Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JUNI 1987 59 Morgunblaðið/Sigrún Bíl ekið ofan í vatns- geymi í Hveragerði Hveragerði. Heldur var það óvenjulegt um- ferðaóhappið sem varð hér í Hveragerði aðfaranótt sunnu- dagsins. Það var um kl.5 um morguninn að lögreglunni á Sel- fossi barst tilkynning um að bifreið væri ofan í gamla vatns- geyminum sem stendur á hæð ofarlega í þorpinu. Við nánari athugun kom í ljós að svo virðist sem bflnum hafi verið ekið á mikl- um hraða upp svokallaða Gossa- brekku sem er við enda aðalgötu bæjarins. Efst í brekkunni er beygja. Þar má sjá mikil bremsu- för, sem ekki hafa þó náð að draga nægilega úr ferðinni, heldur lenti bfllinn á moldarbarði og hentist inn í geyminn. Þar yfirgaf öku- maðurinn farkostinn, enda erfið- leikum háð að halda förinni áfram. Öflugur kranabíll ásamt hjálp- arliði náið bifreiðinni upp við illan leik og er hún að sjá gjörónýt. Lögreglan í Ámessýslu hefur unn- ið að rannsókn þessa máls. Það eð ökumaðurinn hvarf af slysstað var óttast að um stórslys á fólki væri að ræða. Nú er ökumaðurinn fundinn og hefur sloppið frá þessu ævintýri án meiðsla en farþeginn mun eitthvað eftir sig eftir ferða- lagið. — Sigrún Nefndin sem kannaði stöðu Sjálfstæðisflokksins: Fjölmargar til- lögxir til úrbóta NIÐURSTAÐA nefndar þeirrar sem unnið hefur á vegum Sjálfstæðis- flokksins að þvi að kanna ástæður þess að útkoma flokksins í alþingiskonsningunum varð ekki betri en raun ber vitni, er á þann veg að gerðar eru fjölmargar tillögur til úrbóta, á grundvelli fjög- urra skýrslna sem unnar voru i undirnefndum. Þessar undirnefndir fjölluðu um starfshætti flokksins, kosningabaráttuna, útbreiðslumál og málefni og áherzlur í málflutningi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kemur fram töluverð gagnrýni á forystu flokksins í skýrslum undimefndanna, einkum í skýrslu þeirrar nefndar sem Jón Magnússon veitti forystu. Þar eru formaður og framkvæmdastjóri flokksins gagnrýndir fyrir vinnu- brögð sín. Formaðurinn er sagður vera einangraður frá flokksmönnum og sömu einkunn fær flokksforystan og miðstjórn flokksins. Heimildir Morgunblaðsins herma að nefndin hafi fengið allar skýrsl- umar í sínar hendur og samið með hliðsjón af þeim skýrslu sína. Hún skiptist nokkum veginn í tvo jafna þætti: Almenna og mismunandi markvissa gagnrýni á Sjálfstæðis- flokkinn og starfshætti hans og ýmsar tillögur til úrbóta, bæði hvað varðar ný verkefni og starfsað- férðir. Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins gegndi for- mennsku í þessari nefnd. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að störf þessarar nefndar væm ein- ungis til undirbúnings frekara starfs. Með haustinu yrði haldinn sameiginlegur fundur miðstjómar og þingflokks til þess að ræða stöðu flokksins, miðað við breytt viðhorf í stjómmálum. Þá væri bæði verið að ræða um kosningar og stjómar- myndun. Friðrik sagði að nefndin hefði starfað með þeim hætti að þeir fjór- ir sem vom í nefndinni auk hans, mynduðu fjóra starfshópa, mismun- andi stóra og söfnuðu hugmyndum og upplýsingum. Hver hópur um sig skilaði svo sínum niðurstöðum. Auk þess hafí tveir menn, annar verkfræðingur og hinn hagfræðing- ur, sem ekki em virkir flokksmenn verið fengnir til þess að gera sína úttektina hvor á flokknum, þannig að hér væri raunar um 6 álits- gerðir að ræða, sem nefndin hefði unnið útfrá, þegar hún vann sína skýrslu. „Niðurstaða nefndarinnar var sú að við drógum saman ábendingar og hugmyndir sem við teljum að geti komið að gagni í flokksstarfinu í framtíðinni," sagði Friðrik. Friðrik nefndi sem dæmi um til- lögur að vali frambjóðenda yrði breytt. Tekið væri undir það sjónar- mið að prófkjör væm hugsanlega orðin úrelt tæki til þess að ná mönn- um í framboð. Einnig væm viðraðar hugmyndir hvemig standa skuli að félagaöflun og þá væri verið að tala um það að sérstakt átak væri gert til þess að fá menn til liðs við flokkinn á málefnalegum gmnni, en hingað til hefðu félagar einkum fengist í flokkinn vegna prófkjara, eða í gegnum ungliðahreyfinguna. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði kynnt sér niður- stöður nefndarinnar og þar kæmu fram margar góðar ábendingar og hugmyndir, sumar nýjar af nálinni, aðrar ekki. Hann kvaðst hins vegar harma það að ákveðnir menn sem verið hefðu í þessum trúnaðarstörf- um á vegum flokksins, hefðu rofið þann trúnað með því að láta tveim- ur íjölmiðlum í té upplýsingar úr skýrslum starfshópa, þar sem um það hefði ríkt einhugur að halda skýrslunum sem trúnaðarmáli fyrst um sinn. 0DEXION léttir ykkur störfin o E Q. UJ tr APTON-smíðakerfið leysir vandann Fyrirliggjandi: * Svörtstálrör * Grá stálrör * Krómuð stálrör * Alrör - falleg áferð * Allargerðirtengja Við sníðum niður eftir máli Útsölustaðir: LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun Ármúla 23 - Sfmi (91 )20680 STRAUMRÁS SF. — Akureyri Sími (96)26988 r LANDSSMIÐJAN HF. Blaðburðarfólk óskast! VESTURBÆR ÚTHVERFI Melhagi Langagerði Mosgerði KOPAVOGUR Fellsmúli Birkigrund Álftamýri Hvassaleiti AUSTURBÆR Hraunbær Hverfisgata frá 63-115 Háaleitisbraut o.fl. frá 117-156 VINNUPAUAR ÁLSTIGAR OG TRÖPPUR Á GÓÐU VERDI! Ef öryggi, réttar vinnustellingar og mikil vinnuafköst skipta þig möli, þö vœri margt vitlausara en að líta við hjö okkur... Sérlega góð greiðslukjör Sambandié .. BYGGINGflVORUR»KAUPFÉtOGiN 32 OO KRÖKMÁLSI 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.