Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23.~JÚNÍ 1987 Eggleikhúsið í Brighton -vakti mikla athygli,segir Árni Ibsen EGGLEIKHÚ SIÐ er nýkomið heim úr leikför á helstu lista- hátið Englendinga, „The Brighton Festival,“ þar sem þetta minnsta leikhús íslend- inga vakti mikla athygli og að sögn Árna Ibsen, sem var með í ferðinni, óskipta hrifningu áhorfenda. Viðar Eggertsson sýndi þar ein- leik sinn fyrir einn áhorfanda, Ekki ég... heldur..., yfir fimmtíu sinnum og eru sýningar á því verki þar með orðnar yfir 270 alls. Mun engin sýning á íslandi hafa verið jafnoft flutt. Árni sagði ennfremur að forráðamönnum listahátíðarinnar hafi þótt mikill fengur að þessari sérkennilegu sýningu, því hún hefði vakið at- hygli fjölmargra á hátíðinni sjálfri og gerði fólk forvitið. Leikhúsið hafði einnig fímm sýningar á leikriti Áma Ibsens, Skjaldbakan kemst þangað líka, í leikstjóm höfundar. Þar var Við- ar Eggertsson í hlutverki skálds- ins og læknisins William Carlos Williams. Leikritið var, á sínum tíma, var sérstaklega samið handa Viðari. Á sýningunum i Brighton fór Ámi sjálfur með rödd Ezra Pounds. „Það fór mikil undirbúnings- vinna fram hér heima áður en þetta verk yrði sýnt á Brighton- hátíðinni," sagði Árni, „einkum vegna þess hve miklar kröfur en- skir áhorfendur gera. Til dæmis gerði Gerla nýja leikmynd fyrir sýningamar og Ami Baldvinsson þurfti þar af leiðandi að hanna nýja lýsingu. Er skemmst frá að segja að „Skjaldbakan" vakti gífurlega hrifningu áhorfenda, Viðar Eggertsson í hlutverki William Carlos Williams í „Skjaldbakan kemst þangað líka,“ eftir Áma Ibsen bæði verkið sjálft og sýningin í heiid. Einkum þótti tíðindum sæta tilfinningarík túlkun Viðars á að- alhlutverkinu. Áhorfendur létu gleði sína óspart í ljós að sýning- um loknum, með bravóhrópum og fyrir kom að þeir risu úr sætum sínum til að þakka fyrir sig. Sýn- ingar Eggleikhússins á Skjald- bökunni, á erlendri grund, em þar með orðnar 19 talsins, eða jafn- margar og sýningamar hér heima árið 1984“ sagði Ami ennfremur. Morgunblaðinu hafa borist leik- dómur eftir Hariy Eyres í „The Time“ um þessi tvö leikrit. Þar segir, „Það var mikil hugdirfska í Viðari Eggertssyni og Eggleik- húsinu hans að sýna leikrit sem byggir jafnmikið á þögninni og raun ber vitni í þessu leikhúsi (Pavilion Theatre), sem er líkara hlöðu og tengist fremur glensi og gríni en íslensku tilraunaleikhúsi. Eftir fyrirboðann sem felst í símhringinunni í byijun heyrast fyrstu orðin úr munni Viðars Eg- gertssonar í hlutverki William Carlos Williams og þau eru: „Það er í þögninni sem það er.“ Reynd- ar var það í hurðaskellum, fóta- taki í stigum og mjög greinilegum orðaskiptum á bamum. Skjaldbakan kemst þangað líka er samræða tveggja amerískra skálda um skáldskap, vinanna William Carlos Williams og Ezra Pound. Það kemur ef til vill á óvart að það er Williams, sá sem er minna þekktur, hið þolinmóða, blíðlynda og læknandi skáld, sem stendur uppi sem hetjan. HJann er eina persónan sem birtist svið- inu: Viðar Eggertsson, sem líkist mjög Aldous Huxley á unga aldri, tekst að miðla auðmýkt Williams og eins konar innri uppljómun í ómótstæðilegri leiktúlkun sem vottaði um óvenjumikið tilfínn- inganæmi. Pound er einungis viðstaddur sem lífleg og uppstökk rödd, (það er rödd Áma Ibsens höfundar leiksins — þeir eru ekkert skyld- ir). Hann