Morgunblaðið - 29.11.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.11.1986, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Tilraun borgaryfirvalda í Róm: „Umf erðarlaus föstudagur“ I>_ A D Róm. AP. ÞÚSUNDIR Rómarbúa skildu bíla sína eftir heima i gær og gengu eða tóku almenningsfar- artæki i vinnuna. Var þetta liður i eins dags „tilraun" með að fækka ökutækjum á aðalum- ferðartímunum. Fjöldi manns daufheyrðist þó við beiðni borg- aryfirvalda og umhverfisvernd- arsamtaka. Fyrir þennan „umferðarlausa föstudag" fóru yfirvöld þess á leit við borgarana, að þeir ækju ekki til vinnu. Var almenningsvögnum fjölgað, afnuminn vikulegur skyldu- fiídagur leigubílstjóra, Qölgað í umferðarlögreglunni og sérstakar akreinar teknar frá fyrir almenn- ingsvagna og leigubíla. Nicola Signorello borgarstjóri ók frá heimili sínu í suðausturhluta Rómar að Árelíusar-múmum við inörk miðborgarinnar og gekk það það sem eftir var leiðarinnar, um fjóra kílómetra, til skrifstofu sinnar á Kapitolshæðinni. „Þetta var mjög ánægjuleg gönguferð," sagði borgarstjórinn við fréttamenn, „og reynslan af þessum degi mun gefa okkur mik- ilsverðar upplýsingar, sem við getum byggt á, þegar ákvörðun verður tekin um langtímalausn umferðarvandans." Öll helstu dagblöð Rómar studdu tilraunina dyggilega. Aðalfyrirsögn dagblaðsins Messaggero var: „Framtíð borgarinnar í veði“. í II Tempo sagði: „Allir skilji bílana eftir heima". Og La Republica hafði sem aðalfyrirsögn: „Róm reynir að ná andanum". Borgaryfirvöld hafa verið að reyna að andæfa síversnandi um- ferðaröngþveiti og loftmengun. Dag einn í síðasta mánuði báru um- ferðarlögreglumenn hvítar skurð- læknagrisjur fyrir vitum sér til að minna á mengunarvandann. Nýlegar mælingar á aðalá- lagstímum dagsins sýndu, að kolsýrlingsinnihald andrúmsloftsins á fjöifömustu stöðum miðborgar- innar var átta sinnum hærra en áætluð hættumörk. Borgaryfirvöld gáfu til kynna, að þau mundu e.t.v. neyðast til að grípa til ótiltekinna skyldutakmark- ana, ef tilraunin færi út um þúfur. Dómari í Róm hefur hótað að loka miðborginni fyrir bílum, fínni yfirvöld ekki lausn á mengunar- vandanum. Signorille borgarstjóri hefur verið á móti slíkri lokun á þeim forsendum, að hún auki aðeins á umferðarvandann og mengunina í nærliggjandi íbúðarhverfum. Hin sögufræga miðborg Rómar er miðdepill stjómsýslu, verslunar og menningar. Fá leikhús, nætur- klúbba, söfn eða listsýningarsali er að fínna utan Árelíusar-múrsins. Neðanjarðarlestakerfið hjálpar lítið til að draga úr umferðinni, því að það er mjög takmarkað. Dýrt spaug at/ oimtuny uu íranir hafa rekið þrjá ítalska embættismenn úr landi vegna sjónvarpsþáttar í ítalska ríkssjón- varpinu þar sem gert var grin að trúarleiðtoganum Ayatollah Khomeini. Menningarmálaskrifstofu Ítalíu í Teheran var jafnframt lokað. Myndin sýnir eitt atriðið sem fór svo mjög fyrir brjóstið á írönunum. Lengst til vinstri er Tullio Solenghi, sem greinilega er í hlutverki Khomeinis, þá Pippo Baudo, sem stýrði sjónvarpsþættinum, og loks leikarinn Masimo Lopez. Heimsókn Gorbach- evs til Indlands lokið Mikhail Gorbachev og Raisa kona hans ásamt Rajiv Gandhi, forsætis- ráðherra Indlands og Sonju konu