Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 Veðurfar í Evrópu: Vætutíð á Bretlandi St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsms. SUMARBYRJUNIN í ár hefur verið sú vætusamasta síðastliðin 25 ár. Sólskin hefur verið að jafn- aði minna en í meðalári, ekki hefur verið hægt að leika krikk- et vegna rigninga, og Wimbledon mun að líkindum stöðvast oftar en einu sinni vegna úrkomunnar. Útlit er fyrir enn eina rigningar- vikuna, að sögn veðurfræðinga. Það, sem af er sumri, hefur lítið sést af sumarveðri. Votviðrasamast hefur verið í Austur-Angliu, sem er norður af London, og í Manchest- er. Næstum sex þumlungar af vatni hafa fallið í Manchester það, sem af er júnímánuði. Það er þumlungi meira en 1982, sem var votviðra- samasti júnímánuður á öldinni í þeirri borg. í suðurhlutum Austur- Angliu hafa fallið nær sex þuml- ungar af regni í mánuðinum, sem er nær þreföld meðalúrkoma á þeim slóðum í júnímánuði. Að undanfömu hafa Englending- ar verið að leika landsleiki í krikket við Pakistani f Manchester. Hver leikur tekur nokkra daga, og er hætt, þegar rignir. Það hefur geng- ið erfíðlega fram til þessa að ljúka leikjunum. Wimbledon-tennis- keppnin hófst í gær, og þá rigndi, svo að það varð að stöðva leikinn. Útlit er fyrir rigningu fram eftir vikunni, og gæti keppnin nokkuð riðlast við það. En spár, sem byggjast á hegðun froska og flugi gauka og svala, segja, að júlí- og ágústmánuðir verði þurrir og hlýir, og jafnvel einnig fyrri hluti september. Sólstöðuhátíð Stonehenge, Reuter. 60 HVITKLÆDDIR drúídar héldu sólstöðuhátíð sl. sunnudag, á lengsta degi ársins, á hinum sögufræga stað, Stonehenge í Englandi. Blésu þeir í hrútshom og lúðra er þeir fögnuðu sólarupp- komunni. Mikill fjöldi frétta- manna fylgdist með athöfninni og sagði yfírdrúídinn, David Loxley, að atgangurinn í þeim hefði verið þvílíkur að hann hygðist sjá til þess að þeir yrðu ekki viðstaddir að ári. Um 500 hippar söfnuðust á staðinn og hélt lögreglan þeim í skefjum þar til eftir opnunarhá- tíðina, þá fengu þeir að koma inn á svæðið, kysstu þeir steinana og dönsuðu í kring um þá. Til nokk- urra átaka kom þó milli lögreglu og hippanna og vom 40 hand- teknir. Þýskaland: Rigningin ógn- ar sálarheill þjóðarinnar MUnchen. Frá Bergft’ótu Friðriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞAÐ ER ekki að ástæðulausu, að talið berst oftast nær fyrst að veðrinu, þegar fólk kemur saman hér í Þýskalandi. Síðast- liðnar sjö vikur hefur rignt sleituiaust í öllu landinu, og þyk- ir flestum orðið nóg um. Enda er það von, því að þetta eru mestu rigningar á þessum árstima i rúm 30 ár. Það er kannski ekki alveg rétt, að rignt hafi sleitulaust í sjö vikur. Inn á milli hafa svo sem komið nokkrir góðir sólardagar, en þeir gleymast fljótt, um leið og aftur fer að rigna. Ætla mætti, að sumarið hefði verið hér á ferð í aprílmán- uði, en þá skein sól dag eftir dag, og hitinn fór hvað eftir annað upp í 25-27 stig. Sumarfötin, sem þá voru tekin fram, eru nú komin aft- ur inn í skáp, og í staðinn eru menn nær dag hvem með regn- hlífina við höndina. Það eru svo sannarlega engar getgátur, að veðurfarið hafí mikil áhrif á sálarlíf fólks. Fjöldi þeirra, sem nýtt hafa sér símaþjónustu kaþólsku kirkjunnar hér í Miinchen og leitað sáluhjálpar, ku hafa auk- Gengi gjaldmiðla London. Reuter. GENGI Bandaríkj adollars hækk- aði gagnvart helstu gjaldmiðlum á gjaldeyrismörkuðum Evrópu í gær. Verð á gulli lækkaði. