Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 57 Bifreiðaeftirlit ríkisins: AF INNLENDUM VETTVANGI eftir BENEDIKT STEFÁNSSON Deilt um óbreytta þj ón- ustu og ramma fjárlaga í BIFREIÐAEFTIRLITI ríkisins er þessa dagana tekist á um gnmdvallarsjónarmið í ríkisrekstri: Hvort reka eigi stofnunina innan þess ramma sem fjárlög setja henni, eða láta ríkissjóð bera halla við uppgjör i árslok. Yfirstjórn fyrirtækisins hefur hrint í framkvæmd áætlun undir heitinu „Rekstrarátak ’87“ með þetta að markmiði. Starfsmenn um allt land andmæla aðgerðunum, leggja niður vinnu og krefjast þess að áætlunin verði dregin til baka, ella muni þeir ekki snúa aftur tíl starfa. Þeir telja vítavert að stofnunin ætlist til þess að hægt sé að skera niður fyrirvara- laust og að á endanum muni viðskiptavinir verða fyrir barðinu á lakari þjónustu. Rekstrarátakið var kynnt starfs- fólkinu á fundi fyrir rúmri viku og kom flestum í opna skjöldu. Breyt- ingamar mættu þegar einarðri andstöðu. Ljóst var að álag hlyti að aukast á mestu annatímum og tekjur þeirra sem mesta höfðu yfir- vinnuna yrðu skertar. Eftir þjóð- hátiðina ákvað starfsfólkið að mótmæla þessum aðgerðum með því að leggja niður vinnu, eða „halda fund“ í vinnutímanum eins og það hefur verið orðað. Málamiðlunar- tillögur felldar Fulltrúar starfsmanna gengu á fund dómsmálaráðherra á föstudag með þær kröfur sínar að áætlunin yrði dregin til baka og starfsmönn- um gefinn kostur á því að fjalla um breytingar á rekstri stofnunar- innar í samráði við yfírmenn sína. Því var hafnað, en ráðherra féllst á 250.000 krónu aukafjárveitingu til þess að standa straum af bak- vakt eftirlitsmanna sem skoða bifreiðir eftir árekstra að næturlagi og um helgar. Á föstudagskvöld kom Guðni Karlsson forstöðumaður tæknis- sviðs á fund starfsmanna og bar fram málamiðlunartillögu. Guðni lagði til að rekstrarátakinu yrði hrint í framkvæmd, með þeim fyrir- vara að eftir tvo mánuði yrði áætlunin tekin til endurskoðunar í fullu samráði við starfsmenn. Hann vék að því búnu af fundi, en starfs- menn felldu tillöguna. Málin tóku sfðan nýja stefnu í gær þegar starfsmennimir lögðu til að hluti aðgerðanna næði fram að ganga en stærstu deilumálin yrðu endurskoðuð á næstu tveimur mánuðum. Starfsmannaráð, sem í eiga sæti þrír fulltrúar starfsmanna og þrír fulltrúar stjómar Bifreiða- eftirlitsins tók tillöguna til umfjöll- unar og féll hún á jöfnum atkvæðum. Frestun kæmí hart niður síðar Að sögn Guðna gat stjóm Bif- reiðaeftirlitsins ekki fallist á að minnka niðurskurðinn þar sem það hefði í raun kippt fótum undan aðhaldsaðgerðunum. Taldi hann vænlegra að grípa í taumana þegar í stað. Yrði niðurskurðinum frestað um einhverja mánuði kæmi hann aðeins harðar niður á starfsfólki og þjónustu stofnunarinnar. Vagn Gunnarsson trúnaðarmað- ur sagði að með tillögunni hefði verið fallist á meginatriði rekstr- arátaksins, að því undanskyldu að bifreiðaeftirlitsmenn vildu ekki fela öðmm að tölvuvinna gögn um skoðanir. Nú tíðkast að eftirlits- menn slái sjálfir upplýsingar inn í tölvu um skoðanir og skráningar eftir að vinnudegi lýkur Að mati yfirmanna stofnunarinnar má rekja stóran hluta yfírvinnu þeirra til þess. Telja þeir að slík skrifstofu- störf