hans. Nýju Delhí, Reuter. MIKHAIL Gorbachev og Raisa kona hans fóru í gær frá Delhí að aflokinni fjögurra daga heim- sókn til Indlands. í heimsókn sinni lagði sovézki leiðtoginn sig fram við að sýna, að Sovétríkin væru hinn eðlilegi bandamaður þróunarríkjanna og að Sovét- stjórnin kostaði kapps um að tryggja stöðugleika i Asíu. Gorbachev varð hins vegar ekki margorður um stríðið í Afganistan í heimsókn sinn og varaðist að for- dæma Pakistan, Bandaríkin, Kína Nýfundnaland: Rannsóknastofnun kannar haffærni skipa í stórsjó og ís og íran fyrir að styðja baráttu skæruliða gegn stjóminni í Kabúl. Gaf Gorbachev í skyn, að samið kynni að verða um frið í Afganistan áður en langt um liði. Stríðið í Afganistan hefur nú staðið í nær 7 ár og hefur það orð- ið til að rýra mjög álit Sovétríkjanna á meðal þróunarríkjanna, en Sov- étríkin hafa haft þar yfir 100.000 manna herlið, sem barizt hefur við hlið hermanna Kabúlstjómarinnar. Mikill meiri hluti aðildarríkja Sam- einuðu þjóðanna hefur á hverju ári samþykkt ályktun um, að allt erlent herlið verði á brott frá Afganistan, en með því er átt við herlið Sovét- manna. Heimsókn Gorbachevs til Ind- lands nú er jafnframt fyrsta för hans til Asíuríkis, frá því að hann komst til valda. Á næsta ári er ta- lið hugsanlegt, að hann heimsæki Japan, þó að það sé allt óráðið enn. Thomas Land, The Observer. EIN bezt búna rannsóknastofnun heims á sviði hreyfiorku sjávar er tekin til starfa í St. John’s á Nýfundnalandi í Kanada. Þar verða rannsökuð áhrif öldugangs og ísmyndunar á skip og olíubor- palla. Tölvubúnaður stjómar öldu- og ísmyndun og við tilraun- imar em notuð líkön af skipum og borpöllum. Smíði stofnunar- innar og búnaður kostaði sem svarar 55 milljónum US dollara (um 2,24 milljarðar króna) og á stofnunin að gegna forustuhlut- verki í rannsóknum úthafanna. Þá verður útgerðar- og skip- asmíðafyrirtækjum og skólum í hinum hungraða heimi veittur aðgangur að niðurstöðum rann- sókna stofnunarinnar. Nýja stofnunin, Institute of Mar- ine Dynamics, var sett á laggimar á vegum kanadíska rannsóknar- ráðsins, NRC (Canadian National Research Council), og er betur tækjum búin en þekkist annars staðar. Ákveðið var að koma stofn- uninni á fót eftir víðtækar rann- sóknir á vegum NRC og norsku vatnsorkustofnunarinnar í Þránd- heimi á slysinu undan strönd Nýfundnalands árið 1982 þegar olíuborpallurinn Ocean Ranger fórst og með honum 84 sem þar störfuðu. Skipuð var sérstök rann- sóknamefnd í Kanada til að kanna orsakir slyssins árið 1983 og voru fulltrúar stofnunarinnar í Þránd- heimi fengnir til aðstoðar þar sem Norðmenn voru þá þjóða fremstir á þessu sviði. Strandlína Kanada er löng og þar er mikið af skipgengum ám og skipaskurðum. Siglingar geta verið erfíðar mikinn hluta ársins vegna ísa, storma, bálviðris og ölduróts. Vinnsla og flutningur náttúru- auðæfa undan ströndum Kanada eru háð þróun nýrrar tækni í sam- bandi við rannsóknir og vinnslu, og skipa til flutninga við þessi skil- yrði. Rannsóknum hjá nýju stofnun- inni er ætlað að flýta þróun þessarar tækni. Ríki þriðja heimsins fá aðgang að niðurstöðum rannsókna stofnun- arinnar með því að snúa sér til annarrar nýrrar ríkisstofnunar, Int- emational