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,6065 dollara, en annars var gengi dollarans þannig að fyrir hann fengust: 1,3364 kanadískir dollarar, 1,8345 vestur-þýsk mörk, 2,0670 hollensk gyllini, 1,5255 svissneskir frankar, 38,03 belgískir frankar, 6,1195 franskir frankar, 1325 ítalskar lírur, 145,55 japönsk jen, 6,3860 sænskar krónur, 6,7275 norskar krónur, 6,8990 danskar krónur. Verð á gulli var 442,40 dollarar únsan. ist gífurlega síðustu vikur, og er talið víst, að veðurfarið sé aðalorsök þessa. En afleiðingar rigninganna eru miklu fleiri. Bændur eru mjög svartsýnir vegna lélegrar uppskeru, og margir þeirra sjá ekki fram á að geta heyjað nægilega fyrir næsta vetur. Víða í sveitum er búfénaður inni, vegna þess að tún eru gegn- blaut og yrðu samstundis eitt forarsvað, ef skepnunum yrði hleypt á þau. Ár hafa flotið yfír bakka sína og björgunarmenn haft í nógu að snúast við björgunarstörf, aðal- lega við björgun alls konar smádýra úr nauðum. Verslunareigendur eru skiljan- lega daufír í dálkinn vegna dræmrar sölu í sumar. í rigningarveðrinu er að vonum lítil eftirspum eftir sum- arfötum og baðfatnaði, og fæstum dettur í hug að fá sér ís, sem ann- ars væri daglegt brauð í góða veðrinu. Svo að ekki sé nú talað um bjórgarðana, sem ætíð hafa sett sterkan svip á skemmtanalíf Þjóðveija á sumrin. í einum stærsta og þekktasta bjórgarði Miinchenar - við kínverska tuminn í Enska garðinum, þar sem venjulega er stöðugt líf og fjör, er nú vart sálu að sjá, og mun íjárhagslegt tap þegar orðið gífurlegt. Vitanlega eru þó einhveijir, sem hagnast á hinu slæma veðri, svo sem ferðaskrifstofueigendur. Allar sólarlandaferðir ku vera upppantað- ar út sumarið, og Þjóðveijar flykkjast í stórum hópum úr landi í leit að sól og sumaryl. Ferðamála- frömuðir segjast ekki muna aðra eins aðsókn, og í sjónvarpsfréttum nú um helgina var haft eftir fjölda sólarlandafara, að þeir bókstaflega yrðu að komast úr landi til að halda geðheilsu sinni. En ekki er öll von úti enn. Veður- fræðingar, sem siðustu vikur hafa gert allt, sem í þeirra valdi hefur staðið, til að sjá eitthvað jákvætt út úr veðurskeytum sínum, boðuðu loks betri tíð. Vonandi er, að það gangi eftir, svo að sálarheill þýsku þjóðarinnar verði borgið og menn geti farið að brosa á nýjan leik. NYJ U NG frá BIODROGA ~>s TSiodmqa Við reglulega notkun JLSkin Initiative* þ.e. kvölds og morgna dropafyrirdropa ▼ áviðkvæmustu blettit.d. enni, í kringum augun, munn, nef og háls, næstfrábær árangur í baráttunni við ótímabær öldrunarein- kenni húðarinnar. EINUSINNI BIODROGA ALLTAF BIODROGA. >s ATH'. w,ppto út »“®Stnnar° K Jia afhendiú9“ " f *skin w^frfSS*00^ pettat«boðj;^gi.s.nguna Vísindin hafa sigrað ótímabæra öldrun húðarinnar. Útsölustaðir: Brá, Laugavegi 74, Stella, Bankastræti 3, Snyrtistofan Hótel Loftleiðum, Garðabæjarapótek, Vestmannaeyjaapótek, Húsavíkurapótek, Kaupf. Eyfirðinga, Kaupf. Skagfirðinga, Snyrtist. Lilju, Akranesi. Bankastræti 3. S. 13635. X J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.