væm betur komin í höndum sérþjálfaðs starfsfólks en bifvéla- virkja. Vagn sagði að með aðgerðum sínum væri starfsfólkið fyrst og fremst að mótmæla vinnuálagi. Með rekstrarátakinu væri gert ráð fyrir að hver bifreiðaeftirlitsmaður skoðaði yfir 100 bíla á dag, sem væri ekki mönnum bjóðandi. Þá væri gert ráð fyrir því að við um- skráningu yrði aðeins aðgætt hvort rétt númer hefði verið fest á bifreið- ina, en það teldu starfsmennimir bijóta í bága við lög. „Þetta mál snýst ekki um yfir- vinnu okkar, eins og haldið hefur verið fram. Við vildum fegnir minnka yfírvinnuna, við höfum bara verið neydd til þess að vinna hana í óhófi á undanfömum ámm vegna álagsins," sagði Vagn. „Mál- ið snýst um hvort að yfirmenn stofnunarinnar vilja halda uppi nauðsynlegri þjónustu við bíleig- endur. Staðreyndin er að halla- rekstur á Bifreiðaeftirlitinu er til kominn vegna mikillar aukningar í skoðunum og nýskráningum." Fram yfir fjárlög mörg ár í röð Þessar aðgerðir eiga sér nokkra forsögu. Bifreiðaeftirlitið hefur mörg undanfarin átt við rekstrar- erfiðleika að stríða. Stofnunin hefur farið fram úr fjárveitingum ár eftir ár og í nokkur skipti þurft að sækja um greiðslustöðvun en ríkissjóður neyðst til að leggja fram aukafjárveitingu. Árið 1985 veitti Alþingi til að mynda rúmum 44,6 milljónum króna til Bifreiðaeftirlitsins á fjár- lögum. Þegar upp var staðið þurfti stofnunin á aukaijárveitingu að halda þannig að heildarútgjöld ríkisins urðu 68,4 milljónir. Við þá fjárhæð má bæta sértekjum sem renna beint til stofnunarinnar og námu tæpum 16 milljónum króna. Um 60% af útgjöldum stofnunar- innar eru beint tengd launum og má rekja hluta ófyrirséðs kostnaðar til ráðninga starfsmanna án heim- ijda að sögn fjármálaráðuneytisins. Á síðasta ári voru unnir um 70.000 yfirvinnutímar hjá Bifreiðaeftirlit- inu og væri þeim deilt jafnt á þá 70 starfsmenn sem nú eru á launa- skrá hefði hver þeirra unnið að meðaltali 80 yfirvinnustundir í mánuði. Við fjárlagagerð á síðasta ári var sú stefna tekin að hækka fram- lög til stofnunarinnar umfram verðbreytingar, flölga stöðugildum um 12 og veita á þriðja tug millj- óna króna til nýbyggingar skoðun- armiðstöðvar í Reykjavík sem ætlað er að gjörbreyta fyrirkomu- lagi við bifreiðaskoðanir. Með þessu var kröfum um aukin fjárframlög mætt en stjómendum jafnframt lögð sú skylda á herðar að láta enda ná saman. Tillaga um rekstrarátak Að sögn Hauks Ingibergssonar framkvæmdastjóra, sem tók við starfi um síðastliðin áramót, varð mönnum varð Ijóst í vor að enn stefndi í sama farið. Yfirmenn Bif- reiðaeftirlitsins gengu þá á fund ráðuneytismanna og gerðu þeim grein fyrir stöðunni. Brugðið var á það ráð að skipa nefnd fulltúum stofnunarinnar, dómsmála og fjár- málaráðuneytis og er afrakstur hennar „Rekstrarátak ’87“. Áætlunin gengur í meginatriðum út á að lækka alla helstu kostnaðar- liði. Bifreiðaeftirlitsmönnunum er uppálagt að ljúka öllum skoðunum í dagvinnu þannig að hægt verði að fækka yfirvinnustundum um 10.000-13.000 seinni hluta ársins. Þá hafa verið gerðir nýir samning- ar við framleiðendur bílnúmeranna, en þau eru stærsti aðkeypti kostn- aðarliðurinn. Einnig á að taka tölvumál til endurskoðunar, segja upp