Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 NÝTT SÍMANÚMER Frá 22. júní hefir konsúlatið fengið nýtt símanúmer 62 30 42 Símatími er milli kl. 11.Oö og 12.00 þriðjudaga og fimmtudaga. Aðalræðismaður Ítalíu á íslandi, Ragnar Borg. STENST STRÖNGUSTU KRÖFUR OG ENDIST ÓTRÚLEGA LENGI ÞOL er einstök þakmálning, sem ver þökin betur gegn veðri og vindum. I nýja litakortinu okkar getur þú valið úr 24 litum. Veldu ÞOLá þakið. Þol gegn veðri og vindum Skáksamband íslands - risiábrauðfótum eftirÞráin Guðmundsson Það mun ekki fjarri sanni, að skákin sé orðin eins konar þjóðar- íþrótt íslendinga, svo mikið er a.m.k. víst, að þjóðin er ákaflega stolt af skákmeisturum sínum þeg- ar vel gengur. Á seinustu misserum hefur oft verið ástæða til að fagna góðum sigrum, og má þar minnast hins frábæra árangurs í Dubai, ágæts árangurs á alþjóðlegum mót- um, Norðurlandamótum skólaskák- ar og nú seinast heimsmeistaratitils Hannesar Hlífars Stefánssonar. Óhætt er að fullyrða að aldrei höf- um við átt jafnmarga unga og upprennandi skákmeistara og nú, unga pilta, sem þegar eru farnir að etja kappi við stórmeistara okkar og munu setja æ meiri svip á skáklífið á næstu árum, verði þeim sköpuð skilyrði til að þroskast og vaxa skáklega. Ekki mun íslenska skákmenn né forystumenn skákhreyfingarinnar skorta verkefni á næsta starfsári nýkjörinnar stjómar Skáksambands „Tilgangur þessa pistils er í raun að benda vel- unnurum skákarinnar á þennan vanda og leita ráða, ef einhver snill- ingur í þeirra hópi lumaði á „patent- lausn“.“ ings fremur en að veita hann. Skáksamband íslands er því á krossgötum, risinn með brauð- fæturna rís ekki öllu lengur undir eigin þyngd. Vegna einstaks velvilja fólks um land allt, jafnt einstaklinga sem forsvarsmanna fyrirtækja og sveit- arfélaga, hefur tekist að halda „risanum" gangandi til þessa, en með ört vaxandi verkefnum nægir stuðningur betlistafsins ekki einn sér — með öðrum orðum: Skáksam- band íslands þarfnast fastra tekjustofna til að byggja starf sitt á. Það verður m.a. að vera Þá er reyndar ekki sjálfgefíð, að opinberir aðilar eigi að halda skák- hreyfíngunni uppi. Hugnanlegra væri að fá með fulltingi þeirra að- stöðu til sjálfstæðrar tekjuöflunar og á ég þá ekki við eitt happdrætt- ið enn, af þeim er þegar yfrið nóg. Fyrr í þessum pistli minntist ég á ótrúlega velvild einstaklinga og forráðamanna fyrirtækja, smárra sem stórra, og vil ég nota tækifær- ið til að þakka þeim stuðninginn fyrr og síðar. Það er víst, að enn um sinn þarf skákhreyfíngin á stuðningi þeirra að halda. Ein er sú hugmynd, sem skáksambands- menn hafa verið að gæla við, en sú er amerísk. Þar er til sjóður, sem heitir American Chess Fund, skák- sjóður, sem fyrirtæki og einstakl- ingar ijármagna. Sjóðurinn hefur sjálfstæða stjóm. Úr honum er veitt fé til vissra verkefna skákhreyfíng- arinnar, þegar um er sótt. Væri ekki hægt að stofna „íslenska skáksjóðinn" með árlegu framlagi t.d. bankanna og annarra fyrir- tækja og einstaklinga, sem vildu efla íslenskt skáklíf? Íslenska ólympiuliðið í skák eftir heimkomuna frá Dubai í boði menntamálaráðherra. Greinarhöfundur lengst til hægri. íslands. Verkefnin eru æði mörg og stór — Skákþing Norðurlanda nú í sumar, Landsliðskeppni ís- landsþingsins á Akureyri í haust, Átta landa keppnin, Evrópumeist- aramót landsliða í desember á Mallorca, en það er ný keppni, sem haldin verður það ár sem ekki er Ólympíumót, 13. Reykjavíkurskák- mótið, Millisvæðamót