ýmist hæðir Williams eða predikar yfir honum til að reyna að fá hann til þess að yfir- gefa lækningastofuna sína í New jersey og koma til sín á Ítalíu, í það sem honum finnst vera miðja hins siðmenntaða heims. Vita- skuld kemur svo í ljós að sú nútímasiðmenning reynist vera Fasismi Mússólínís. Hin há- The Turtle Gets There Too Pavilion, Brighton lt was brave of Vidar Eggcrtsson and his Egg Thc- atrc to put on a play so concerncd with silcncc in this barn-like venuc. morc asso- ciatcd with bccr and skiitles than lcclandic cxpcrimental thcatre. Aftcr thc initial prcmonitor>' ring of a lclc- phonc. thc first words spokcn by Eggertsson as William Car- lós Williams arc “It comcs out ofthc silcncc". In fact il camc out of thc slamming of doors. climbing of stairs and vcry audible commcnts from bc- hind the bar. Tlic Turilc Gcls Thcrc Too is a dialogue about poetry conductcd by thctwo Amcrí- can poets. and friends. Wil- liam C'arlos Wilhamsand Ezra Pound. Uncxpectedly, pcr- haps. it is the lcss wcll known Williams. thc patícnt, gcntle physician-poct. who cmcrgcs as thc hero. He is thc only charactcr to appcar in person: Eggcrtsson. looking rathcr like thc young Aldous Huxlcy. managcs to convey Williams's humility and a sort of inner radiancc in a magnetic pcrfor- mance of rare sensitivity. Pound is prescnt only as a livcly. irritable voicc (spoken by ihc play's author Arni Ibscn — no rclation); he mocks and lcctures by turn in his attempt to make Williams dcscrt his Ncw Jcrscy practice and join him in Italy. at the hcart of civilization as he sees it. Of coursc, that modem civilization turns out be Mussolini’s Fascism. Pound’s grandiloqucnt attcmpt to conie to terms with the wholc of Wcstcrn civilization leads to propoganda broadcasts — in fact hc turns into a radio which cannot bc switchcd off. Williams’s quict and pri- vatc poeiic crcdo. that out of trusting silcncc and loving onc's ncighbour new pcrcep- nons will spring. secms to win hands down over Pound's idca of thc poct’s public rolc. Howcvcr. thc play’s most ntoving momcnt occurs whcn Pound. in jail, recovcrs his singing voice in an cxtract from the Pisan C'antos. At thc cnd. whcn hc lapscs into a silencc morc tragic than Williams’s at thc bcginning. it is difflcult to say who has won thc argumcnt. Harry Eyres Umsögn Harry Eyres um Eggleikhúsið í „The Times“ stemmda tilraun Pounds til að ná tökum á allri siðmenningu vestur- landa leiðir til áróðursávarpa í útvarpinu — hann breytist reynd- ar í útvarpstæki sem ómögulegt er að slökkva á. Hin kyrrláta og persónulega trúaijátning Williams um skáld- skapinn, um að það að treysta þögninni og elska náungann muni gefa sýn, virðist sigra í málaþref- inu við hugmyndir Pounds um félagslegt hlutverk skáldsins. Samt sem áður er áhrifamesta andartak leiksins, þegar Pound er kominn í fangelsi og finnur söngröddina sína á ný í broti úr Pisan Cantos. Þegar hann þagnar að lokum er þögn hans tragískari en kþögn Williams í upphafí og þá verður erfítt að dæma um, hvor hafi sigrað í rökræðunni." Mynd sem tekin var við afhendingu tækisins. Fulltrúar gefenda, yfirlæknir og hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild ásamt stjórnar- formanni og framkvæmdastjóra Borgarspítalans. Borgarspítaliim fær öndunarvél að gjöf Minnisvarði afhjúp- aður í Reykhólasveit