Morgunblaðið - 29.11.1986, Side 23

Morgunblaðið - 29.11.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 23 Landvernd: Umhverfis- og náttúruvemdar- mál verði færð í eitt ráðuneyti AÐAI.FUNDUR Landverndar, landgræðslu- og náttúruvemdar- samtaka íslands, var haldinn í Reykjavík dagana 22. og 23. nóv- ember sl. Á fundinum fór fram stjórnarkjör og er stjóm Land- veradar nú þannig skipuð: Þorleifur Einarsson formaður, Andrés Araalds, Ami Gunnars- son, Auður Sveinsdóttir, Gísli Júlíusson, Helgi H. Jónsson, Sigríður Einarsdóttir, Sigurður Sigursveinsson, Tryggvi Jakobs- son, Þórunn Lárasdóttir. Framkvæmdastjóri er Svanhild- ur Skaftadóttir. í tengslum við fundinn voru haldnar tvær ráðstefnur. Fyrri dag- inn var fjallað um umhverfismálin og stjómmálaflokkana. Fulltrúar þingflokkanna gerðu grein fyrir stefnu þeirra og framtíðarviðhorf- um. Framsögumenn af hálfu fiokkanna voru: Vigfús Jónsson Sjálfstæðisflokki, Ámi Gunnarsson Alþýðuflokki, Hjörleifur Guttorms- son Alþýðubandalagi, Davíð Aðal- steinsson Framsóknarflokki og Kristín Halldórsdóttir frá Kvenna- listanum. Framsögumenn úr hópi áhugamanna um náttúmvemd og umhverfísmál vom Friðjón Guðröð- arson sýslumaður og Hörður Bergmann fulltrúi hjá Vinnueftirliti ríkisins. í fréttatilkynningu frá Land- vemd segir að í umræðum hafí m.a. komið fram að nauðsyn er talin á að núverandi lög og reglu- gerðir um umhverfís-, náttúm- vemdar- og skipulagsmál verði færð í viðunandi horf og að brýnt sé að umhverfis- og náttúmvemd- armái verði erð í eitt ráðuneyti. Þau heyra nú undir öll ráðuneytin en það veldur margvíslegum vand- ræðum í stjómsýslu og ákvarðana- töku. Síðari ráðstefnan var um fískeldi og umhverfísmál. Framsögumenn vom þeir Gunnar Steinn Jónsson líffræðingur hjá Hollustuvemd ríkisins og Sigurður Pálsson mál- arameistari. I frétt Landvemdar segir að í erindum þeirra og í um- ræðum hafí komið í ljós að vitneskja um þessi mál, t.d. mengunarmál og áhrif á lífríkið þ.e. blöndun laxa- stofna er af mjög skomum skammti og að það gæti leitt til ýmissa vand- ræða sem ' erfítt gæti verið að lagfæra eftir á. Það hafí verið mál manna að á þessu þyrfti að ráða bót m.a. með meiri rannsóknum og að skýrar reglur verði settar um mengunarvamir og blöndun laxa- stofna og sleppingar seiða í sjó og ár. Heitur matur þegar heim er komió* Þaö er óþarfi aö búa viö kalt snarl allan daginn. Moulinex örbylgjuofninn tryggir öllum úr fjölskyldunni heitan bita þegar heim er komiö. Notkun Moulinex örbylgjuofnanna er auðveld og einföld - allt að því barnaleikur. _ Njóttu góðrar máltíðar með Moulinex. Upphaf góðrar máltíðar dósum. Fyrstu tegundirnar sem koma á markaðinn eru Pepsi og ^pelsín með 10% hreinum appelsínusafa og sykurlaust appelsín. Sanitas

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.