Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 60
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Stjórnarmyndun: Eru við- ræðurnar ’ að kom- ast í þrot? ÁHUGALEYSI og deyfð ein- kennir stjórnarmyndunarvið- ræðurnar þessa dagana og í gær varð vart vaxandi vantrúar með- al sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna á að myndun þessarar ríkisstjórnar takist. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir þvi að samkomulag það sem ^ formenn flokkanna sögðust í síðustu viku hafa náð um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum, sé engan veginn frágengið. Nefndir á vegum flokkanna fund- uðu um helgina og í gær til þess að reyna að ná samkomulagi um málefnasamning, og ræða með hvaða hætti ráðist verði í uppstokk- un ráðuneytanna. Það samkomulag hefur enn ekki náðst, en formenn flokkanna og fleiri munu hittast á fundi kl. 8 árdegis í dag til þess að reyna til þrautar að ná sam- komulagi um nýja skipan ráðu- neyta. Takist það er stefnt að því að kynna niðurstöðuna á þing- flokksfundum síðdegis í dag. Sjá nánar af innlendum vett- vangi á bls. 24. Þorskur úr Sléttanes- inu á fyrsta Morgunblaðid/RAX ROSABA UGUR UMSÓLU Ljósbrot í háskýjum er það sem orsakar þennan rosabaug sem I inn. Fyrirbæri þetta mun ekki vera mjög sjaldgæft, en það Ragnari Axelssyni, Ijósmyndara, tókst að festa á filmu á sunnudag- I myndast þegar sól er í suðri og lítið um lágský. . uppboði Faxa- markaðsins Faxamarkaðurinn í Reykjavík verður með sitt fyrsta uppboð klukkan 18 í dag. Þá verða boðin upp 60 tonn af þorski úr Þingeyr- artogaranum Sléttanesi, en hann hefur verið á veiðum í u.þ.b. viku, og verður afgangur aflans send- ur utan í gámum. Bolfiskafli verður flokkaður eftir stærð og einnig verður hann flokk- aður eftir dagmerkingum í þrjá flokka. Stærðarflokkamir þrír eru; 50-70 cm, 70-90 cm, ogþriðji flokk- urinn er fískur stærri en 90 cm. Að sögn Bjama Thors, fram- kvæmdastjóra, hafa tveir togarar til viðbótar bókað löndun hjá Faxa- markaðnum og má búast við uppboðum á afla þeirra á fimmtu- daginn og mánudaginn. Island hótar úrsögn úr hvalveiðiráðinu Peter Scott mótmælir afstöðu fslendinga með því að skila fálkaorðunni Frá Guðmundi S. Hermannssyni biaðamanni SAMÞYKKT tillögu frá Banda- rikjamönnum sem miðar að takmörkun á hvalveiðum I vísinda- skyni gæti orðið til þess að ísland segði sig úr Alþjóðahvalveiðiráð- inu. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, lýsti þessu yfir á Morgunbladsins í Bournemouth. ársfundi ráðsins sem hófst i gær, og sagði sennilegt að ísland myndi skjóta lögmæti þessarar tillögu til Alþjóðadómstólsins vegna þess að hún bryti í bága við stofnsamning hvalveiðiráðsins. Á laugardag birtist í Lundúnablað- Sænsku konungshjónin koma í dag SÆNSKU konungshjónin koma hingað til lands í opinbera heimsókn i dag. Flugvél þeirra lendir á Keflavíkurflugvelli kl. 10.35 og mun forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir taka á móti þeim ásamt ríkisstjórn ís- lands og ýmsum embættis- mönnum. Konungshjónin snæða hádegis- verð með forseta íslands í Ráðherrabústaðnum. Eftir hádegi er ferðinni heitið í Norræna húsið og siðan í Stofnun Áma Magnús- sonar þar sem handrit verða skoðuð. Að því loknu verða konungs- hjónin viðstödd opnun sænskrar vörukynningar sem haldin verður í Scaniahúsinu við Skógarhlíð. Síðan er ferðinni heitið í Ráð- herrabústaðinn á ný þar sem þau taka á móti erlendum sendiherr- um sem búsettir eru hér á landi. Liðlega hálftíma síðar halda þau áleiðis í stutta heimsókn að sjúkrastöð SÁÁ á Vogi. Dagskránni í dag lýkur með kvöldverði í boði forseta Islands Vigdísar Finnbogadóttur. Sérstakt Svíþjóðarblað fylgir blaðinu í dag í tilefni heim- sóknarinnar, bls. 1-12B inu The Times lesandabréf frá breska fuglafræðingnum sir Peter Scott þar sem hann lýsir því yfir að hann ætli sér að skila íslensku fálkaorðunni, sem hann hlaut fyrir störf sín í þágu náttúruvemdar fyrir 16 árum. Ástæðuna segir hann vera þá að ís- lendingar, ásamt nokkrum öðrum ríkjum, notfæri sér smugur í sáttmál- anum til þess að drepa hundruð hvala. Sea Shepherd-samtökin fengu ekki að hafa áheymarfulltrúa á fund- inum í gær og var meðal annars vísað til þeirra aðgerða er Sea Shepherd- menn sökktu tveimur hvalbátum í Reykjvíkurhöfn í vetur og unnu skemmdir á hvalstöðinni í Hvalfirði. Tillagan sem Bandaríkjamenn leggja fram gengur út á að vísinda- nefnd ráðsins fjalli um allar áætlanir ríkja um vísindarannsóknir á hvölum ef veiða þarf hvali vegna þeirra. Ráðið sjálft fjalli siðan um niðurstöð- ur nefndarinnar og lýsi yfír hvað það ' telji vera lágmarksíjölda dýra sem veiða þarf í hvert skipti. Halldór Ásgrímsson sagði Islend- inga telja að í þessari tillögu fælist að ráðið virti ekki lengur stofnsamn- inginn sem væri mjög skýr. Þetta mat sé byggt á lagalegri ráðgjöf, bæði frá íslenskum og erlendum lög- fræðifyrirtækjum, og þeir væru því mjög vissir í sinni sök. Tillagan er ekki um breytingu á lögum ráðsins og því þarf aðeins einfaldan meiri- hluta til að hún fái samþykki. Halldór sagði í ræðu á fundinum að ef ísland gengi úr ráðinu myndi það kanna möguleika á stofnun nýrra samtaka til að sijóma nýtingu hvala. Halldór sagði við Morgunblaðið að slík samtök yrðu að vera til og ef hvalveiðiráðið héldi áfram að van- virða á flestan hátt þarfir og réttindi viðkomandi ríkja, teldi íslenska ríkis- stjómin ráðið ekki lengur fært um að stjóma þessum málum. Sjá nánar fréttir á bls. 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.