leigusamningum á óarðbæru húsnæði, breyta aðferð við nýskráningar bifreiða og bjóða út prentun fyrir stofnunina. Meðal þess sem til athugunar er enn ekki er gert ráð fyrir í áætluninni er að fækka ferðum eftirlitsmanna vegna aðalskoðunar bifreiða, þannig að hún fari aðeins fram á þéttbýlustu stöðunum í hveijum fjórðungi. „Það er ekki vafi á því að styttri opnunartími hefur þau áhrif að þjónusta við viðskiptavini okkar skerðist. Bifreiðaeigendum gefst minni tími til þess að koma með bíla sína til skoðunar. Við hefðum gjaman viljað grípa til aðgerða fyrr svo að áhrifin yrðu ekki eins afgerandi," sagði Guðni Karlsson. Hærri fjárveiting nauðsynleg Gunnar Jónasson formaður Fé- lags bifreiðaeftirlitsmanna sagði að ástæðulaust væri að beija hausnum við steininn, stofnunin gæti einfaldlega ekki veitt þá þjón- ustu sem henni væri skylt nema með hærri fjárveitingu. „Á undanf- ömum ámm hefur bflum og umskráningum fjölgað til muna, en starfsfólki bifreiðaeftirlitsins fækkað. Það sér hver heilvita mað- ur að sú þróun getur ekki haldið endalaust áfram. Það er vissulega kominn tími til þess að kryfja þessi mál til mergj- ar. Mín skoðun er sú að niðurskurð- ur sé ekki nauðsynlegur ef stofnunin fengi til sín þær tekjur sem hún aflar. Fengi Bifreiðaeftirlitið tekjur af umskráningum, skatta sem það innheimtir og hluta af prófgjöldum næmi það um 300 milljónum króna, en í ár er okkur ætlaðar 135 millj- ónir á fjárlögum. Allir vita hversu dýrt er að fara með bifreið í skoð- un og það má varpa þeirri spum- ingu til bíleigenda hvort þeir ætlist ekki til þess að fá einhveija þjón- ustu fyrir peningana," sagði Gunnar. Fundur með ráðherra í dag Þegar þetta er ritað er deilan í Bifreiðaeftirlitinu enn í sjálfheldu, en starfsmenn ætla að ganga á fund ráðherra fyrir hádegi í dag. Haukur Ingibergsson sagði í sam- tali við blaðamann í gær að ekki væru fleiri krónur í kassanum eftir þessa helgi en í síðustu viku, það væri því ekki um það að ræða að hvika frá niðurskurðinum. Gunnar lét þau orð falla í samtali við blaða- mann í gærkvöldi að hann tryði því að yfirvöld drægju áætlunina til baka. „Ef við féllumst á þá málamiðlun að hefja störf og láta rekstrarátakið yfir okkur ganga, væri starfsandinn innan stofnunar- innar I molum. Það myndi þá aldrei gróa um heilt," sagði hann. Bifreið ofan í gil á LágheiðL BIFREIÐ fór út af vejginum yfir Lágheiði fyrir ofan Olafsfjörð í gær. og valt ofan í gil. Okumað- urinn var einn í bifreiðinni og sakaði hann ekki. Óhappið varð um hádegisbiiið. Svo virðist sem ökumaður hafí misst stjóm á bifreiðinni á of mik- illi ferð í hættulegri beygju á veginum. Bifreiðin fór út af vegin- um og ofan í gil, þar sem hún stöðvaðist að lokum á hvolfi ofan í læk. Það varð ökumanni til happs. að bifreiðin fór niður í gilið á hjólun-' um og valt ekki fyrr en neðst. Ökumann sakaði ekki og komst hann sjálfur út úr bifreiðinni og til Ólafsfjarðar, þar sem hann gerði lögreglunni viðvart. Bifreið hans er nokkuð mikið skemmd. Bjóöum nánast allar stæröir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræöiö viö okkur um rafmótora. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 essemm sU 05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.