinstri á meðf ylgjandi Ijósmynd, hina íslensku alheimsfegurðardís Hólmfríði Karlsdóttur. Ófáir, sem komnir eru til vits og ára, ættu þó að kannast við þá til hægri líka. En hún er prissessan Yasmin Aga Khan, dóttir ekki ófrægari foreldra en kvikmyndastjömunnar Ritu Hayworth og prinsins Ali Kahn. Myndin er tekin á griðarmiklum dansleik, sem haldinn var í New York í sumar undir nafninu „The Beauty Ball“, eða „Dansleikur fegurðarinnar“. Eftir myndinni að dæma hef ur samkoman staðið þokkalega undir nafni, en að henni stóðu aðilar úr fegrunariðnaðinum þar vestra og er maðurinn sem mörgum finnst eflaust lánsamur með afbrigðum, þar sem hann stendur milli „drottningar og prinsessu“, frægastur fyrir það að hafa hendur i hári hinna ýmsu hefðarkvenna. Hann mun heita Marc de Coster og vera uppáhaldshárgreiðslumeistari Nancy Reagan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.