Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 PÍANÓTÓNLEIKAR Tónlist Jón Ásgeirsson Öm Magnússon hélt tónleika í Norræna húsinu sl. sunnudag og flutti tónverk eftir J.S. Bach, Beet- hoven, Chopin og Debussy. Fyrsta verkið á efnisskránni var ítalski konsertinn eftir Bach. Þetta fallega verk var hæglátlega flutt og farið eftir forskriftum barokkmanna, svo sem hægt er á píanó. Ekki eru sér- fræðingar sammála um það hvort rétt sé að taka verulega tillit til sérkenna cembalsins þegar leikið er á píanó, sem hefur allt aðra hljóman og miklu meiri möguleika til tónmótunar en barokkmenn þekktu. Þessu er hins vegar snúið við þegar Beethoven á í hlut, þvf hann notaði píanóið sem miðil, þó það væri ekki jafn fullkomið orðið á hans dögum og það er nú. Annað viðfangsefnið á tónleikunum var Beethoven-sónatan op. 27, nr. 1. Leikur Amar var klassískur og yflr- vegaður en helst til of hægferðugur og fyrir bragðið urðu andstæður verksins ekki eins skarpar og hugs- anlegt er að Beethoven, svo skapstór sem hann var, muni hafa ætlast til. Þetta sérkennilega verk á að leika, samkvæmt forskrift höfundar, án kaflaskila enda er verkið í sama ópus og Tunglskins- sónatan, þar sem sónötuformið er sveigt að fantasíunni. Margt var fallega leikið hjá Emi en ekki hætt á neitt í hraða og spennu. Sama má segja um næstu verk sem vom eftir Chopin og Debussy. Öm leikur með falleg blæbrigði en sparar sig og leikur af gætni þar Örn Magnússon sem þungfærara er. Hæglátir þætt- ir Chopin-verkanna vom fallega leiknir en það vantaði á að honum tækist að reisa sig að fullu upp í þeim erflðu. Sama má segja um blæbrigðamótunina í Debussy sem oft hljómaði mjög fallega þó við hægferðugri mörkin væri leikið. í „Flugeldaprelúdíunni" eftir Debussy vantaði t.d. nokkuð á að tónflæðið næði að túlka þann „þjót- anda“ sem höfundurinn hefur líklega ætlað sér í þessu glæsilega píanóverki. Öm Magnússon er gætinn píanó- leikari, vipnur vel úr þvf sem hann hefur full tök á og gætir sín á flng- urbijótum með því að stefna sér ekki í hættu með of miklum hraða. Þetta átti ekki iíla við í Bach og að hluta'til í Beethoven en gerði Chopin og Debussy bragðdaufa, sérstaklega þar sem skapgerðar- andstæður em skýrastar hjá Beethoven og Chopin og Debussy leika með ýmsar leiktæknibrellur. RYÐFRÍTT STÁL EROKKARMÁL! Fyriríiggjandi í birgóastöð: Ryðfrítt stangastál Stálgæði: AISI 304 (Wst. 4301) a . Vinklar Profílar Flatt 1 LlLL □[=:□[=□ Sívalt Pípur Fjölbreyttar o O 0 stærðir og þykktir Ryðfríar stálplötur Stálgæði: AISI 304 (Wst. 4301) Plötuþykktir: 0,8 - 6,0 mm Stálgæði: AISI 430 (Wst. 4016) Plötustærðir: 1250 x 2500 mm SINDRA ZfcmSTALHF Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222. Hrafnar Hrafns í strangri gæslu Selfossi. HRAFNAR Hrafns Gunnlaugs- sonar, sem hann hyggst nota í nýjustu kvikmynd sina, eru í srangri gæslu að Sperðli í V - Landeyjum og fær þá enginn augum að líta hvað þá að mynda- tökur seú leyfðar af þeim. Gæslufólk hrafnanna vísar ljós- myndurum frá strangt á svip og gefur ekkert færi á hröfnun- nm. Hrafnamir eru geymdir í skemmu á Sperðli og krunka hátt og stundum í frekjulegum tón enda vanari frelsinu. Hrafnamir í skemmunni nálgast nú það að verða 50 talsins en Sigurður Ás- geirsson refaskytta á Rangárvöllu og félagar hans hafa það verkefni að ná 70 hröfnum. Hrafnamir em fóðraðír í skemmunni og em í ágætu yflr- læti en neglt er fyrir allar glufur svo þeir smjúgi ekki út. Að öllum líkindum verða hrafnamir frelsinu fegnir þegar þeir takast á við hlut- verk sín í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, „í skugga hrafnsins". Sig. Jóns. Reykjanesskóli við Djúp: Mun alls ekki segja af mér - segir Skarp- héðinn Olafsson, skólastjóri. „ÉG TEL mig vera ráðinn frá ráðuneyti og tek því ekki tilmæl- um skólanefndarmanna, það er öruggt mál. Þar af leiðandi mun ég alls ekki segja af mér að svo stöddu„“ sagði Skarphéðinn Ól- afsson, skólastjóri i Reykjanes- skóla við Djúp. Hann var spurður hvort hann hygðist fara að tilmælum meirihluta skóla- nefndar staðarins sem farið hefur fram á að hann segi af sér nú þegar, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins á sunnu- dag. Agreiningur er milli meirihluta skólanefndarinnar og skólastjór- ans um stjóm skólans, að sögn Jóns Guðjónssonar, formanns skólanefndarinnar. Skarphéðinn sagði að hann hefði verið sakaður um stjómleysi af óánægðum kenn- urum sem hættu við skólann um miðjan síðasta vetur. í Ijós hefði komið að það fólk hafði mikið sam- band við formann skólanefndar og sagði Skarphéðinn að hann teldi að á þeirra kvörtunum byggði skólanefndin afstöðu sína. „Nú er svo komið að róið er að því öllum ámm að koma mér frá á þeirri forsendu að ég sé óhæfur í starfí. Á það get ég engan veginn fallist. Ég er búinn að bjóða skólanefnd sættir og lýst mig fúsan til að vinna að skólastarfínu heilum hug, en undir það hefur ekki verið tekið. Mér fínnst þetta orðið mjög per- sónulegt, en óttast samt að það geti um leið bitnað illilega á skólan- um héma. Það hefur engin kvörtun borist frá skólanefndinni, hvorki til fræðslustjóra né ráðuneytis, en ég bíð eftir að ráðuneytið úrskurði hvert framhaldið verður. Ég hef fullan vilja á að starfa áfram heils hugar við skólann héma ,“ sagði Skarphéðinn Ólafsson, skólastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.