Um 100 manns voru viðstaddir athöfnina sem fór virðulega fram. Lionsklúbburinn Freyr færði Borgarspítalanum nýlega að gjöf öndunarvél til notkunar á gjörgæsludeild. Verðmæti gjaf- arinnar er um 1.400.000 krónur. í frétt frá Borgarspítalanum segir að öndunarvélin sé af tegund- inni Siemens Elema og af full- komnustu gerð. Mikil þörf var orðin á að fá nýja öndunarvél til viðbótar þeim sem fyrir voru. Li- onsklúbburinn Freyr hefur áður afhent Borgarspítalanum gjafír. Við afhendingu gjafarinnar lýsti Þorbjörg Magnúsdóttir jrfírlæknir á gjörgæsludeild eiginleikum önd- unarvélarinnar. Páll Gíslason formaður stjómar sjúkrastofnana Reylqavíkurborgar þakkaði gef- endum fyrir gjöfina. í LESTRARSAL Háskólabóka- safns stendur yfir sýning á 450 bókum sem flestar eru á sviði læknavísindanna. Blackwell útgáfan í Oxford hef- ur síðan 1982 leyft Háskólabóka- safni að velja endurgjaldslaust úr þeim ritum sem forlagið gefur út. Þessar gjafasendingar hófust í Miðhúsum í Reykhólasveit. Minnisvarði um hjónin Val- gerði Bjarndadóttur og Svein Sveinsson sem bjuggu á Gilla- stöðum í Reykhólasveit árin 1892—1935 var afhjúpaður sunnudaginn 14. júní. Valgerður var fædd á Gillastöð- um 3.6. 1859 og dó 10.9. 1965 og Sveinn var fæddur á Vaðli á Barðaströnd 7.7. 1858 og dó 2.2. 1945. Minnisvarðanum um þau hjón var valinn staður uppi á hraundrang sem Gillir heitir og kenndur er við landnámsmanninn er nam land á Gillastöðum. Þau hjón Valgerður og Sveinn eignuðust 12 böm; einn drengur dó í bemsku og annar drengur rúmlega tvítugur, en önnur böm þeirra hjóna náðu fullorðins aldri. Nú eru 6 afkomendur þeirra á lífi. Dóttursonur þeirra Sveins og Valgerðar, Hjörtur Hjartarson, stjómaði athöfninni og aðalræð- una flutti Jens Guðmundsson fyrrverandi skólastjóri á Reyk- kjölfar heimsóknar forseta íslands til Bretlands og síðan þá hafa safn- inu borist um 2000 bækur. Þær bækur sem nú eru til sýnis fjalla flestar um læknisfræði, sjúkra- þjálfun, hjúkrunarfræði og tann- lækningar. Sýningin í lestrarsalnum er opin frá9-17 allavirka dagatil lO.júlí. hólum. Hann sagði sögu hjónanna og frá baráttu alþýðufólks á þeim tímum, en á þeim grunni byggir nútímafólk velmegun sína. Góður rómur var gerður að ræðu Jens. Þá tók Sveinn sonur Valgerðar og Sveins til máls og afhenti hann oddvita Reykhólahrepps, Guð- mundi Ólafssyni á Grund, en þau Valgerður og Sveinn em amma og afí hans, krónur 52 þúsund. Sveinn Sveinsson sagði meðal ann- ars að þessi gjöf væri gefín í minningu um foreldra hans og óskaði hann eftir að fénu væri varið til tijáræktar á Barmahlíð. í ræðu sinni sagði Sveinn meðal annars að það væru ekki margir staðir á landinu þar sem skáldin hafa ort jafn fallega um Barmahlíð og hann fór með vísu eftir Jón Thoroddsen frá Reykhólum sem hann orti þegar hann var 13 vetra. Brekkufríð er Barmahlíð blómum viða sprottin, fræðir lýði fyrr og síð, fallega skapar drottinn. Sveinn Sveinsson endaði ræðu sína með því að fara með tvö erindi úr aldamótakvæði Hannesar Haf- stein, en það byijar svona: „Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa.“ Reykhólasveitungar vilja færa afkomendum þeirra Valgerðar og Sveins þakkir fyrir ræktarsemi og Sveini Sveinssyni syni þeirra fyrir höfðinglega gjöf til skógræktarinn- ar. Sveinn. Bókasýning í Háskólabókasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.