í Ungveija- landi í júlí, þar sem Jóhann Hjartarson teflir, heims- og Evrópu- meistaramót ungmenna, Lands- keppni við Færeyinga, unglinga- landskeppni við Collins-hópinn, Norðurlandamót skólaskákar, deildakeppnin auk allra þeirra móta sem SÍ hefur milligöngu um að senda keppendur á og styrkir. Þetta er allt mjög ánægjulegt og ber mikilli grósku vitni — hitt er aftur á fárra vitorði, að Skák- samband íslands, sem eru að vísu virt samtök, og qjóta velvilja, er risi á brauðfótum, sem sívaxandi kröfur eru gerðar til, en fastir tekjustofnar eru nær engir til að spila úr. Þetta er mikið áhyggju- efni þeirra sem eldurinn brennur á, og veldur því m.a. að æ erfiðara reynist að fá menn til forystu í skákhreyfíngunni, enda um að ræða ólaunuð og oft vanþakklát störf í öllum tómstundum, sem gefast frá brauðstritinu. Taflfélögin, sem mynda Skák- samband Islands, eru fá og með einni eða tveim undantekningum smá og fíárvana og þarfnast stuðn- hægt að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf til að sinna þeim mörgu verkefnum sem til falla. Tilgangur þessa pistils er í raun að benda velunnurum skákarinnar á þennan vanda og leita ráða, ef einhver snillingur í þeirra hópi lum- aði á „patentlausn". Því er ekki að leyna, að ýmislegt hefur borið á góma í þessu sam- bandi. Séu t.d. bomar saman hinar föstu tekjur íþróttahreyfíngarinnar og tekjur SÍ hrökkva menn illilega við, og er íþróttahreyfíngin þó sjálf- sagt ekki ofsæl af sínu. Getraunir og Lottó hafa engu skilað skák- hreyfíngunni, skák var ekki talin til íþrótta er SÍ sótti um aðild að getraununum endur fyrir löngu og Lottóið sigldi illu heilli úr höfn án aðildar Skáksambandsins, en t.d. 3 milljónir á ári eða örfá prósent af hagnaði Lottósins, gerðu hér gæfu- muninn. Lögin um Lottóið verða væntanlega ekki endurskoðuð, eða hvað? Á fjárlögum er hlutur SÍ rýr miðað við fyrmefnda hreyfingu (kr. 450.000, en það em einu föstu tekj- ur SÍ), og þó skal framlag opinberra aðila ekki vanþakkað. Forráðamenn ríkis og borgar hafa ætíð brugðist vel við óskum um sérstakar fjárveit- ingar, þegar mikið hefur legið við, og laun stórmeistara okkar eru öf- undarefni í skákheiminum, en það fé rennur ekki til rekstrar Skáksam- bandsins og er ekki umræðuefni þessa pistils. Mál er að linni — og þó! Ein hugmynd að fjáröflun er svo aðlað- andi, að hún verður að komast á prent. Hvemig væri að Visa- og/eða Euro-korthafar stofnuðu Skák- menntasjóð með 5 eða 10 kr. framlagi á mánuði (60—120 kr. á ári), sem yrði stimplað við hveija mánaðarlegu útskrift? Stjóm sjóðs- ins yrði í höndum korthafa. Að sjálfsögðu er hér ekki verið að segja téðum korthöfum fyrir verkum og væntanlega em ýmis formsatriði, sem þyrfti að huga vel að, en hug- myndinni er hér með komið á framfæri, ef einhveijir, sem áhrif hafa á þessu sviði, vildu athuga málið. Að lokum má geta auðveldustu leiðarinnar til hjálpar „risanum á brauðfótum", en sú er að setja hann í megmn og létta þunganum af ganglimunum, hætta umsvifum og þátttöku í alþjóðlegu skáksam- starfí. Hefur það annars nokkurt gildi að vera í hópi virtustu skák- þjóða heims — er skákin ekki bara fáfengilegur leikur, stenst íþrótt hugans nokkum samanburð við t.d. íþróttir handa og fóta? Sé „megrunarleiðin" sú sem fara skal, vora skrif þessi óþörf og sjálf- sagt að biðja forláts á framhleypn- inni. Höfundur er forseti Skáksam- bands íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.