Centre for Ocean Deve- lopment, sem hefur aðalstöðvar sínar í Halifax á Nova Seotia. Sú stofnun hefur hlotið 20 milljón doll- ara (rúmlega 800 milljóna króna) framlag frá ríkinu til að standa undir rekstrinum næstu fimm árin. Þar er reiknað með að þróunarlönd geti orðið sér úti um nauðsynlega tækni til að geta hagnýtt sér þær miklu náttúruauðlindir sjávarins sem þau hafa nú einkarétt á að nýta samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin í Halifax verður mið- stöð upplýsinga og þangað geta þróunarlöndin sótt niðurstöður rannsókna, tilsögn og ráðgjöf. Sjálf hefur stofnunin aðgang að upplýs- ingum frá öllum skóla- og tækni- stofnunum landsins, þar með taldar upplýsingar frá stofnuninni í St. John’s. Isþróin hjá stofnuninni á Ný- fundnalandi er sú stærsta í heimi, háþróað rannsóknatæki, 90 metra langt, 12 metra breitt og 3 metra djúpt inni í frystihúsi þar sem unnt er að halda frostinu í -^25 gráðum. Nákvæm skipslíkön eru sett í þróna þar sem líkt er eftir sjólagi og veðurfari Norður-íshafsins. Líkönin eru dregin eða þeim siglt eftir þrónni og skynjarar mæla hæfni líkananna til siglinga í ís. Rannsóknir á sviði hreyfíorku sjávar og hæfni skipa til siglinga í ís krefjast mikilla fjárfestinga í tælqabúnaði. I rannsóknastofum stoftiunarinnar eru meðal annars Qölbreytt rafeindatæki, tankar til að mæla sjóhæfni og stýrihæfni skipa, dráttartankar til að mæla áhrif sjógangs, göng til að kanna bólumyndun við mismunandi hraða og skurð skipsskrúfunnar og til- heyrandi verkstæði til smíða á líkönum og tækjabúnaði. Mæling- amar sem gerðar eru á líkönum af skipum og mannvirkjum á borð við borpalla eru síðan bomar saman við niðurstöður sem fást við reynsluferðir skipanna, eftir að þau hafa verið smíðuð. Sá samanburður auðveldar aftur útreikninga í sam- bandi við breytingar á líkönum. Lokaniðurstaðan verður bezta fáan- lega forspáin um væntanlega sjóhæfni skipa. Hjá stofnuninni er einnig fullbúin rannsóknadeild á sviði rafeinda- tækni þar sem unnið er að hönnun og þróun nauðsynlegs tækjabúnað- ar, tölvutengja og sérhæfðs raf- eindabúnaðar sem ekki fæst á almennum markaði — má þar nefna fjarstýringar- og fjarmælitæki, öldumæla og mælitæki til að skrá hreyfingar skipa auk tölvubúnaðar til gagnasöfnunar. Bólivía: Sex núll klippt af gjaldmiðlinum La Paz, Reutei. BÓLIVÍA mun taka upp nýjan gjaldmiðil á nýársdag og felur hann í sér, að sex núll verða tekin aftan af núgildandi gjald- miðili landsins, sem heitir peso. Hefur þjóðþingið nú endanlega samþykkt frumvarpið um hinn nýja gjaldmiðil, sem fær nafnið „Boliviano" og á hann að jafn- gilda einni milljón peso. Miðað við núverandi gengi verður verðgildi hins nýja gjald- miðils nær hálfur Bandarílqadoll- ar (um 20 ísl. kr.). Vonir standa til, að með honum náist enn einn áfanginn í baráttunni við verð- bólguna í landinu. Hún varð mest í september 1985 og nam þá 23.000% miðað við heils árs tíma- bil. Ströng launa- og verðbinding, sem stjórn mið- og vinstri flok- kanna undir forvstu Victors Paz Estenssoro forseta, kom á, hefur orðið til að minnka verðbólguna stórlega en hún verður þó um 92% á þessu ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.